Morgunblaðið - 09.12.1984, Side 12

Morgunblaðið - 09.12.1984, Side 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 Texti: Guðrún L, * Asgeirsdóttir Tinggaarden Restaurant, eign Ástrúnar og Hauks Dórs. I heimsókn til Ástrúnar og Hauks Dórs í Tinggaarden Einn fagran haustdag fyrir skömmu ókum við fjórar saman norður Sjáland til Hilleröd og síð- an í vestur til Frederiksværk. Var ferðinni heit- ið til Hauks Dór Sturlusonar og Ástrúnar Jóns- dóttur, sem reka veitingastað og keramikverk- stæði á gömlum bóndabæ miðja vegu milli Frederiksværk og Helsinge, en kaupstaðirnir þeir standa sinn hvorum megin við stærsta vatn Danmerkur, Arresö. Er umhverfíð fallegt og akstursleiðin auðveld og víst er um það, að margt er að skoða á hinum aðlaðandi bæ þeirra hjónanna, Tinggaarden. Haukur Dór með keramik. Sá, sem hefur heyrt um Ting- gaarden eða séð mynd af bænum, þekkir hann undireins aftur þarna við Frederiksværkveginn, sem raunar heitir fyrst Helsingevegur, þar sem hann liggur til hægri út frá hringtorginu í Frederiksværk. Munu vera þangað um 60 km frá Kaupmannahöfn, hvort sem er eftir aðalleið 16 til Hilleröd, eða gamla konungsveginum um Holte og Birkeröd, sem er merktur 201 og er þá ekið um miðbæinn i Hille- röd fram hjá Friðriksborgarhöll, stærstu höllinni, sem hægt er að fá að skoða í Danmörku. Það er svo auðvelt að þekkja tnggaarden af því, að hann er eftirtektarverð- asti bóndabærinn á allri leiðinni, húsin rauðmáluð og vel við haldið með snotrum stráþökum og falleg- um garði, sem margir gamlir munir prýða. Útihúsi breytt í kaffíteríu Húsráðendur tóku hinum ókunnugu konum opnum örmum, þótt kæmu utan opnunartíma, en veitingahúsið er opnað kl. 17 dag- lega í vetur. Sýndi Haukur Dór okkur hús og garða. Eru flest hús- in um 200 ára og hefur bygg- ingarstíl i engu verið breytt. Þeg- ar byggð þéttist í Frederiksværk og land bóndans fór undir hús og vegi, voru útihúsin notuð fyrir sláturhús, en síðar fyrir kaffiteríu og verzlun með gamla muni og var það svo, er Haukur Dór og Ástrún festu kaup á Tinggaarden fyrir hálfu öðru ári. Hafa þau breytt íbúðarhúsinu i frábærlega skemmtilegan veitingastað, svína- stíunni í hóteleldhús, kaffiterí- unni i keramikverkstæði og gamla verzlunin er orðin að gallerii. Erf- itt er að lýsa hverri vistarveru til hlítar, en allar bera þær vott frá- bærri snyrtimennsku og listræn- um smekk. Vinnustofa eða verk- stæði Hauks er svo snoturlega innréttað, að danskur blaðamaður skrifaði nýlega í Roskilde Tidende, að verkstæðið minni frekar á skurðstofu en keramikvinnustofu, svo mikil sé snyrtimennskan og reglusemin. Aðstaðan fyrir lista- manninn og fagurlega unna gripi hans er til fyrirmyndar, þótt listsköpunin verði heldur út undan sem stendur vegna eldhússtarfa, eins og við víkjum nánar að. í gall- eríinu eru enn nokkrir af munum verzlunarinnar, sem fyrir var, en þeim fækkar óðum og verður þá nægilegt rými fyrir sölusýningu Hauks Dór í hinu gamla gripa- húsi. Tinggaarden er skeifubyggður eins og vani er hér í Danmörku og myndast hið ákjósanlegasta skjól á hlaðstéttinni, þar sem gestir sátu úti undir sólhlífum í sumar og var garðurinn upplýstur á kvöldin. Þá er ætlunin að nota stóra trjágarðinn bak við galleríið fyrir útigrill og borð og stóla fyrir um 70 manns. Verður þá enn meiri ástæða til að ætla, að íslenskir hópar komi í heimsókn á Ting- gaarden á leið sinni um Sjáland eða geri út sérstakar ferðir úr hin- um mörgu sumarbústaðabyggð- um, t.d. frá Karlslunde, Helsingör eða Gilleleje til að heimsækja landa í svo áhugaverðu umhverfi. Hjónin buðu nú til stofu og myndarlegs kaffiborðs í veitinga- húsinu. Eru þar þrjár stofur sér- staklega aðlaðandi og smekklega skreyttar fögrum hlutum, gömlum og nýrri, víða að úr heiminum. Hafa Haukur Dór og Ástrún safn- að munum þessum á mörgum ár- um, teppum, styttum og ýmsu öðru, og er af nógu að taka, svo að ekki kemst allt fyrir í einu. Hver hlutur hefur sinn rétta stað, svo engu er ofaukið. Þetta er alþýðu- list, segir Haukur Dór, frumstæð- ir hlutir, sem hæfa vel húsinu, sem líka er alþýðulist. Húsgögnin eru úr ljósri furu, arinn er þar og gamall ofn skipar heiðursess. Ekki hefur listamanninum unnizt timi á hinum stutta veitingamannsferli sínum að móta borðbúnaðinn, en það kemur. Er borðbúnaður þó mjög smekklegur og eldhúsið prýðisvel skipulagt, nýuppbyggt fyrir opnun veitingastaðarins í maí sl. íslenzkir réttir á matseðli Liggja hér á borðum vænir matseðlar, sem vitna um dugnað húsráðenda við að takast á við þetta nýja verkefni sem veitinga- salan er þeim. Þar eru frumlegir forréttir, meðal aðalrétta íslenzk- ar kótelettur og auðvitað er hægt að fá pönnukökur í eftirmat. Þá eru þar í borðum hin beztu mat- *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.