Morgunblaðið - 09.12.1984, Síða 15

Morgunblaðið - 09.12.1984, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 B 15 Hvað hefði gerst ef ... ? komið út KOMIÐ er út á vegum Tannla-kna- télags íslands Tannlæknatal 1854—1984. í ritinu er að finna sviskrár 248 tannlækna. I>ar á med- al eru nokkrir íslendingar, sem starfað hafa erlendis og sömuleiðis nokkrir erlendir tannlæknar, sem fengið hafa íslenskt tannlækninga- leyfi. í bókinni er grein eftir Rafn Jónsson um „Stofnun og starfsemi Tannlæknafélags íslands fyrstu 30 árin 1927—1957.“ 1 bókinni er einnig kandidataskrá, nafnaskrá og skrá yfir stjórnir félagsins frá upphafi. Formaður ritnefndar Tann- læknatals er Gunnar Þormar. Bókin er samtals 232 bls. að stærð og var sett í Prentþjónustunni hf., prentuð í Prentbergi hf. og bundin Nú kætast allir enda skemmtilegur og indæll tími framundan. Á góðri stundu njóta allir sín vel í peysu frá Iðunni. Öðunnj Árni Þórarinsson Regnboginn: Konungsránið — To ('atch a King ★ ★ Bresk. Árgerð 1983. Handrit: Rog- er O. Hirson, eftir skáldsögu Harry Patterson. Leikstjóri: Clive Donner. Aðalhlutverk: Teri Garr, Robert Wagner, Horst Janson, John Standing, Barbara Parkins. „Ef þetta ráðabrugg heppnast gæti það breytt öllum gangi styrjaldarinnar," segir ein per- sóna í To Catch a Thief, leikin af enska leikaranum Barry Foster með voðalegum þýskum hreim. Og ráðabruggið sem öll myndin snýst um er: Að Þjóðverjar ræni hertoganum af Windsor, þar sem hann dvelur í Lissabon árið 1940 eftir að hafa afsalað sér konungstign vegna ástar sinnar á fráskilinni amerískri konu, og fá hann til liðs við Þriðja ríkið: hann sé hvort eð er spældur út í bresku stjórnina vegna dóna- skapar í garð hans og frúar hans. Mikill fjöidi skáldsagna og kvikmynda byggir á svona leik með staðreyndir mannkynssög- unnar: Hvað hefði gerst ef... Hvað hefði gerst ef Hitler hefði fengið króníska kveisu á sjötta degi annarrar heimsstyrjaldar- innar? Hvað hefði gerst ef Nap- óleon hefði elskað ömmu sína? Hvað hefði gerst ef Adam hefði komist að því að þau Eva voru systkin? Þetta eru saklausir samkvæmisleikir sem vel má færa í dramatískt- eða skáld- sagnaform. Hér er byggt á sögu sama manns og skrifaði The Eagle Has Landed um hvað hefði gerst ef Þjóðverjar hefðu komist Tannlæknatal frá 1854—1984 nærri því að myrða Churchill; þá bók skrifaði höfundur undir nafninu Jack Higgins, en þessa sem Harry Patterson. Og báðar hafa nú verið kvikmyndaðar. Þessi mynd er eftir tilefninu, — saklaus afþreying í millivigt. Dramatískt er þetta plott spennt í eins konar ástarþríhyrning. Teril Garr leikur bandaríska blússöngkonu sem fær það verk- efni í Berlín að aðvara hið enska tignarmenni um mannránsáætl- unina og ekkert alltof sannfær- andi í hlutverinu. Horst Janson leikur þýska nasistaforingjann sem á að framkvæma mannránið og fyrir einskæra tilviljun er hrifinn af blús og söngkonunni sem syngur hann; Janson leikur nokkuð vel af ljóshærðum stein- gervingi að vera. Robert Wagner leikur svo bandarískan veitinga- húseiganda i Lissabon, sem i stríðsreddingum fyrir landa sína og í hvítum smókingjakka minn- ir mjög á Humphrey Bogart sem Rick í Casablanca; Wagner verð- ur auðvitað líka hrifinn af blús- söngkonunni og leikur það bara vel. Fagvinna To Catch a King er miðlungi góð og rétt dugir til að binda saman söguþráð sem oft vill slitna í sundur vegna ólík- inda í atburðarás og viðbrögðum persóna. En samt, sæmilega spennandi afþreying. Teri Uarr heillar n&zista með blússöng í Berlín. Kvikmyndir í Bókfelli hf. Á kápuumslagi er mynd af Brynjúlfi Björnssyni, sem var að- alhvatamaður að stofnun Tann- læknafélags Islands 1927. SKERJABRAUT 1, SELTJARNARNESI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.