Morgunblaðið - 09.12.1984, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.12.1984, Qupperneq 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 SLEN& ÞUNGLYNDI Stafar skamm- degisdrunginn af Tjósleysinu? Að baða sig í björtu ljósi til að hrekja burt þunglyndið, svipta burt skammdegisdrungan- um og breyta næturhröfnunum í árvökula morgunhana er nú að verða nýjasta tískufyrirbærið í Bandaríkjunum. Nú fyrir skömmu var haldin fyrsta meiriháttar ráðstefnan um líffræðileg og læknisfræðileg áhrif Ijóssins og kom þar fram, að sólarljósið og tilbúið ljós hafa miklu meiri áhrif á líkamlega og andlega heilsu manna en vitað var. Langmest eru áhrifin hjá fólki, sem þjáist af „vetrarkvíða". Talið er, að á þessum tíma árs bregðist sumt fólk við minni dagsbirtu á þann hátt, að það verði geðstirt, ófélagslynt, áhyggjufullt og syfj- að. Matarlystin, sérstaklega löng- unin í kolvetni, eykst til muna og engu er líkara en fólkið sé að búa sig undir að leggjast í vetrardvala, sem forfeður okkar kunna að hafa gert einhvern tíma í fyrndinni. Þegar vorar lifnar yfir þessu fólki og það verður aftur eins og það á að sér. Á ráðstefnunni sagði dr. Norm- al Rosentahl og samstarfsmenn hans við bandarísku heilsufræði- stofnunina frá því, að 30 af 34 sjúklingum hefðu breyst í „vor- glatt" fólk þegar þeir voru látnir vera í björtu ljósi í nokkrar klukkustundir kvölds og morgna. Á tveimur eða þremur dögum hvarf vetrarkvíðinn eins og dögg fyrir sólu, fyrr og betur en með nokkrum lyfjum, en kom hins veg- ar strax aftur þegar hætt var að nota ljósin. Ekki er alveg ljóst hvers vegna ljósið hefur þessi áhrif en geð- brigði eru nátengd breytingum á hormóni, sem heitir melatonin, og verður til í kirtli í heilanum. Aug- að nemur ljósið og boðin berast eftir sjóntauginni til kirtilsins. Vísindamenn hafa þess vegna lát- ið sér detta í huga, að lítið sólskin á veturna í löndum eins og Svíþjóð t.d. geti við ástæða fyrir tíðum sjálfsmorðum. Ætla mætti af þessu, að vel upplýstur vinnustaður og heimili gæti hjálpað fólki, sem er eitthvað niðurdregið þótt það sé ekki bein- línis alvarlega þunglynt. Vísinda- mennirnir svara þessu ekki beint en benda á þá alkunnu staðreynd, að sumt fólk vill hest vinna á sól- ríkum skrifstofum, búa í björtum húsum og er vant því að fara í sólarfrí á hverjum vetri. Þeir spá því líka, að á næstu fimm árum muni rannsóknum á þessum málum fleygja mjög fram og þá koma á á daginn hvaða þættir það eru, sem hafa mest áhrif á skapferli manna og hegð- un. Er þá m.a. átt við ljósmagnið, lit Ijóssins, tíma dags og þess háttar. Ekki eru allir sammála þessum kenningum um ljósið og þarf ekki að koma á óvart. Sumir láta sér nægja að yppa öxlum en aðrir gera grín að þeim og kalla þær bara „eina dilluna enn“. Sumir breskir sálfræðingar segja t.d., að raunverulegur vetrarkvíði sé ákaf- lega sjaldgæfur og að í þeim sjúkl- ingum, sem þeir hafi haft til með- ferðar vegna þunglyndis, hafi mel- atonin-magnið verið með eðli- legum hætti. — CHRISTINE DOYLE OKI)lTI4 Sumar „hetjurnar“ eru bara hrappar I^Sovétríkjunum er blómlegur svartamarkaður með medalí- ur og önnur opinber virðingar- tákn og segja blöðin, sem að sjálfsögðu berjast gegn þessum ósóma, margar sögur af mönnum, sem skreyta sig með orðunni „Hetja Sovétríkjanna" og njóta allra fríðindanna, sem henni fylgja. Þessi glæpastarfsemi komst í hámæli eftir að undiraðmíráll á eftirlaunum var myrtur í Moskvu af ungu pari, sem komst inn til hans með því að þykjast vera sagnfræðingar með styrjöldina sem sérgrein. Einkennisbúningana ásamt öll- um orðunum seldu þau síðan með góðum hagnaði. Gennady Kalinin, ungi mað- urinn umræddi, sem myrti Georgy Kholostyakov, aðmírál, og aldraða konu hans með klaufhamri, var dæmdur til dauða fyrir morðið og þegar lögreglan handtók manninn, sem keypti af Gennady, reynd- ist hann vera búinn að viða að sér medalíum, sem metnar voru á fjórar milljónir ísl. kr. Áð vera sæmdur orðunni „Hetja Sovétríkjanna", er iík- ast því að vera sleginn til ridd- ara og það fylgir því fleira en að fá borð í yfirfullum veit- ingastað. Góðmálmur á borð við „Hetju sósíalskrar vinnu" tryggir mönnum sæti í Bols- hoi-leikhúsinu og þeir, sem hann eiga, þurfa ekki að standa í biðröðum í venjulegum versl- unum, þeir fá aðgang að versl- unum fyrir hina útvöldu. Þeir, sem bera orðurnar, njóta mikillar virðingar og sumar orðurnar eru raunar gersemi í sjálfu sér. Sigurorðan er t.d. gerð úr demöntum og hvítum safírum og Lenínorðan úr platínu og gulli. Svo eru aðr- ar orður, „Hetjumóðirin" og „Hetja vinnunnar" fyrir nú utan allar medalíurnar í hern- um. Þeir, sem vilja njóta fríðind- anna sem fylgja orðunum, eiga alltaf að vera tilbúnir til að sýna viðeigandi skjöl, en raunin er sú, að orðan ein opnar mönnum allar leiðir og engra spurninga er spurt. í blaðinu Literaturnaya Gazeta hefur verið sagt frá mörgum mönnum víða í Sovétrikjunum, Yalta, Ama-Ata, Kiev og Moskvu, sem voru staðnir að því að flagga með orður, sem þeir höfðu aldr- ei verið sæmdir. Leonid heitinn Brezhnev var mjög hrifinn af orðum og raun- ar var áhugi hans á prjálinu orðinn að almennu aðhláturs- efni undir það síðasta. Áður en hann var allur gat hann státað af átta Lenínorðum, þremur sem Hetja Sovétríkjanna, Frið- arorðu úr gulli. tveimur orðum Rauða fánans, Sigurorðu, orðu þjóðfrelsisstríðsins og orðu Rauðu stjörnunnar. Auk þess hafði hann verið gerður að Hetju Tékkóslóvakíu, Hetju Einn oróuprúAur í Moskvu: forrétt- indin fylgja glingrinu. Mongólíu, Hetju Austur-þýska alþýðulýðvteldisins og sæmdur gullmedalíu menningarsamtak- anna í Perú. Þegar Brezhnev var borinn til grafar dugðu ekki minna en 40 flauelspúðar undir allar orðurnar. Frá miðborginni: Engir englar I borg englanna. Þúsund morð á fjórum árum Lögreglan í Los Angeles hefur nú skorið upp herör gegn óaldarflokkum unglinga, sem fara um borgina ráns- hendi og myrða saklaust fólk. Nú er svo komið að í engri borg í Bandaríkjunum eru jafnmörg morð framin og í þessari borg, sem þó er kennd við engla. Lögreglan segir að í þessari „englaborg“ séu fleiri en 400 óaldarflokkar. Þarna eru á ferðinni negrar, Asíubúar og fólk af enskum og spænskum uppruna og hafa flokkarnir skipt með sér nær helmingi alls borgarlandsins, sem þó er 500 fermílur að stærð. Félagar í óaldarflokkunum eru um fjörutíu þúsund. Þetta eru einkum atvinnulausir unglingar og þeir eru fjórð- ungi fleiri en fyrir fimm árum, en ein helsta ástæðan er sú, að stöðugt streyma til borgarinn- ar flóttamenn frá löndum Asíu og Mið-Ameríku. „Þessir unglingar eru hryðjuverkamenn og hafa að minnsta kosti þúsund morð á samviskunni, sem framin hafa verið á undanförnum fjórum árum,“ segir Daryl Gates, lög- reglustjóri í Los Angeles. „Þeir hafa sagt okkur stríð á hendur og við verðum að hrekja þá af götunum." í sumar var fremur hljótt um þessa óaldarflokka enda hafði lögreglan lagt mikið kapp á að vernda gesti á Ólympíuleikunum fyrir þeim. En nú eru þeir farnir að láta til sín taka á nýjan leik og á örfáum dögum í síðasta mán- uði urðu þeir tíu manns að bana. Einn af þeim var 14 ára unglingur sem skotinn var til bana á leið úr skóla, og einnig 45 ára gömul kona og þriggja barna móðir, sem varð vör við hávaða úti í garðinum sínum og fór út til að kanna hvað væri á seyði. Þá hófu félagar úr einum flokki skothrið á keppinauta sína þar sem þeir voru að skemmta sér úti á götu og urðu fjórum þeirra að bana. Flestir eru drepnir í blökku- mannahverfunum Compton og Watts eða Spánverjahverfinu í borginni austanverðri. En inn- an við 40% þeirra sem falla eru félagar í óaldarflokknum. Flestir eru saklausir vegfar- endur, sem verða fyrir skotum þegar óvinalið eigast við. Þessi glæpagengi fylkja liði á götuhornum með skjaldar- merki, göngustafi og hatta til að skjóta vegfarendum skelk í bringu. Margir tíðka það að skjóta á ökumenn, sem þurfa að stöðva bíla sína við rauð ljós við Imperial-brautina, sem liggur um hverfin Comp- ton og Watts, og ræna þá síð- an. Við slíkar aðstæður fremja margir sín fyrstu morð að sögn lögreglunnar. Þjóðfélagsfræðingar við há- skólann í Kaliforníu hafa ýms- ar skýringar á þessum glæpa- flokkum. Þeir kenna um at- vinnuleysi og rýrum framlög- um til menntamála og benda jafnframt á þá óumdeilanlegu staðreynd að hvergi annars staðar í Bandaríkjunum setj- ast eins margir útlendingar að með ólöglegum hætti. Lögreglan segir að tilraunir þeirra til að stemma stigu við starfsemi glæpaflokka hafi m.a. strandað á ráðstöfunum til að lækka skatta í Kali- forníu. Þar eru 6.900 lög- reglumenn undir vopnum til að halda uppi lögum og reglu í borg, sem telur þrjár milljónir manna og er miðstöð sjö millj- óna manna héraðs. Chicago er álíka stór en hún hefur 14 þús- und manna lögregluliði á að skipa. Aðrir telja skýringuna þá, að alltof auðvelt sé að kaupa skotvopn. Kenneth Hahn, einn af embættismönnum Los Ang- eles, er þeirrar skoðunar. Hann segir: „f Bandaríkjunum eru rúmlega 50 milljónir skotvopna í höndum einstakl- inga og fyrir þeim vopnum falla árlega 32.000 manns. Ástandið hér í borg stafar meðal annars af því að unga fólkið getur hæglega útvegað sér byssur. Við þurfum að koma á betra eftirliti með skotvopnum." — WILLIAM SCOBIE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.