Morgunblaðið - 09.12.1984, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.12.1984, Qupperneq 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 The London Shakespeare Group sýnir Makbeð: Takmarkið að sýna leikritið á skýran og einfaldan hátt MAKBEÐ eitt kunnasta verk Will- iams Shakespeare veröur sýnt í l’jóöleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar dagana 12. til 15. des- ember, en hingaö er kominn leik- hópurínn The London Shake- speare Group með sýninguna. Makbeð er blóðidrifinn harm- leikur, fjallar um valdarán, harðstjórn og örlög heillrar þjóðar. Leikurinn hefst á á því að Makbeð og Bankó, skoskir að- alsmenn, hafa unnið frækinn sigur á uppreisnarmönnum og eru á leið til konungs að flytja honum gleðitiðindin. Þeir ganga fram á þrjár nornir, sem gefa þeim — einkum Makbeð — fyrir- heit um mikla upphefð. Ef orð nornanna rætast, þá mun Mak- beð verða konungur, en Bankó hinsvegar mun geta konunga en ekki skrýðast kórónu sjálfur. Konungurinn launar Makbeð ríkulega fyrir dygga þjónustu og er þá svo komið að ekkert virðist einfaldara fyrir metnaðarfullan aðalsmann, en að ryðja konungi úr vegi og setjast sjálfur á valdastól. En glæpur kallar á annan glæp og morði fylgir morð og að lokum er gervallt Skotland löðrandi í blóði. The London Shakespeare Group er nú í heimsreisu og kemur beint frá Japan, en ferðin er farin á vegum British Council, í tilefni 50 ára afmælis stofnun- arinnar. Siðastliðin sjö ár hafa leikhópar undir þessu nafni ferð- ast víða um heim og sýnt verk eftir Shakespeare en upphaflega var nafnið notað árið 1%8 af British Council þegar fjórir leik- arar fóru til Japan til að kynna verk Shakespeares með stuttum leikatriðum. Árið 1975 var fjög- urra manna hóp, þeim Gary Raymond, Deiena Kidd, Suzan Farmer og John Fraser, boðið að fara með leikgerð af Rómeó og Júlíu fyrir sjö leikara til Austur Afríku og Asíu. þessi hópur hef- ur verið kjarninn í leikflokkum Ix>ndon Shakespeare Group síð- an og tekið þátt í öllum ferðum flokksins. Takmark hópsins er að sýna leikrit Shakespeare á eins skýr- an og einfaldan hátt og mögulegt er og að ná sem mestum sviðs- áhrifum þó með takmörkuðum farangri sem hópurinn hefur til langferða, en farangurinn er yf- irleitt aðeins þrjár kistur sem oft hafa einnig verið notaðar sem leikmynd. Leikararnir í sýningunum hér á landi eru Richard Heffer, sem leikur Makbeð, Hilary Drake sem leikur frú Makbeð, Gareth Armstrong, Philip Bowen, John Fraser, Mark Greenstreet og Philip York. Leikmyndina gerði John Fraser ásamt Dananum Kristian Vang Rasmussen, sem teiknaði einnig búningana. Lýs- ingu og framkvæmdastjórn ann- ast Howard Harrison. Sýningarnar verða á Akureyri 12. og 13. desember en í Þjóð- leikhúsinu 14. og 15. desember, aðeins verða þessar fjórar sýn- ingar. Keðjumottur leysa vanda ökumanna. Allir ökumenn óttast að sitja fastir í snjó, hálku, eða blautum jarðvegi. Motturnar voru reyndar hjá Félagi danskra bifreiðaeigenda (FDM) Niðurstaðan varð: „Þær virka mjög vel og veita mikla spyrnu meira að segja á svelli.“ Þetta er ný framleiðsla og við viljum, sem fyrst komast í samband við sölumenn á Islandi. Kjörið tækifæri fyrir t.d. bílasölur, bílaverkstæði og bílabúðir. Hringið eða skrifið: SKANDEXFYN Sætting Strandvej 28, 5700 Svendborg Sími: 09/213359 Skagfirzka söng- sveitin með tónleika SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykja- vík veröur með jólatónleika í Há- teigskirkju fimmtudaginn 13. des- ember kl. 21.00. Flutt veröur Missa brevis (Litla orgelmessan) eftir Jos- eph Haydn. Einsöngvari er Halla Jónasdótt- ir. Undirleikari Orthulf Prunner. Þá verða einnig flutt sálmar og jólalög, gömul og ný. Þar á meðal tvö lög eftir söngstjórann Björg- vin Þór Valdimarsson. Skagfirska söngsveitin verður einnig með jólatónleika í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 16. desember kl. 17.00 og Kópavogskirkju sama dag kl. 21.00. JÓLA- TILBOÐ SXiMnr SKÍÐASKÓM SKÁTABÚDIN Snorrabraut 60 simi 12045

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.