Morgunblaðið - 09.12.1984, Side 32

Morgunblaðið - 09.12.1984, Side 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 Amnesty International: Baráttan gegn pyntingum Sem kunnugt er hafa alþjóðasamtökin Amn- esty International staðið fyrir „Herferð gegn pyntingum“ um allan heim síðasta áratug. Starf- semi samtakanna leiddi óbeint til þess að Sam- einuðu þjóðirnar gáfu út yfirlýsingu um pynt- ingar árið 1975 sem orðið hefur samtökunum þýðingarmikið vopn í baráttu sinni. Á degi Sam- einuðu þjóðanna, sem er í dag, er því ekki úr vegi að fjalla um starfsemi Amnesty og vanda- málin sem samtökin eiga við að glýma. Amnesty International eru alþjóðleg samtök þeirra sem vilja vinna að verndun mannréttinda í heimin- um. Hafa samtökin einkum einbeitt sér að mál- efnum samviskufanga, þ.e. fólks sem fangelsað hefur verið vegna kynþáttar síns, skoðana eða trúar, en samviskufangar teljast aðeins þeir sem ekki hafa beitt ofbeldi eða hvatt til þess. Ljóst er að pyntingar og ómannúðleg meðferð fanga er stunduð víða um heim. Víðast hvar þar sem svo er ástatt reyna ríkisstjórnir að draga dul á pyntingarstarfsemina og leggja stein í götu þeirra er reyna að kynna sér aðstæður. í nokkrum ríkjum leggur löggjafinn blessun sína yfir pyntingar fanga í refs- ingarskyni, s.s. húðstrýkingar og aflimanir. verður aldrei hægt að réttlæta þær. Pyntingar eru vísvitandi árás á mannlega virðingu og reisn og af þeirri ástæðu einni ættu þær að fordæmast undir öllum kringumstæðum. Það er hámark ómennskunnar þegar hjálparlaus fangi verður fyrir pyntingum og niðurlægingu af hendi þeirra sem eiga að gæta laga og réttar. Reynslan sýnir að hafi pynt- í ('hile hefur samtökum sem berjast fyrir mannréttindum tekist að finna leynileg fangelsi þar sem samviskufangar hafa verið yfirheyrðir og þeir sætt pyntingum. A myndinni má sjá nunnur, presta og borgara standa fyrir mótmælaathöfn frammi fyrir einum þessara staða. Hin siðferðilegu rök í upplýsingabæklingi sem Amnesty hefur gefið út um starfsemi sína segir um réttlæt- ingu pyntinga og fólskulega meðferð fanga: Réttlæting valdhafa á pynt- ingum felst oft í hinni hefð- bundnu rökfærslu um að til- gangurinn helgi meðalið — að þjáning fórnarlambsins sé „nauðsynleg" í þeim tilgangi að vernda hagsmuni hins mikia meirihluta. Þessi afsökun verkn- aðarins lítur framhjá þeirri staðreynd að meirihluti þeirra er sæta pyntingum, jafnvel í ríkjum þar sem borgaraleg and- ófsstarfsemi er víðtæk, hafa engar leynilegar upplýsingar að láta í té. Þetta fólk er venjulega pyntað annað hvort til að þvinga fram játningar eða hindra að það starfi gegn viðkomandi stjórnvöldum. Jafnvel þó hægt væri að sýna fram á að pyntingar gætu verið gagnlegar í sumum tilvikum, ingar einu sinni verið leyfðar í ákveðnum tilvikum t.d. til að berjast gegn pólitísku ofbeldi, munu pyntingar næstum óhjá- kvæmilega verða notaðar í fleiri augnamiðum og gagnvart fleir- um og fleirum. Þeir sem einu sinni hafa gripið til pyntinga munu halda áfram að stunda þær, hvattir af „árangrinum" við að ná fram játningum eða upp- lýsingunum sem þeir leita eftir — hvað sem áreiðanleika játn- inganna líður. Innan öryggis- gæzlunnar munu þeir hvetja til útfærslu pyntinga til annarra fangelsisstofnana. Þeir leitast við að fullkomna tækni sína og finna aðferðir til að draga dul á ummerkin. Þeir munu leitast við að finna fleiri ástæður og þarfir fyrir pyntingastarfsemi sína ef þjóðfélagið sofnar á verðinum. Það sem átti að gerast aðeins „einu sinni“ verður þannig ríkj- andi í kerfinu — brýtur niður siðferðiskenndina og þann laga- lega rétt sem stendur á móti öll- um tegundum ofbeldis, og hefur loks áhrif á allt þjóðfélagið. Ríkisstjórnum er halda vilja uppi merki réttlætis er skylt að leggja bann við pyntingum og illa meðferð fanga. Pyntinga- starfsemi brýtur niður þá grund- vallarkennisetningu laga að refsing skuli vera tiltekið fang- elsi fyrir sannaða sök. Flestar alþjóðlegar stofnanir og alþjóð- leg lög í stríði og friði leggja bann við pyntingum. Fullyrði ríkisstjórnir að þær ríki á grundvelli siðferðis og laga, hver sem þau eru, ber þeim skylda til að banna pyntingar með lögum — slíkur blettur á stjórnvöldum sem pyntingastarfsemi er veldur rotnun réttarkerfisins innanfrá, og slítur alla þræði trausts og samhugs milli þegnanna og stjórnenda þeirra. Athygli hefur vakið hversu troðið er á réttindum pólitískra fanga í Alþýðulýðveldinu Kína. Þar hafa farið fram fjöldaaftökur pólitískra fanga og þeir sætt ómannúðlegri meðferð. Maðurinn á myndinni er sakaður um morð. Hermaður stendur að baki honum og heldur byssuhlaupinu fast að hnakka hans. A spjaldinu sem hengt hefur verið um háls mannsins er fullyrt að hann sé morðingi. Nafn hans hefur þegar verið strikað út af nafnalista Amnesty. Hversu útbreiddar eru pyntingar? Fangar hafa verið píndir eða sætt illri meðferð í að minnsta kosti einu af hverjum þremur ríkjum heims innan síðustu fjög- urra ára, samkvæmt síðustu skýrslu Amnesty International, Pyntingar á níunda áratug, en skýrslan kom út fyrr á þessu ári. Þó skýrslan bendi á framburði um pyntingar eða illa meðferð fanga í um 100 ríkjum um allan heim, leggur hún áherzlu á að leynd valdhafa og ógnanir gagn- vart fórnarlömbunum ge^i rann- sókn margra fullyrðinga um pyntingar erfiða. í öðrum ríkjum er ómögulegt að afla upplýsinga um pynt- ingastarfsemina — þar gæti ástandið verið enn verra en þar sem hægt er að fylgast með líðan fanga. Af þessum ástæðum, leggur Amnesty International áherslu á að ekki sé hægt að gefa út „svartan lista" yfir ríki sem stunda pyntingar — ekki aðeins vegna þess að hann myndi óhjá- kvæmilega vera ófullkominn, heldur myndi slíkt plagg einnig Þessi mynd var tekin er pólitískur fangi, Ulvi Ogus „brotnaði niður“ meðan á heimsókn blaðamanna stóð í Manak-hcrfangelsið í Tyrklandi. Blaðamönnum hafði verið boðið til fangelsisins er fjölmiðlar erlendis höfðu fjallað um hrikalegt ástand í fangelsum þar. „Hann er aðeins að látast“, er haft eftir fangelsisstjóranum, Raci Tetik. Maðurinn var rann- sakaður af fangelsislækni sem úrskurðaði að hann væri „útkeyróur á taugum" og bætti því við að þetta væri ekki óvenjulegt meðal fanga í Mamak-herfangelsinu. liggja vel við misnotkun ríkis- stjórna og aðilar sæju sér hag í að nota hann í áróðursskyni. Þess í stað leggur skýrslan áherzlu á að pyntingar eigi sér stað í öllum heimshlutum, og í skjóli ríkisstjórna með afar mis- munandi hugmyndafræði, og að meðal fórnarlamba sé fólk úr öllum stéttum, aldursflokkum og starfshópum. Allar tölur um fjölda fórnar- lamba pyntinga hljóta að vera vanáætlaðar, segja rannsókn- armenn Amnesty International. Þeir fullyrða að ljóst sé að tíu þúsundir manna hafi sætt pynt- ingum og ómannlegri meðferð á þessum áratug, en segja einnig að sú tala gæti verið mun hærri. Amnesty International fylgja þeirri reglu að forðast allan samanburð milli ríkja. Samtökin telja sig ekki hafa nægilegt magn sambærilegra upplýsinga frá öllum heimshlutum til þess — og þess utan treysta samtökin sér ekki til að gera samanburð á andlegum og líkamlegum þján- ingum einstaklinga sem sæta pyntingum. „Pyntingaaðferðir og mis- þyrmingar eru breytilegar frá ríki til ríkis,“ segir í skýrslunni. Meðal þeirra framburða sem þar er að finna eru: að fólki er hálf- drekkt í pyntingaskyni, kynferð- islegar misþyrmingar, gabbaf- tökur; kerfisbundnar barsmíðar, rafmagnspyntingar; hýðingar og aflimanir með úrskurði laga. „Pyntingarnar sjálfar eru leynilegar og eru framkvæmdar af embættismönnum sem hafa vald til að halda starfseminni leyndri," segir í skýrslunni — sem veldur mestum erfiðleikum við að meta umfang misþyrm- inganna. Oft eru pyntingaað- ferðir svo lævíslega upphugsað- ar að erfitt er að færa sönnur á verknaðinn eftir á. Nefna má langvarandi einangrun einstakl- inga, rafskaut sem komið er fyrir á sársaukanæmum svæðum líkamans og lyf sem valda hita- sótt og krampa, skilja ekki eftir sig sár eða fleiður. Að safna heimildum um pynt- ingar er ekki einungis erfitt og vandasamt verk, það er oft hættulegt. Þeir, sem starfað hafa að mannréttindamálum, og lögfræðingar, sem varið hafa pólitíska fanga, hafa sjálfir orð- ið fórnarlömb pyntinga. Fara pyntingar vaxandi? Þeirri spurningu er ekki unnt að svara því enginn hefur haft fullkomna mynd af ástandinu hvorki fyrr né nú. Það sem fer í vöxt, segir Amnesty Internat- ional, er fjöldi mannréttinda- hópa sem berjast gegn pynting- um innan flestra rikja heims og það upplýsingamagn sem lög- fræðingar, fórnarlömb og skyld- menni þeirra senda umheimin- um í þeirri von að alþjóðlegur þrýstingur verði til hjálpar. „Fréttafjölmiðlar flytja nú miklu meira efni um pyntingar en þeir gerðu fyrir áratug," segir í skýrslunni, „ekki endilega vegna þess að það sé meira um misþyrmingar á þessum áratug en áður, heldur vegna þess að fleiri alþjóðleg samtök fást við rannsóknir á misþyrmingum, og vegna þess að ritstjórar og blaðámenn eru einbeittari við að gera eigin rannsóknir á staðhæf- ingum um pyntingar og skrifa fréttir um niðurstöður sínar. Nokkur hugmynd um stærð vandamálsins í heild kemur fram, þar sem skýrslan bendir á að Amnesty International hefur fengist við mál 2.687 einstakl- inga þar sem rökstuddur grunur var um pyntingar síðan í janúar 1980, en þessir einstaklingar voru frá 45 löndum. 1 öllum þess- um málum höfðu samtökin næg- ar heimildir — nafn viðkomandi og skýrslu um handtöku — og gátu gripið inn i rás viðburða meðan tími var til. En á móti hverjum samviskufanga sem vit- að er um, eru ótal önnur fórnar- lömb sem enginn veit deili á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.