Morgunblaðið - 14.12.1984, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
9
Ragnheiðarstaðir
Hestar verða í rétt sunnudaginn 16. desember kl.
11 — 13. Flutningabílar á staðnum. Sætaferö frá
félagsheimili Fáks v/Bústaðaveg kl. 9.30.
Vetrarfóður á
Ragnheiðarstöðum
Tekið verður á móti hestum í vetrarfóður, sunnu-
daginn 16. desember kl. 11 —13. Eigendur hesta á
Ragnheiöarstööum eru minntir á aö þeir veröa að
mæta til að afhenda hesta sína og merkja.
Kjólar — buxnasatt
brúðarfciólar — tlör og hattar
Múasur & peysur Piar Cardin.
☆
Náttkjólar - njáttkjólaaett
sktppar 1 velúrsamfestingar
Lady-Marlene undirfatnaður
Sundbolir — Frotte-inniskór
Dagtöskur - kvöldtöskur
Oscar de la Renta slssóur
Perlufestar og eyrnalokkar
Guerlaine-ilmvötn
☆
Jóladúkar — jólaborömottur
Jólahandklæói — jólasvuntur
Skartgripakassar og
silkiherðatré
Rúmteppi
— Rúmteppi
Falleg ódýr rúmteppi í úrvali. Baö-
mottusett — sængurverasett —
handklæöi — dúkar og m.fl.
Nytsöm gjafavara á góöu veröi.
fSuK*tiinuHúmið
Iðnaðarhúsinu
Hallveigarstíg 1,
Sími 22235.
Starfsmenn fjármálaráðuneytisins hlusta á fjárlagaumreðu.
Minni skattheimta sem nemur
milljaröi króna
Síöustu fjárlög Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra Alþýðu-
bandalagsins, fyrir árið 1983 spönnuðu 30,7% af þjóðar-
framleiðslu. í ár, 1984, lækkaði þetta hlutfall í 29,4°/ >g
veröur sviþað á næsta ári. í fjárhæöum talið er hér um ð
ræöa rúmlega milljarð króna, sem ríkið tekur minna til sín
en á árinu 1983, þrátt fyrir það að þjóðarframleiðsla hafi
dregizt verulega saman milli ára.
Afnám tekju-
skatts — fyrsti
áfangi
Tekju.skattar einstakl-
inga 1985 lækka um 600
m.kr. miðað við |»ð sem
þeir hefðu orðið að óbreytt-
um .skattalögum.
• Skattareglum er breytt
þann veg að þessi Uekkun
nýtist betur láglaunafólki.
• Nkattareglum er breytt
til að draga úr mismunun í
skattheimtu heimila eftir
því hvern veg tekjuöflun
skiptist milli hjóna.
I>essi skattalækkun er
fyrsta skrefið til þeirrar
áttar að afnema tekjuskatt
af venjulegum launatekj-
um, en tekjuskattur er
ranglátur skattur af tveim-
ur ástæðum. f fyrsta lagi
kemur skatturinn mjög
misjafnlega niður vegna
þess hve margir taka laun
fram hjá skattkerfinu. í
annan stað er hyggilegra
að skattleggja eyöshi um
neyzhiskatta en vinnu-
framlag fólks um tekjur.
Lækkun tekjuskatta nú er
í samræmi við kosningaiof-
orð og stjómarsáttmála.
Dregið hefur verið úr
ríkisútgjöldum á margvis-
legan máta, enda óhjá-
kvæmilegt að ríkisbúskap-
urinn axlaði að sínum hhita
samdrátt i þjóöartekjum,
minnkun sameiginlegs
skiptahlutar. Þrátt fyrir
þennan samdrátt stefnir í
700—800 m.kr. halia hjá
ríkissjóði 1985. Tvennt
kemur einkum tik fyrr-
nefnd lækkun tekjuskatts
og endurgreiðsla á u.þ.b.
400 m.kr. uppsöfnuðum
söluskatti til sjávarútvegs,
sem stendur illa rekstrar-
lega m.a. vegna aflasam-
dráttar og verðfalls sjávar-
afurða.
Söluskattur verður
hækkaður um 0,5%, sem
gefur 200 m.kr. tekjuauka,
og hert innheimta 50 m.kr.
Þessi hækkun samsvarar
ekki nema helft af endur-
greiddum söluskatti til
sjávarútvegs.
Víst ber að virða að-
haldsaðgerðir sem mjög
viða hefur verið gripið til i
ríkísbúskapnum. En betur
má ef duga skal. Bruðl er
ekki úr sögu. Feröakostn-
aður og risna, svo dæmi sé
lekið, er víða utan sam-
dráttareinkenna, varlega
orðað.
Mildandi
aögerdir
Sú leið var knúin fram á
kjaravettvangi, illu heilli,
sem færði „kaupauka" tii
hækkandi vöruverðs inn-
anlands og lækkandi geng-
is út á við. Ríkisstjórnin
ákvað ýmsar mildandi að-
gerðir í kjölfar gengislækk-
unar.
• Bætur almannatrygg-
inga vóru hækkaðar nokk-
uð, í sumum tilfellum hhit-
fallslega umfram almennar
peningalaunahækkanir.
Þessar umframhækkanir
nema 100 m.kr. 1985.
• Framlög til niður-
greiðslna í vöruverði
hækka til samræmis við
áætlaðar verðlagsbreyt-
ingar.
• Tekjuskattar lækka.
sem fýrr segir. um 600
m.kr. á næsta ári. Skatta
lækkuninm verður eklti
sízt beint að lægri launum.
• Tekjur síðustu 12 mán-
aða áður en menn hætta
störfum fyrir aldurs sakir
verða skattfrjálsar.
Öll eru þessi skref til
bóta, en minna jafnframt
&, aö til eru fleiri leiðir til
kaupauka en þær. sem í
gegn um tíðina hafa reynzt
færiband fyrir verðbólgu.
Það er nauðsynlegt að for-
ysta VSÍ og ASÍ setjist nú
þegar á rökstóla með
stjórnvöldum landsins til
að varða í tíma veg launa-
og verðlagsþróunar í land-
inu 1985. Við megum ekki,
enn og aftur, hnjóta um
sama dýrtíóarþröskuldinn
og á sl. haustnóttum — og
raunar allan áratug hinna
glötuöu tækifæra.
Kvartett
stjórnarand-
stöðunnar
Kór stjórnarandstöðunn-
; ar efnir, að venju, til sam-
söngs út í þjóðfélagið — í
tilefni fjárlagageröar. Flest
lögin sem sungin verða
vóru samin á árabilinu
1978—1983. Þau beraýmis
nöfn eins og „verðbólgan
Ijúfa", „skuldir bak við
yztu sjónarrönd", „skattar
á skatta ofan", ,JSvavar
fjórtándi" oafrv.
Kkki má þó gera ráö
fyrir að textinn verði
stefnumarkandi eða feli í
sér kortlagða leið út úr
þjóðarvanda. Það er allt
eins líklegt að stjórnarand-
stöðukvartettinn, þ.e.a.s.
hver og einn af fjórflokk-
unum, syngi eigin texta á
skjön við texta hinna. Allt
er þetta holtaþokuvæl hluti
af skammdeginu, sem taka
verður sem slíku.
Kíklsstjórninni gengur
ekki allt í haginn þessa
dagana. Hún getur þó
þakkað forsjóninni fyrir að
í samanburði við jafn lé-
lega stjórnarandstöðu hef-
ur hún tvímælalaust vinn-
inginn; hvursu mikinn skal
ekki sagt að sinni.
Góói dátinn
GÓÐIDÁTINN SVEJK
eftir Jaroslov Hasek
í þýðingu Karls isfelds er komin
út i nyrri utgáfu. Það er með öllu
óvist að nokkur önnur þjóð en
við íslendingar eigi jafnsnjalla
þýðingu á þessu heimsfræga
verki. Það er óþarfi að tíunda
þetta snjalla skáldverk. Fyndnin
er svo leiftrandi að það er dauð-
ur maður, sem ekki tárast við
lestur þókarinnar
ORÐ MILLI VINA
eftir Gunnar Dal
er nýjasta Ijóðabók skáldsins.
Enginn, sem ann góðum skáld-
skap lætur þessa bók framhjá
sér fara.
SPAMAÐURINN
eftir Kahlil Gibran
í þýðingu Gunnars Dal nýtur
stöðugt aukinna vinsælda hér á
landi. Þessi heimsfrægi Ijóða-
flokkur er nýlega kominn út í
sjöttu útgáfu.
Þarablöð
Þætfir frá Breidafirði
ÞARABLÖÐ
ÞÆTTIR FRÁ BREIÐAFIRÐI
eftir Bergsvein Skúlason
flytur ýmsar frásagmr frá Breiða-
firði. M.a. er að finna frásögn af
breiðfirskum konum, sem öðrum
fremur stunduðu sjóinn, bæði
sem hásetar og formenn, en auk
þess eru margvíslegir þættir og
sögur og langur þáttur sem
nefnist: Slætt upp af minnis-
blöðum Jóns Kristins Jóhannes-
sonar, gamansöm og fjörlega
skrifuð frásögn.
VÍKURÚTGÁFAN
GRETTISGÖTU 29 - SÍMAR: 27714 36384