Morgunblaðið - 14.12.1984, Side 32

Morgunblaðið - 14.12.1984, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984 Rússar fylgjast með bandarískum flugmóðurskipum: 150 flugvélar til móts við herskipin Tókvn ÍX Hmpmhpr AP ™ ^ Tókýó, 13. desember. AP. Á ANNAÐ hundrað sovézkar stríðs- flugvélar komu til móts við banda- rísku flugmóðurskipin Carl Vinson og Midway er skipin voru á siglingu í Japanshafi í byrjun mánaðarins, að sögn talsmanna flotans. Howe í Afríkuferð London, 13. desember. AP. SIR GEOFFREY Howe, utanrik- isráðherra Bretlands, mun fara í heimsókn til þriggja Afríkulanda upp úr áramótunum þ.e. til Zambíu, Zimbabwe og Kenya. Howe sagði frá þessu í neðri málstofunni í morgun. Brezkur utanríkisráðherra fór síðast í heimsókn til þessara landa 1982, en þau eru öll í brezka samveld- Japanskar heimildir herma að minnst 150 sovézkar stríðsflugvél- ar af ollum gerðum, þ.á m. Ilyush- in-38 eftirlitsflugvélar, Sukhoi-15 og MiG-23 orrustuþotur, TU-95 („Birnir") og TU-16 („Greifingj- ar“) sprengjuflugvélar, hafi flogið yfir skipadeildina, sem hafði ný- lokið æfingum í vesturhluta Kyrrahafsins. Talsmaður flotans vildi ekki meir um hið ákafa flug Sovét- manna segja en að rúmlega hundrað flugvélar í það heila hafi flogið til móts við og hringsólað um flugmóðurskipin og fylgiskip þeirra. Hófst flug Rússa jafnharð- an og skipin sigldu inn á Japans- haf. Um tíma voru skipin í innan við 80 km fjarlægð frá bækistöð sovézka flotans í Vladivostock í Síberíu. Japanskar heimildir herma að tilgangur með siglingunni hafi verið að minna Rússa á styrk bandaríska flotans og kanna viðbrögð og varnarmátt þeirra. Japanskir fjölmiðlar segja varnir Rússa í austri hafa verið stórefld- ar frá því sovézkar orrustuþotur skutu niður kóreska farþegaþotu með 269 manns innanborðs yfir eynni Shakalin í fyrra. Langþráð bað Símamynd/AP. Billy Nair bregður sér f bað í fyrsta skipti í þrjá mánuði. Hann var í hópi manna sem settust að I bresku ræðismannsskrifstofunni í Durban í Suður- Afrfku. Nair og félagar voru þar í þrjá mánuði til að mótmæla aðskilnaðar- stefnu stjórnvalda. Aðskilnad- arstefnu mótmælt New York. 13. desember. AP. RÚMLEGA 90 manns stilltu sér upp fyrir utan ræðismannsskrifstofu Suður Afríku í New York í dag til að mótmæla kynþáttastefnu stjórn- valda í Suður Afríku. Kom til rysk- inga og voru 19 handteknir, þar á meðal skólastjóri fjölmiðlaskóla í District of Colombia. Alls hafa um 100 manns verið handteknir í yfirleitt friðsamleg- um mótmælum við ræðismanns- skrifstofur Suður Afríku síðan 21. nóvember. Þar af eru nokkrir þingmenn og verkalýðsleiðtogar. Vaxandi ólga er í Bandaríkjunum vegna tengsla Bandaríkjanna við minnihlutastjórn hvítra í Suður Afríku. Æ fleiri taka þátt í kröfu- göngum og er krafan sú að Banda- ríkin setji efnahagshömlur á Suð- ur-Afríku og láti af fjárfestingum þar í landi. Ungverskur prestur fær uppreisn æru: Zoltan Doka sett; ur í embætti á ný UNGVERSKI presturinn Zoltan Doka, sem sviptur var hempunni í lok ágúst vegna gagnrýni sinnar á leiðtoga lútherstrúarmanna í Ungverjalandi, Zoltan Kaldy bisk- up, núverandi forseti Lútherska heimssambandsins, hefur á ný ver- ið settur til að gegna embætti sínu innan ungversku kirkjunnar. Zoltan Doka vakti heimsat- hygli þegar hann ritaði heims- þingi Lútherska heimssam- bandsins, sem haldið var i Búda- pest í júli og ágúst á þessu ári, opið bréf og gagnrýndi þar harð- lega yfirboðara sinn, sem hann sakaði um að ganga erinda kommúnistastjórnarinnar í landinu með svonefndri „þjón- ustuguðfræði", sem bryti í bága við frelsunarguðfræði lúthersku kirkjunnar. Auk þess að vera leiðtogi lútherstrúarmanna í Ungverjalandi, sem eru tæplega hálf milljón, situr Kaldy biskup á þjóðþinginu fyrir Kommún- istaflokkinn og er þar áhrifa- maður. Ásakanir Doka komu til um- ræðu á þinginu og áttu þátt í Var sviptur hemp- unni fyrir að gagn- rýna forseta Lútherska heims- sambandsins andstöðu margra þingfulltrúa við að Kaldy yrði kjörinn forseti heimssambandsins. Hann lýsti því hins vegar yfir að Doka, sem þá var í kynnisferð í Vestur- Þýskalandi, mundi ekki þurfa að gjalda fyrir að hafa opinberað skoðanir sínar er hann sneri heim. Þegar gengið var til at- kvæða um næsta forseta hlaut Kaldy 173 þeirra, en Daninn Bodil Sölling, sem var helsti keppinautur hans, fékk 124 at- kvæði. Afstaða þingfulltrúa frá þriðja heiminum réð úrslitum um kjör Kaldys, en einnig studdu hann nokkrir fulltrúar Vesturlanda, þ.á m. biskup ís- lands, sem sat þingið. Þegar Doka sneri heim í ág- ústlok ritaði prófastur hans, Laszlo Kevehazi, honum bréf og tilkynnti, að hann væri sviptur kjóli og kalli. Bar hann hið opna bréf fyrir sig og ennfremur það, að Doka hefði dvalist mánuði lengur erlendis en honum var heimilt. Doka taldi þennan brottrekstur ólögmætan þar sem sérstök aganefnd þyrfti að fjalla um mál af þessu tagi áður en til brottrekstrar kæmi. Hann hélt því áfram starfi í sókn sinni í Hevizgyörd, sem er skammt fyrir austan Búdapest, og naut til þess dyggilegs stuðnings safnaðar síns. Brottrekstur Doka vakti feiknarlega reiði margra lúth- erstrúarmanna á Vesturlöndum og meðal þeirra, sem opinber- lega gagnrýndu Zoltan Kaldy voru höfuðbiskupar Noregs og Danmerkur. Var á það bent að Kaldy hefði ekki efnt fyrirheit sín á þingi Lútherska heims- sambandsins og það var talið sérstaklega gagnrýnisvert, að hann hefði látið prófast víkja Doka frá, sýnilega til að þvo Zoltan Kaldy biskup hendur sínar af verknaðínum. Létu ýmsir kirkjunnar menn i það skína að dagar Kaldys i embætti forseta Lútherska heimssambandsins væru taldir, ef hann veitti Doka ekki upp- reisn æru. Hið opna gagnrýnisbréf Doka var aldrei kynnt opinberlega í ungversku kirkjunni, en efni þess barst starfsbræðrum hans eftir öðrum leiðum. Þegar Zoltan Kaldy gekkst fyrir atkvæða- greiðslu um mál Doka meðal leiðtoga lúthersku kirkjunnar í Ungverjalandi fyrir skömmu reyndist meirihlutinn skila auðu, sem Kaldy hafði þó áður lýst yfir að væri fjandsamleg af- staða gagnvart kirkjustjórninni. Er talið að þessi málalok og hin eindregna gagnrýni kirkjuleið- toga á Vesturlöndum á embætt- issviptingu Doka hafi ráðið þvi að hann hefur nú verið settur til starfa á ný. saltonÖ Kaffivélarnar Jrá Salton eru sann- kallaðir nytjahlutir. Þæreru byggð- arafv-þýsku hugviti og nákvæmni. Vörugæði og lágt verð! Árs ábyrgð. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8 105 REYKJAVÍK S: 84670

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.