Morgunblaðið - 14.12.1984, Side 34

Morgunblaðið - 14.12.1984, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984 Skíða- kynning EINAR HALLDÓR Einar Úlfsson og Halldór Matthíasson leiðbeina viðskiptavinum okkar um val á skíðabúnaði í versluninni á morgun. Laugardag kl. 14—18 AA FI5CHER TYROLIA DACHSTEIN adidas ^ TOPPmerkin í ikíóavörum öfúS d ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670 BBC: Keyptu flær með smáauglýsingu! Lundúnir, 13. denember. AP. MÁTTUR smáauglýsinga getur verið mikill, ekki síst ef auglýst er í dálkinum „einkamál". Það sannreyndi breska sjónvarps- og útvarpsstöðin BBC fyrir skömmu. BBC auglýsti eftir mannaflóm og áður en langt um leið skorti ekki tilboðin og sér- fræðingar BBC vinna nú að því að gera flærnar klárar fyrir sjón- varpsþátt um dýralækni dýra- garðs. Auglýsing BBC í einkamála- smáauglýsingu í London Times hljóðaði þannig: 25 punda verð- laun fyrir mannaflær, „pulex irritans" vegna sjónvarps- þáttagerðar. Hringið til BBC. Sjónvarpsþátturinn heitir „One by one“ og framleiðand- inn heitir Bill Sellars. Hann sagði að í fyrstu hefðu margir leikarar misskilið auglýsing- una og talið að BBC vantaði fólk til að ieika flær. „En það voru alvöru mannaflær sem okkur vantaði og svo fór að það hringdi i okkur kona sem sagð- ist hafa keypt notað gólfteppi, en þegar heim var komið hefði komið í ljós að það moraði allt í „pulex irritans" á teppinu og við mættum hirða eins og við vildum. Síðan höfum við verið að heimsækja konuna með tómar sultukrukkur er maður hennar er farinn í vinnuna. Við höfum fundið 8 flær og vantar aðeins fáar til viðbótar," sagði Sellers. Marcos flettir klæðum Ferdinand E. Marcos Filippseyjaforseti flettir upp skyrtunni á ríkisstjórnarfundi til að sýna að á bringunni sé engin merki um uppskurð að finna. Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um að Marcos hafi orðið að ganga undir meiriháttar hjarta- eða nýrnaað- gerð á síðustu dögum, en með þessu vildi hann sýna blaðamönnum, sem viðstaddir voru upphaf fundarins, og þjóð sinni að hann hefði ekki gengið undir uppskurð og væri við hestaheilsu. Marcos hafði ekki sést opinberlega í 25 daga og var talið að hann ætti við alvarleg veikindi að stríða. Hefur það mælst misjafnlega vel fyrir að hann skyldi fletta sig klæðum fyrir framan sjónvarpsvélarnar og fann Jaime L. Sin kardináli að uppátækinu í dag. Fólksflótti frá Bhopal stóreykst Bbopal, 13. desember. AP. Enn ríkir ringulreið í borginni Bhopal á Indlandi og tugþúsundir flýja daglega frá borginni af ótta við nýjan gasleka í eiturefnaverk- smiðjunni. Fólksflótti frá borginni hófst í gær og flýðu þá um 10 þús- und manns, en straumurinn var margfalt meiri í dag en gær. Hafði indverska fréttastofan UNI það eftir ónafngreindum háttsettum embættismönnum, að allt að 150 þúsund manns hefðu flúið frá Bhopal frá því gasið lak út, en íbúar borgarinn- ar telja 900 þúsund. Flóttinn hófst þegar út spurð- ist að gera ætti skaðlaus 15 tonn af eiturefninu, sem lak í síðustu viku og olli dauða a.m.k. 2.000 manna. Ekki tókst að sannfæra menn um að aðgerðin væri en ekki hafi verið ákveðið hvenær mál verður höfðað gegn þeim. Heimildir í Japan segja að margir af þeim rúmlega eitt hundrað Ví- etnömum sem hafi verið hand- teknir, grunaðir um samsærið til að koma kommúnistastjórninni frá, séu flóttamenn. Hafi þeir flú- hættulaus og straumurinn fór af stað. Örtröð var á bifreiða- og járnbrautarstöðvum þegar þær yfirfylltust af fólki, sem klifraði jafnvel upp á lestarvagna til að komast burtu. Allt að fimm sinnum meiri farþegaflutningar voru frá borginni með járn- brautarlestum en í gær, að sögn starfsmanna lestarstöðvarinnar. Vegna hreinsunar í verk- smiðju Union Carbide verða 125 þúsund manns úr næsta ná- grenni verksmiðjunnar fluttir í skóla og opinberar byggingar annars staðar í borginni, þar sem þeir eiga að vera öruggir ef gas tæki að leka út að nýju. Brottflutningur fólksins hefst á föstudag. Tóku margir til fót- ið frá Víetnam, en síðan komist þangað aftur með leynd og reynt að leggja á ráðin hvernig mætti gera byltingu í landinu. Víetnam- ar segja að vopn og alls konar gögn verði lögð fram í réttinum og þá muni koma i ljós að samsæris- mennirnir hafi notið aðstoðar ör- yggisþjónustu Kína og Thailands. anna frá borginni þegar skýrt var frá þessum fyrirhuguðu var- úðarráðstöfunum og töldu sig öruggari fjarri Bhopal. Kasparov sigraði Staðan 5-1 Moslmi, 13. desembcr. AP. GARRY Kasparov vann í dag fyrsta sigur sinn í heimsmeistaramótinu í skák, þegar heimsmeistarinn, An- antoly Karpov, gaf 32. skákina, sem farið hafði í bið á miðviku- dagskvöld eftir 40 leiki. Sögðu embættismenn sem sjá um mótið, að Karpov hefði hringt og tilkynnt þá ákvörðun sína að gefa skákina. Staðan í hinu 95 daga langa heimsmeistaraeinvígi, hinu lengsta til þessa, er nú 5—1 heimsmeistaranum { vil. Sex vinninga þarf til sigurs. Næsta skák, hin 33. í röðinni, fer fram á mánudag. Átti hún að fara fram á morgun, föstudag, en vegna biðskákarinnar sem til stóð að tefla frestuðu skipuleggj- endur mótsins henni til mánu- dags. Garry Kasparov 21 ákærður fyr- ir samræri í Ho Chi Minh-borg Baoitkok, 13. deaember. AP. RÉTTARHÖLD hefjast í dag í Ho Chi Minh-borg I Víetnam yfir tuttugu og einum manní, sem eru ákærðir fyrir að hafa gert samsæri í því skyni að steypa stjórn kommúnista í landinu. Fréttastofa Víetnams kunngerði þetta í morgun og sagði, að þetta væri mjög alvarlegt mál, og leyniþjónustur Kína og Thailands væru flæktar í málið. Sérfræðingar segja að um átta- tíu manns til viðbótar séu í haldi,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.