Morgunblaðið - 14.12.1984, Síða 35
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
35
Modigliani-málverk
slegið á 31 milljón
hjá Christies í London
FYRIR skömmu var Modigliani—stúlka í olíu slegin á sem svarar rúmlega
31 milljón ísl. kr. á impressíónistauppbodi sem haldið var hjá ('hristies-
uppboðsfyrirUekinu í London.
Þetta er þó ekki hæsta verð sem
fengist hefur fyrir verk eftir Mod-
igliani, en þykir hátt vegna þess
að myndin er ekki talin með bestu
verkum hans.
En að baki þess er saga. Unga
stúlkan á myndinni, Jeanne Héb-
uterne, var aðeins 19 ára gömul,
þegar hún varð gjörsamlega heill-
uð af Modigliani og bóhem-lífi
hans. Þau eignuðust barn saman,
og vænti hún annars barns þeirra
er hún fyrirfór sér tveimur dögum
eftir að hann lést 1920.
Á sama uppboði seldist Klee-
málverk, komið frá Skandinavíu, á
verði sem samsvarar rúmlega 10
millj. ísl. kr.
Á allra síðustu vikum hefur
Christies-uppboðsfyrirtækið selt
listaverk fyrir upphæð sem svarar
til á fjórða tug milljóna ísl. kr. f
New York, Genf og London.
Víetnamar:
Segja Kínverja
vera í vígahug
Pcking og Bangkok, 13. desember. AP.
STJÓRNVÖLD f Hanoi, höfuðborg
Víetnam, hafa sakað Kínverja um að
vera með mikinn liðssöfnuð á landa-
mærum ríkjanna, en þar hafa verið
róstur sleitulítið síðustu mánuði.
Hanoi-stjórnin segir að nú sé svo
komið, að Kínverjar hafi safnað
álíka liði og þeir gerðu árið 1979 er
þeir réðust inn í Víetnam og börðust
þar við heimamenn I um mánuð.
Kínverjar neita öllu, segja Víetnama
ofsóknarbrjálaða og kenna þeim um
öll róstur.
Víetnamar sögðu einnig fyrir
stuttu, að þeir hefðu drepið 100
kínverska hermenn og sært 40 til
viðbótar eftir að Kínverjarnir
hefðu ráðist inn fyrir landamærin.
Þetta segja Kínverjar einnig vera
hugarburð og sniðið til þess eins
að draga athygli frá hryðjuverk-
um Víetnama sjálfra bæði á
landamærum Kína og Víetnam
svo og ekki síst í Kambódíu.
f Kambódíu hafa Víetnamar
hert aðgerðir gegn skæruliðum og
flóttamönnum í nokkrum búðum
nærri thailensku landamærunum.
Hafa þeir hrakið fólk úr tvennum
búðum síðustu vikurnar með fa.ll-
byssu- og sprengjuvörpuskothríð.
Talsvert mannfall er sagt hafa
verið í röðum skæruliða og flótta-
fólks, en engar tölur hafa þó verið
staðfestar þar um. Thailenski her-
inn hefur verið í viðbragðsstöðu,
enda hafa Vietnamar hvað eftir
annað elt skæruliða inn í Thailand
og þá lent í útistöðum við heima-
menn.
Risaskaða-
bætur fyrir
kynbótanaut
Bay City. 13. desember. AP.
NAUTGRIPABÓNDI einn í Texas
fékk í dag 8,5 milljón dollara
skaðabœtur fyrir undaneldistudda
sinn sem drepinn var I ógáti á rann-
sóknastofu. Starfsmenn stofunnar
úóuöu óvart skordýraeitri frá fyrir-
Uekinu Diamond Shamrock á bola
meö fyrrgreindum afleiðingum.
Þetta eru mestu skaðabætur sem
um getur fyrir eitt húsdýr I Banda-
ríkjunum og líklega þótt víðar væri
leitað.
Hinn fjögurra ára gamli boli
var í eigu Dan Wendt og var afar
vinsæll til undaneldis. Dýrið var
í sæðisgjöf á rannsóknastofunni
er óhappið varð. Wendt fór í
skaöabótamál, enda hafði hann
roktekjur af nauti sínu. Vann
hann málið átakalítið, en auga-
brýr manna lyftust fyrst er upp-
hæðirnar voru nefndar. Alls fékk
Wendt 7 milljónir í tekjutap og
1,5 milljónir dollara fyrir dýrið
sjálft. Ákvað dómstóllinn að
framleiðandi eitursins skyldi
greiða 65 prósent af skaðabóta-
fénu, rannsóknastofan 35 pró-
sent.
bókin um ævi Péturs Karlssonar Kidson
leyniþjónustumanns á íslandi. Æðstu ráðamenn þjóðarinnar
sóttu samkvæmi hans — hver voru raunveruleg áhrif hans á
þróun mála?.
Þorgeir Þorgeirsson hefur skrifaðsögu Péturs er fyrst leitísland
augum er hann sigldi inn Faxaflóa, einn í hópi þúsunda
breskra hermanna sem hingað komu tii að hernema landið.
Pétur starfaði í upplýsingadeild hers-
ins og meðal verkefna hans var að elta
uppi þýska njósnara norður á Melrakka-
sléttu.
Strax í upphafi fiskveiðideilunnar var
Pétur sendur hingað til njósna.
Njósnari hennar hátignar fékk strax
skilning á sjónarmiðum dvergþjóðarinn-
ar. Og í lok fyrra þorskastríðs — þegar
hann hafði verið vitni að ögrandi fram-
komu Gilchrists sendiherra sem lék
þýska hergöngumarsa meðan
reiðir Reykvíkingar grýttu sendiráðið — ,,
fékk Pétur Karlsson Kidson nóg af
refsskapnum og kuldanum í leyniþjón-
ustunni, sagði upp starfinu og gerðist
íslenskur ríkisborgari.
Fyrrum njósnari varð nú messagutti
hjá Eimskip áður en hann dúxaði úr
Loftskeytaskólanum, sigldi með
Fossunum á margar hafhir uns hann
hvarf héðan til Spánar þar sem hann
kenndi væntanlegum embættismönnum
nýs lýðveldis ýmsar kúnstir sem hann
hafði lært á leyniþjónustudögum sínum.
Viðburðarík ævi óvenjulegs manns sem
jafnan hefur frumleg og skemmtileg
sjónarmið á takteinum; íslendingur sem
horfir á okkur hin glöggum augum
1 gestsins.
BRÆÐRABORGARSTÍG 16
SÍMI2 85 55