Morgunblaðið - 14.12.1984, Page 47
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
47
MorgunblaÖið/RAX
Sigurður Sigurðsson Lt. og Magnús Ármann ásamt séra Lárusi Halldórssyni.
í baksýn er BreiAholtskirkja.
Gáfu afrakstur tívolísins í
Ljósasjóð Breiðholtskirkju
SÍÐASTLIÐIÐ sumar settu tveir
strákar úr Breiðholtinu á fót lítið
Tívolí á túnbletti við Gilsárstekk,
skammt frá heimilum sinum. Strák-
arnir sem heita Magnús Ármann, 10
ára, og Sigurður Sigurðsson, 12 ára,
útbjuggu öll leiktKkin sjálfir og sum
knúðu þeir jafnvel áfram með eigin
afli. Tívolíið starfræktu þeir á þriðja
mánuð og þó að aðeins kostaði eina
krónu í hvert tæki varð afrakstur
sumarsins 2.700 krónur. Afréðu þeir
félagar að leggja peningana f Ljósa-
sjóð Breiðholtskirkju og ( gær af-
hentu þeir þá sóknarpresti Breið-
holtssprestakalls, séra Lárusi Hall-
dórssyni.
Ljósasjóður Breiðholtskirkju
var stofnaður i minningu Jóns
Ólafs Guðmundssonar, 12 ára
drengs, sem fórst í umferðarslysi
síðastliðið vor. Hann hafði þá ein-
mitt nýlega haldið hlutaveltu
ásamt félaga sínum, og höfðu þeir
ákveðið að afrakstrinum skyldi
varið til kaupa á ljósum í Breið-
holtskirkju.
„Knúdum hringekjuna
sjálfír áfram
Þeir vinirnir Magnús og Sigurð-
ur sögðu í spjalli við blaðamann
að það hefði eiginlega verið tilvilj-
un að þeir fóru út í það að stofna
tívolí. „Það var verið að ganga frá
þakinu á húsinu heima og þannig
fengum við Siggi fullt af spýtum
ókeypis," sagði Magnús. „Svo vor-
um við eitthvað að dunda okkur
við að smíða þegar að við allt i
einu fengum hugmyndina að t(v-
olíinu. Leiktækin sem við smíðuð-
um voru alls 20, þeirra á meðal
skotbakkar, minigolf, lukkuhjól og
svo auðvitað hringekjan sem við
knúðum sjálfir áfram. Siðan geng-
um við í hús og söfnuðum alls
kyns smádóti því að auðvitað
þurftum við að hafa verðlaun eins
og í alvöru tívolíi," sagði Magnús.
„Við vorum með opið 3—4
klukkustundir á dag og var alveg
stöðugur straumur af krökkum úr
Breiðholtinu,“ sagði Sigurður.
„Eftir að sagt var frá tfvolfinu í
sjónvarpinu jókst aðsóknin mikið
og þá fóru líka að koma krakkar
úr öðrum hverfum."
Aðspurðir sögðust þeir vinirnir
ekki vera ákveðnir í því hvort þeir
myndu starfrækja tfvoliið næsta
sumar. „Við þurftum að taka öll
leiktækin í sundur til að koma
þeim í geymslu yfir veturinn og
sum eru hálfónýt,” sagði Magnús.
„Mig langar líka mikið til að fara i
sveitina næsta sumar og þá getur
ekkert orðið af tívolíinu. Við verð-
um nefnilega báðir að hafa um-
sjón með því,“ sagði Magnús og
Sigurður tók í sama streng.
Séra Lárus Halldórsson, sókn-
arprestur Breiðholtsprestakalls,
kvaðst ákaflega þakklátur fyrir
hið rausnarlega framlag Magúsar
og Sigurðar. Vildi hann minna
fólk á Ljósasjóðinn svo að ósk
Jóns ólafs og margra fleiri mætti
rætast sem fyrst, þ.e. að ljósin
verði tendruð í Breiðholtskirkju.
Reikningsnúmer Ljósasjóðsins er
160.000 í Verslunarbanka fslands,
Breiðholtsútibúi.