Morgunblaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984 47 MorgunblaÖið/RAX Sigurður Sigurðsson Lt. og Magnús Ármann ásamt séra Lárusi Halldórssyni. í baksýn er BreiAholtskirkja. Gáfu afrakstur tívolísins í Ljósasjóð Breiðholtskirkju SÍÐASTLIÐIÐ sumar settu tveir strákar úr Breiðholtinu á fót lítið Tívolí á túnbletti við Gilsárstekk, skammt frá heimilum sinum. Strák- arnir sem heita Magnús Ármann, 10 ára, og Sigurður Sigurðsson, 12 ára, útbjuggu öll leiktKkin sjálfir og sum knúðu þeir jafnvel áfram með eigin afli. Tívolíið starfræktu þeir á þriðja mánuð og þó að aðeins kostaði eina krónu í hvert tæki varð afrakstur sumarsins 2.700 krónur. Afréðu þeir félagar að leggja peningana f Ljósa- sjóð Breiðholtskirkju og ( gær af- hentu þeir þá sóknarpresti Breið- holtssprestakalls, séra Lárusi Hall- dórssyni. Ljósasjóður Breiðholtskirkju var stofnaður i minningu Jóns Ólafs Guðmundssonar, 12 ára drengs, sem fórst í umferðarslysi síðastliðið vor. Hann hafði þá ein- mitt nýlega haldið hlutaveltu ásamt félaga sínum, og höfðu þeir ákveðið að afrakstrinum skyldi varið til kaupa á ljósum í Breið- holtskirkju. „Knúdum hringekjuna sjálfír áfram Þeir vinirnir Magnús og Sigurð- ur sögðu í spjalli við blaðamann að það hefði eiginlega verið tilvilj- un að þeir fóru út í það að stofna tívolí. „Það var verið að ganga frá þakinu á húsinu heima og þannig fengum við Siggi fullt af spýtum ókeypis," sagði Magnús. „Svo vor- um við eitthvað að dunda okkur við að smíða þegar að við allt i einu fengum hugmyndina að t(v- olíinu. Leiktækin sem við smíðuð- um voru alls 20, þeirra á meðal skotbakkar, minigolf, lukkuhjól og svo auðvitað hringekjan sem við knúðum sjálfir áfram. Siðan geng- um við í hús og söfnuðum alls kyns smádóti því að auðvitað þurftum við að hafa verðlaun eins og í alvöru tívolíi," sagði Magnús. „Við vorum með opið 3—4 klukkustundir á dag og var alveg stöðugur straumur af krökkum úr Breiðholtinu,“ sagði Sigurður. „Eftir að sagt var frá tfvolfinu í sjónvarpinu jókst aðsóknin mikið og þá fóru líka að koma krakkar úr öðrum hverfum." Aðspurðir sögðust þeir vinirnir ekki vera ákveðnir í því hvort þeir myndu starfrækja tfvoliið næsta sumar. „Við þurftum að taka öll leiktækin í sundur til að koma þeim í geymslu yfir veturinn og sum eru hálfónýt,” sagði Magnús. „Mig langar líka mikið til að fara i sveitina næsta sumar og þá getur ekkert orðið af tívolíinu. Við verð- um nefnilega báðir að hafa um- sjón með því,“ sagði Magnús og Sigurður tók í sama streng. Séra Lárus Halldórsson, sókn- arprestur Breiðholtsprestakalls, kvaðst ákaflega þakklátur fyrir hið rausnarlega framlag Magúsar og Sigurðar. Vildi hann minna fólk á Ljósasjóðinn svo að ósk Jóns ólafs og margra fleiri mætti rætast sem fyrst, þ.e. að ljósin verði tendruð í Breiðholtskirkju. Reikningsnúmer Ljósasjóðsins er 160.000 í Verslunarbanka fslands, Breiðholtsútibúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.