Morgunblaðið - 14.12.1984, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
51
BÓK TALAR BEINT TIL ÞÍN
S^rvaOíN:S<LCVNSSON
tifmWAt
úmmThi
Ljóð Sveinbjarnar I. Baldvinssonar eru við
fyrstu sýn siétt og tær. En þau eru líka djúp og
undir niðri leynist geislavirkur kjarni sem kemur
róti á hið lygna yfirborð, og þá ekki síður hugi
lesendanna, jafnskjótt og hann er fundinn.
Sveinbjörn er lágmæltur og beitir listrænni
smekkvísi, en hann er líka skemmtilega kíminn
og orð hans hitta í mark.
SAGA
Eins og marglitt hraun
kom stríðsgróðinn
vellandi
inn að Elliðaám
síðan leið ár
eftir ár
án þess bólaði á stríði
loks var ráðist á Breiðholtið.
48 bls.
Verð kr. 494,-
SÍÐASTA BINDI DALALÍFS
Nú er komið út þriðja og síðasta bindi Dalalífs,
hins sérkennilega og skemmtilega sagnabálks
skáldkonunnar frá Lundi - þess sem gerði hana
að mest lesna höfundi íslendinga.
586 bls. Verð kr. 988,-
Úr dagbókum
Einars Magg
Við fáum að glugga í dagbækur Einars
Magnússonar, fyrrverandi rektors Menntaskól-
ans í Reykjavík, allt frá því á fermingardaginn
hans, í gegn um námstímann í Menntaskólanum
og þar til hann snýr heim úr langri og ævintýra-
legri reisu út í heiminn.
Annað megin einkenni frásagnarinnar er
einlægnin og sannsöglin, allt að því þórbergsk,
hitt er efnið sjálft.
Einar lýsir fádæma vel lífi og kjörum fólks í
Reykjavík á öðrum tug aldarinnar, barnslegri og
fagurri trú sinni, en jafnframt mannlegum
breyskleika, - og dregur fátt undan.
Trúlega er til góðs að nemendur hans frétta
ekki fyrr en nú af prakkarastrikum lærimeistar-
ans, þegar hann var sjálfur í M.R. Víst er að
flestir þeirra sjá hann í öðru og enn skemmtilegra
Ijósi en áður, eftir lestur þessarar bókar.
Mörg lífsreynsla Einars á þessum ungdómsárum
er lyginni líkust. Fasistar á Italíu ætla að
ganga af honum dauðum. Hann er á „bísanurrT
í suðlægum höfnum mánuðum saman og hann
dvelst meðal Hafnarstúdenta, deilir með þeim
kjörum og býsna skrautlegu líferni.
Öllu er lýst eins og það kemur hraustum,
íslenskum stúdent fyrir sjónir um leið og það
gerist. Slíkt er eðli dagbóka.
Að sjálfsögðu koma margir merkir landar við
sögu, bæði þeir sem þegar voru það þá, og þeir
sem síðar gerðu garðinn frægan.
416 bls., auk mynda Verð kr. 1.197,-
GRÖFIN SKÆRGULA
eítir Hans Hansen
„Hann veit hvar sönnunargagnið liggur. Hann
veit hver hinn seki er. Ennþá veit enginn að
glæpur hefur verið framinn ...
Héðan sér hann gröfina skærgulu. Hér sökkvir
hann sér í hugsanir sínar. Gleymir sjálfum sér
og hverfur aftur í tímann."
Gröfin skærgula fjallar um unglinginn Andrés.
Móðir hans er flutt að heiman. Hann og stjúpi
hans búa einir í húsinu. Hann veit það eitt að
hann sættir sig ekki við þetta ástand. En hvað
hefur gerst? Enginn gefur honum neina
skýringu. Hann verður sjálfur að finna hana og
reyna að koma málunum í lag. En það getur
orðið erfitt.
Hver er Vívían? Þessi með blárauðu neglumar
í himinbláu skónum?
Og samtímis þessum torráðnu vandamálum fær
hann sjálfur reynslu af ástinni.
Það var Ijós í Blómabúð Vtvían. Fallegt
bláleitt Ijós sem hafði kannski sérstök áhrif
á blómin þegar þau sváfu.
Andrés tyllti öðrum fæti á gangstéttarbrún-
ina og horfði á kjallaragluggana.
Hann tók sérstaklega eftir dyrunum að
bakherbergi blómabúðarinnar. Dyrakarmur-
inn var bogadreginn og marglitt strimlahengi
fyrir. Það var Ijós þar inni. Flöktandi Ijós -
ekki rafmagnsljós heldur kertaljós.
Þá var hún þarna enn - Vívían.
Og kannski var hún ekki ein ...
Andrés fann undarlegan fiðring fara um sig
allan. Einsog hann hefði ákveðið að gera
eitthvað sem hann vildí ekki...
94 bls. Verð kr. 589,-
UÓNH), NORNIN
OG SKÁPURINN
er skemmtileg og spennandi ævintýrabók.
Fjögur Lundúnabörn, Pétur, Súsanna, Lúsía og
Játvarður, dveljast úti í sveit. Þau rekast á leiðina
til töfralandsins Narníu með því að fara í gegnum
fataskápinn.
„Þetta hlýtur að vera alveg óskaplega stór
skápur,“ hugsaði Lúsía og hólt áfram og ýttl
um leið mjúkum loðkápunum til hliðar. Þá
heyrði hún eitthvað braka undir fótum sér.
„Skyldu þetta vera mölkúlur," hugsaði hún
og beygði sig niður og þreifaði fyrir sér með
höndunum. En hún fann ekki harðan, slóttan
viðinn í skápgólfinu undir fótum sér, heldur
eitthvað mjúkt og ákaflega kalt. „Þetta er þó
einkennilegt,** sagði hún og hélt ögn lengra
áfram.“
Höfundur þessarar
skemmtilegu ævintýrabókar,
C.S. Lewis (1898-1963),
var prófessor í Cambridge
í Englandi. Hann var heims-
frægur rithöfundur og þá
ekki síst fyrir ævintýrabækur
sínarsem hann skrifaði fyrir
böm.
189 bls. Verð kr. 494,-