Morgunblaðið - 14.12.1984, Page 72
E
EUROCARD
tffgtiiiMafeife
BTT RDRT ALLS SIAfllAR
OPIÐ ALLA DAGA FRA
KL 11.45-23.30
-baslke/unn
AUSTURSTRÆTI 22
INNSTRÆTI, SÍMI 11633
FOSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
„Jólalömb"
frá Hvamms-
tanga komin
í verslanir
í DAG hefst sala á „jólalömb-
um“ að norðan í verslunum
Víðis í Keykjavík, meðal annars
í stórmarkaði Víðis sem opnar í
Mjóddinni í dag. Fyrr í vikunni
var 40 lömbum slátrað í slátur-
húsi Verslunar Sigurðar Pálma-
sonar hf. á Hvammstanga og
skrokkarnir fluttir ófrosnir suð-
ur.
Karl Sigurgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Verslunar Sig-
urðar Pálmasonar hf., sagði í
samtali við Mbl. í gær að bænd-
ur hefðu haldið eftir smálömb-
um í haust með það fyrir augum
að slátra þeim og selja kjötið
ófrosið núna fyrir jólin. Þetta
hefði verið gert í fyrra og fyrir
páskana og gefist vel. Sagði
Karl að í þessari viku hefði 40
lömbum verið slátrað og öðru
eins yrði slátrað í næstu viku.
Kjötið er selt um 10% dýrara en
skráð verð er og sagði Karl að
bændur fengju greiddar 139,75
kr. fyrir hvert kíló af 1. flokks
kjöti.
Morgunblaðið/Ævar
Lára Dögg
með sóleyna
á Eskifirði
LÁRA Dðgg á Eskifirði með
sóleyna, sem hún fann ný-
útsprungna í garðinum heima
hjá sér á þriðjudag, en eins og
sagt var frá í Mbl. í gær hafa
Austfirðingar notið hvað
mestrar veðurblíðu lands-
manna það sem af er vetri.
Morgunblaðið/Bjarni.
Göngum við í kring um...
Flugleiðir:
Aætlunarflug
til Salzburg
FLUGLEIÐIR eru nú að ganga frá
samningum um áætlunarflug til
Salzburg í Austurríki, sem hefjast
mun næsta vor.
Að sögn Sigfúsar Erlingssonar,
framkvæmdastjóra markaðssviðs
Flúgleiða, er hér um að ræða
fyrsta áætlunarflug Flugleiða til
Austurríkis. Hefst það um mán-
aðamótin maí-júní og verður flog-
ið til Salzburg einu sinni í viku, á
miðvikudögum, með viðkomu í
Frankfurt í Þýskalandi.
Kvaðst Sigfús telja að í Austur-
ríki og Suður-Þýskalandi væri
markaður sem hægt væri að nýta í
sambandi við flutninga á ferða-
mönnum þaðan til Islands. Sagðist
hann jafnframt vonast til að
Austurríkismenn veittu Flugleið-
um heimild til að flytja farþega
frá Bandaríkjunum til Salzburg
um ísland.
Norður-Kyrrahafsfiskyeiðiráðið:
Leggur tíl 15 þús. lesta afla
fyrir íslendinga á næsta ári
Á FUNDI Norður-Kyrrahafsfiskveiðiráósins á norðausturströnd Bandaríkj-
anna í Ancborage í Alaska fyrir skömmu var samþykkt að leggja til að
íslendingum verði úthlutaður 15.000 lesta aflakvóti, 10.000 lestum af þorski
og 5.000 lestum af Alaska-ufsa á komandi ári. Ennfremur er talið, að lagt
verði til að íslendingum verði boðnar einhverjar veiðiheimildir við austur-
strönd Bandaríkjanna. Það er síðan hiutverk sjávarútvegsráðuneytisins í
Washington að taka endanlega ákvörðun I málinu. Ekki er Ijóst hvort
íslendingar notfæra sér þessar heimildir, en að sögn Finns Ingólfssonar,
aðstoðarmanns sjávarútvegsráðherra, er Ijóst að möguleikar á því eru fyrir
hendi, en arðsemi veiða vestan hafs hefur enn ekki verið reiknuð út.
Finnur Ingólfsson sat fyrir
skömmu fyrrnefndan fund ásamt
fleirí Islendingum og sagði hann
að þar hefði ráðið kallað fyrir alla
þá aðila, sem eru í fiskveiðisam-
starfi á því svæði og kannað fram-
gang mála. Hefði þar margt mjög
athyglisvert komið fram. Á þess-
um fundi hefði ennfremur ástand
fiskistofna verið metið og tillögur
gerðar til sjávarútvegsráðuneytis
Bandaríkjanna um aflamagn og
úthlutun aflakvóta. Meðal niður-
staðna ráðsins hefði verið að
mæla með 15.000 lesta aflakvóta
til handa íslendingum.
Finnur sagði, að á fundi þessum
hefði komið fram, að Spánverjar
hefðu eftir fiskveiðiheimildir við
vesturströnd Bandaríkjanna
framleitt saltfisk, sem spánski
markaðurinn hafi viðurkennt.
Þetta væri athyglisvert og gæti
haft veruleg áhrif á saltfisksölu
okkar til Spánar. Þá hefði íslenzka
sendinefndin komizt í samband
við aðila, sem tengdust loðnuveið-
um, og hefðu þeir lýst áhuga á því
að fá íslendinga til rannsóknar-
starfa á því sviði. Á sviði rann-
sóknarstarfa við fiskveiðar virtust
vera talsverðir möguleikar á þátt-
töku tslendinga. Þá virtist einnig
sem bandarískum aðilum fyndist
hlutur Japana og Kóreumanna og
áhrif þeirra vera orðin of mikil og
Tekjutap rfkissjóðs frá 1982:
Fjórir milljarðar kr.
Skattalækkanir 1.200 m.kr. á verðlagi fjárlaga 1985
Á þremur árum, 1982—1985, hefur innheimtuhlutfall ríkissjóóstekna
lækkaó um 4,2% í hlutfalli af þjóðarframleióslu. Þessi mismunur þýðir fjóra
milljarða króna, sem áætlaóar innheimtar tekjur ríkissjóós 1985 rýrna um, ef
mióaó er við framreiknaða þjóóarframleióslu og tekjustofna ríkissjóós frá
1982. Þetta kom fram í máli Pálma Jónssonar, formanns fjárveitinganefnd-
ar, við aóra umræðu fjárlaga í gær.
Formaður fjárveitinganefndar
taldi að þessi tölulegi samanburð-
ur sýndi, að ríkisbúskapurinn
hefði axlað að sínum hluta skerð-
ingu þjóðarframleiðslu, sem dreg-
izt hafi saman um 12% á mann á
þremur árum.
Skattalækkanir, sem ríkissjóður
hafi tekið á sig, samsvari á verð-
lagi fjárlaga næsta árs, 1.200
m.kr. og hefur þá ráðgerð 0,5%
söluskattshækkun verið reiknuð
inn í dæmið. Hinsvegar ekki
skattalækkun til atvinnurekstrar,
ekki ráðgerð 600 m.kr. tekju-
skattslækkun og ekki ráðgerð 450
m.kr. endurgreiðsla söluskatts til
sjávarútvegsins.
Sjá nánar sagt frá annarri
umræðu fjárlagafrumvarps á
bls. 38.
legðu því áherzlu á að fá Islend-
inga til samstarfs til að losna und-
an þrýstingi þessara þjóða. Á
fundinum hefði verið samþykkt sú
tillaga að fella niður beinar veiði-
heimildir erlendra þjóða í Alaska-
flóanum, sem meðal annars þýddi
að veiðiheimildir Japana væru
skornar niður um 600.000 lestir.
Finnur sagði, að of snemmt
væri að fullyrða, að fslendingar
ættu raunhæfa möguleika á fisk-
veiðisamstarfi við Bandaríkja-
menn. Við hefðum fengið mikið af
upplýsingum, sem ætti eftir að
vinna úr, og margt ætti eftir að
kanna. Hins vegar gætu opnazt
miklir möguleikar fyrir okkur á
sviði rannsókna. Vegna áætlana
um mikla aukningu í sjávarútvegi
í Bandaríkjunum, væri fáránlegt
ef tslendingar íhuguðu ekki mögu-
leika á þátttöku í uppbyggingunni.
Ljóst væri, að þetta væri ekki úti-
lokað og ennfremur hefðu aðilar
vestra lýst áhuga á kaupum á ís-
lenzkum fiskiskipum.
Þessi möguleiki yrði ekki til
þess að leysa vanda sjávarútvegs-
ins hér heima. (Jt úr þeim vanda
yrðu menn að vinna sig sjálfir.
Hins vegar væri þetta hluti af
miklu stærra dæmi, sem sjávarút-
vegsráðherra væri að vinna að og
snerist um öflun veiðiheimilda í
lögsögu annarra ríkja.
Sjólastödin kaupir
íshús Hafnarfjarðar
í FYRRAKVÖLD var gengið frá eig-
endaskiptum á eignum íshúss Hafn-
arfjarðar hf. og Portlands hf. í Hafn-
arfirði. Sjólastöðin hf. f Hafnarfirði
keypti eignir þessara hlutafélaga sem
eru hraðfrystihúsið f Hafnarfirði og
skuttogarinn Otur.
Eigendur hlutafélaganna eru
börn Ingólfs Flygenrings og Þórar-
ins Egilsson og fleiri. Ágúst Flyg-
enring, framkvæmdastjóri, sagði f
samtali við Mbl. að afhending eign-
anna færi fram eftir áramót og
yrði þá gengið frá kaupverði. Ágúst
sagði um ástæður sölunnar að hlut-
abréfin væri komin í hendur
margra og hefði hluti eigendanna
viljað selja sína hluti. Meðal ann-
ars af þeim ástæðum hefði orðið að
ráði að selja fyrirtækið. Ishúss
Hafnarfjarð ar hf. er aðili að Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna en
Sjólastöðin selur framleiðslu sfna
fyrir milligöngu SlS. Jón Guð-
mundsson framkvæmdastjóri
Sjólastöðvarinnar hf. sagði að þessi
kaup væru nýtilkomin og því ekki
búið að ákveða hvernig rekstrinum
yrði hagðað og þar með sölumálun-
-um, þegar hann var spurður hvort
áformaðaðar væru breytingar á
sölufyrirkomulaginu eftir eigenda-
skiptin.