Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985 Erlendar skuldir og yerðbólga setur okkur stólinn fyrir dyrnar Áramótaávarp Steingríms Her mannssonar forsætisráðherra Góðir Islendingar. Oft hefur verið sagt, ekki síst um áramót, að íslenska þjóðin standi á miklum tímamótum. Mér virðist þó, að svo sé nú fremur en oftast áður. Sannfæring mín er, að út sé runnið ákveðið skeið í sögu þessarar þjóðar og annað verði við að taka. Það ár, sem nú er að líða, hefur að vísu verið viðburða- og e.t.v. örlagaríkt. Tímamót ákvarðast hins vegar sjaldan af einu ári. Þeim ráða lengri fortíð og framtíð. Hvort tveggja er því nauðsyn að skilja. Það sem við eigum og erum er margra ára verk. Síðustu ára- tugirnir hafa þó verið drýgstir í framfarasókninni. Má í því sam- bandi minna á byltingu í sam- göngumálum með nýjum og full- komnum vegum, flugvöllum og höfnum, samtengt raforkukerfi um landið allt og sjálfvirkan síma á svo að segja hvern bæ á næsta ári. Nýir skólar, heilsugæslustöðv- ar og sjúkrahús hafa verið byggð um land allt. Og slikar framfarir hafa ekki eingöngu orðið á ýmsum sviðum samneyslu. Eignir ein- staklinga á húsnæði, bifreiðum o.fl. hafa einnig margfaldast. Við íslendingar höfum þannig á fáum árum byggt upp eitt mesta velferðarríki veraldar, þar sem þegnarnir njóta verulegs jafnræð- is og öryggis. Þetta hefur verið gert á grundvelli þjóðarfram- leiðslu, sem frá stríðsárum hefur vaxið að meðaltali á hvern mann meir en flestar aðrar þjóðir geta státað af. Að sjálfsögðu hafa allar atvinnugreinar Iagt sitt af mörk- um. Þó á stöðugt aukinn hlutur okkar íslendinga ( afla af ís- landsmiðum stærsta þáttinn. Mik- ilvægi sjávarútvegsins verður ekki síst ljóst, þegar sjávarafli bregst. Þá hriktir í stoðum efnahagslífs- ins. Svo hefur verið nú um þriggja ára skeið. Um leið og ég fagna hinum miklu framförum, leitar sú spurn- ing á huga minn, hvort ekki hafi verið farið full geyst í hina fjöl- mörgu góðu hluti, án þess að huga að því að styrkja grundvöllinn, at- vinnulífið sjálft. Því verður ekki neitað, að þensla hefur verið mik- il, nánast árlegur viðskiptahalli og vaxandi verðbólga. Og það er þetta tvennt, erlendar skuldir og verð- bólga, sem setur okkur nú stólinn fyrir dyrnar, svo ekki verður leng- ur haldið áfram á þessari braut. Þetta hefur komið glöggt í ljós eft- ir að þorskaflinn brást 1982. Með það í huga, að ekki er lengur að vænta afla á íslandsmiðum um- fram það hámark, sem þegar hef- ur náðst, virðist mér Ijóst, að 40 ára framfaraskeiði sé lokið. Það nýja, sem við skal taka, verður að byggja á nýjum grunni hagvaxtar. Þessi breyting markar mikil tíma- mót. Með þessu er ég ekki að segja, að hinir gömlu atvinnuvegir verði ekki áfram mikilvægir, heldur að- eins, að af þeim muni ekki leiða sami hagvöxtur og verið hefur. Nýjar, og m.a. háþróaðar atvinnu- greinar, verða að koma til liðs. Ákaflega mikilvægt er, að þjóð- in geri sér grein fyrir þessu, sem og því, að okkur fslendingum eru mjög þröngar skorður settar með of miklum erlendum skuldum og verðbólgu. Af þessum staðreynd- um verðum við að draga réttar ályktanir og sameinast um það átak, sem nauðsynlegt er til þess að hefja nýtt skeið hagvaxtar og framfara. Ef allir greiða gjöld sín, verður byrðin létt Að sjálfsögðu hefði undirbún- ingur nýs framfaraskeiðs þurft að hefjast fyrir nokkrum árum, þeg- ar svigrúm var meira vegna minni erlendra skulda og þjóðarfram- leiðslan enn vaxandi með vaxandi sjávarafla. Um það þýðir hins veg- ar ekki að fást lengur, heldur ber að snúa sér hiklaust að því starfi, sem nauðsynlegt er til að byggja upp nýjan grundvöll framfara. Eg get ekki látið hjá líða að lýsa þeirri skoöun minni, að í raun ætti okkur fslendingum, sem svo mjög höfum efnast á undanförnum ár- um, að vera auðvelt að komast yfir það skeið samdráttar, sem við höf- um nú átt við að stríða. Allar tölur um innflutning og einkaneyslu sýna, að í þjóðfélaginu er mikið fjármagn. Það sér reyndar hver maður. Því miður virðist hins veg- ar sem byrðunum sé misskipt. Líklega er það rétt, sem fullyrt er og stutt fjölmörgum dæmum, að þeir eru margir í þjóðfélaginu, sem ekki taka þátt í því eins og þeim ber að greiða kostnaðinn af hinu mikilvæga velferðarkerfi. Hvaða fslendingur vill ekki góðar samgöngur, gott menntakerfi, fullkomna heilsugæslu og öryggi öllum til handa? Sú alvarlega meinsemd, sem lýsir sér í því, að forðast með ólögmætum hætti að taka eftir efnum og ástæðum þátt í kostnaðinum við rekstur þjóðfé- lagsins, er ekki fslendingum eðli- leg. f þessu hygg ég, að komi fram mesta meinsemd langvarandi verðbólgu, siðferðisbresturinn. ís- lendingar hafa fengið orð fyrir að vera hreinskiptnir og heiðarlegir. Ef allir greiða sín gjöld, verður byrðin létt. Þá væri unnt að lag- færa meir en gert hefur verið fyrir þá, sem búa við lökust kjörin, og reyndar eflaust að lækka gjöld þorra landsmanna. Þetta verður að breytast. Þriðja meiriháttar samdráttarskeiðið Flest virðist benda til þess, að í ár hafi þriggja ára samdráttur í þjóðarframleiðslu náð takmarki. Sjór fer hlýnandi, afli vaxandi og hagvöxtur talinn öruggur í við- skiptalöndum okkar. Því má gera ráð fyrir, að á árinu 1985 verði nokkur hagvöxtur einnig hér á landi, loksins, eftir þriggja ára samdrátt. Þetta samdráttarskeið er hið þriðja meiriháttar frá stríðsárum. Öll hafa þau stafað af minni sjáv- arafla og eru um margt lík. Fyrsta tímabilið var árin 1949—52, annað árin 1967—68 og loks hið þriðja nú síðustu þrjú ár- in. í öll skiptin varð samdráttur þjóðarframleiðslu 7—8 af hundr- aði. Það vekur einnig athygli, að á milli þessara timabila liður svipaður tími, 14—15 ár. Er það tilviljun eða reglubundin sveifla í náttúrunni? I kjölfar hinna tveggja fyrri samdráttarskeiða varð hagvöxtur mikill, fljótlega eftir að þjóðarframleiðslan hafði náð lágmarki. Hvað gerist nú? Ekki er spáð miklum hagvexti á árinu 1985. Trú mín er þó, að hann geti síðar auk- ist ört eins og í hinum tilfellunum báðum. Það mun fyrst og fremst byggjast á vaxandi sjávarafla eins og fyrr að því hámarki, sem áður var náð. Umfram það er hins veg- ar vart að vænta aukins afla. Vafalaust má þó auka verðmæti þess afla, sem á land berst, en því eru einnig takmörk sett. Þess ber og að gæta, að f sjávarútvegi eig- um við íslendingar í vaxandi mæli i erfiðri og óeðlilegri samkeppni við ríkisstyrktan sjávarútveg keppinauta okkar. Ég tel því afar ólíklegt, að hagvöxtur í kjölfar þessarar lægðar geti, á grundvelli sjávarútvegsins eins, orðið jafn mikill og langvinnur og varð eftir fyrri samdráttarskeið. Því dreg ég upp þessa mynd, að ég vil leggja ríka áherslu á þá sannfæringu mína, að næstu árin verði örlagarík fyrir okkur íslend- inga. Efnahagsbatann verður bæði að nota til að bæta kjör þeirra, sem við lökust kjör búa, og til að renna nýjum stoðum undir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf, nýtt framfaraskeið. Framtíðarkönnun Á því ári sem er að líða, var gerð könnun á lífsviðhorfi íslend- inga. Niðurstöður eru um margt athygli verðar. Samkvæmt þeim erum við sáttir við lífið og hamingjusöm þjóð. Við höfum að vísu áhyggjur af þeim fjárhagserfiðleikum, sem að steðja, en erum bjartsýn á framtíð í landi, sem okkur er kært. Við metum þjóða mest frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og teljum, að við fáum best ráðið eig- in málum sjálf. Slíkir eiginleikar eru mikils virði. Það sér Einar Benediktsson og hvetur þannig f íslandsljóði landsmenn til dáða: „reistu í verki viljans merki vilji er allt sem þarf. Trúðu á sjálfs þín hönd en undur eigi. Upp með plóginn. Hér er þúfa í vegi.“ Það er rétt, fyrir samstillta þjóð með viljann að verki verður þúfa engin hindrun. Sundruð er þjóðin hins vegar veik, hver sem vilji og trú einstaklingsins er. Samstaða er nauðsyn. Sem betur fer eru möguleikarn- ir miklir. Landið er auðugt og landsmenn hugvitssamir. öllu at- vinnulífi, bæði nýju og gömlu, er hins vegar mikil hætta búin í óstöðugleika verðbólgunnar, og öllu framtaki er þröngur stakkur sniðinn af miklum erlendum skuldum. Á næstu árum er því mikilvægt að vanda hvert skref. í því skyni ákvað ríkisstjórnin um siðustu áramót að htinda af stað svonefndri framtíðarkönnun. Var valinn allmikill fjöldi fram- sýnna einstaklinga til þess að spá um þróun mannlifs hér á landi næsta aldarfjórðung. Að slíkum athugunum vinna nú fjölmargar þjóðir. Það er talið mikilvægt vegna þeirra miklu og öru breyt- inga, sem framundan virðast. Ef dæma má af viðbrögðum sumra, virðist ekki hjá öllum skilningur á þessu verki. Ef svo er, þykir mér það leitt. Áreiðanlega er orðið tímabært fyrir okkur fs- lendinga að hverfa af stigi veiði- mannsins, en leggja i staðinn áherslu á að hafa áhrif á þróun eigin þjóðfélags og umheimsins. Til þess þarf þjóðin að skilja bæði fortíð og framtíð og setja sér markmið. Ég hef fylgst með þessu starfi og hrifist af áhuga og framsýni þeirra, sem í því taka þátt. Ég kann þeim þakkir fyrir. Sannfær- ing mín er, að þetta verk geti orðið mjög til góðs fyrir framtið þessar- ar þjóðar, ef á því verður byggt en niðurstöður ekki Iátnar rykfalla i skúffum. Ef til vill er slíkt mat á framtíð- inni og markmið, sem eru á góðum rökum reist, einna mikilvægast til þess að bjartsýni íslendinga fái staðist. Stefnan endurskoðuð Því verður ekki neitað, að endurvakin verðbólga nú og á fyrstu mánuðum næsta árs, er mikið áfall. Það er áfall fyrir rík- isstjórnina og efnahagsstefnu hennar, en þó fyrst og fremst fyrir þjóðarbúið og þjóðina í heild. Það er vinsæl iþrótt að finna sökudólginn. Hans mun ég þó ekki leita. Eflaust eiga margir sök. Ég skorast ekki undan að mínum hluta. Mikilvægast er að læra af reynslunni, rétta þjóðarskútuna við og taka á ný stefnu á stöðug- leika heilbrigðs efnahagslifs og nýtt framfaraskeið. Ríkisstjórnin mun ekki hlaupa frá borði, þótt skipið hallist. Stjórnarflokkarnir munu endurskoða stefnuna á öll- um sviðum og leita samstöðu við þjóðina um farsæla framkvæmd. Hvað sem á gengur, er það skylda stjórnvalda að viðhalda þjóðfélagi jafnræðis og öryggis. Það er aðalsmerki okkar lands og reyndar Norðurlandanna allra. Tryggja ber öllum rétt til mennta, án tillits til efnahags, og öryggi í slysum og veikindum, og þeim að- stoð, sem eru minnimáttar eða vanbúnir til lífsbaráttunnar. Leggja ber einnig áherslu á jöfn- uð, hvar sem menn búa í landinu, meðal annars með fjárfestingu í grundvallarþörfum nútímaþjóðfé- lags. Það breytir hins vegar ekki því, að fjölmargt í velferðarþjóðfélag- inu má bæta. Kerfið þarf að vera einfalt og skilvirkt. Slikt hefur þessari ríkisstjórn ekki enn tekist fremur en þeim, sem á undan hafa setið. Andstaðan við breytingarn- ar er mikil. Vissulega á ekki að breyta breytinganna vegna en: „að umskapa ið besta í betra að byggja upp það farsælast er“ eins og Stephan G. Stephansson segir. Auðvelt er að staðna í hjólför- um vanans. Margir óttast breyt- ingarnar. Þær verða þó, hvort sem við viljum eða viljum ekki. Við eigum hins vegar að stjórna þeim, vera herra þeirra en ekki þrælar. í endurnýjuðum stjórnarsátt- mála munu stjórnarflokkarnir leggja ríka áherslu á að hraða endurskoðun stjórnkerfisins og koma fram þeim breytingum, sem henta betur nýju framfaraskeiði. Eitt þessara mikilvægu sviða er húsnæðismálin. Þar hafa útlán verið stórlega aukin. Hins vegar er ljóst, að breyta verður útlána- reglum þannig, að það fjármagn, sem til ráðstöfunar er, komi fyrst og fremst þeim til góða, sem þörf- ina hafa mesta og byggja við hæfi. Jafnframt er Ijóst, að í hinni gíf- urlegu verðbólgu undanfarinna ára búa flestir þeirra, sem eru með mikil verðtryggð lán, við nán- ast óyfirstíganlega fjárhagserfið- leika. Þeim húsbyggjendum verð- ur að veita aðstoð. Það er félagsleg skylda. Örlagaríkasta efnahagsvanda- málið á því ári, sem nú er að líða, var vafalaust of mikil þensla, þótt misjöfn væri. Það leiddi til mis- gengis á milli landshluta og atvinnuvega, launaskriðs á vissum sviðum og alltof mikils viðskipta- halla. Ríkisstjórnin mun því leggja áherslu á samræmda stjórn peningamála, bæði á hinum al- menna markaði og rikisfjármála. Á þessum sviðum verður jafnvægi að nást, ef takast á að koma í veg fyrir vaxandi erlendar skuldir og misræmi í launum. Alla tekjuöflun ríkissjóðs, bæði í sköttum og tollum, verður að endurskoða. Markmiðið er örugg- ari innheimta lögboðinna gjalda, réttlát skipting og hallalaus ríkis- sjóður. I þeirri von, að þær breytingar, sem gerðar verða, geti stuðlað að sanngjörnum og viðráðanlegum kjarasamningum, mun rfkis- stjórnin leita samstarfs við aðila vinnumarkaðarins um slík mál. Fjármagni beint til atvinnuveganna Ríkisstjórnin mun leggja rika áherslu á að treysta atvinnulífið, bæði hinar hefðbundnu greinar og nýjar, enda er slíkt grundvöllur nýs framfaraskeiðs. I þvi sam- bandi mun verða treyst á framtak einstaklinga og samtaka þeirra. Það er í samræmi við þann vilja, sem fram kom í athugun á gild- ismati íslendinga, og ég hef áður nefnt, að einstaklingurinn fái sem mest að ráða sínum eigin örlögum. Ríkisvaldinu ber hins vegar skylda til að treysta þann grund- völl, sem heilbrigðu atvinnulffi er nauðsynlegur. Því mun áhersla verða á það lögð að beina sem mestu fjármagni til atvinnuveg- anna, bæta tengsl menntunar við atvinnulífið, auka rannsóknir og tilraunir, ekki síst til nýsköpunar, og að gera öll afskipti stjórnvalda og fjárhagsfyrirgreiðslu mark- vissa. Skoðun min er, að hverfa eigi sem mest frá opinberum styrkjum til einstakra atvinnu- vega eða atvinnugreina, nema þegar óhjákvæmilegt er til jafn- vægis i byggð landsins eða til þess að koma nýjum og álitlegum at- vinnugreinum yfir byrjunarerfið- leika. Þess í stað virðist mér rétt að veita samtökum atvinnulifsins aukna heimild til að ráða sfnum málum. í þessu áramótaávarpi get ég ekki rakið þau mörgu atriði, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.