Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 30
JiO Sudurnes: MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985 Takmörkun á hundaeign ^ Vofim, 2. juiúar. Á VEGUM heilbrigðisnefndar Suð- urnesja er unnið að breytingum á Dánarfregn MILLI jóla og nýárs lést í Santi- ago í Chile fyrrum ræðismaður ís- lands þar í höfuðborginni, Roberto Knoop verksmiðjueigandi, 94 ára gamall. Hann var borinn og fæddur Þjóðverji er fluttist með foreldr- um sínum til Chile er hann var 11 ára, en þeir settust þar að fyrir fullt og allt. Seinni kona Knoops var íslensk. Var það frú María Heigadóttir úr Reykjavík, dóttir Helga Helgasonar verslunarstjóra er heima átti á Óðinsgötu 2, og var á sínum tíma kunnur bæjarmaður. Þeim hjónum varð ekki barna auð- ið. Er þau giftust hafði María átt heima i Chile í um 20 ár. Hún tók við ræðismannsstarfinu eftir mann sinn og var það um árabil eða þar til hún lést þar á síðasta ári. Hjónin komu í nokkur skipti hingað til íslands og voru hér síð- ast á ferð árið 1970. reglugerð um hundahald sem tók gildi í byrjun si. árs. Meðal nýrra atriða sem verða sett í reglugerðina eru ákvæði um takmörkun á hundaeign t.d. við tvo hunda, en í samtali við Morg- unblaðið sagði Jóhann Sveinsson heilbrigðisfulltrúi að dæmi væru um að sami aðili ætti yfir tíu hunda, en vildi t.d. ekki greiða gjöld af nema einum. Þá verður í reglugerðinni ákvæði um að gjald- dagi leyfisgjalda verði 1. mars en í nóvember sl. skulduðu allir hundaeigendur í einu sveitarfélagi leyfisgjöld fyrir að halda hund. Sagði Jóhann að áður hefði gjald- dagi verið þegar hreinsun færi fram og hefði komið í ljós að engin samtök hefðu verið meðal íbúa sveitarfélagsins með gjöldin enda hefðu þeir skilað sér vel við hundahreinsun sem fram fór í desember. Á Suðurnesjum eru um 200 hundar og eru 2% íbúanna sem eiga þá, sagði Jóhann nauðsynlegt fyrir hundaeigendurna að bindast samtökum um hagsmunamál sín. e.g. Morgunblaöið/Kristján Ingi Korarev sendiherra Sovétríkjanna, Jakob Magnússon og Brement sendi- herra Bandaríkjanna syngja Nótt í Moskvu. Sendiherrar stórveldanna sungu saman á rússnesku SENDIHERRAR Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, Marshall Brement og Evgeniy Aleksandrovich Kosarev, tóku lagið saman á áramótagleði út- varpsmanna og Stuðmanna í Sigtúni á nýársnótt. Sendiberrarnir sungu „Nótt í Moskvu" á rússnesku við undirleik Stuðmanna. Þá söng Pam- ela Brement sendiherrafrú „Eg leit- aði blárra blóma“ á íslenzku. Kristján Jóhannsson, óperu- söngvari, söng nokkur lög og var stúdíó útvarpsins á Akureyri sam- tengt við kerfi útvarpsmanna í Sigtúni.. Meðal annars hafði Kristján forsöng í laginu um ólaf liljurós, en gestir í Sigtúni sungu viðlagið. Ingimar Eydal lék undir fyrir norðan og Stuðmenn í Reykjavík. Þá söng Kristján með Ingu Eydal, dóttur Ingimars. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson RúUn hafnaði í fjöruborðinu u.þ.b. 70 metrum frá vegarkantinum þar sem hún fór útaf. Það verður að kallast ótrúlegt þrekvirki fyrir slasaðan mann að komast upp á veginn aftur á örfáum mínútum. Vindhviða þeytti rútu út af Kirkjubólshlíð fsafiróí, 29. desember. „ÉG SKRAPP til ísafjarðar að sækja efni fyrir Frosta hf. og mb. Sigrúnu ÍS. 113, en ég er skipverji á henni,“ sagði Elvar Ragnarsson, sem varð fyrir því að 20 manna Benz-rúta sem hann var á fauk út af veginum á Kirkjubólshlíð, skammt innan Arnardals. Óhappið varð milli kl. 5 og 6 fostudaginn 28. des., en fréttaritari Morgun- blaðsins hitti hann að máli í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði um há- degisbilið á laugardag. „Það gekk á með skörpum hryðjum, en var skaplegt á milli, ég var á leið inneftir aftur þegar bíllinn snerist þversum á vegin- um, ég var að mestu búinn að rétta hann af þegar önnur vindhviða kom og þeitti honum yfir veginn og yfir auða vegar- brúnina og framaf. Ég ætlaði að kasta mér út en komst ekki svo ég fór með bílnum alla leið niður í fjöru. Ég get ekki gert mér grein fyrir hvað hann fór marg- ar veltur, en þær voru nokkrar. Þegar bíllinn stoppaði á hliðinni niðri í fjöru, skreið ég strax upp úr honum því ég vissi af bíl rétt á eftir mér og ætlaði að ná upp á veg áður en hann kæmi. En ég var of seinn, en um það leyti sem ég kom upp á veginn aftur bar að Elías Sveinsson leigubílstjóra, sem ók mér beint i sjúkrahúsið og lét vita strax í gegn um stöð- ina hvað hafði gerst. Elvar er ótrúlega lítið slasaður miðað við aðstæður. Hann er liklega með Horgunbla&i&/Úl(ar Ágústaaon Elvar Ragnarason á sjúkrahúsinu á ísafirði. Ef myndin prentast vel má sjá skurðinn á hálsi hans sem hefði riðið honum að fullu ef hann hefði verið aðeins dýpri. brotið bringubein og er víða marinn. Á hálsi hans er stór skurður, hefði hann verið aðeins dýpri hefðu skorist í sundur slagæðarnar og hefði þá senni- lega ekki þurft að spyrja að leikslokum. Bergþóra Sigurðar- dóttir læknir sagði að það væri með ólíkindum hve vel hann hefði sloppið, og ekki ástæða til að ætla að fleiri áverkar ættu eftir að koma í ljós, þótt erfitt væri stundum að dæma, því maðurinn væri einstakt hraustmenni og kvartaði ekkert undan áverkunum. Ekki er búist við að Elvar þurfi að dvelja lengi í sjúkrahúsi, en búast má við að það taki hann nokkurn tíma að ná sér að fullu. Í bílnum sem Elvar vissi af á eftir sér voru tvær ungar stúlkur úr Súðavík. Fréttaritari náði tali af annarri þeirra og sagði hún að rútan hefði farið framúr þeim við flugvöllinn, sem er i u.þ.b. tveggja km fjarlægð frá slys- staðnum. Þær voru báðar mjög hræddar, þvf þær voru á bíl á sumardekkjum og áttu fullt í fangi með að hemja hann á veg- inum. Þær sáu rútuna hverfa, en töldu að hún hefði horfið niður brekku sem þarna er á veginum. Þegar utar dró fóru þær að undrast að sjá ekki lengur til rútunnar, en vegna veðurofsans treystu þær sér ekki til að snúa bílnum og töldu að of langt væri orðið til að ganga til baka auk þess sem þær gætu ekkert gert ef eitthvað hefði komið fyrir. Strax og þær komu til Súðavíkur fóru þær að grennslast fyrir um rútuna, en var þá sagt hvað gerst hafði, því þá var Elvar kominn i sjúkrahúsið á ísafirði. Úlfar Heimsmeistaraeinyígið í skák: Gagnkvæmt traust og óttablandin virðing Skák Margeir Pétursson Síðan Morgunblaðið kom út síð- ast hafa tvær einvígisskákir þeirra Karpovs og Kasparovs orðið jafn- tefli, þær 36. og 37. í röðinni. Stað- an er því enn óbreytt, Karpov hefur hlotið fimm vinninga, Kasparov einn, en 31 skák hefur lokið með jafntefli. Halda átti áfram að tefla 36. skákina á laugardaginn, en hún hafði farið i bið kvöldið áður. Kasp- arov hafði peði meira og bjuggust flestir við að hann myndi reyna að vinna taflið. Það gerði hann ekki, hefur treyst heimsmeistaranum til að halda stöðunni og bauð jafntefli án þess að tefla frekar. Fri var á gamlárskvöld, en í gær hafði Karp- ov hvítt í 37. skákinni og lauk henni með jafntefli eftir aðeins 15 leiki. Kasparov tefldi aftur sama af- brigðið af Sikileyjarvörn og í 35. skákinni, en Karpov breytti út af í níunda leik. Svo vill til að ís- lenska ólympíusveitin í skák hafði á æfingum sínum í haust einmitt uppgötvað nýjung Kasp- arovs, sem fylgdi í kjölfarið, en við fengum ekki heppilegt tæki- færi til að nota leikinn á Ólympíumótinu í Saloniki um daginn, eins og nánar verður vik- ið að í skákskýringum. Mat ís- lensku sveitarinnar á leiknum, sem hún taldi jafna taflið fyrir svartan, virðist rétt, a.m.k. fann Karpov enga leið til að ná frum- kvæðinu. Jafnteflisboðið var þó óþarflega snemma á ferðinni. 37. einvígisskákin: Hvítfc Anatoly Karpov Svarfc Gary Kasparov Sikileyjarvörn I. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4,4. Rxd4 — Rf6,5. Rc3 — Rc6, 6. Bg5 - e6, 7. Dd2 — Be7,8. (HM» — 0-0, 9. Rb3 f 35. skákinni lék Karpov 9. f4. Þá var samið eftir 18 leiki. 9. - a5!? íslenska ólympíusveitin hafði einnig uppgötvað þessa leið, en í Saloniki var það aðeins Karl Þorsteins sem fékk tækifæri til að beita henni gegn Tékkanum Mokry. Sá svaraði með 10. Rd4l? og fékk betri stöðu eftir 10. — h6, II. Bxf6 — Bxf6, en rétta svarið var 10. — d5! og svartur hefur gott mótspil. 10. a4 - d5!, 11. exd5 Það er þekkt regla að svartur hafi jafnað taflið f Sikileyjarvörn þegar hann hefur fengið að leika d6-d5 órefsað. Það fær hann núna, en 11. Bxf6 — Bxf6, 12. exd5 — Rb4! gefur svörtum frá- bær sóknarfæri. 11. - Rxd5, 12. Bxe7 - Rcxe7, 13. Rb5 - Bd7, 14. Be2 - Rf5, 15. R3d4 - Rxd4. Svart: Kasparov Hvítt: Karpov Jafntefli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.