Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANtJAR 1985
25
Grænland:
EB-greiðslan
kemur 15. jan.
GnenUndi, 3. janúar. Frá Nib Jörgen Bruun, fréttaritara Mbl.
því, að Jonathan
Simamynd/AP
Rajiv Gandhi sést hér með bros á vör og með mikinn blómsveig um hálsinn. Mynd þessi var tekin fyrir nokkrum
dögum, er hann tók við kjöri sem leiðtogi þingflokks Kongressflokksins i indverska þinginu.
Skipt um menn í
stjórn Indlands
DANSKI Grænlandsmálariðherr-
ann, Tom Höjem, sagði í dag, að
góðar horfur væru á, að Evrópu-
bandalagið greiddi Grænlendingum
þær 800 milljónir króna (216 millj.
d. kr.) sem um hefði verið samið á
þeim tíma sem þeir hefðu kraflst,
eða 15. janúar, og mundu Grænlend-
ingar einnig fá vexti af þessari fjár-
hæð, þar sem peningarnir væru of
seint á ferðinni.
Þarna er um að ræða greiðslu
bandalagsins fyrir fiskveiðirétt-
indi í grænlenskri lögsögu á árinu
1985 og er hún hluti af samningi
sem gerður var vegna úrsagnar
Grænlands úr EB. Greiðslan átti
að koma 1. janúar, en stöðvaðist
vegna þess að Írland og Frakk-
land, hafa enn ekki viðurkennt
samninginn formlega.
Þessi seinkun á afgreiðslu máls-
ins á frlandi og í Frakklandi olli
Motzfeldt, for-
maður grænlensku landstjórnar-
innar, krafðist þess milli jóla og
nýárs, að Grænland færi úr
bandalaginu einhliða og samn-
ingslaust, en nú hafa mál þróast
svo, að búist er við að landstjórnin
muni bíða umfjöllunar þjóðþinga
Írlands og Frakklands.
ERLENT
Einn valdamesti ráðgjafi frú Indíru látinn víkja
Nýju Delhí, 2. janúar. AP.
RAJIV Gandhi, forsætisráðherra Indlands, skipaði í dag fjóra nýja menn í
stjórn sína f stað manna, sem verið höfðu nánir ráðgjafar móður hans. í hópi
þeirra, sem létu af embætti, er Rajinder Dhawan, annar mesti valdamaður-
inn í stjórn frú Indiru og einn nánasti samstarfsmaður hennar í 22 ár. Hann
stóð við hlið frú Indíru, er hún skotin til bana 31. október sl. af tveimur
síkum úr hópi lífvarða hennar.
Við af Dhawan tók nú Vincent
George, sem er úr hópi kristinna
manna á Indlandi, en þeir eru þar
Scargill
maður
hlutfallslega mjög fámennir. I
stjórnartilkynningunni sagði, að
Dhawan hefði fengið „leyfi um
óákveðinn tíma“. Dhawan, sem er
47 ára að aldri, skipulagði fundi
frú Indíru með opinberum sendi-
mönnum og fór yfir öll skjöl, sem
bárust til skrifstofu hennar. Hann
hafði jafnvel umsjón með því,
hvaða menn gátu fengið að tala
símleiðis við frú Indíru sem for-
sætisráðherra.
Enda þótt lítið bæri á Dhawan
opinberlega, er talið, að hann hafi
verið geysi valdamikill í stjórnar-
tíð frú Indíru. Hann kom fyrst
fram sem náinn samstarfsmaður
hennar, er hún afnam stjórn-
arskrána um skeið 1975 og stjórn-
aði síðan með tilskipunum sam-
kvæmt lögum um neyðarástand.
Rajiv Gandhi skipti ennfremur
um þrjá aðra háttsetta menn úr
hópi persónulegra ráðgjafa móður
hans. Blaðið Times of India sagði í
dag, að þessi mannaskipti mörk-
uðu „fullkomið fráhvarf" frá
stjórnarháttum frú Indiru
Gandhi.
Clark hyggst
segja af sér
Washington. 2. jnnúar. AP.
WILLIAM P. Clark, innanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hyggst segja
af sér því embætti innan tveggja eða
þriggja mánaða. Skýrði talsmaður
bandarísku stjórnarinnar frá þessu í
dag. Clark, sem um langt skeið hef-
ur verið einn af nánustu samstarfs-
mönnum Reagans forseta, varð inn-
anríkisráðherra í október 1983.
Clark tók þá við embætti af
James Watt. Áður hafði Clark
verið dómari í hæstarétti Kali-
forníu, en Reagan skipaði hann í
það embætti 1973. Clark lét svo af
dómaraembætti 1981, er Reagan
skipaði hann í stjórn sína.
Kína:
Ríkiseinkasölu
hætt í landbúnaði
Peking, 2. janúar. AP.
KÍNVERSK stjórnvöld skýrðu frá
því í fyrradag, að hér eftir væri ríkið
ekki skyldugt til að kaupa landbún-
aðarframleiðsluna af bændum og í
gær sagði Zhao Ziyang, forsætis-
Reagan og Nakasone
ræða viðskiptamál
Paim Springx, 2. jnnúnr. AP.
GERT var ráð fyrir, að Reagan Bandaríkjaforseti myndi leggja hart að
Yashuhiro Nakasone, forsætisráðherra Japans, á fyrirhuguðum fundi þeirra í
Los Angeles síðdegis I gær að gera einhverjar þær ráðstafanir, sem dygðu til
þess, að meiri markaður opnaðist I Japan fyrir bandarískar vörur, svo að
dregið yrði úr afar óhagstæðum viðskiptajöfnuði Bandaríkjanna við útlönd.
Talið er, að viðskiptajöfnuður skiptajöfnuður Bandaríkjamanna
Bandaríkjanna við Japan hafi ver- við útlönd hafi i heild verið
ið óhagstæður um 34 milljarða óhagstæður um 114 milljarða doll-
dollara á árinu 1984, en að við- araáárinu.
Auk viðskiptamála er talið, aö
fyrirhugaðar viðræður þeirra
George Shultz, utanrikisráðherra
Bandaríkjanna, og Andrei Grom-
yko, utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, verði ofarlega á baugi í við-
ræðum Reagans og Nakasones, en
fundur þeirra Shultz og Gromykos
á að fara fram 7.-8. janúar nk.
ráóherra, að þessi ákvörðun væri
mesta framfaraspor, sem stigið hefði
verið í kínverskum landbúnaði frá
því horfið var að mestu frá sam-
yrkjubúskapnum fyrir fímm árum og
einkabúskapur leyfður aftur.
í teveislu sem haldin var til að
fagna nýju ári, sagði Zhao 300
opinberum embættismönnum, að
um þessar breytingar hefðu kín-
versk stjórnvöld látið sig dreyma í
mörg ár en ekki þorað að hrinda
þeim í framkvæmd fyrr en nú þeg-
ar aðstæðurnar væru réttar.
Hingað til hefur stjórnin sjálf
ákveðið hve mikið skuli framleitt
og keypt 90% kornuppskerunnar.
Zhao nefndi einnig, að launamál
ríkisstarfsmanna væru nú í
endurskoðun en í siðasta mánuði
var tilkynnt um launahækkun til
kennara í þessum mánuði.
Menntamenn og skrifstofumenn í
Kína hafa lengi verið eftirbátar
annarra í launum en stefnt er að
því að bæta hag þeirra.
ársins
London, 2. jnnúar. AP.
ARTHUR Scargill, leiðtogi
breskra námamanna, var kosinn
maður ársins af hlustendum rás-
ar 4, einnar rásar breska ríkis-
útvarpsins.
Scargill sigraði með yfir-
burðum í atkvæðagreiðslunni,
sem fór þannig fram, að hlust-
endur sendu inn kort með
nafni þess, sem þeir kusu.
Margir létu þess getið, að þeim
líkaði alls ekki maðurinn Arth-
ur Scargill en fáir hefðu þó
haft jafn mikil áhrif á þjóðlífið
og hann.
Norman Tebbit, verslunar-
og iðnaðarráðherra, kom næst-
ur Scargill en hann særðist í
sprengjutilræði frska lýðveld-
ishersins f Brighton þegar
íhaldsflokkurinn hélt þar
landsþing sitt.
Dæmdur fjöldamorðingi rændi
farþegaþotu með 198 farþegum
Kom til baka frá salerni með skammbyssu á lofti
New York, 2. janúar. AP.
DÆMDUR fjöldamorðingi, sem rændi DC-10-farþegaþotu á mánudag
með 198 farþegum um borð, er talinn hafa komizt yfir skammbyssu á
salerni þotunnar. Honum tókst síðan að afvopna þrjá verði, sem áttu að
fylgja honum til New York og skipaði svo fíugstjóranum að snúa þotunni
til Kúbu.
Yfirvöld á Kúbu tóku manninn
i sína gæzlu, þegar þotan var
lent í Havana, en sfðan fékk
áhöfnin að fljúga þotunni þaðan
með farþegana áleiðis til New
York.
Flugræninginn, sem heitir
Ishmael Ali Labeet, var fundinn
sekur fyrir dómi árið 1972 um
morð á 8 mönnum í golfskála á
sumarleyfisstað einum á Jóm-
frúareyjum. Var hann síðan
dæmdur í áttfalt ævilangt fang-
elsi. Verið var að flytja Labeet
frá fangelsi í Lewisburg í Pen-
sylvaniu i annað fangelsi i New
York. Er Það ekki óalgengt, að
refsifangar séu fluttir milli
fangelsa með venjulegum far-
þegaflugvélum í Bandaríkjun-
um, en þeim fylgja þá jafnan
reyndir fangaverðir, eins og
raunar var gert nú.
Enn er ekki vitað, hvernig
Labeet komst yfir byssuna, sem
hann afvopnaði verðina með. Að
minnsta kosti tveir farþeganna
segjast hafa séð hann koma með
skammbyssu á lofti, er hann
kom frá salerni þotunnar. „Hann
kom þaðan með mundaða byss-
una, gekk beint að vörðunum
þremur og afvopnaði þá. Svo
stóð hann þarna með tvær byss-
ur á lofti,“ var haft eftir einum
farþeganna, dr. Joel Spiro.
„Ég sá manninn hlaupa fram i
vélina með tvær byssur á lofti,
sína í hvorri hendinni. Þetta var
eitt skelfilegasta augnablik, sem
ég hef lifað,“ sagði annar far-
þegi, Arnold Chernoff.