Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANOAR 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Þá árið kveður w Aramót eru tími uppgjörs, ekki bara hjá kaupmönnum er telja vörur í hillum, heldur og hjá þeim er hafa tíma og nennu til að gera upp hug sinn og skoða hvað aflaga fór á árinu. Vegna tímaskorts verður sá er hér stýrir penna aö láta nægja að gera upp dagskrá ríkisfjölmiðlanna, einsog hún birtist honum um hátíðirnar. Ekki merkilegt bókhald það, enda verður hér aðeins minnst á þau dagskráratriði er glöddu hjartað, hitt er aflaga fór verður að bíða betri tíma — er vonandi gefst ekki fyrr en fjarlægðin hefir gert fjöll- in hæfilega blá. Ég hef raunar þegar vikið í sérstökum greinum að hinu merkilega framlagi leik- listarfrömuða sjónvarps er glöddu okkur með: Gullna hliðinu á annan í jólum og þann 27. des. gerði Leiklistardeild Ríkisútvarpsins garðinn frægan með: Alkestis eftir engan annan en Evripídes. Þau gleymdust ekki En það er fleira menning en blessuð leiklistin. Sú viðleitni að hafa ofanaf fyrir börnunum á tím- um mikillar eftirvæntingar og spennings er sannkölluð menning- arviðleitni. Mér fannst sjónvarpið og i nokkrum mæli útvarpið leitast við að efna til allvandaðrar barna- dagskrár nú um hátíðirnar. Bar þar langhæst að mínu mati endur- sýningu sjónvarpsins á: Gauks- klukkunni, sovésku brúðuleikriti i sviðssetningu Leikbrúðulands, en þetta leikrit var áður sýnt í sjón- varpinu á nýársdag 1980. Leik- stjóri þessarar sýningar var Bríet Héðinsdóttir og brúður í höndum Helgu Steffenssen og Hallveigar Thorlacius. En margir okkar fær- ustu leikara lögðu til raddir. Sannarlega ógleymanleg sýning, er færir oss sanninn um það, að hér á landi er til fólk, er getur sviðsett efni þjóðsagna vorra með slíkum hætti að þær gætu ratað til barna víða um heim. Gætu slíkar sviðsetningar ekki verið einn af hornsteinum þess mikla markaðs- átaks er nú er boðað af stjórnvöld- um? Minnumst þess að börnin eru eitt sterkasta markaðsaflið, og takist okkur að telja erlendum mönnum trú um að bornunum sé lífsnauðsyn að fá eggjahvítuefni úr heimsins besta fiski, þá er björninn unninn. Nú, og ekki sak- ar að landið verði einskonar töfra- land í hugum barnanna, land furðuvera, álfa og firnasterkra trölla. „Það er af því þessi tröll á töfraeyjunni íslandi borða heims- ins besta fisk, mamma.“ Getur betri auglýsingu? Þau gleymdust ekki heldur Nú, en ríkisfjölmiðlarnir gleymdu ekki heldur fullorðna fólkinu á þessum jólum, þannig var ári heilsað í fyrsta sinn með bíómynd, nefndist hún: High Anxiety og var eftir Mel Brooks. Ágætis lystauki á nývöknuðu ári. En hið gamla var að venju kvatt með ávarpi útvarpsstjóra, Andrés- ar Björnssonar, er nú hverfur af leikvangi fjölmiðla. Skömmu áður en Andrés Björnsson steig fram í allri sinni hógværð, hoppuðu og skoppuðu þau Gísli Rúnar, Edda Björgvins og Laddi í árvissu ára- mótaskaupi. Gamalkunnug andlit snilldarfólks sem eigi má ofgera, hefði ég kosið að fleira fólk úr þjóðlífinu væri leitt til leiksins, stjórnmálamenn og aðrir þeir er gera garðinn frægan, því svo sannarlega var hugmyndaflug þeirra áramótaskaupsmanna vök- ult að þessu sinni. ólafur M. Jóhannesson Jazzþáttur: Árid 1984 í hnotskurn ■■■■ { dag er á | 00 dagskrá rásar 2 A O — Jassþáttur í umsjá Vernharðs Linnet. Vernharður sagði, að þátturinn í dag væri helg- aður jassárinu 1984, nokk- urs konar yfirlitsþáttur yfir það sem gerst hefur í jassheiminum á árinu sem er að líða. Fjallað verður um plöt- ur sem hafa verið vinsæl- astar á árinu, sagt verður frá merkum mönnum sem féllu frá á árinu og að sjálfsögðu verður fjallað um atburði i íslenskum jassheimi. Sagt verður frá úrslit- um í kosningum hjá Downbeat, bæði vinsælda- lista og eins gagnrýnenda. Sem sagt: Árið 1984 í hnotskurn. Jassþáttur er á dagskrá á rás 2 annan hvorn fimmtudag eins og er, en búist er við að fljótlega verði hann á dagskrá vikulega. Þættir af kristniboðum víða um heim ■I { dag verður á 00 dagskrá út- “ varps annar lestur Ástráðs Sigur- steindórssonar á þýðingu hans af kristniboðum um víða veröld eftir Clarence Hall. Þátturinn í dag nefnist „Skipstjórinn á Morgunstjörnunni" og fjallar hann um Eleanor Wilson á Kyrrahafseyj- um. Að sögn Ástráðs var Clarence Hall lengi rit- stjóri Reader’s Digest. M { kvöld verður 00 endurflutt leik- ritið Sumarið ’37 eftir Jökul Jakobsson. Leikritið er að þessu sinni flutt í tilefni af áttatíu ára afmæli Þorsteins ö. Stephensen hinn 21. des- ember sl. Það var frum- sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1968 og fyrst flutt í útvarpi árið 1969. leikurinn fer fram á heimili Davíðs, efnaðs út- gerðarmanns, sem leikinn er af Þorsteini ö. Steph- ensen. Eiginkona Davíðs, sem lengi hefur verið geð- veik, er nýlátin og börn þeirra hjóna eru stödd á heimilinu ásamt mökum sínum að jarðarförinni lokinni. Leikurinn lýsir samskiptum og sam- bandsleysi þessa fólks; fortíðinni sem reist hefur ósýnilega og ókleifa múra milli þess. Með Sumrinu ’37 urðu athyglisverð þáttaskil á Hann skrifaði um ýmis mál í blaðið og m.a. tók hann sér fyrir hendur ferð á fjölmargar kristni- boðsstöðvar víða um heim. Síðan lýsti hann starfi kristniboðanna, að- stæðum þeirra, þeim sem þeir störfuðu á meðal o.fl. í bók sinni Adventurers for God. Hann ferðaðist til Asíu, Afríku, Ástraliu, Suður-Ameríku og víðar og heimsótti kristniboða af hinum ýmsu kirkju- höfundarferli Jökuls Jak- obssonar, en leikritið á mun meira skylt við síðari verk hans eins og Dóminn og Vandarhögg en fyrstu leikrit hans. Leikritið Sumarið ’37 eftir Jökul Jakobsson verður flutt í útvarpinu í kvöld í tilefni ittræðisafmelis Þorsteins. deildum. Margir heims- frægir kristniboðar koma við sögu, svo sem Kagawa, sem fjallað var um í fyrsta þætti, Hullston, Townsend auk annarra sem e.t.v. eru ekki eins þekktir. I þáttunum kem- ur glöggt fram hve Clar- ence Hall er hrifinn af starfi kristniboðanna. Alls verða fluttir 16 þættir að þessu sinni, en Ástráður hefur áður lesið úr bókinni í útvarpi. ’37 Leikendur auk Þor- steins eru Helga Bach- mann, Edda Þórarinsdótt- ir, Helgi Skúlason og Þor- steinn Gunnarsson. Leik- stjóri er Helgi Skúlason. Þorsteinn Ö. Stephensen. Sumarið ÚTVARP FIMMTUDAGUR 3. janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómassonar frá kvöldinu áö- ur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð — Sigurjón Heiðarsson talar. 9.00 Fréttir. * 9.05 Morgunstund barnanna: Umsjón: Sigrún Sigurðar- dóttir. (RÚVAK) 9.25 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 .Ég man þá tlö“ Lög frá liönum árum. Um- sjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.30 .Sagt hefur það verið" Hjálmar Arnason og Magnús Glslason sjá um pátt af Suö- urnesjum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 1220 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13_20 Barnagaman 13.30 Tónleikar 14.00 .Þættir af kristniboöum um vlða veröld" eftir Clar- ence Hall. .Skipstjórinn á Morgunstjörnunni" Eleanor Wilson á Kyrrahafseyjum. Astráöur Sigursteindórsson les þýöingu slna. 14.30 A frlvaktinni Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15J0 Tilkynningar. Tónleikar. 18.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síödegistónleikar a. Sónata I Es-dúr op. 120 nr. 2 eftir Johannes Brahms. Pinchas Zukerman og Daniel Barenboim leika á vlólu og pfanó. b. Planókvartett nr. 4 I Es- dúr op. 16 eftir Ludwig van 19.15 A döfinni. Umsjónarmaö- ur Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 1925. Krakkarnir I hverfinu. 3. Inga flytur I hverfiö. Kana- dískur myndaflokkur I þrett- án þáttum, um atvik I llfi nokkurra borgarbarna. Þýö- andi Kristrún Þórðardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. Beethoven. Flæmski planó- kvartettinn leikur. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar. 1845 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynn- ingar. 19.50 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Endurtekiö leikrit: .Sumarið ’37“ Höfundur: Jðkull Jakobsson. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikendur: Þorsteinn O. Stephensen, Helga Bach- mann, Þorsteinn Gunnars- son, Edda Þórarinsdóttir og 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. 21.10 Skonrokk Umsjónarmenn: Anna Hin- riksdóttir og Anna Kristln Hjartardóttir. 21Í5 Hláturinn lengir llfiö. Breskur myndaflokkur I Helgi Skúlason. (Aöur flutt 1969.) 2140 Gestir f útvarpssal Stephanie Brown frá Banda- rikjunum leikur á planó. a. Sónata nr. 10 op. 14 nr. 2 eftir Ludwig van Beethov- en. b. Prelúdla úr „Le Tombeau de Couperin" eftir Maurice Ravel. c. .Berceuse” eftir Frédéric Chopin. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Fimmtudagsumræöan Ariö 1984 — Drög að upp- þrettán þáttum um gaman- semi og gamanleikara I fjöl- miðlum fyrr og slðar. Þýö- andi Guöni Kolbeinsson. 2225 Fanny og Alexander. Slöasti hluti. Sænsk fram- haldsmynd I fjórum hlutum eftir Ingmar Bergman. Þýð- andi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.50 Fréttir I dagskrárlok. gjöri. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 2345 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 3. janúar 10.00—12.00 Morgunþátt- ur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Siguröur Sverr- isson. 14.00—15.00 Dægurtlugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 15.00—16.00 Otroðnar slóöir Kristileg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ing- ólfsson og Halldór Lárusson. 16.00—17.00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharöur Linn- et. 17.00—18.00 Gullöldin Lög frá 7. áratugnum Stjórnandi: Þorgeir Astvalds- son. 20.00—24.00 Kvðldútvarp. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 4. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.