Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANtJAR 1985 löng keðja út um lensop og flæktist í skrúfu togarans, sem við það varð algerlega vélarvana. Næstu tvær klukkustundir eftir óhappið fóru í viðræður við út- gerð og tryggingarfélag skipsins um hvað ætti að gera og meðan rak skipið nær landi. Klukkan 23.30 um kvöldið kom svo form- leg beiðni til útgerðarfélagsins Bergs/Hugins sf. um að senda Vestmannaey til aðstoðar hinu nauðstadda skipi. Þegar Vest- mannaey kom að grænlenska togaranum var hann aðeins um 13 mílur frá landi. Veður var all- hvasst af suð-vestan, 7—8 vindstig. Ágætlega gekk að koma taug milli skipanna en eft- ir um hálftíma tog slitnaði hún. Meðan skipverjar unnu að því að koma taug milli skipanna að nýju rak skipin nær 20 mílur nær landi. Gekk heimferðin til Eyja vel eftir það en var tafsöm vegna veðurs. Sjópróf voru hjá embætti bæj- arfógetans í Vestmannaeyjum á sunnudag og kom þar fram að Abel Egede hafði hreppt mjög slæmt veður frá Færeyjum. Vestmannaey kemur með Abel Egede til hafnar á laugardagskvöld. Vestmannaey VE bjargar grænlenzkum skuttogara: 14,4 milljóna króna trygging var sett fyrir greiðslu björgunarlauna VotmuiHjjn, 2. juiar. SKUTTOGARINN Vestmannaey VE var sl. fostudagskvöld fenginn til að aðstoða grænlenskan rækju- togara, sem var vélarvana rúmlega 20 sjómfhir undan Hjörleifshöfða. Vestmannaey hélt úr höfn á mið- nætti á föstudagskvöld og kom með grænlenska skipið í togi til Eyja laust fyrir klukkan 21 á laug- ardagskvöld eftir hátt í sólarhrings björgunarleiðangur. Grænlenski rækjutogarinn Abel Egede frá Nuuk, 456 tonn að stærð, var á leið til Reykja- víkur frá Hirtshals í Danmörku, þar sem skipið hafði verið til við- gerðar. Sjö manna áhöfn var um borð, en í Reykjavík ætlaði tog- arinn að taka sjö menn til við- bótar og umskipa rækjuumbúð- um, sem voru í skipinu. Þegar skipið vr statt um 20 mílur und- an Hjörleifshöfða rann 20 metra Eyjólfur Pálsson skipstjóri á Vestmannaey reðir við skipstjóra grænlenska togarans. Þeir eru greinilega ánegðir með vel heppnaða björgun. MiIJll mannfjöldi fylgdist með mótinu í Útvegsbankanum. Morgunblaðið/Ól. K. Mag. Friðrik Ólafsson tefldi nú í fyrsta skipti f langan tíma á opinberu móti. Hér teflir hann við Margeir Pétursson. Jóhann Hjartarson sigraði á Útvegsbankamótinu Skák Margeir Pétursson ISLANDSMEISTTARINN í skák, Jó- hann Hjartarson, sigraði á hinu ár- lega jólahraðskákmóti Útvegsbanka íslands sljsunnudag. Jóhann hlaut 13'/2 vinning af 17 mögulegum, en næstir urðu þeir Friðrik Ólafsson og Helgi Ólafsson með 12‘A v. Jón L. Árnason varð í fjórða sæti með 11 v. og fimmta verðlaunasætinu deildu þeir Margeir Pétursson og Benedikt Jónasson sem hlutu 10 v. Þátttak- endur voru átján talsins og tefldu allir við alla. Umhugsunartími var sjö mínútur á skák fyrir hvern kepp- anda og tók mótið u.þ.b. 5 klst. Mótið fór fram í afgreiðslusal aðalbanka Útvegsbankans við Lækjartorg. ólafur Helgason, bankastjóri, setti mótið og bauð keppendur og áhorfendur vel- komna. Hann bað keppendur síðan að sýna drengskap og fara að leikreglum, en bætti því við að lík- lega færi um hraðskákmót þetta eins og í kvæðinu forðum: „Þegar brotna hausar og blóðið litar völl, brosir þá Goðmundur kóngur.“ Síðan hófst keppnin og vakti fyrst athygli brokkgengi flestra titilhafanna sem urðu allir að þola töp snemma móts. Spennan varð því mikil, en Friðrik Olafsson hélt naumri forystu lengi vel, með þá Jóhann Hjartarson og Helga ólafsson á hælunum. En seinni hluta mótsins missti Helgi fyrst flugið og síðan Friðrik á meðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.