Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985
16 ára piltur
lést í bílslysi
16 ÁRA gamall piltur úr Vogum lést
í bílslysi á Grindavíkurvegi aðfara-
nótt síðastliðins laugardags.
Pilturinn missti stjórn á bíln-
um, sem hann ók, á Grindavíkur-
vegi við fjallið Þorbjörn, um 1,5
km frá Grindavík. Bifreiðin fór út
af veginum, valt 2 eða 3 veltur og
kastaðist pilturinn, sem var einn í
bifreiðinni, út úr henni. Hann
varð undir bílnum og er talið, að
hann hafi látist samstundis. Bif-
reiðin er mikið skemmd. Pilturinn
hét Óðinn Kristjánsson. Hann bjó
í foreldrahúsum í Hofgerði 5 í
Vogum.
Ólafsvík:
Fjölsóttir söng-
leikar í kirkjunni
OUfKTÍk, 2. juúr.
SÍDASTLIÐIÐ laugardagskvöld
héldu samkór Ólafsvíkur og kór
Olafsvíkurkirkju söngleika í kirkj-
unni og voru þeir fjölsóttir. Kórarnir
tengjast í sama stjórnanda, David
Woodhouse, skólastjóra Tónlist-
arskólans.
Samkórinn er nýlega endurvak-
inn til starfa en kirkjukór ólafs-
víkur stendur á gömlum merg og
hefur ætíð notið góðra krafta. A
söngskránni voru fjölmörg lög,
sönglög og sálmar. Sungu kórarnir
hvor i sinu lagi og einnig saman
undir stjórn Woodhouse við undir-
leik Kay Wiggs frá Hellissandi.
Binnig léku saman fjórhent á pí-
anó David Woodhouse og einn
nemandi hans, Steinar Adolfsson.
Tónleikarnir þóttu takast með
ágætum og er fengur í að njóta
starfs hins ágæta skólastjóra.
- Helgi
Litli drengurinn úr Sandgerði:
Er á góðum batavegi
LITLI drengurinn úr Sandgerði, sem
brenndist f andliti á Þorláksmessu
þegar eldur komst í jólasveinagrímu
sem hann hafði fyrir andlitinu, er á
góðum batavegi.
Drengurinn, sem er þriggja ára,
sér nú með báðum augum. Hann
liggur á barnadeild Hringsins á
Landspítalanum og að sögn móður
hans fer hann í húðflutningsað-
gerð á föstudag. Hún sagði að
drengnum liði nú framar vonum
og væri á góðum batavegi.
Kertaljós loguðu í
görðum um áramót
HésaTÍk, 2. juuar.
Á GAMLÁRSKVÖLD var hér logn
og bjart veður sem segja má að hafi
verið einkenni veðurfarsins allt sfð-
astliðið ár. Fullyrða má að það hafi
veríð betra ár en allra elstu menn
muna. Kertaljós loguðu vfða í görð-
um um áramótin.
Bæjarstjórn Húsavfkur bauð til
dansleiks í félagsheimilinu og var
þar meiri mannfjöldi en áður hef-
ur um áramót verið en allt fór vel
fram. Upp í heiðríkju og stjörnu-
bjartan himin skutu Húsvíkingar
flugeldum fyrir um 200 þúsund
krónur.
— Fréttaritarí
Lokaár kvenna-
áratugar hafið
ÁRIÐ 1985 er lokaár svokallaðs
kvennaáratugar Sameinuðu Þjóð-
anna og hafa kvennasamtökin í
landinu ákveðið að helga árið jafn-
rétti kynjanna, framþróun og friði.
Að undirbúningi þessa hefur unnið
samstarfsnefnd 23ja félagasamtaka,
kvennasamtaka stjórnmálaflokka og
nefnda.
í fréttatilkynningu frá fram-
kvæmdahóp ’85-nefndar segir
m.a., að nefndin hafi ýmis mál í
undirbúningi. M.a. er þar um að
ræða útgáfu bókar um árangur
jafnréttisbaráttunnar á kvenna-
áratugnum, listahátfð kvenna
næsta haust, eflingu kvennasögu-
safns og ýmis fundahöld.
Valinn hefur verið 5 manna
framkvæmdahópur til að hafa yf-
irumsjón með aðgerðum, en
starfshópar vinna siðan að ein-
stökum málaflokkum. Þessir hóp-
ar eru: Gönguhópur, Listahópur,
Launa- og atvinnumálahópur, Al-
þjóðahópur og Fræðslumálahópur.
Hreint og
jólaveður
(tUtnrík, 2. juw.
JÓLIN voru haldin i ágætis veðri
bér vestra og engin slys eða óhöpp
urðu, hvorki þá né nú um áramótin.
Veðrið var hreint og fagurt jóladag-
ana en á gamlárskvöld gekk f
bvassviðri sem spillti kirkjusókn því
mikil hálka var samfara veðrinu.
Að öðru leyti voru guðsþjónust-
ur vel sóttar. Ekki kom til þess að
fagurt
í Olafsvík
Villa-videó sendi út frá kirkjuath-
öfn. Sóknarpresturinn séra Guð-
mundur Karl Ágústsson hafði
samþykkt það góðfúslega en frest-
að var af öðrum orsökum. Jólin
voru hvít en nú er jörð að verða
auð því í gær var þíða og í dag er
hér meiriháttar vatnsveður.
— Helgi
Morgunblaðið/RAX
Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur sem flytja fiðlukonsert f E-dúr eftir Bach í Áskirkju á sunnudaginn: Frá
vinstri: Rut Ingólfsdóttir, sem leikur einleik á fiðlu í konsertinum, Sesselja Halldórsdóttir, Inga Rós Ingólfs-
dóttir, Rósa Hrund Guðmundsdóttir, Helga Hauksdóttir og Helga Ingólfsdóttir.
Kammersveit Reykjavíkur
efnir til Bach-tónleika
KAMMERSVEIT Reykjavíkur
efnir til Barh-tónleika í Askirkju í
Reykjavík næstkomandi sunnu-
dag, 7. janúar, klukkan 17. Með
tónleikunum leggur Kammersveit-
in fram fyrsta skerf sinn til tónlist-
arársins 1985.
Á dagskrá tónleikanna verða
einungis tónverk eftir Johann
Sebastian Bach en þess verður'
veglega minnst um heim allan í
ár, að nú eru 300 ár liðin frá
fæðingu hans. Verkin sem
Kammersveitin flytur eru:
Hljómsveitarsvíta nr. 1 í C-dúr,
BWV 1066, fyrir tvö óbó, fagott,
strengi og continuo. Konsert í
E-dúr, BWV 1042, fyrir fiðlu,
strengi og continuo. Konsert í
d-moll, BWV 1052, fyrir sembal,
strengi og continuo. Og Brand-
enborgarkonsert nr. 2 í F-dúr,
BWV 1047, fyrir trompet, flautu,
óbó, fiðlu, strengi og continuo.
Rut Ingólfsdóttir leikur ein-
leik á fiðlu og Helga Ingólfsdótt-
ir á sembal. Lárus Sveinsson
leikur á trompet í Brandenborg-
arkonsertinum.
Þetta eru aðrir áskriftartón-
leikar þessa starfsárs Kamm-
ersveitar Reykjavíkur. Áskrif-
endur framvísa kortum við inn-
ganginn en þar verða einnig
seldir aðgöngumiðar fyrir tón-
leikana, sem verða eins og áður
segir klukkan 17 sunnudaginn 6.
janúar í Áskirkju.
(FrétUlilkynaiiig.)
Útvarpsstjóraskipti
Andrés Björnsson lét af störfum sem útvarpsstjóri um áramót og tók Markús
Örn Antonsson við starfinu. Á gamlársdag héldu starfsmenn útvarpsins hóf
fyrir Andrés Björnsson og var þessi mynd þá tekin af útvarpsstjórunum.
Starfsmannafélög útvarps og sjónvarps færðu Andrési Guðbrandsbiblíu að
gjöf við það tækifæri.
Teflir á
sterku
móti í
Svíþjóð
DAVÍÐ Ólafsson, unglingaskák-
meistari íslands, teflir um þessar
mundir á mjög sterku alþjóðlegu
skákmóti í Hallsberg í Svíþjóð.
Eftir 5 umferðir hefur Davíð
hlotið einn og hálfan vinning.
Davíð er 16 ára gamall og í hópi
yngstu skákmanna á mótinu, en
þeir elstu eru 20 ára gamlir. Kepp-
endur eru 40 frá 15 Iöndum. Efstur
eftir 5 umférðir er Júgóslavinn II-
icic með 5 vinninga.
Jólatónleikar
kirkjukórs
Akraness
KIRKJUKÓR Akraness heldur jóla-
tónleika í Hallgrímskirkju i Saurbæ
sunnudaginn 6. janúar klukkan 16.
Tónleikarnir verða siðan endurtekn-
ir sama dag í safnaðarheimilinu á
Akranesi klukkan 20.30.
í fréttatilkynningu sem Morg-
unblaðinu hefur borizt segir að
efnisskrá tónleikanna verði fjðl-
breytt. Flutt verður kantata nr. 61
eftir J.S. Bach, Nú kemur heiðinna
hjálparráð, Laudate Dominum og
jólalög frá ýmsum löndum.
Einsöngvarar verða Guðrún Ell-
ertsdóttir, Ragnhildur Theodórs-
dóttir, Pétur Jónsson og Leif
Steindal. Undirleik annast
strengjasveit ásamt organleikara.
Stjórnandi verður Jón Olafur Sig-
urðsson.