Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjanuar 1985næsti mánaðurin
    mifrlesu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 03.01.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 03.01.1985, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985 16 ára piltur lést í bílslysi 16 ÁRA gamall piltur úr Vogum lést í bílslysi á Grindavíkurvegi aðfara- nótt síðastliðins laugardags. Pilturinn missti stjórn á bíln- um, sem hann ók, á Grindavíkur- vegi við fjallið Þorbjörn, um 1,5 km frá Grindavík. Bifreiðin fór út af veginum, valt 2 eða 3 veltur og kastaðist pilturinn, sem var einn í bifreiðinni, út úr henni. Hann varð undir bílnum og er talið, að hann hafi látist samstundis. Bif- reiðin er mikið skemmd. Pilturinn hét Óðinn Kristjánsson. Hann bjó í foreldrahúsum í Hofgerði 5 í Vogum. Ólafsvík: Fjölsóttir söng- leikar í kirkjunni OUfKTÍk, 2. juúr. SÍDASTLIÐIÐ laugardagskvöld héldu samkór Ólafsvíkur og kór Olafsvíkurkirkju söngleika í kirkj- unni og voru þeir fjölsóttir. Kórarnir tengjast í sama stjórnanda, David Woodhouse, skólastjóra Tónlist- arskólans. Samkórinn er nýlega endurvak- inn til starfa en kirkjukór ólafs- víkur stendur á gömlum merg og hefur ætíð notið góðra krafta. A söngskránni voru fjölmörg lög, sönglög og sálmar. Sungu kórarnir hvor i sinu lagi og einnig saman undir stjórn Woodhouse við undir- leik Kay Wiggs frá Hellissandi. Binnig léku saman fjórhent á pí- anó David Woodhouse og einn nemandi hans, Steinar Adolfsson. Tónleikarnir þóttu takast með ágætum og er fengur í að njóta starfs hins ágæta skólastjóra. - Helgi Litli drengurinn úr Sandgerði: Er á góðum batavegi LITLI drengurinn úr Sandgerði, sem brenndist f andliti á Þorláksmessu þegar eldur komst í jólasveinagrímu sem hann hafði fyrir andlitinu, er á góðum batavegi. Drengurinn, sem er þriggja ára, sér nú með báðum augum. Hann liggur á barnadeild Hringsins á Landspítalanum og að sögn móður hans fer hann í húðflutningsað- gerð á föstudag. Hún sagði að drengnum liði nú framar vonum og væri á góðum batavegi. Kertaljós loguðu í görðum um áramót HésaTÍk, 2. juuar. Á GAMLÁRSKVÖLD var hér logn og bjart veður sem segja má að hafi verið einkenni veðurfarsins allt sfð- astliðið ár. Fullyrða má að það hafi veríð betra ár en allra elstu menn muna. Kertaljós loguðu vfða í görð- um um áramótin. Bæjarstjórn Húsavfkur bauð til dansleiks í félagsheimilinu og var þar meiri mannfjöldi en áður hef- ur um áramót verið en allt fór vel fram. Upp í heiðríkju og stjörnu- bjartan himin skutu Húsvíkingar flugeldum fyrir um 200 þúsund krónur. — Fréttaritarí Lokaár kvenna- áratugar hafið ÁRIÐ 1985 er lokaár svokallaðs kvennaáratugar Sameinuðu Þjóð- anna og hafa kvennasamtökin í landinu ákveðið að helga árið jafn- rétti kynjanna, framþróun og friði. Að undirbúningi þessa hefur unnið samstarfsnefnd 23ja félagasamtaka, kvennasamtaka stjórnmálaflokka og nefnda. í fréttatilkynningu frá fram- kvæmdahóp ’85-nefndar segir m.a., að nefndin hafi ýmis mál í undirbúningi. M.a. er þar um að ræða útgáfu bókar um árangur jafnréttisbaráttunnar á kvenna- áratugnum, listahátfð kvenna næsta haust, eflingu kvennasögu- safns og ýmis fundahöld. Valinn hefur verið 5 manna framkvæmdahópur til að hafa yf- irumsjón með aðgerðum, en starfshópar vinna siðan að ein- stökum málaflokkum. Þessir hóp- ar eru: Gönguhópur, Listahópur, Launa- og atvinnumálahópur, Al- þjóðahópur og Fræðslumálahópur. Hreint og jólaveður (tUtnrík, 2. juw. JÓLIN voru haldin i ágætis veðri bér vestra og engin slys eða óhöpp urðu, hvorki þá né nú um áramótin. Veðrið var hreint og fagurt jóladag- ana en á gamlárskvöld gekk f bvassviðri sem spillti kirkjusókn því mikil hálka var samfara veðrinu. Að öðru leyti voru guðsþjónust- ur vel sóttar. Ekki kom til þess að fagurt í Olafsvík Villa-videó sendi út frá kirkjuath- öfn. Sóknarpresturinn séra Guð- mundur Karl Ágústsson hafði samþykkt það góðfúslega en frest- að var af öðrum orsökum. Jólin voru hvít en nú er jörð að verða auð því í gær var þíða og í dag er hér meiriháttar vatnsveður. — Helgi Morgunblaðið/RAX Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur sem flytja fiðlukonsert f E-dúr eftir Bach í Áskirkju á sunnudaginn: Frá vinstri: Rut Ingólfsdóttir, sem leikur einleik á fiðlu í konsertinum, Sesselja Halldórsdóttir, Inga Rós Ingólfs- dóttir, Rósa Hrund Guðmundsdóttir, Helga Hauksdóttir og Helga Ingólfsdóttir. Kammersveit Reykjavíkur efnir til Bach-tónleika KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir til Barh-tónleika í Askirkju í Reykjavík næstkomandi sunnu- dag, 7. janúar, klukkan 17. Með tónleikunum leggur Kammersveit- in fram fyrsta skerf sinn til tónlist- arársins 1985. Á dagskrá tónleikanna verða einungis tónverk eftir Johann Sebastian Bach en þess verður' veglega minnst um heim allan í ár, að nú eru 300 ár liðin frá fæðingu hans. Verkin sem Kammersveitin flytur eru: Hljómsveitarsvíta nr. 1 í C-dúr, BWV 1066, fyrir tvö óbó, fagott, strengi og continuo. Konsert í E-dúr, BWV 1042, fyrir fiðlu, strengi og continuo. Konsert í d-moll, BWV 1052, fyrir sembal, strengi og continuo. Og Brand- enborgarkonsert nr. 2 í F-dúr, BWV 1047, fyrir trompet, flautu, óbó, fiðlu, strengi og continuo. Rut Ingólfsdóttir leikur ein- leik á fiðlu og Helga Ingólfsdótt- ir á sembal. Lárus Sveinsson leikur á trompet í Brandenborg- arkonsertinum. Þetta eru aðrir áskriftartón- leikar þessa starfsárs Kamm- ersveitar Reykjavíkur. Áskrif- endur framvísa kortum við inn- ganginn en þar verða einnig seldir aðgöngumiðar fyrir tón- leikana, sem verða eins og áður segir klukkan 17 sunnudaginn 6. janúar í Áskirkju. (FrétUlilkynaiiig.) Útvarpsstjóraskipti Andrés Björnsson lét af störfum sem útvarpsstjóri um áramót og tók Markús Örn Antonsson við starfinu. Á gamlársdag héldu starfsmenn útvarpsins hóf fyrir Andrés Björnsson og var þessi mynd þá tekin af útvarpsstjórunum. Starfsmannafélög útvarps og sjónvarps færðu Andrési Guðbrandsbiblíu að gjöf við það tækifæri. Teflir á sterku móti í Svíþjóð DAVÍÐ Ólafsson, unglingaskák- meistari íslands, teflir um þessar mundir á mjög sterku alþjóðlegu skákmóti í Hallsberg í Svíþjóð. Eftir 5 umferðir hefur Davíð hlotið einn og hálfan vinning. Davíð er 16 ára gamall og í hópi yngstu skákmanna á mótinu, en þeir elstu eru 20 ára gamlir. Kepp- endur eru 40 frá 15 Iöndum. Efstur eftir 5 umférðir er Júgóslavinn II- icic með 5 vinninga. Jólatónleikar kirkjukórs Akraness KIRKJUKÓR Akraness heldur jóla- tónleika í Hallgrímskirkju i Saurbæ sunnudaginn 6. janúar klukkan 16. Tónleikarnir verða siðan endurtekn- ir sama dag í safnaðarheimilinu á Akranesi klukkan 20.30. í fréttatilkynningu sem Morg- unblaðinu hefur borizt segir að efnisskrá tónleikanna verði fjðl- breytt. Flutt verður kantata nr. 61 eftir J.S. Bach, Nú kemur heiðinna hjálparráð, Laudate Dominum og jólalög frá ýmsum löndum. Einsöngvarar verða Guðrún Ell- ertsdóttir, Ragnhildur Theodórs- dóttir, Pétur Jónsson og Leif Steindal. Undirleik annast strengjasveit ásamt organleikara. Stjórnandi verður Jón Olafur Sig- urðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (03.01.1985)
https://timarit.is/issue/119885

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (03.01.1985)

Gongd: