Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985
Endurreisn tímans
Jólaleikrit útvarpsins Alkestis í þýðingu Helga Hálfdanarsonar
Leiklist
Ólafur M. Jóhannesson
Endurreisn tímans.
Jólaleikrit útvarpsins, Alkestes, í
þýðingu Helga Hálfdanarsonar.
Höfundur: Evripídes.
Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson.
Formálsorð: Jón Viðar Jónsson.
Tæknimenn: Áslaug Sturlaugsdótt-
ir og Vigfús Ingvarsson.
Raddin Viðar Eggertsson, Róbert
Arnfinnsson, Helgi Skúlason,
Þorsteinn Gunnarsson, Valgerður
Dan, María Sigurðardóttir, Arnar
Jónsson, Kjartan Bjargmundsson,
Jón Sigurbjörnsson, Valur Gísla-
son, Hjalti Rögnvaldsson o.fl.
Leiklistardeildir ríkisfjölmiðl-
anna stigu heillavænleg skref
um þessi jól — skref inn í fortíð-
ina til menningararfsins í leit að
perlum, er færa mátti í nýja um-
gjörð, svo hið gamla yrði sem
nýtt og hið klassíska sannaði þar
með gildi sitt sem eilífur vegvís-
ir á leið mannsins. Þannig varð
Gullna hliðið svo nútímalegt í
höndum þeirra sjónvarpsmanna
að litlir drengir spiluðu það af
„myndfangaranum" næstum
jafn oft og hana Búkollu sem
einn daginn fór sjö sinnum fyrir
á skjánum. Er ekki stórkostlegt
að endurlífga þannig menning-
ararfinn uns hann svo að segja
rennur hinum bráðungu í merg
og blóð. Þannig skal vinna með
tæknina, beita hinum bestu
mönnum fyrir vagninn og horfa
vítt til allra átta, ekki síður til
hins besta í kjaisogi tímans en
til þeirrar fjólu er þú grípur í
garðinum þann daginn. Leiklist-
ardeild Ríkisútvarpsins horfði og
af djörfung um öxl þessi jól,
reyndar alla leið aftur til þeirrar
vöggu er vér teljum menningu
vora hafa hrærst í við upphaf
vega.
Fimmtudaginn 27. desember
var jólaleikrit útvarpsins, Al-
kestis, eftir forngríska
harmleikjaskáldið Evripídes,
gert heyrumkunnugt. Hér var
ekki horfið til þess ráðs að gera
verkið nútímalegt, eins og þá
sjónvarpið varpaði Kerlu og Jóni
sáluga inn í vatnslitaheim
Snorra Sveins Friðrikssonar
sællar minningar, nei af djörf-
ung var staðið við hinn forna
texta og Helgi Hálfdanarson
fenginn til að hamra hann með
meitli skáldsins, enda finnast
hér tveir skáldbræður, eða ætli
Evrípídes gleðjist ekki yfir eigin
hugsun, þá hann kfkir ofan af
Ólympsfjalli, gæddur skilningi á
öllum móðurtungum jarðarinnar
og heyrir söguhetjuna Alkestes,
er hljóp í dauðann fyrir sinn
ektamaka Aðmetos svo hann
mætti lifa áfram að ávísun guð-
anna; mæla á tungu Atlantisbúa:
Það sé ég nú hvar nálgast bátur
einn einróinn/ og Karon, dauðra
ferjumaður, þrumir þar/ með
hönd að árar-hlummi kreppta og
brýnir raust:/ „Hvað dvelur þig
svo lengi? Gefðu hraðan á./ Þú
tefur mína ferð úr hófi flýttu
þér“./ Svo bráðlátt er hans kall
til mín að koma skjótt.
Og hvílíkt eyrnakonfekt
Ólympsgesti að smjatta á þegar
skömmu síðar i texta móðirin
Alkestes óttast um framtíð
barna sinna: lát enga stjúpu fá í
hendur þessi börn/ því ef hún
reynist verr en ég, þá veitist
hún/ að okkar börnum afbrýð-
innar heiftum knúð/ Ó, lát það
ógert, aðeins þessa bið ég þig/
því nýja stjúpan hatar meira
hennar börn/ sem horfin er, en
eiturnaðra full af grimmd/
Hann sonur minn á föður fyrir
virkisturn/ þar ber hann upp sfn
einkamál og hlýtur svör/ En
dóttir góð, mun gæfan prýða
meydóm þinn?/ Hve raungóð
mun þér reynast kona föður
þíns/ Hvort mun hún niðra
nafni þínu, ata smán/ þinn
bjarta æsku-blóma, og hjúskap
svipta þig?/ Því aldrei býr þér
brúðarsæng hún móðir þín/ né
styrkir þig í hörðum hríðum
faéðingar/ ó, barnið gott, þar
væri mildust móður hönd.
Það þarf ekki forngrískt skáld,
er kíkir af ólympstindi, til að
skilja þennan texta. Hann er ljós
og klár og snertir okkur ekki síð-
ur en fregn af ungri móður er
heyr sitt dauðastríð árið 1985.
Samt er hér bundið mál og þar
að auki snörun á tvö þúsund og
fimm hundruð ára gömlum
frumtexta, geri aðrir betur. Nei,
við eigum ekki að hlaupa enda-
laust eftir þeim er hæst lætur,
þessum „herra vinsælum" er
skyggir á hljóðláta snilldar-
menn, er kafa köld djúpin og
koma upp sprengmóðir með perl-
ur og aðrar gersemar úr sjóði
fornmanna. Slíkt réttir Helgi
Hálfdanarson fram af hæversku
og til allrar hamingju er enn til
maður í ríki fjölmiðla er heyrir í
gegnum hávaðann hið lágværa
hvískur aldanna, og opnar fyrir
Helga svo hann geti borið okkur
fjársjóðinn. Sá maður er leiklist-
arstjóri útvarpsins, Jón Viðar
Jónsson, er upplýsir í forspjalli
að hér sé um að ræða frumflutn-
ing á verki eftir Evripídes. Hér
er sannarlega mikilsvert skref
stigið til móts við hið besta í
fornaldarmenningunni, því þar
með höfum vér íslendingar fært
alla þrjá höfuðsnillinga forn-
gríska harmleiksins á svið, þá
Aiskhýlos og Sófókles höfum vér
þegar eignast.
Svo ég víki nánar að upp-
færslu leiklistardeildarinnar á
þessu verki Evripídesar, þá verð
ég að segja eins og er, að aðeins
eitt skyggði á óviðjafnanlegan
sorgarhljóm verksins: skringi-
legur raddhljómur Efmelosar,
sonar Aðmetosar og Alkestisar,
er Kjartan Bjargmundsson lék.
Sannar þetta að Kjartan er gam-
anleikari af guðs náð, en slíkir
breytast oft í hina mögnuðustu
tragí/kómíkera með árunum,
eins og dæmin sanna. Aðrir leik-
arar voru sum sé upphafnir af
alvarleika andartaksins, eins og
vera ber, og hefði ég grátið með
þeim ef goðsagan er Evripídes
leggur til grundvallar Alkestis,
hefði verið svolítið jarðbundari
og meira sannfærandi. Ég hafði
ekki mjög djúpa samúð með
þessu fólki, einfaldlega vegna
þess að ég vissi allan tímann að
guðirnir voru þarna að leik og að
auki er þetta allt sett fram í sið-
bótaranda, okkur dauðlegum
mönnum til viðvörunar. Þannig
vinnur Evripídes í anda Brechts
(eða er það máski öfugt) og
stefnir áhorfandanum strax við
upphaf leiksins til móts við hin-
ar siðferðilegu grundvallar-
spurningar, sem tekist er á um í
verkinu. Ræða Dauði og guðinn
Apollon málin áður en Alkestis
gengur í dauðann fyrir bónda
sinn og setja þar með áhorfand-
ann í siðferðilegar stellingar.
Brecht hefði í þessu skyni beitt
áletruðum spjöldum og ýmsum
öðrum senutrixum, en markmið-
ið er hið sama, að gera áhorfand-
ann meðvitaðan um boðskap
verksins og hina þjóðfélagslegu
eða goðfræðilegu skírskotun
textans.
Slíkt er úr tísku í dag og nú
vilja menn bara hverfa inn í at-
burðarásina formálalaust, lausir
við allt siðferðilegt kjaftæði er
upplýsir söguþráðinn fyrirfram.
Menn vilja sjálfir gerast leik-
dómendur í hléi og í húmi nætur,
við rauðvínsglas og kertaljós á
búllum sem grunur leikur á að
séu stundaðar af listamönnum.
Leikstjórar og leikritaskáld sem
skýra út fyrir mönnum þjóðfé-
lagslegar eða goðfræðilegar
staðreyndir eru gamaldags og
lummó. Þess vegna eru Brecht
og Evripídes ekki skemmtilegir.
Þeir skemma ánægju leikhús-
gestsins af hinni „óvæntu uppá-
komu“ sem hann getur útlistað
síðar í listamannabúllunni á
sinn persónulega hátt, og þó
helst ekki fyrr en hann er búinn
að kíkja i leikdóminn í blaðinu
sínu. Þegar áhorfandinn er bú-
inn að læra þar nokkrar setn-
ingar, helst þær nöturlegustu,
utanbókar, þá fyrst er hann til í
að bregða sér í betri fötin og
dansa um á listamannsskónum í
takt við alla hina listamennina í
skini kertaljóss og nánast i
bjórlíki.
Einsog ég sagði áðan, þá er ég
einn slíkur áhorfandi sem vill fá
leikfléttuna beint í æð, og því
hundleiddist mér að hlusta á
upphafinn texta Evripídesar
sogast úr munni leikaranna, eins
og kæm’ ’ann úr hvalsmaga á
stundum. Þar fór Róbert fremst-
ur í flokki enda afburða leikari.
En mikil nautn var að lesa þenn-
an texta, þar var ekki tilgerðinni
fyrir að fara. Nánast eins og að
lesa af legsteini orð sem ætluð
eru óbornum kynslóðum. Við
þurfum ekki að kviða því að ryk
tímans setjist á tungu vora á
meðan menn á borð við Helga
Hálfdanarson og Jón Viðar Jóns-
son eiga fyrir meitli og hamri.
Bridge
Arnór Ragnarsson
Bridgefélag Akureyrar
Sveit Antons Haraldssonar
sigraði í Akureyrarmótinu í
sveitakeppni sem nýlega er lok-
ið. Sveit Antons tók forystu
snemma í mótinu og hélt henni
til loka, en keppnin var jöfn og
spennandi allan tímann. Með
Anton spila í sveitinni: Gunnar
Berg yngri, Soffía Guðmunds-
dóttir, Disa Pétursdóttir,
Trausti Haraldsson og Gunnar
Berg eldri. Alls tóku 16 sveitir
þátt í keppninni.
Lokastaðan: Stig
Anton Haraldsson 291
Páll Pálsson 285
Örn Einarsson 282
Jón Stefánsson 266
Júlíus Thorarensen 266
Stefán Vilhjálmsson 263
Sigurður Víglundsson 260
Kristján Guðjónsson 260
Alþýðubankamót
Milli jóla og nýárs var haldinn
jólatvímenningur í Sjallanum á
vegum BA, svokallað Alþýðu-
bankamót, en bankinn gaf vegleg
verðlaun til þessarar keppni.
Hófst mótið að morgni 29. des-
ember og var spiluð tvöföld um-
ferð og snæddur hádegisverður
milli umferða. Alls voru 60 pör
skráð til keppninnar, en 5 pör úr
Ólafsfirði komust ekki til móts-
ins þar sem snjóflóð féll í Múlan-
um.
Spilað var í 5 tólf para riðlum.
Sigurvegarar urðu Kristinn
Kristinsson og Þormóður Ein-
arsson, sem hlutu 264 stig, en
röð efstu para varð annars þessi:
Stig
Arnald Reykdal —
Pétur Guðjónsson 256
Jón Stefánsson —
Frá keppni hjá Bridgefélagi Suðurnesja.
Stefán Ragnarsson 256
Jóhann Gauti —
Gunnar Sólnes 254
Eiríkur Helgason —
Jóhannes Jónsson 254
Páll Jónsson —
Þórarinn Jónsson 250
Sverrir Þórarinsson —
Ævar Ármannsson 249
Páll Pálsson —
Frímann Frímannsson 249
Jón Jónsson —
Ásgeir Stefánsson 246
Reynir Helgason —
Þórarinn Helgason 246
Meðalárangur 220
Akureyrarmótið f tvímenningi
hefst þriðjudaginn 8. janúar og
verður spilaður barómeter.
Skráningu lýkur föstudagskvöld-
ið 4. janúar kl. 20 hjá stjórn fé-
lagsins. Spilað verður í Félags-
borg. Keppnisstjóri er Albert
Sigurðsson.
Bridgefélag kvenna
Félagið byrjar starfsemi sína
á nýju ári með aðalsveitakeppni
mánudaginn 7. janúar. Spila-
mennska hefst kl. 19.30 og spilað
er í Domus Medica. Sveitar-
foringjar og aðrir sem ekki hafa
fullmannaða sveit, en vilja vera
með, eru hvattir til að hringja f
s. 17933 (Alda), 11088 (Sigrún),
43474 (Valgerður) og láta skrá
sig.
Bridgefélag Kópavogs
Starfsemi ársins 1984 lauk
fimmtudaginn 20. des., en þá var
spiluð jólarúberta" með þátt-
töku 18 para. Pör voru dregin
saman. Sigurvegarar urðu: Stig
Þórður Björnsson —
Sigurður Gunnlaugsson 46
Örn Vigfússon —
Sæmundur Árnason 22
Vilhjálmur Sigurðsson —
Karólina Sveinsd. 20
í kvöld, 3. janúar, verður
spilaður eins kvölds tvímenning-
ur, en síðan hefst aðalsveita-
keppni félagsins.