Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985
41
kynni okkar hófust. Það var í
þrettán ára bekk er okkur var
skipað saman í bekk. í fyrstu að-
eins í skólatímum, en brátt urðu
stundirnar fleiri. Kom þar margt
til. Áhugamálin hneigðust í svip-
aðar áttir því íþróttir voru okkar
ær og yndi. Einnig tókum við það
upp nokkrir félagarnir að læra
bridge einn veturinn og urðum svo
hugnæmir að vart mátti líða
kvöldið að spilin yrðu ekki tekin
upp. Að öllu ólöstuðu eru þó heilu
dagarnir og næturnar minnis-
stæðastar er við eyddum saman
ásamt Tómasi Gíslasyni og rædd-
um helstu áhyggjuefnin meðan
hvolpavitið þróaðist í huganum.
Það varð snemma ljóst að hugur
Þórsa leitaði til félagsstarfa. í litl-
um mæli í gagnfræðaskóla, en í
Menntaskólann við Hamrahlið
kemur hann rétt eins og nýút-
sprungið blóm. Mátti vart líða sá
atburður í skólanum að ekki væri
hann þar nærri kominn. Leiklist,
ritstjórn skólablaðs, ræðu-
mennska, kórsöngur, svo ekki sé
minnst á Ijóðskapinn, voru nokkur
af viðfangsefnum hans þar. Þar er
Þór rétt lýst að sökkva sér algjör-
lega í viðfangsefnið hverju sinni.
Átti hann það gjarnan til að koma
fyrirvaralaust eftir sambandsleysi
í nokkra daga með orðunum æ,
fyrirgefðu, en ég hef bara ekki
einu sinni haft tíma til að sofa, því
ég hef verið að stússast í ... Voru
menntaskólaárin honum nær sam-
felld skemmtun, enda hafði hann
það oft á orði að þetta væru bestu
ár lífs manns og því um að gera að
njóta þeirra.
Lengi höfðum við félagarnir átt
þann draum að eyða stundum
sameiginlega erlendis. í sumar
sem leið varð draumurinn að
raunveruleika er við eyddum
ásamt Úu, heitkonu Þórs og Fjólu
frænku hennar þremur yndisleg-
um vikum { Finnlandi. Urðu mér
þar enn betur en fyrr ljósir kostir
hans. Þrátt fyrir að lítilsháttar
magakveisa hrjáði hann mestan
tímann var ætíð skammt undan að
kitlandi gamansemin næði tökum
á honum, ellegar háalvaran þegar
hann taldi félagann slá slöku við.
Og kröfuharðari en um leið
sanngjarnari dreng er ekki að
finna.
Heim komum við með bjarta
drauma og tilbúnir að leggja á
nýjar vígstöðvar. Þór innritaðist í
bókmenntafræði í háskólanum og
hóf námið af kappi er gamall
fjandi vinar míns gerði vart við
sig á ný eftir dálangt hlé. Það varð
ljóst að stríð þetta yrði ei unnið
með höndunum einum heldur út-
heimti stærri fórnir. Lá Þór í
Landspítalanum og á heimili sinu,
en erfiðlega gekk að ráða sjúk-
dóminn við. Það er eftirtektarvert,
að í stað þess að gefast upp með
niðurdregið andlit reis Þórsi tví-
efldur upp á móti sjúkdóminum,
með léttum huga, þó krafturinn
minnkaði óðum. Það verður mér
ætíð minnisstætt í þessu tilviki, að
Þórsi var ekki allskostar ánægður
með útlit sitt í spítalanum, enda
hafði gulur litur sett svip sinn á
andlit vinar míns. Hann hafði því
ritað á töflu fyrir ofan rúm sitt:
„Velkomin til Asíu! — heimkynna
gula mannsins."
Sárt batnaði honum samt sóttin
og nú var ráðist í að senda Þór í
fylgd móður til Englands þar sem
betri aðhlynningu var að fá. Ég
hitti hann þar og létum við hug-
ann reika á ný um gamlar minn-
ingar og nýjar áætlanir. Var eng-
an bilbug á honum að finna, enda
staðráðinn í og um leið sannfærð-
ur um að brátt lægi leiðin bein og
greið framundan.
En þrátt fyrir stóran hug og
mikinn kjark varð hann að lokum
að láta undan síga. Þór lést að
morgni annars dags jóla. Stórt
skarð er nú í höggvið, sem vand-
fyllt verður. Það er þó huggun
harmi gegn, rétt eins og góður
maður benti eitt sinn á, að þrátt
fyrir að æviárin hafi einungis orð-
ið tuttugu, þá hafi þau skapað
honum og öðrum nástöddum meiri
hamingju en flestir öðlist um alla
ævi.
Hvíli Þór í friði, minn vinur
kær. Öllum aðstandendum sendi
ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Karl Þorsteins
„Stynur jörð við stormsins 6ð
og stráin kveða dauð,
hlíðin er hljöð,
heiðin er auð.
— Blómgröf, blundandi kraftur,
við bíðum, það vorar þó aftur.
Kemur skær í skýjunum sólin,
skín í draumum um jólin.
Leiðir fuglinn í för
og fleyið úr vör.“
(Einar Benediktsson.)
Þór Sandholt háði harða bar-
áttu á sjúkrabeði á meðan óskir
um gleðileg jól hljómuðu um víða
veröld. Baráttunni er lokið, á þann
veg sem Guð einn ræður.
Hann Þórsi fór til Japans á
liðnu sumri með Hamrahlíðar-
kórnum. Við óskuðum honum
góðrar ferðar en vissum ekki þá að
þessi kveðjuorð myndu rifjast svo
sterklega upp nú þegar við óskum
honum þess sama í ferð hans yfir
móðuna miklu. Margs er að minn-
ast og margt að þakka.
Orð hans sjálfs rifjast upp þar
sem hann segir í einu ljóða sinna.
Hvað
geta kunnáttulítil orð mín gert
í ógnarstærð
heimsins?
Hvers má sín
fánýt uppröðun þeirra
í formfestu hans?
Þegar ungur maður sem svo
mörgum kostum er búinn er kall-
aður á brott verður okkur orðfátt
en hugsanir og tilfinningar knýja
okkur samt til að setja orð á blað.
Hann Þórsi afkastaði ótrúlega
miklu á þeim tveimur tugum ára
sem hann lifði, þrátt fyrir van-
heilsu sem ágerðist síðustu árin.
Hann lauk stúdentsprófi á 3V4
ári og tók einnig mikinn þátt í
félagsstarfi skólans þar á meðal
blaðaútgáfu, leiklist og kórstarfi.
Listagyðjan var með honum á
fleiri sviðum því hann samdi líka
sögur og ljóð.
Hann hlaut verðlaun fyrir smá-
sögur sinar m.a. Finnlandsferð á
vegum Lionsmanna.
Árið 1983 kom út ljóðabók eftir
hann sem heitir „Hanastél hugs-
ana minna" og var gefin út af
Bóksölu MH. Þessi bók vakti vonir
um að fleiri ljóðabækur ættu eftir
að líta dagsins ljós eftir þennan
unga og efnilega höfund.
Þór var kjarkmikill og ósérhlíf-
inn um leið og hann hafði sigrað
veikindatfmabilin. Hann bar sig
vel og kvartaði ekki þótt hann
gengi ekki alltaf heill til skógar.
Við sem fylgdumst með þessu
undruðumst oft hvernig hann
virtist alltaf geta unnið upp frá-
tafir veikindatímabilanna sem
voru þó stundum svo hörð og erfið
að við þorðum vart að vona að
hann hefði þau af.
Fyrstu kynni okkar af Þór
Sandholt voru þegar hann sem
ungur drengur var í barnalúðra-
sveit og Iék á túbu. Nánari varð
svo kunningsskapurinn þegar
hann sem unglingur lék í Ungl-
ingasveit Lúðrasveitar Svansins.
Foreldrar unglinganna unnu
mikið með þeirri sveit við hin
ýmsu störf og ferðalög.
Þórsi var góður félagi, sérstak-
lega rifjast upp eitt skipti þegar
hann var 12 ára og kom heim til
okkar einhverra erinda fyrir
lúðrasveitina. Hann gaf sér góðan
tíma og ræddi við okkur um alla
heima og geima. Þá kynntumst við
því að þarna var ungur maður með
afar heilbrigða hugsun og tilbúinn
til að ræða jafnt við alla aldurs-
flokka af kurteisi og skilningi.
Lúðrasveitin Svanur fór í tón-
leikaferðir til Danmerkur og síðar
til Noregs. Aldrei reynir eins mik-
ið á samskipti og félagsþroska
eins og í ferðum þar sem þátttak-
endur þurfa að koma fram sem
fulltrúar lands síns og dagskrár
oft strangar og erfiðar.
Þórsi var einn þeirra sem gerði
sér fulla grein fyrir þessu. Aldrei
kvartaði hann yfir einu né neinu
og vissum við þó að oft var hann
afar þreyttur og stundum lasinn.
Hann var samt hress og glaður og
gerði aldrei athugasemdir við
stjórnun fullorðna fólksins þótt
þarfir unglinganna væru stundum
aðrar en skipulag ferðanna leyfði.
Hann var frekar smávaxinn á
þessum árum og gat því verið erf-
itt að bera túbu og spila á hana
þegar sveitin þurfti að marsera
langar leiðir, en það gerði Þórsi án
þess að gefa frá sér þreytutón.
Það hlýtur að vera regin munur
á flautu og túbu, en því vildi Þórsi
kynnast af eigin raun. Hann fór í
Tónlistarskóla Reykjavíkur til að
læra flautuleik og lauk þaðan stigi
á skömmum tíma.
Árin liðu og gaman var að hitta
seinna hávaxinn ungan mann sem
virtist búa yfir svo mikilli starfs-
orku. Hann hafði ekki lengur tima
fyrir hljóðfæraleik í lúðrasveit
hvorki á túbu né flautu, aðrar
listgreinar höfðu orðið yfirsterk-
ari.
Framhaldsnám i háskóla var
hafið og við leyfðum okkur að
vona að læknavísindin gætu lið-
sinnt þessum efnilega unga
manni.
Hann eignaðist góða vinkonu
sem stóð styrk við hlið hans í gleði
og sorg.
En brátt skipast veður í lofti,
enginn mannlegur máttur gat
stöðvað þá ferð sem allir leggja
upp í að lokum.
Við vottum foreldrum og öðrum
ástvinum hins látna innilega sam-
úð og biðjum Guð að veita þeim
huggunarríkt ár.
„Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mótöllum oss faðminn breiðir*
(Einar Benediktsson.)
Matthildur, Jón Freyr og Vilborg.
„Lítið strá
sem lék sér í vindinum.
Það stóð eitt
og barðist við veturinn"
Þannig kemst Þór Júlíus heitinn
Sandholt sjálfur að orði í kvæði
sinu Reisn. Hann er nú að kveðja
okkur eftir hetjulega baráttu með
óbilandi styrk móður sinnar og
ástvina. Þessi elskulegi piltur var
aðeins 20 ára gamall, nemi í
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Sem strákhnokki vestur á Reyni-
mel var hann til fyrirmyndar, þeg-
ar prúður og alvörugefinn. Úndir
niðri bjó þessi mikli hæfileiki að
yrkja falleg ljóð. Það hafði hann
hlotið í vöggugjöf. Ljóð hans
sögðu okkur svo margt um lífsv-
iðhorf hans og tilveruna. Þau auð-
kenndust af hugsýnum hans og
báru sterk persónuleg einkenni.
Kvæði Þórs báru keim af erfið-
leikum við sjúkdóm hans, trega-
blandin án þess að vera bitur.
Boðskapurinn i kvæðum hans var
að láta okkur líta á björtu hliðarn-
ar sem sýnir þroska hans og hve
heilsteyptur hann var.
Enn einu sinni verðum við ís-
lendingar að sjá ljóðskáld kveðja
okkur á unga aldri. Þegar við
syrgjum hann, hjálpar hann okkur
í Ijóðinu og segir:
„Ég lognast ekki út af
éghlæ
við geislum vetrarsólarinnar."
Ég kveð elsku strákinn. Það bíð-
ur hans fallegt kerti þarna fyrir
handan. Guð blessi fjölskyldu
hans og ástvini og veiti þeim
styrk.
Orri Vigfússon
Það er fjarstæðukennt. til þess
að hugsa að Þór Sandholt sé ekki
lengur á meðal vor. Þór Sandholt,
frændi minn og vinur, yfirgaf
móður jörð allskyndilega eftir
mikla aðgerð sem framkvæmd var
í Englandi. Þó svo að maður hafi
verið meðvitaður um áhættuna
sem þessari aðgerð fylgdi, kom
fréttin um andlátið sem reiðar-
slag.
Við Þór fylgdumst að í gegnum
Menntaskólann við Hamrahlíð og
útskrifuðumst þaðan síðasta vor.
Ég varð málkunnugur honum þá
þegar á fyrstu önninni en góð
kynni tókust með okkur er við sát-
um saman í dönskutímum á öðru
námsári. Það var einmitt í einum
slíkum tíma er við tókum þá
ákvörðun að bjóða okkur fram í
ritnefnd skólablaðsins, Benevent-
um, ásamt Sigurði Böðvarssyni.
Við náðum kjöri og þar með hófst
mjög ánægjulegur timi skólagöng-
unnar. Margt var brallað og tak-
markaðist sköpunargleðin og at-
hafnaþráin alls ekki við blaða-
útgáfu, starfað var að tíma-
bundnum útvarpsrekstri, leikið
var i stórhljómsveitinni PC 1211
Kítín svo eitthvað sé upp talið. Á
þessum tíma komu vel fram þeir
þættir í fari Þórs sem mér fannst
einkennandi fyrir hann, hug-
myndaauðgi og kraftur hans til
framkvæmda.
Þór hafði iðulega í fórum sínum
bók nokkra svarta sem hann var
vanur að rita í hugsmiðar sínar,
aðallega Ijóð en þó einhverjar
smásögur. Hann bar óvenju næmt
skyn á íslenskt mál og hafði riku-
lega skáldgáfu. Hann orti mikið í
frjálsu formi og iðulega með mörg
járn i eldinum. Einnig var hann
afkastamikill ferskeytlusmiður og
átti það til að varpa að mönnum
skondnum tækifæriskveðskap.
Mörg ljóð eftir Þór birtust í
skólablaðinu og vöktu þau verð-
skuldaða athygli. Það var síðan
haustið 1983 er við þáverandi um-
sjónarmenn bóksölu skólans gáf-
um út ljóðabók Þórs, Hanastél
hugsana minna. Þessi bók inni-
heldur 33 ljóð samin á siðustu ár-
um. Einnig birtust 4 ljóð eftir Þór
í bókinni Spegilbrot úr helli, gefin
út af bóksölunni á vorönn 1983.
Sjálfur orti Þór svo um skáld-
skap sinn í ljóðinu Sköpun:
Égvil
aö ljóð mitt liði áfram
eins og spegilmynd sálar minnar
á skapadægri þess.
Ýmist lygnt og lokkandi,
ólgandi
ellegar ísi legið.
Með síbreytilegum
bratta, hugmyndum
og hrynjandi.
Þó ávallt
sjálfu sér samkvæmt
og umfram allt
skiljanlega blátt áfram.
Þór orti mikið um borgina,
handlék ástina á rómantiskan
hátt, orti um mannlífið, lifið,
dauðann. Svo segir i ljóðinu Vídd:
Skyldi bíða mín kerti
þarna fyrir handan,
í fjórðu, fimmtu
eða hvaða vídd það nú er?
Blys sem brennur
eftir fyrirfram ákveðnu forriti
á tímum þess tölvuvædda.
Brennur
og skilur eftir sig farveg
í ótal bugðum
og bungum.
Eins og til að minna á
aö eitt sinn hafir þú verið ég og ég þú
og það teinrétt,
ókvikað.
Skyldi ég sjálfur
hafa tendrað það?
Hver annar svosem?
Þór var maður gæddur miklum
hæfileikum, sem birtust ekki ein-
ungis á sviði ljóðlistar, heldur
einnig sönglistar, leiklistar og
mælskulistar. Umfram allt var
hann góður vinur og leið mér
ávallt vel í návist hans, hvort sem
var í leik eða starfi. Úr heimi er
horfinn góður maður, allt alltof
snemma. En Þór er ekki með öllu
horfinn, áfram mun hann lifa i
ljóðum sínum.
Öllum aðstandendum votta ég
mína innilegustu samúð.
Pétur Benedikt Júlíusson
Fyrstu kynni mín af Þór Sand-
holt voru er við sátum saman i
stærðfræði, 12 tíma á viku og
skemmtum okkur við að semja
sposkar athugasemdir um sam-
nemendur okkar. Ekki grunaði
mig þá hve samgróin mennta-
skólaganga okkar átti eftir að
verða og hve allar minningar
menntaskólaáranna tengjast hon-
um.
Þór kom fyrir sem orðhvatur og
sjálfsöruggur náungi. Hann gerði
sér far um að kynnast fólki og ná
til þess, en gat um leið verið frá-
fælandi þeim sem ekki kunnu að
meta hreinskilni hans. Undir
harðri skelinni leyndist þó við-
kvæmur og einlægur maður sem
þráði hvort tveggja vináttu og við-
urkenningu.
Félagslyndur var Þór og þá er
hann hafði eitt sinn kastað sér út
i viðfangsefni var hann ham-
hleypa til verka. Þegar á fyrstu
önn í MH starfaði hann með leik-
listarfélagi skólans, alls óhræddur
við þá sem þar voru fyrir. Innan
málfundafélagsins gat hann sér og
gott orð, átti reyndar sæti í sigur-
liði skólans í mælskukeppni fram-
haldsskólanna og var loks kjörinn
mælskasti nemandi skólans síð-
astliöinn vor. Má af þessu sjá að
Þór kunni vel að meta orðsins list,
enda kemur það hvað best fram í
Ijóðum hans svo innihaldsrík sem
þau eru í einfaldleika sínum.
Heyrðu
Heyrðu
hjalið í fjalli þinu.
Maður, kona, ljós.
Heyrðu
sundursprungnar syllurnar mala
yfir höfði þér.
Heyrðu
gnauðið í grjótunum,
andardrátt grassins.
Lífið, dauðann.
Heyrðu
vel. Svo syllurnar skelli ekki
á dimmbláan dvalarstað þinn
hellisbúi.
Maður, kona,
ljós.
Samvinna okkar Þórs var hvað
mest veturinn 1982—1983. Áttum
við þá báðir sæti i ritnefnd skóla-
blaðsins Beneventum, stóðum í
stórskemmtilegum útvarpsrekstri
á Lagningardögum og síðast en
ekki síst störfuðum við ásamt öðr-
um f að okkar mati hinu geysivin-
sæla bandi PC 1211 Kítín. Eru þá
ótaldar allar þær stundir er við
áttum saman i kórstarfi gegnum
árin.
Af þessum sökum vorum við
nánast heimagangar hvor hjá öðr-
um og þáði ég á heimili hans
margan góðan tesopann.
Á þeim siðkvöldum varð Þór oft
tíðrætt um afa sinn og nafna.
Hafði hann mikinn hug á að feta i
fótspor hans og stefndi að loknu
stúdentsprófi til Finnlands og
hugðist leggja stund á arkitektúr.
Honum snerist þó hugur og hóf
nám í bókmenntafræðum við Há-
skóla íslands. Hafði ég á orði við
Þór, að hann þyrfti ekki að sjá
eftir þeirri ákvörðun þar eð ís-
lensk fræði væru miklu fremur
hans fag en raungreinar.
Enda þótt Þór gengi ekki heill
til skógar bar hann ekki áhyggjur
sínar á torg og lét ekki sjúkdóm
sinn aftra sér frá þátttöku i fé-
lagslífi svo lengi sem hann gat.
Fréttin um andlát hans kom
eins og reiðarslag. Jafnvel þó svo
að um nokkurra mánaða skeið
hafi verið ljóst að hverju stefndi.
Eftir vel heppnaðan uppskurð
kviknaði von sem siðan brást.
Það er með sárum söknuði að ég
sé á bak vini mínum sem nú er
fallinn frá svo langt um aldur
fram.
Ættingjum öllum og ekki síst
þér, elsku Úa, sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Sigurður Böðvarsson