Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985 51 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS MujAmrx-asj'u ir í»essir hringdu Gleymum ekki fuglunum Ásgeir Guðmundsson í Kópa- vogi hringdi: Vinir okkar snjótittlingarnir eru bjargarlausir þegar jarð- bönn eru. Leita þeir til byggða og vonast til að við mennirnir réttum þeim lífsbjörgina. Þá eru skógarþrestir einnig bjargar- lausir. Víst er það að nú á marg- ur bágt. En ef grannt er skoðað þá fer margt matarkyns forgörð- um og nýtist því ekki hungruðu fólki í fjarlægum heimsálfum, svo sem brauðmylsna, brauðleif- ar og alls konar kjötafgangar og fita. Ef brauðið er tætt sundur eða mulið nýtist það vel snjó- tittlingum. Skógarþröstum líkar best kjötfita eða brauð. Best er að kjötfitan sé skorin af soðnu eða steiktu kjöti. En hins vegar nýta þeir sér það hrátt sé það smátt skorið. Að vísu mun fuglakorn fást i búðum og hentar það snjótittl- ingum vel, en það kostar nú pen- inga. Matarafgöngum er oft fleygt í ruslatunnuna. Það kost- ar því aðeins umhugsun og lítinn tíma að gefa þessum vinum okkar lífsbjörg. Þetta er þrosk- andi starf fyrir eldri sem yngri. Ekki síst fyrir börnin. Og að lok- um: Góðum fylgir gefanda gæfa á leið og hópurinn við gluggann, sem að svangur beið. Sama konan í tveimur stjórn- málasamtökum? H.H. hringdi: Ég las það í einhverju blað- anna hverjir væru í miðstjórn Alþýðubandalagsins. Þar rakst ég á nafn konu nokkurrar. Ég las síðan á öðrum stað að hún er fulltrúi Kvennalistans í út- varpsráði. Hvenig getur sama manneskjan verið í tveimur stjórnmálasamtökum og starfað fyrir bæði? rótt eftir að hafa róað (svæft) samvizku sína með nýjum lögum! En engin hjálparhönd, engin sam- úð, engin önnur úrlausn á vanda- málum mæðranna en að gefa barnið í fóstur og ræna það móður sinni, það dýrmætasta sem hvert mannsbarn hér á jörðinni á, og sem ekkert getur nokkurn tímann komið í staðinn fyrir. Og ekki á það pabba heldur, því að hann er horfinn, oft löngu áður en barnið er fætt, og „mannúðin" með hon- um. Samt koma oftast óskir (eða beinlínis skipanir) um fóstureyð- ingu einmitt frá þeim karl- mönnum, sem hafa komið þessu til leiðar ... Já, siðmenningu þjóðar má marka af þeirri mannúð sem sýnd er lítilmagnanum — lítilmagnan- um í þessum heimi, sem hér er ólétt og varnarlaus stúlka eða kona: notuð, svívirt, dæmd og út- skúfuð. Ég er ekki í neinum vafa um hvernig höfundur kristin- dómsins mundi bregðast við i þessu máli. Kenning hans, sem hann sagði aftur og aftur ekki vera sína kenningu en kæmi frá Guði föður sínum, er nefnilega ekki sú sama og kenning kirkjunn- ar. Það er ekkert nýtt að menn misskilji Biblíuna og séu ófeimnir við að slá um sig með vafasömum dómum, eins og prestur nokkur orðaði það. En boðskapur Guðs er skýr: „Og ef þér hefðuð skilið hvað það er: Miskunnsemi þrái ég, en ekki fórn, munduð þér eigi hafa sakfellt saklausa menn (konur),“ Matteus 12:7. Áfram segir í Lúkas 20:45—47: „Varið yður á fræði- mönnum, sem gjarnt er að ganga í síðklæðum og hafa mætur á að láta heilsa sér á torgunum og efstu sætum í samkundunum og helztu sætum í veizlunum. Þeir eta upp heimili ekknanna (sjá „Thornbirds") og flytja langar bænir að yfirskini. Þeir munu fá því þyngri dóm!“ Og áfram segir í pistli „Lesand- ans“: „... svipt barni lífsréttinum strax á fósturskeiði". Það er nú varla hægt ef Guð almáttugur hef- ur eitthvað að segja í þessu máli, sem ég er viss um að hann gerir. Líf okkar allra er í höndum Guðs, svo segja að minnsta kosti allir sannkristnir menn. Og sálin, sem er reiðubúin til að koma inn í þennan heim, finnur þá aðeins annað „ökutæki" hjá öðrum for- eldrum ef hitt var eyðilagt með fóstureyðingu eða slys með öðrum hætti. Það eina sem er nokkuð at- hugavert og á sama tíma eftir- sjáarvert, er að missa á þennan hátt kannski af einhverjum Beet- hoven eða Shakespeare eða Mam- atma Gandhi eða Clark Gable eða Florence Nightingale (eða afa, ömmu, bróður, barni o.s.frv. Sjá „Endurholdgun“ eftir Edgar Cayce; Joh. 3:3—8,13; 4:36—37, 15:27: Matteus 5:4 og Markús 10:29—30; I. kor. 3:8; Matteus 16:18!) Kona (maður) ætti að hafa það í huga áður en hún (hann) tek- ur endanlega afstöðu til fóstur- eyðingar. Hvað bréf Sóleyjar varðar, þá afsannar sköpun Guðs ekki þróun- arkenninguna. Þvert á móti. í Biblíunni stendur skrifuð einmitt útskýring á þessu: „Því að þúsund ár (milljón, milljarðar) eru í þín- um augum sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já, eins og næturvaka (nokkrar klukkustund- ir),“ Sálm. 90:4. Sannleikurinn er einfaldlega sá, að sköpun himins og jarðar, öðru nafni þróun, tók þess vegna að minnsta kosti 6 milljarða ára eða u.þ.b. Og eftir lýsingunni í I. Mósebók kom mannkynið ekki við sögu fyrr en allra síðast á sjötta „degi“ sköpun- arinnar. „Og Guð sagði: Vér vilj- um gjöra Menn eftir vorri mynd, líka oss. (Sjá einnig Genesis 6:2). Og hann skapaði þau karl og konu (mannkynið)" Genesis 1:26—31. Og svo kom sjöundi dagur, hvíld- ardagurinn, sem við köllum sunnudag eða dag Drottins. Bingó. Adam og Eva komu ekki við sögu fyrr en í 2. kafla I. Mósebókar. Að lokum þetta: Milljónir barna deyja ár hvert úr hungri, og millj- ónir eru heimilislausar eða mun- aðarleysingjar. Er betra að horfa upp á dauða þessara milljóna í sjónvarpinu ár eftir ár í stað þess að koma í veg fyrir ennþá meiri hörmungar með Natural Birth Control og öðrum hætti? (Við jarðarbúar sitjum jú öll í sama báti.) Eins lengi og getnaðarvarn- ir eru ófullnægjandi annars vegar og karlmenn of ágengir og eigin- gjarnir hins vegar, er því miður engin önnur úrlausn í málinu en fóstureyðing. Þess vegna þurfum við að biðja til Guðs að hann sýni okkur aðra leið út úr þessu vanda- máli, af því að mér líst heldur ekki á fóstureyðingu. Og ég held að ég tali fyrir hönd allra kvenna með því að segja, að það líst engri okkar á fóstureyðingu sem lausn í málinu. Náð og friður veitist öllum þeim, sem elska Drottin Guð og hans eingetna son Jesúm, Krist. Sarah Jóhanns Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. G3P SlGGA WöGA É ‘(iLVERAU Ballett Kennsla hefst á ný mánudaginn 7. janúar. Framhalds- nemendur mæti á sömu tímum og áöur. Innritun nýrra nemenda og allar upplýs- ingar í aíma 15359 kl. 13—19 daglega. Ballettskóli Guðbjargar Björgvins. jþróttahúsinu Seltjarnarnesí, Litla aal. rDYs?? mm EINKARITARA SKÓLINN .. $&&&& ip iii iíSíHí ftSSftWí i lill Skólinn tekur til starfa 14. janúar. Námsgreinar verða: ÍSLENSKA - BÓKFÆRSLA TOLLUR - TÖLVUFRÆÐI ENSKA _ SKJALAVARSLA SÍMSVÖRUN - BANKASKJÖL LÖG OG FORMÁLAR VÉLRITUN O.FL. Innritun í Einkaritaraskólann fer fram kl: 13.00 — 17.00 í síma 10004 - 11109 MÁLASKÓLINN BRAUTARHOLJl 4 OG HON NEITRR ÓVI R9 HRFR LRTI9 HRUS* INN VR9R l HRUSINN/ Jl STEFNRNDRt PLÚSY-DRR HtiGÖFGI^ // rjz^ PO VEIST RD MRNN- GREYI9 SE6ISTHRFR, \0TRL VITNI Já,Y9RR Nw PLÓS V9RR Há‘ , GÖFól PLÓS Y9RR/ HEILRGLEIKL 2-9 (E6ERf® REYNH SSMJWRI® SKILURÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.