Morgunblaðið - 04.01.1985, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985
13
Veröugt nýársheit
Hugleiöingar í byrjun nýs árs
— eftir Árna
Sigurðsson
Fyrir fáeinum dögum var gamla
árið kvatt með pompi og prakt, er
það hneig til viðar með dagrenn-
ingu nýs árs var fagnað. Það hefur
lengi tíðkast að í upphafi árs líti
menn yfir atburði liðins árs, og
reyni að læra eitthvað af reynsl-
unni og strengi á grundvelli þess
nýársheit fyrir komandi ár.
Síðastliðið ár var fyrir marga ár
vonleysis og vonbrigða en fyrir
aðra ár framfara og bjartsýni á
framtíðina. (Jr fjölmiðlum frétt-
um við af hungursneyðum, stríð-
um og hvernig grundvallarmann-
réttindi eru fótum troðin víða um
heim enn þann dag í dag.
Ár Orwells — öll ár
í kommúnistaríkjunum
Síðastliðið ár var oft nefnt ár
Orwells, en hinn þekkti breski rit-
höfundur og blaðamaður George
Orwell reit árið 1948 bókina 1984
sem heimsfræg er orðin. í henni
lýsir hann þjóðfélagi framtíðar-
innar, þar sem einstaklingurinn er
orðinn vilja- og valdalaust verk-
færi „Stóra bróður", persónu-
gervings stjórnvalda, sem öllu
ræður og hefur alla þræði þjóðfé-
lagsins í hendi sér. Orwell skrifaði
bókina í skugga sívaxandi áhrifa
alræðishyggju Sovét-kommúnism-
ans í Evrópu eftirstríðsára heims-
styrjaldarinnar síðari. Þó að við
íbúar Vesturlanda búum ekki við
þá þjóðfélagsskipan sem Orwell
lýsir í bók sinni, þekkjum við hana
í líki alræðisríkjanna austan
járntjaldsins, þar sem hugtökin
mannréttindi og grundvallarlýð-
réttindi þekkjast ekki og íbúar
þeirra hafa aldrei notið.
Árni Sigurðsson
„Við íslendingar höfum
í fjörutíu ára langri sögu
lýdveldisins verið svo
lánsamir umfram marg-
ar aðrar þjóðir, að hafa
notið flestra grundvall-
arréttinda sannra lýð-
ræðisríkja. En ganga
verður Iengra.“
Lýðræðið er
hverfult
Á síðasta ári voru liðin 35 ár frá
stofnun Atlantshafsbandalagsins,
sem oft hefur verið nefnt stærsta
friðarhreyfing heims, en án þess
hefðu Vesturlönd aldrei staðið af
sér stórsjó útþenslustefnu Sovét-
ríkjanna án átaka í Evrópu, en
það er lengsta tímabil friðar i
Evrópu í yfir hálft þúsund ára.
fslenska lýðveldið varð 40 ára
1984 og varð það okkur, jafnvel
sterkari hvatning um nauðsyn
friðsamlegra samskipta þjóða í
millum fyrir smáþjóð sem okkur
íslendinga — samskipta er byggð
eru á grundvelli friðar og frelsis.
Oft hefur það verið sagt að lýð-
ræðisfyrirkomulagið sé veikasta
stjórnarfyrirkomulagið sem þekk-
ist. í þeim orðum er falinn nokkur
sannleikur. Fólk er búið hefur við
öryggi og gnægtir eftir lok heims-
styrjaldarinnar síðari, hefur til-
hneigingu til að taka lýðræðið sem
gefinn hlut, sem er alvarleg hugs-
anaskekkja og veikir innri stoðir
lýðræðisstjórnskipulagsins. Svo
lengi sem heimsvaldastefna al-
ræðishyggjunnar er við lýði,
stendur okkur ógn af henni — ógn
er snúist getur upp í martröð
stjórnmálalegra kúgana og
þvingana.
Endurreisn
þjódlífsins
En vandamál þarf að glíma við
víðar en í samskiptum austurs og
vestur; baráttunni milli alræðis og
lýðræðis. Okkur fslendingum varð
vel ágengt á síðasta ári hvað varð-
ar farsæla stjórnun þjóðarskút-
unnar. Verðbólgan hélt áfram að
stefna niður á við, eftir velheppn-
aðar efnahagsaðgerðir ríkis-
stjórnar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks. Ráðherrar
Sjálfstæðisflokks héldu áfram
uppbyggingarstarfi sínu eftir
óstjórn vinstri aflanna um langt
árabil. Samstarf Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks hefur fengið
meiru áorkað en margir hverjir
bjuggust við og afsannaði með
verkum sínum á síðasta ári allar
fyrri hrakspár um versnandi þjóð-
arhag og efnahagslegan glundroða
í kjölfar efnahagsaðgera ríkis-
stjórnarinnar. Þó verður enn að
stefna fram á við og styrkja enn
frekar framfarafrelsi einstaklinga
og fyrirtækja á ýmsum sviðum
þjóðlífsins.
Ánægjulegt er til þess að vita að
viðskiptaráðherra Sjálfstæðis-
flokksins skuli hafa beitt sér fyrir
verulega auknu frjálsræði í verð-
lagsmálum og gjaldeyrisverslun á
fyrstu starfsmánuðum ríkis-
stjórnarinnar. Má þó ganga enn
lengra í þeim efnum og auka
þannig samkeppni á ýmsum svið-
um, bæta verðskyn almennings og
lækka verð á vöru og þjónustu.
Undir forystu Sjálfstæðisflokks-
ins hafa auk þess orðið straum-
hvörf í iðnaðar- og orkumálum,
enda liggur mikið við að lands-
menn leiti nýrra vaxtarbrodda í
atvinnu- og orkumálum. Ferskir
vindar leika einnig um ráðuneyti
utanríkismála svo og mennta-
mála. Ný flugstöðvarbygging er
m.a. í smíðum af fullum krafti og
loks hillir undir að langþráðu tak-
marki meirihluta landsmanna sé
náð, þ.e. afnámi einkaréttar ríkis-
útvarpsins til útvarpssendinga og
samþykkt laga um frjálsan út-
varpsrekstur.
Stöndum á
varðbergi
Þó við íslendingar höfum lifað
árið 1984 án þess að upplifa þá
þjóðfélagsskipan sem Orwell lýsti
svo snilldarlega í bók sinni verð-
um við að vera þess minnug að slík
þjóðfélagsgerð er ekki langt und-
an, stöndum við ekki vörð um
okkar unga lýðveldi, frelsi þess og
sjálfstæði þjóðarinnar. Reynsla
fyrri ára sýnir, svo ekki verður um
villst, að ef við ætlum okkur að
byggja þetta land og stefna jafn-
framt fram á við, verðum við að
bera gæfu til þess að taka af alefli
þátt í varnarbandalagi vestrænna
lýðræðisríkja, Atlantshafsbanda-
laginu, og innanlands styrkja lýð-
ræðisvitund og frelsiskennd
landsmanna.
Verðugt nýársheit
þjóðarinnar
Við íslendingar höfum í fjörutíu
ára langri sögu lýðveldisins verið
svo lánsamir umfram margar aðr-
ar þjóðir, að hafa notið flestra
grundvallarlýðræðisréttinda
sannra lýðræðisríkja. En ganga
verður lengra. Að ári Orwells,
1984, afstöðnu og með þann boð-
skap er bók hans flutti okkur í
huga, ættum við að bera gæfu til
þess að ganga enn lengra í frjáls-
ræðisátt. Frelsi einstaklingsins,
grundvallareiningu þjóðfélagsins,
verður að efla og framfaraþrár,
þor og afl þjóðarinnar að aukast
ætlum við okkur að hreyfast úr
stað. Verðugt nýársheit þjóðar-
innar væri því að styrkja á kom-
andi ári þann frumrétt einstakl-
ingsins að hafa tækifæri til að
þroskast, eflast og vaxa í sam-
ræmi við hæfileika hans og getu í
frjálsu þjóðfélagi þannig að full-
um persónulegum árangri og
þroska væri náð, bæði í andlegum
og veraldlegum efnum til hags-
bóta landi og þjóð. Þjóðfélag hafta
og forræðis gerir það ekki — að-
eins það þjóðfélag þar sem ein-
staklingurinn, réttur hans og
frelsi situr í fyrirrúmi til heilla
allri þjóðarheildinni.
Nidurlag
Rík framfaraþrá, frelsi og þor
einstaklingsins verða að vera ein
af grundvallareiginleikum smá-
þjóðar sem okkar íslendinga, eigi
hún að bera gæfu til þess að vaxa
og dafna á ókomnum árum.
Fyrsta ráðherra íslands, fram-
kvæmdamanninum og stórskáld-
inu Hannesi Hafstein var þetta
ljóst öðrum fremur. Hann orti:
Tíðum eyðir allri samræmd
afls og þors: að hika sér.
Kvíðinn heftir hálfa framkvæmd.
Hálfur sigur þorið er.
Við verðum að stíga fram.
Kyrrstaðan leiðir til ósigurs.
Árni Sigurdsson er skiptinemi í
Bandaríkjunum.
Lík í lestinni
Moore, Moore og Healy — stór, minni, minnstur í Six Weeks.
Kvíkmyndir
Árni Þórarinsson
Tónabíó: Sex vikur — Six Weeks
☆'/2
Bandari.sk. Árgerð 1983. Handrit:
David Seltzer. Leikstjóri: Tony
Bill. Aðalhlutverk: Dudley Moore,
Mary Tyler Moore, Katherine
Healy.
Dudley Moore er frekar há-
vaxinn dvergur með góða hæfi-
leika til gamanleiks. Áf því leið-
ir að hann er upplagður til að
túlka litla menn í stórum vand-
ræðum. Ekki síst stafa þau
vandræði af konum, og þá helst
miklum og íturvöxnum konum í
kómískri ögrun við rindilinn
Moore. Eftir langt starf í ensk-
um grínisma og tónsmíðum,
oftast í samvinnu við Peter
Cook, varð Dudley Moore
heimsnafn fyrir leik sinn sem
kvenóður tónsmiður í myndinni
„10“, og það er enn hans besta
hlutverk, enda ansi nálægt
sjálfsparódíu. Síðan hefur hann
leikið tilbrigði við þetta stef í
flestum mynda sinna. Þær hafa
fæstar verið samboðnar hæfi-
leikum hans. Moore gæti nefni-
lega orðið verðugur arftaki Pet-
er heitins Sellers ef kómískt
tímaskyn hans og hlýlegt um-
komuleysi fengju viðfangsefni
við hæfi. Jólamynd Tónabíós er
því miður ekki slíkt viðfangs-
efni. '
Með hæfilegri illkvittni
mætti kalla Six Weeks „Arthur
lendir í Terms of Endearment/
Dudley Moore leikur frjálslynt
og fyndið þingmannsefni í Kali-
forníu. í miðri kosningabaráttu
hittir hann ansi sjarmerandi
tólf ára stúlku (Katherine
Healy) og forrika móður hennar
á miðjum aldri (Mary Tyler
Moore). Litla stúlkan fær
brennandi áhuga á baráttu
þingmannsefnisins og móðir
hennar fær áhuga á þing-
mannsefninu sjálfu. Og þing-
mannsefnið fellur fyrir þeim
báðum. Six Weeks hefur þann
dramatíska aflvaka að litla
stúlkan, sem þar fyrir utan er
efnileg ballettdansmær, er með
Sjúkdóminn og á um það bil sex
vikur ólifaðar.
Það er sama hvort myndin
heitir Love Story, Terms of
Endearment eða Six Weeks, —
dauðvona krabbameinssjúkling-
ur hefur aldrei dugað þeim í
Hollywood til annars en að
breyta bíósal í gjörgæsludeild,
þar sem ekkert er hægt að gera
nema bíða eftir hinum fyrir-
sjáanlegu endalokum. Auðvitað
er viðfangsefnið harmrænt og
til þess fallið að draga fram
innri mann og átök persónanna.
En ef ekki kemur til dýpri sál-
fræði en nemur amerískum
sápuóperum verða bíómyndir
um dauðvona fólk álíka sárs-
aukafull lífsreynsla og sund-
sprettur í kerfylli af glassúri.
Þannig er þetta efni, sem á
yfirborðinu virðist þakklátt, í
eðli sínu vanþakklátt og vand-
meðfarið. Six Weeks setur það
fram í formi rómantískrar
kómediu, þar sem ekkert virkar,
— hvorki rómantíkin né kómed-
ían, hvað þá hinn harmræni
grunntónn. Handritið gerir ekki
mikið meir en veita efninu ein-
hvers konar sjálfsafgreiðslu:
Litla stúlkan deyr (í neðanjarð-
arlest), þingmannsefnið snýr
heim til fjölskyldu sinnar og
vinnur kosningarnar og móðirin
fer burt frá öllu saman, til
Frakklands, hvað annað? Leik-
stjórinn Tony Bill, sem til
skamms tíma helgaði sig leik og
ætti trúlega að gera það áfram,
kýs myndinni svo lágar nótur
að þær heyrast varla. Sviðsetn-
ingar hans eru vandræðalegar,
hraðinn dauðyflislegur. Dudley
Moore er svo lítill og lág-
stemmdur í þessari mynd að
hann sést varla né heyrist.
Sama verður ekki sagt um tón-
list Moores sem hefur vel sykr-
aða sleikipinna fyrir nótur. Að-
eins Katherine Healy í hlut-
verki hinnar lífsglöðu en dauð-
vona stúlku leggur Six Weeks
til eitthvað annað en drama-
tískar nábjargir.
Mývatnssveit:
Norðurljósa-
skrautsýning
á nýársnótt
Mývatnssveit, 2. janúar.
HÉR var hið fegurasta veður um jól
og áramót. Síðasta dag irsins var
nánast logn og heiðskírt og frost um
10 stig. Svipað veður var fyrsta dag
nýbyrjaðs árs en frostlítið. Á nýárs-
nótt var stjörnubjartur himinn og
óvenju fögur norðurljósaskrautsýn-
ing.
Messað var í báðum kirkjum
sveitarinnar um jól og áramót og
var fjölmenni. Þá messaði sókn-
arpresturinn, séra Örn Friðriks-
son, einnig austur á Hólsfjöllum.
Jólatrésskemmtun fyrir börn var í
félagsheimilinu Skjólbrekku 27.
desember. Þar var einnig hin
hefðbundna jólaskemmtun ung-
mennafélagsins þann 28. desem-
ber. Á nýársnótt var dansleikur í
Hótel Reynihlíð. Brenna var á
íþróttavellinum við Krossmúla á
gamlárskvöld. Mikið var um
flugeldaskot og stjörnublys eins,
eins og áður segir, veður hið feg-
ursta.
Kristján.
Leiðrétting
í FRÉTI' í Morgunblaðinu fyrir ára-
mótin var sagt að Þóra Kristjáns-
dóttir væri forstöðumaður Kjarvals-
staða.
Þetta er ekki rétt, forstöðumað-'
urinn * er Alfreð Guðmundssoú.
Hlutaðefgendur eru beðnir afsök-'
unará*þessu. ' ' -