Morgunblaðið - 04.01.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985
15
Jón öttar er sennilega að reyna
að koma orðum að hinum almenna
mengunarvanda okkar daga.
Margir halda eins og hann, að
leysa megi þennan mikla vanda
með ríkisafskiptum einum. En
hvað veldur mengun, þegar grannt
er skoðað? Það er, að menn bera
ekki sjálfir fulla ábyrgð á verkum
sínum — mistök þeirra koma ekki
niður á þeim sjálfum, heldur öðr-
um. Með öðrum orðum stafar
mengun gjarnan af því, að eign-
arréttur hefur ekki verið skil-
greindur á því, sem mengað er, og
enginn er því til að gæta þess.
Þetta kann að þykja of almennt
til þess að vera fullnægjandi svar
við spurningu Jóns óttars. En slys
geta komið fyrir, hvort sem verk-
smiðja er í eign ríkis eða einstakl-
inga. Ekki verður við öllu séð. Á
hvað á maður a treysta, sem er
hræddur við mengun frá ríkis-
verksmiðju? Eftirlit ríkisins? Við-
tal við forstjórann? Sú spurning,
sem máli skiptir, er sú, við hvort
fyrirkomulagið verksmiðjustjórar
hafi meiri tilhneigingu til að gæta
öryggis. Og hafa þeir ekki meiri
tilhneigingu til þess, ef fyrirtæki
eru að fullu skaðabótaskyld?
Ég geri ráð fyrir, að allir skyn-
samir menn hljóti að komast að
þeirri niðurstöðu við nokkra um-
hugsun, að betri mengunarvarnir
felist í einkaeignarrétti á auðlind-
um og fullri skaðabótaskyldu
fyrirtækja (og einstaklinga) held-
ur en í afskiptum misviturra
valdsmanna.
Kíkisafskipti af vísinda-
legum rannsóknum
Að lokum segir Jón óttar: „Eða
manninn sem vill vinna að rán-
dýrum rannsóknum í þágu föður-
landsins áður en samkeppnisþjóð-
ir fá forskot, en fáir trúa honum.
Hvert á hann að snúa sér? Til Fé-
lags frjálshyggjumanna?"
Já, hvert á hann að snúá sér?
Jón Óttar telur, að hann eigi að
snúa sér til þeirra, sem hafi fjár-
veitingavaldið. Hann skilur það
ekki, að slíkir menn eru miklu
ólíklegri til djarflegra ákvarðana
en menn úti í atvinnulífinu. Það
kann að vera erfitt að sannfæra
atvinnurekendur um, að eitthvert
nýmæli sé hagkvæmt, en ég þori
að fullyrða, að það er miklu erfið-
ara að sannfæra stjórnmálamenn
um það. Stjórnmálamenn hugsa í
kjörtímabilum. Þeir veita fé til
þess, sem þeir halda að afli at-
kvæða, en síður til þess, sem kann
að skila arði fyrir þjóðarbúið, þeg-
ar til langs tíma er litið.
Ég er með þessari athugasemd
að reyna að vekja athygli á því, að
menn, sem eru á undan sinni sam-
tíð, eiga alls staðar í vandræðum
með að útvega sér fé. En þeir eiga
í miklu meiri vandræðum með að
útvega það frá skriffinnum og
stjórnmálamönnum (og þeim, sem
slíkir menn kveða til) heldur en
frá atvinnurekendum. Hér fer sem
endranær, að það, sem Jón Óttar
telur röksemd fyrir ríkisafskipt-
um, er í rauninni sterk röksemd
gegn þeim.
„LátiÖ þiö menninguna
í friöi“
Milton Friedmann reyndi að
benda Jóni Óttari á þrjú atriði,
þegar hann svaraði spurningu
hans á Sögufundinum forðum um
ríkisstyrki til lista og vísinda. Það
er í fyrsta lagi ekki sjálfgefið, að
þeir, sem hafa bestu hæfileikana
til þess að útvega sér styrki frá
ríkinu, hafi einnig bestu hæfileik-
ana til listsköpunar eða visinda-
legra rannsókna. Allir þeir, sem
hafa einhverja nasasjón af því,
hvernig slíkum styrkjum er út-
hlutað á íslandi, ættu að geta tek-
ið undir þetta.
Síðan er það, að rikisstyrkir til
Þú elur meðþér draum,
við getum latið hann rætast.
15. janúar dregur til tíðinda. Breytist þín von í veruleika?
HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS
milljón í hverjum mánuöi
lista og visinda auka sennilega
magn, en auka þeir gæði? Fleiri
gerast sennilega listamenn eða
vísindamenn við slíka styrki en
ella, en ég leyfi mér að efast um,
að þeir gerist betri listamenn eða
vísindamenn.
Þriðja atriðið skiptir mestu
máli: Ymis óháð félög, rekin með
gjafa- eða samskotafé, hljóta að
sinna listum og vísindum, þótt
ríkisstyrkir séu felldir niður (eins
og þau gera með glæsibrag í
Bandaríkjunum, en þar eru þessar
greinar þjóðlífsins í miklum
blóma). Og menn verða auðvitað
því fúsari til að láta fé af hendi
rakna til slíkra félaga sem ríkið
leggur sjálft minna af mörkum til
þeirra.
Friedman kemst því að sömu
niðurstöðu og ástsælt íslenskt
skáld, sem sagði á sínum tíma við
Vilmund landlækni eins og fleygt
er orðið: „Æ, blessaðir látið þið
menninguna í friði. Þá bjargar
hún sér sjálfT Friedman tekur
einnig undir með okkar gamla,
góða menningarfrömuði, Ragnari
í Smára, sem reit í bréfi til Björns
Th. Björnssonar árið 1955: „Ekk-
ert finnst mér hvimleiðara en sá
hugsunarháttur að allt verði að
bæta, endurbæta. Hin mesta viska
er fólgin í því að lofa einhverju að
vera í friði."
Markmið ólíkra
einstaklinga
Jóni Óttari sést einkum yfir
tvennt. í fyrsta lagi skilur hann
það ekki, að menn hafa ólík
markmið í lífinu og engum á að
leyfast að neyða sínum markmið-
um upp á aðra (svo framarlega
sem allir gæta laga og réttar).
Jóni Óttari á ekki að leyfast að
neyða sínum markmiðum upp á
mig, og mér á ekki að leyfast að
neyða mínum markmiðum upp á
hann.
Heimurinn er því miður fullur af
kappsmönnum eins og Jóni Óttari,
sem sjá ekkert nema sín eigin
markmið (þótt þeir saki aðra um
þrfngsýni!). Þeir eru sjálfir frið-
lausir og láta aðra ekki heldur í
friði. Þeir eru sannfærðir um, að
heimurinn farist, ef menn snæða
ekki hollan mat, sækja ekki sin-
fóniuhljómleika, eru ekki siles-
andi. Þeir hafa ekki hugmynd um,
að verkefnið hlýtur að dómi frjáls-
lyndra manna í stjórnmálum að
vera það eitt að reyna að samhæfa
keppni ólíkra einstaklinga að
markmiðum þeirra. Þessir kapps-
menn gera sér enga grein fyrir
því, að allt kostar sitt: ef þeir taka
fé frá öðrum til að sinna sínum
markmiðum, þá er það ekki lengur
handbært til að sinna markmið-
um.
1 öðru lagi skilur Jón Óttar það
ekki, að valið er ekki um gott og
illt. Það er um það að leggja vald
yfir fólki í hendur misviturra
manna eða leyfa fólki að leysa úr
málum með nauðungarlausri sam-
vinnu. Það er um ríkisafskipti eða
einstaklingsframtak. Síðarnefndi
kosturinn verður auðvitað aldrei
fullkominn, en hann er gjarnan
betri en hinn fyrrnefndi, því að
hann opnar fremur en lokar leið-
um til þróunar, vaxtar, nýmæla.
Og fyrrnefndi kosturinn felur allt-
af í sér mikla hættu.
Hlægilegar umræöur?
Jón Óttar hefur á vörunum ást-
arjátningar til allrar menningar,
en með höndunum seilist hann í
vasa skattgreiðenda og óvirðir
þannig val þeirra um hugmyndir,
vörur og þjónustu. 1 grein sinni
segir hann, að umræður okkar um
ríkisstyrki til lista og vísinda séu í
rauninni hlægilegar. En á meðan
Jón Óttar bryður heilsukexið sitt
og veltist um af hlátri, getum við
óbreyttir alþýðumenn ekki annað
en vikið smávegis við orðum
Shakespeares og sagt honum: „En
hlátur er ekki rök, herra minn!“
Hannes H. Gissunrson Inuk BA-
prón i sngnírædi og heimspeki og
cnnd. mng.-prófí í sngntræði fri
Háskóln Islnnds og stundnr nú
frnmhnldsnim í heimspeki. hag-
fræói og stjórnfræói rið Oxford-
hnskóln.