Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANtJAR 1985 „Heimili fyrir þá sem hvergi eiga höfði að hallau — segir Ásgeir Egg- ertsson sem hefur stofnað athvarf fyrir allslausa á Barónsstíg 13 ATHVARF fyrir all.slausa hefur nú verið opnað að Barónsstíg 13 í Reykjavík. Að athvarfi þessu stendur einn maður, Ásgeir Eggertsson, og hefur hann fest kaup á húsinu. Ásgeir sagði, aö hann hefði lengi hugsað sér að reyna að hjálpa þeim sem minna mega sín í hjóðfélaginu. „Þetta heimili á að vera fyrir þá sem hvergi eiga höfði sínu að halia,“ sagði hann. „Það eru marg- ir, sem lenda í óreglu og eiga erfitt með að rífa sig upp úr henni aftur vegna þess að allir snúa við þeim baki. Menn, sem leiðast út í afbrot eru oft meðhöndlaðir sem holds- veikir og þeir fá hvergi inni. Hingað getur þetta fólk komið og fengið matarbita og húsaskjól." Húsnæði það, er Ásgeir hefur þegar tekið í notkun er stór hæð og kjallari, en tvær hæðir til viðbótar bætast við í mars. Þá hefur hann um 400 mz til umráða. „Það var vissulega ekki auðvelt að láta þenn- an draum minn rætast, en með hjálp góðra manna tókst þetta. Þá má ekki heldur gleyma að minnast á konu mína, sem hefur stutt mig mikið," sagði hann. „Það vantar þó enn margt, t.d. þarf ég nauðsynlega að fá sturtuklefa hér á neðri hæð- ina, en allar lagnir eru tilbúnar. Svo vantar einnig rúm og sængur- föt. Starfsfólki get ég ekki greitt Morgun blaöiö/Bj arni. Ásgeir Eggertsson, sem stofnað hef- ur athvarf i Barónsstíg. laun, enda greiðir fólkið, sem hér dvelst, ekkert fyrir matarbita og náttsvefn. Það er auðvitað útilokað að reka húsiö án þess að fjármagn komi einhvers staðar að, en ég er bjartsýnn á að þau mál leysist. Sjálfur er ég orðinn einn af þeim allslausu við þessar framkvæmd- ir,“ sagði Ásgeir og brosti við. Þegar Ásgeir hefur tekið allt húsið í notkun segist hann ætla að hafa 12—14 einstaklingsherbergi á efri hæðunum, borðstofu og setu- stofu á neðstu hæöinni og eldunar- aðstöðu í kjallara. „Þetta hús er ætlað fyrir erfiðustu tilfellin, fólk- ið sem vísað er á milli stofnana án þess að fá lausn sinna mála. Ég vona að ég geti átt góða samvinnu við alla þá sem að svipuðum málum starfa. Ef það tekst er ég ekki í vafa um að þetta gengur upp,“ sagði Ásgeir að lokum. Húsnæði athvarfsins er þriggja hæða hús og gerir Ásgeir m.a. ráð fyrir að í þvf verði 12—14 einstaklingsherbergi. Nýr doktor í stærðfræði HINN 20. október síðastliðinn varði Kagnar Sigurðsson doktorsritgerð i stærðfræði við Lundarháskóla í Sví- þjóð. Ritgerðin ber heitið „Growth properties of analytic and pluris- ubharmonic functions of finite order“. Leiðbeinandi Ragnars við gerð ritgerðarinnar var prófessor Lars Hörmander í Lundi og and- mælandi við vörn hennar var pró- fessor ('hrister Kiselman í Uppsöl- um. Ragnar er fæddur 4. október 1954 og er sonur hjónanna Sigurð- ar Sigurjónssonar rafvirkjameist- ara og Guðbjargar Hjálmsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1974 og síðan B.Sc.-prófi í stærð- fræði frá Háskóla íslands 1977. Hann hóf framhaldsnám við Lundarháskólá haustiö 1978 og kenndi þar einnig við stærðfræði- deildina. Hann er nú sérfræðingur í stærðfræði á jarðhitadeild Orkustofnunar. Ragnar er kvæntur Sigríði J. Guðmundsdóttur og eiga þau eitt barn. Morgunblaiið/tllfar. Oskar Friðbjarnarson í Hnífsdal er fæddur í Sútarbúðum í Grunnuvík. Hann var óvanur hákarlsverkun allt þar til fyrir 6—7 árum að hann sneri sér að þeirri grein og hefur náð ótrúlegum árangri. Verkar hákarl allt árið ínfirAi, 24. janúar. f ÞORRABYRJUN leggja margir leið sína til Óskars Friðbjarnar- sonar og kaupa sér úrvalshákarl og lúðurikling. Oskar hefur á orði að sanngjarnt væri að hann sem einn stærsti framleiðandi kæsts hákarls í landinu ætti í raun að fá prósent- ur af öllum þeim ókjörum af brennivíni sem Albert og hans menn selja til að renna þessum ágæta mat niður. óskar hefur verkað harðfisk um 20 ára skeið, en fyrir 6—7 árum ofbauð honum að allur sá hákarl sem skuttogararnir við Djúp fengju væri kastað í sjóinn. Fór hann að leita sér upplýsinga hjá reyndum hákarlaverkendum um hvernig ætti að verka skepn- una, en komst að þeirri merki- legu niðurstöðu, að enginn vann hákarlinn á sama hátt. Óskar þreifaði sig áfram og hefur hon- um nú tekist að bæta framleiðsl- una, svo að hann getur nú unnið við hana að mestu allt árið, en sumarhiti og fluga vildu höggva stór skörð í afurðirnar áður. Vöruvöndun er hans vöru- merki, enda er það svo að sumir þeirra sem byrjuðu að skipta við hann fyrir tuttugu árum eru enn í viðskiptum og þótt hann augl- ýsi aldrei, þá hefur hann alltaf nóga kaupendur og sendir afurð- ir sínar um allt land. úif»r. NÝTT-NÝTT HEIMILIS- 0G RAFTÆKJADEILD hagstÆD GÓÐIR GREIÐSL USKILMÁLAR Afmælismót Skáksambandsins: Nunn kemur ekki ENSKI stórmeistarinn John Nunn hefur afþakkað boð Skáksambands íslands um að tefla á afmælismóti Skáksambands íslands í febrúar. Stjórn Skáksambandsins hyggst bjóða hollenska stórmeistaranum Van der Wiel til mótsins. Fimm er- lendir skákmenn hafa boðað komu sína á mótið — þar af fimm stór- meistarar, Yusupov frá Sovétríkjun- um, Boris Spassky frá Frakklandi, Vlastimil Hort frá Tékkóslóvakíu, Bent Larsen frá Danmörku. Þá teflir heimsmeistari unglinga, Curt Han- sen á mótinu. Norðmenn hafa tilkynnt að al- þjóðlegi meistarinn Knut Helmers muni verða aðstoðarmaður Simen Agdestein í einvíginu við Margeir Pétursson. Nokkurrar óánægju hefur gætt í Noregi með þá ákvörðun norska skáksambands- ins og Agdestein að samþykkja að einvígið við Margeir skuli háð í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.