Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 t Eiginmaöur minn, GARÐAR MAGNÚSSON, Faxabraut 11, Keflavík, lést i Borgarspitalanum aö morgni 25. janúar sl. Sigriöur Benediktsdóttir, börn og barnabörn. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, HELGI EGGERTSSON, Fagrabœ 16, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þríöjudaginn 29. janúar ki. 15.00. Jóhanna Jóhannesdóttir og börn. t Útför fööur okkar, ODDS KRISTJÁNS RÍKHAROSSONAR, Ási, Hverageröí, • fer fram frá Frikirkjunni i Reykjavik þriöjudaginn 29. janúarkl. 15.00. Súsanna Oddsdóttir, Anita Oddsdóttir, Gréta Oddsdóttir. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUDRUN BJÖRNSDÓTTIR frá Miklabæ, veröur jarösungin frá Hallgrimskirkju þriöjudaginn 29. janúar kl. 13.30. Björn Stefén Lárusson, Stefán Lárusson, Ólöf Jónsdóttir, Halldór Lárusson, Kolbrún Guómundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, MARGRÉT EINARSDÓTTIR, Njálsgötu 81, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. janúar kl. 13.30. Benedikt Guömundsson, Bergdis Ottósdóttir, Einar Guðmundsson, Erla Magnúsdóttir, Birgir Guðmundsson, María Gísladóttir og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaöir afi og langafi, EINAR HILMAR, Heiöarási 3, Reykjavik, áöur til heimilis aö Austurgötu 29, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju þriöjudaginn 29. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afbeöin en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á liknarstofnanir. Hugdis Einarsdóttir, Wellings Edward Wellings, Fjóla Einarsdóttir, Ólafur Helgi Árnason, Margrét Helgadóttir, Júlfus Þorbergs Olav Einar Líndtveit, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúöarkveöjur og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar og tengdafööur, BJÓRGVINS HELGA MAGNÚSSONAR, Sóla.Vallá, Kjalarnesi. Börn og tengdabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur, VALDÍSAR JÓNSDÓTTUR, Langholtsvegi 8. Jenný Jónsdóttir, Anton G. Axelsson, Kristin J. Jónsdóttir, Jens Hinriksson, Esther Jónsdóttir, Hiöðver Kristjánsson. Minning: Andrés Jakob Bjarnason fram- kvœmdastjóri Fæddur 23. desember 1916 Dáinn 19. janúar 1985 Á morgun, mánudaginn 28. janúar, kveðjum við hinstu kveðju kæran vin og samstarfsfélaga, Andrés Jakob Bjarnason, fram- kvæmdastjóra, sem andaðist á heimili sínu 19. janúar síðastlið- inn. Þótt Andrés hafi ekki gengiö heill til skógar síðastliðin tvö ár kom kallið fyrirvaralaust. Hann var að störfum í fyrirtækinu nokkrum tímum fyrir andlátið, fullur atorku, hvetjandi, úrræða- góður, trúr starfsfólki og fyrir- tæki. Eins og hann sagði oft: „Það er ekkert sem stendur í stað, ann- að hvort sækjum við frammá við, eða drögumst aftur úr.“ Andrés fæddist 23. desember 1916 á Bæ í Steingrímsfirði. Hann var sonur hjónanna Jónínu Óskar Guðmundsdóttur og Bjarna Andr- éssonar, bæði ættuð úr Stranda- sýslu. Þau eignuðust 8 börn, þrjú dóu í frumbernsku. Andrés var þeirra yngstur. Hin fjögur voru: Elst Guðmundína, fædd 1911, gift Katli Sigfússyni; Guðmundur, fæddur 1912, kvæntur Ingunni Gunnlaugsdóttur; Indriði, fæddur 1914, dáinn 1950, ókvæntur; Sig- ríður, fædd 1915, ógift. Þau sem á lífi eru búa í Reykjavík. Auk barna sinna ólu foreldrar Andrés- ar upp tvö börn, Kristján Hörð Hjartarson, búsettur á Seyðis- firði, og Kolbrúnu Gerði Sigurð- ardóttur, búsett í Reykjavík. Frá Bæ fluttu þau að Klúku í Bjarnarfirði og síðar að Drangs- nesi við Steingrímsfjörð. Árið 1925 urðu mikil þáttaskil í lífi fiöl- skyldunnar er hún flutti til Isa- fjarðar. Andrés stundaði nám í barna- og gagnfræðaskóla ísa- fjarðar og lauk þaðan gagnfræða- prófi með miklum ágætum. Hann var góðum gáfum gæddur, enda var hann mikið fyrir lestur bóka og minnugur með eindæmum alla tíð. Á þessum árum var lítið um atvinnu á ísafirði og stundaði hann því ýmis störf svo sem við vegavinnu, fiskvinnslu og það sem til féll. Sem ungur maður réðst hann að tilraunastöðinni Sámsstöðum í Fljótshlíð. Að því loknu settist hann i Bændaskóiann á Hvann- eyri og útskrifaðist sem búfræð- ingur árið 1936 með hæstu ein- kunn sem þá hafði verið gefin. Alla tíð var hann mikið fyrir garð- rækt og bar garðurinn við heimili hans, Hlégerði 27 í Kópavogi, svo og sumarbústaðurinn I Vatns- endalandi því glöggt vitni. Til Reykjavíkur flutti hann á stríðsárunum eins og margir gerðu, sem fæddir voru á fyrstu áratugum þessarar aldar. Árið 1942 hóf hann störf hjá Ritsíman- um, fyrst sem sendill, síðan varð- stjóri og árið 1947 var hann kom- inn með full réttindi, sem símrit- ari og loftskeytamaður. Kynni Andrésar og foreldra okkar hófust árið 1948 af hreinni tilviljun. Þau kynni áttu síðan eft- ir að verða mjög náin, áratuga löng vinátta og samstarf við upp- byggingu fyrirtækisins Ágúst Ármann heildverslun. Ótrúlegt er hvað tilviljun getur oft ráðið miklu í lífi fólks, nema æðri mátt- arvöld ráði ferðinni. Á þessum ár- um var ekki um auðugan garð að gresja í viðskiptum. Allur inn- flutningur var háður leyfum, höft voru mikil og skömmtun á flestum vörum. Eins og áður segir var Andrés í föstu starfi hjá Ritsím- anum. Samhliða því var hana I hlutastarfi við heildverslun for- eldra okkar um tveggja ára skeið. Þá tók hann þá örlagaríku ákvörðun að segja því lausu og gerast starfsmaður heildversl- unarinnar. Sú ákvörðun hans fól í sér áhættu og hann sýndi vissu- lega dirfsku, því að fyrirtækið var rekið af vanefnum og í þröngu húsnæði og auk þess var faðir okkar ekki heill heilsu. Upp frá þessu helgaði hann versluninni alla sína starfsorku, enda naut hann mikillar virðingar meðal verslunarmanna og oft leituðu samtök verslunarmanna til hans um hin margvíslegu málefni þeirra. Andrés og foreldrar okkar, Magnús og Margrét, unnu að okkar mati þrekvirki við rekstur heildverslunarinnar. Þar nutu hæfileikar þeirra allra sín mjög vel. í fyrirrúmi sat heiðarleiki, elja, áræðni, þrautseigja og síðast en ekki síst samheldni. Aldrei vit- um við til þess að ágreiningur hafi komið upp í samstarfi þeirra. Fyrirtækinu óx fiskur um hrygg og árið 1958 var rekstrinum breytt úr einkafyrirtæki í hlutafélag og gerðist þá Andrés meðeigandi. Hinn 31. desember 1955 var mikill gæfudagur í lífi Andrésar er hann kvæntist Laufeyju Jóns- dóttur ættaðri úr Grundarfirði, mikilli dugnaðarkonu. Laufey átti tvö börn frá fyrra hjónabandi. Þau eru Jónína Haraldsdóttir, gift Emil Ingólfssyni og eiga þau 3 börn, Guðrúnu, Laufey og Harald; Hjálmar Haraldsson, kvæntur Hönnu Hallfreðsdóttur og eiga þau einn son, Helga Þór. Andrés reyndist þeim hinn besti faðir, afi og langafi. Hjónaband Andrésar og Lauf- eyjar var mjög farsælt. Þau voru einstaklega samhent og byggðu upp fallegt og hlýlegt heimili sem stóð opið öllum sem hjálpar þurftu. Jónína, móðir Andrésar, var á heimili þeirra og önnuðust þau hana veika og blinda í mörg ár allt til dánardægurs. Andrés og Laufey höfðu mikið yndi af ferðalögum og ferðuðust mikið saman bæði innanlands og utan. Það dró ský fyrir sólu þegar Laufey veiktist árið 1978 og hófst þá erfið sjúkdómslega allt þar til hún lést hinn 27. mars 1979. Þegar við systkinin látum hug- ann reika aftur til æskuáranna minnumst við Andrésar ávallt sem eins úr fjölskyldunni okkar. Margs er að minnast og atvikin mörg, en efst í huga er þakklæti t Fósturfaöir okkar, ANDRÉSJAKOB BJARNASON, framkvæmdastjóri, Jórfabakka 32, sem andaöist á heimili sínu laugardaginn 19. janúar, veröur jarð- sunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. janúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd eöa Krabbameinsfélag íslands. Jónina Haraldsdóttir, Hjálmar Haraldsson. fyrir allar ánægjustundirnar, sem við höfum átt saman og þá hjálp sem hann var alltaf reiðubúinn að veita í námi og starfi. Mestar verða þó þakkirnar fyrir einlæga vináttu hans alla tíð. Það var þorskandi að vera í návist Andrés- ar. Hann réð okkur í vinnu sem börn og greiddi 2 krónur í viku- laun. Við urðum að standa okkur vel og vera samviskusöm. Ein- hverju sinni var verkið ekki unnið sem skyldi og var þá annað okkar rekið úr starfi. Brottreksturinn var þungbær. Ekki liðu þó margir dagar þar til hann bauð starfið að nýju. Þetta litla atvik kenndi okkur að bregðast ekki því trausti sem til okkar var borið. Alla tíð hefur Andrés verið hinn sterki og jákvæði bakhjarl okkar. Strax að við höfðum náð tvítugs- aldri vildi hann við kæmum fram fyrir hönd fyrirtækisins. Það vildi hann til að þroska okkur og herða. Það hefur verið mikil gæfa að fá að starfa við hlið hans, og besti skóli sem við höfum haft. Hjá Andrési sat manngildið ávallt í fyrirrúmi. Við vitum að allir starfsmenn fyrirtækisins frá upphafi minnast nú Andrésar sem hins góða, vinnusama og vel gefna félaga, sem alltaf var hin góða fyrirmynd. Nú, þegar hann er kominn til æðri heima þangað sem leiðir okkar allra liggja, þökkum við fyrir ljúf og góð kynni sem aldrei bar skugga á. Við þökkum fyrir einstaka velvild og umhyggju sem Andrés sýndi okkur og fjölskyld- um okkar alla tíð. Innilegar samúðarkveðjur send- um við fósturbörnum, barnabörn- um, systkinum og fjölskyldum þeirra. Góður og vamlaus drengur er genginn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Arndís og Ágúst M. Ármann. Á morgun kveðjum við afa okkar Andrés Jakob Bjarnason í hinsta sinn. Okkur barnabörnum hans langar til þess að minnast í orðum á alla þá hlýju og skilning sem hann átti til handa okkur. Alltaf var hann tilbúinn til að hlusta á það sem við höfðum að segja hversu mikið sem hann var upptekinn við vinnu sína eða önn- ur störf. Ekki er hægt að minnast alls þessa nema að hugsa til ömmu, Laufeyjar Jónsdóttur, en hún lést fyrir sex árum. Við barnabörnin vorum mikið á þeirra heimili og litum á það sem okkar annað skjól. Við minnumst þess að aldrei sagði afi styggðaryrði sama hvað við tókum okkur fyrir hend- ur og oft var gauragangurinn mik- ill. Það eina sem heyrðist var: „Þetta eru börn. Þau verða að hreyfa sig.“ Amma var honum kannski ekki alltaf sammála og leiddi okkur fyrir sjónir það sem var rétt og það sem var rangt. Góðan árangur í skóla mat afi mikils og máttum við sem börn eiga von á verðlaunum fyrir góðan árangur. Það var okkur mikil hvatning. Afi og amma ferðuðust mikið. Afi var fróður um sögu lands og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.