Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985
31
Við bjuggum til vinsældalista —
lögðum lista á borð á dansleikjum
og báðum gesti að skrifa niður eft-
irlætislög sín. Næsta sunnudag á
eftir spiluðum við svo þessi tíu lög
— svo Topp tíu hjá rás 2 er engin
nýjung, það er bara í öðru formi."
— Það var alltaf heilmikið til-
stand á dansleikjum í þá daga.
„Já, allskonar uppátæki.
Skemmtiatriði, danskeppnir,
hæfileikakeppnir, spurninga-
keppnir og fleira."
bræðrum. Tage var þá að hætta
með útgáfuna, en sagðist gjarnan
vilja kenna mér hvernig ætti að
gefa út plötu. Það gerði hann og
gekk allt ágætlega — platan seld-
ist mjög vel.“
Starði hugfanginn
á hljómsveitina
Svavar Gests fæddist og er upp-
alinn í Reykjavík. „Við vorum sex
systkinin og öll nema ég fæddust á
Hljómsveitarstjórinn Svavar Gests með hljómsveitinni, sem lék í útvarpsþáttunum vinsælu á árunum 1962 og ’63. Frá
vinstri: Gunnar Pálsson, Ragnar Bjarnason, Magnús Ingimarsson, Svavar Gests, Reynir Jónasson og Örn Armanns-
son.
Lionsmaðurinn Svavar Gests við gerð vatnstanks að Sólheimum í Grímsnesi
í félagi við annan Lionsfélaga og tvo vistmenn.
ára gamall hér í Reykjavík. Þessi
fyrsta útsending var náttúrlega
beint eins og alltaf var á þeim ár-
um og ég man að Magnús Bjarn-
freðsson var þulur. Eftir þáttinn
hringdi til útvarpsins kona, sem
vildi fá að tala við mig. „Þetta var
ágætt hjá þér góði,“ sagði hún, „en
þú bara talaðir helmingi of hratt.“
Og það finnst mér hafa loðað við
mig alla tíð — ég held að þetta sé
einhver taugaspenna ..."
— Ertu alltaf nervös fyrir þætti
eða skemmtanir?
„Já, alltaf pínulítið — og ég
vildi ekki hafa það neitt öðruvísi."
— Og síðan eru liðnir 500 þættir?
„Já, og 35 ár. Að því er varðar
starfsaldur er ég líklega elsti
lausráðni dagskrárgerðarmaður-
inn. Dagskrá útvarpsins er að
verulegu leyti unnin af þessu
lausráðna fólki, sem útvarpið
flokkar ekki undir starfsfólk sitt.
Laun eru reyndar viðunanleg en
orlof, lífeyrissjóður, að ekki sé nú
talað um eftirlaun, er ekki í því
dæmi. Þetta verður að leysa af
sanngirni, því ella helst útvarpinu
ekki á því unga fólki, sem hefur
byggt upp hina líflegu dagskrá á
rás 2 að ógleymdum öllum hinum.
Sunnudagskyöld
meö Svavari Gests
—Hvaða útvarpsþáttum fannst
þér sjálfum mest gaman að?
„Það voru þættirnir „Sunnu-
dagskvöld með Svavari Gests“ vet-
urna ’62 og ’63. Þá var hljómsveit-
in upp á sitt besta, það var mikil
og góð músík, mikið samið af grín-
og skemmtiþáttum, sem góðir
leikarar fluttu. Þa var mjög
skemmtilegur tími.“
— Svo hefurðu verið undanfarið
að flytja okkur úrval úr þessum þátt-
um og fleiri spurninga- og skemmti-
þáttum í útvarpi. Eitthvað hefur nú
þurft að liggja yfír því.
„Já, blessaður vertu, ég var í allt
sumar að vinna þetta. Það fóru
12—14 vinnuvikur í að hlusta á
hundruð þátta. Svo hef ég verið í
8—10 tíma að setja saman hvern
50 mínútna þátt. Sá fimmtándi og
síðasti verður fluttur 17. febrúar."
— Koma fleiri þættir um sögu ís-
lenskrar dægurtónlistar í framhaldi
af þeim, sem þú varst með fyrir 2—3
árum?
„Ég hef verið að hvíla mig á því
á milli, svo ég verði ekki leiður á
efninu. Ég held nefnilega að það
sé þannig, að um leið og maður
verður þreyttur, þá heyra útvarps-
hlustendur það. Alveg um leið.
Núna er ég á fullu á rás 2, byrjaði
Jazzgeggjarinn Svavar Gests kynntur fyrir Louis Armstrong í hófí, sem James Penfíeld, þáverandi sendiherra
Bandaríkjanna hér, hélt itl heiðurs meistaranum, þegar hann lék hér 1965.
þar sl. vor að gera þætti um ís-
lenska dægurtónlist, ekki þó bein-
línis söguna, og svo hef ég verið
með kvöldþætti á rás 2 frá miðjum
desember, þar sem spiluð er er-
lend tónlist. Þegar þáttunum á rás
1 verður lokið hafa þeir beðið um
nýja þætti um íslenska dægurtón-
list. Ég er að bræða það með mér
því útvarpsvinnan er mitt aðal-
starf í bili. Plötuútgáfan hefur
dregist mikið saman."
Stöðnun í dægurtónlist
— Þú ert þó ekki hættur að gefa
út?
„Nei, nei. Ég mun gefa út eitt-
hvað af plötum eins og fyrr og fer
svo aftur af stað af fullum krafti
þegar ástandið lagast og plötusala
tekur við sér.“
— Ertu viss um að hún geri það?
„Nei, raunar tel ég alveg óvíst
að plötur fari að seljast aftur eins
og áður var. Þegar þrjátíu þúsund
manns eru að horfa á myndbönd
og önnur fimmtán þúsund eru á
skíðum eru færri eftir til að hlusta
á plötur. Enda hefur dægurtón-
listin staðnað. Það vantar þann
ferskleika, sem Hljómar færðu
með sér á sínum tíma og Bubbi
Morthens síðar. Hann var jafnvel
enn meiri sprengja en Hljómar.
En það skiptir ekki síður máli í
sambandi við plötusöluna, að nú
eru náttúrlega miklu meira fram-
boð af músík — rás 2, aukin dæg-
urtónlist á rás 1 og svo framveg-
is.“
- Annaðhvort að
spila eða ekki
— Hlustarðu sjálfur mikið á
rokk?
„Það get ég ekki sagt en ég
þekki þessa tónlist mjög vel. Þú
mátt ekki gleyma því, að þegar
Hljómsveit Svavars Gests byrjaði
í Sjálfstæðishúsinu 1957 var spil-
að mikið rokk. Þá var þessi tónlist
að ryðja sér til rúms hérlendis.
— Það eru að verða 20 ár síðan
þú hættir að spila — hvers vegna
voru kjuðarnir lagðir á hilluna?
„Æ, ég var búinn að gefa út
nokkrar plötur og sýndist, 1965
þegar ég lagði niður hljómsveit-
ina, að útgáfa gæti hentað mér
vel. Þá var annaðhvort að sinna
því af einhverri alúð eða halda
áfram að spila. Hvort tveggja gat
það ekki orðið, fannst mér. Ann-
ars var nú undarlegt hvernig það
vildi til að ég gaf út fyrstu plöt-
una, Fjórtán fóstbræður. Ég hafði
fengið þá hugmynd að setja saman
svona lítinn sönghóp til að syngja
í útvarpsþáttum, einskonar stæl-
ing á Mitch Miller — og þá vildi
svo til, að Magnús Ingimarsson,
sem var píanóleikari í hljómsveit-
inni, þekkti til í karlakórnum
Fóstbræðrum. Fjórtán fóstbræður
urðu mjög vinsælir í útvarpinu svo
ég fór til Tage Ammendrup, sem
þá rak hljómplötuútgáfu íslenskra
tóna, og vildi fá hann til að gefa út
nokkur lög með Fjórtán fóst-
Snæfellsnesi. Þá fluttist fjölskyld-
an til Reykjavíkur en leystist upp
fljótlega eftir að ég fæddist. Þá
veiktist móðir mín og við systkin-
in fórum hvert í sína áttina. Ég
kynntist þeim ekki fyrr en ég var
kominn á fullorðinsár. Sú harð-
duglega stjórnmálakona, Vilborg
Harðardóttir, er bróðurdóttir mín
— hvar sem hún er nú annars í
pólitík."
Hann segist hafa átt mjög
ánægjulega æsku og alltaf liðið vel
á heimili fósturforeldra sinna. „Ég
þekkti ekki aðra foreldra. Þau
voru gott fólk og kostuðu mig til
náms eins og sinn eigin son.“
— Tónlistarnámið í Juilliard í
New York já. Þetta nám ykkar KK
er eitthvert frægasta nám í saman-
lagðri tónlistarsögu íslands. Hvernig
stendur á því?
„Ég veit það varla. Þetta hefur
borið á góma í ýmsum samtölum
og frásögnum af hljómsveitum á
þessum tíma. Það var svo sem
ekkert sérstaklega merkilegt og í
þessum skóla höfðu áður verið Is-
lendingar við nám. Að minnsta
kosti tveir. Ég var latur að drösl-
ast hér á milli skóla áður en þetta
var — hafði alltaf verið mjög
áhugasamur fyrir músík. Ég man
að ef ég komst á skemmtanir eða
dansleiki, til dæmis jólaböll sem
barn, þá stóð ég og starði hug-
fanginn á hljómsveitina allt
kvöldið. Það fannst mér alveg
stórfenglegt."
— Svo er 500. þátturinn þinn í
útvarpinu í dag. Minnistu tímamót-
anna?
„Nei, reyndar ekki, því ég setti
þessa fimmtán þætti með gömlu
útvarpsefni saman sl. sumar og
haust og skilaði þeim af mér í
byrjun nóvember. Tilviljun ræður
því, að í þessum þætti koma Vest-
mannaeyjar talsvert við sögu. Það
er skemmtileg tilviljun, því Vest-
mannaeyingar eru eitthvert
traustasta fólk, sem ég hef
kynnst."
— Aður en við hættum Svavar:
Það fer af þér það orð að þú hafír
bíssnessvit. Hvað heldurðu um það
sjálfur?
„Bíssnessvit? Nei, það held ég
ekki. Það má segja að ég hafi
þvælst út í viðskipti. Ég gaf út
fyrstu plötuna með Fjórtán
fóstbræðrum af illri nauðsyn.
Plötuútgáfan átti aldrei að verða
nema þessi eina plata en þær eru
orðnar tæplega 300 á þessum tutt-
ugu árum. Við eigum eftir að sjá
hvað þær verða margar á næstu
tuttugu árum.“