Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985
7
Um okkur
Þrír peyjar sem umsjónarmaður þáttarins rakst á, á ferð sinni um Kulu-
suk á Graenlandi.
Fjallað um Grænland
og rætt við innfædda
■ Jón Gústafsson er
00 umsjónarmaður ungl-
— ingaþáttarins Um
okkur sem er á dagskrá útvarps í
kvöld kl. 20.
Að þessu sinni fjallar þáttur-
inn um Grænland, sem liggur
ekki svo fjarri Islandi, en er þó
mörgum íslendingum afar fram-
andi.
Jón Gústafsson skrapp í dags-
ferð til Grænlands sl. haust í
boði Flugleiða og spjallaði við
heimafólk í þorpinu Kap Dan á
eyjunni Kulusuk, um lífið og til-
veruna. Við fáum að heyra af-
rakstur ferðarinnar í kvöld og
ræðir Jón við tvær grænlenskar
stúlkur um námstilhögun í
Grænlandi, og möguleika fyrir
ungt fólk á framhaldsnámi og
starfi að loknu námi.
Þá ræðir Jón við Baldur Sig-
urðsson, fararstjóra Flugleiða á
Grænlandi, en hann mun vænt-
anlega vera fróður orðinn um
lífshætti þar nyrða. Loks verður
spjallað við krakka í Þelamerk-
urskóla sem er heimavistarskóli
skammt fyrir utan Akureyri. Þá
verða hinir hefðbundnu dag-
skrárliðir, framhaldssagan,
lesendabréfin lesin og spurning
þáttarins lögð fyrir hlustendur.
Fjárhagsáætlun Stykkishólms-
hrepps ’85 lögð fram og samþykkt
Stjkkisbólmi, 22. janiutr.
Fjárhagsáætlun Stykkishólms-
hrepps var samþykkt á fundi hrepps-
nefndar Stykkishólms sem haldinn
var í gær.
Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs er
rúmar 70 milljónir, þar eru tekjur
hæstar af útsvari, 24,5 millj., að-
stöðugjald 5 millj., fasteignaskatt-
ur 4,5 millj. Helstu útgjöld:
fræðslumál, um 8 millj., æsku-
lýðsmál 2,5 millj., götur, holræsi
o.s.frv. rúmar 13 millj. Til skóla-
byggingar 20 millj., stjórnar sveit-
ar rúmar 5 millj., almannatrygg-
ingar og félagshjálp 4 millj. Fjár-
nagsáætlun vatnsveitu er upp á
2,8 millj., hafnarsjóður 4 millj.
Þá veitir hreppurinn í lista- og
menningarsjóð 240 þús. kr. á þessu
ári. Til brunavarna o.fl. 450 þús.
kr. Stjórn sveitarfélagsins hefir
verið traust og örugg undanfarin
ár og miklar framkvæmdir hafa
verið í bænum, fólkinu til hags-
bóta. Nú heyrast ekki almennar
raddir um of há útsvör, enda veit
fólkið að öllu er varið því til góða
og bænum til vegsauka.
Árni.
Keflavík:
Góð veiðiferð
hjá Búrfellinu
Vojrum, 25. janúar.
SAMKVÆMT upplýsingum sem
Mbl. fékk á hafnarvaktinni í
Keflavík hefur afli netabáta verið
lélegur það sem af er árinu, en afli
línubáta verið skárri. Það er þó
ein undantekning hjá netabátum
því að á miðvikudagskvöldið land-
aði Búrfell 73 tonnum af ufsa, en
það er langmesti afli sem landað
hefur verið úr einni veiðiferð í
Keflavík í ár.
E.G.
^ ovi iciu
á einstöku vetði
í tengslum við ferð hestaáhugamanna til Essen getum við nú boðið vikudvöl í Amsterdam 5.-12. mars
á afar hagstæðu verði, eða aðeins kr. 14.250. Gisting á fyrsta flokks hóteli í 7 nætur innifalin.
Equitana ’85
Þessi sýning í Essen í Þýskalandi er ein hin stærsta í heiminum á hestum og varningi tengdum
hestum. Ótrúlegur fjöldi glæsilegra hesta af fjölda kynstofna og mikið úrval af öllu sem tengist t.d.
hirðingu hesta og fóðrun, reiðtygjum, fatnaði og fleiru og fleiru. Gist í Essen í 4 nætur, í Amsterdam
í 3 nætur. Fararstjóri: Hjalti Jón Sveinsson. Verð aðeins kr. 16.600!
Heigarferðir til Amsterdam — verð frá 13.050
Við bendum tónlistaráhugamönnum sérstaklega á mikinn fjölda tónleika í Hollandi um þessar mundir,
t.d. Leonard Cohen 11/2, Nick Kershaw 19/2, Phil Collins 27/2 og Joan Armatrading 29/2.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727