Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 33 Plergmi Utgefandi nftbifeft hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdasijóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 25 kr. eintakiö. Enn deilt um olíuverð Enn einu sinni er tekist á um ákvörðun á olíuverði. Þeir sem deila eru olíufélögin og út- gerðarmenn. Kristján Ragn- arsson, formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, hefur bent á, að olía hafi aðeins hækkað um 4 aura í innkaupum frá því verð var síðast ákveðið 24. nóvember 1984. Engu að síð- ur fari olíufélögin fram á 16 til 20% verðhækkun. Þessa kröfu styðja olíufélögin með ósk um hærri álagningu og að neikvæð staða svonefnds innkaupajöfn- unarreiknings verði leiðrétt. Kristján Ragnarsson segir, að af þessum sökum sjái hann ekki ástæðu til þess að olíuverð hækki um einn einasta eyri. Beiðni um hækkun á olíu er nú til afgreiðslu hjá ríkisstjórn og verðlagsyfirvöldum. Stein- grímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, sagði í Morgunblaðs- viðtali að á fundi um málið hefðu ráðherrar sýnt afstöðu útgerðarmanna verulegan skilning en haft uppi verulegar athugasemdir við kröfur olíufé- laganna. Matthías Á. Mathie- sen, viðskiptaráðherra og þar með yfirmaður verðlagsmála, minnti á það í Morgunblaðsvið- tali, að hann hefði lagt fram frumvarp á þingi sem miðaði að því að stuðla að samkeppni milli olíufélaganna með því að hag- kvæmni í dreifingu innan lands gæti komið viðskiptavinum þeirra til góða. Verðmyndunarkerfi olíu hér á landi er ótrúlega flókið. Inn- kaupakerfið er rígbundið í gamlar viðjar, þar sem viðleitni til að þóknast stærsta seljand- anum, Sovétmönnum, sýnist ráða meiru en umhyggja fyrir neytendum hér á landi. Raunar sýnir það, hve vanþróað og úrelt sölukerfið á olíu er, að viðskiptaráðherra skuli þurfa að beita sér fyrir breytingum á lögum til að olíufélögunum sé fært að gefa viðskiptavinum magnafslátt. Morgunblaðið hefur ítrekað vakið máls á því undanfarin misseri, að olíusalan þarfnist gagngerra umbóta. Viðbrögð forráðamanna olíufélaganna hafa verið misjöfn. Þeir sem jafnan bregðast verst við hug- myndum um breytingar eru olíufurstar SÍS, Vilhjálmur Jónsson, forstjóri ESSO, og fé- lagar. Raunar þarf það ekki að koma neinum á óvart, að full- trúar SÍS-hringsins vilji ríg- halda í það kerfi sem gert hefur hringnum kleift að hreiðra um sig í skjóli söluhátta sem í raun lögvernda einokun vissra aðila á mikilvægum framleiðslu- og neysluvörum. Reynslan frá Reykjavíkur- borg hefur sýnt, svo að dæmi sé tekið, að frá því ríkisvaldið og verðlagsyfirvöld hættu afskipt- um af gjaldskrám hitaveitu og rafmagnsveitu, svo að ekki sé minnst á strætisvagnanna, hafa náðst bærileg tök á hækkunum og fjárhagsstaða fyrirtækjanna batnað. Ekki er vafi á því að hið sama á við um olíufélögin, sem dreifa orku eins og hitaveitur og rafmagnsveitur, þeim mun meira frelsi sem þau fá því betri þjónustu geta þau veitt á hag- kvæmu verði. Morgunblaðið skorar á alla þá sem þetta mál varðar að láta hendur standa fram úr ermum og leysa innflutning á olíu og sölu innan lands úr úreltum haftaviðjum. Ratsjár og öryggi Norðmenn hafa komið sér upp traustu eftirlitskerfi með ratsjám og öðrum tækni- búnaði í nágrenni við mesta víghreiður veraldar, sovésku herstöðvarnar á Kola-skaga. Þegar sovéskri stýriflaug var, líklega af slysni, skotið inn yfir Noreg um jólin leiddi þetta eft- irlitskerfi til þess, að Norðmenn létu ótta og hræðslu aldrei ná tökum á sér. Arne Olav Brundtland, norsk- ur sérfræðingur í afvopnunar- og öryggismálum, sem ritar fastar greinar um þau efni í Morgunblaðið sagði í grein sinni á fimmtudaginn, þegar hann fjallaði um sovésku stýri- flaugina og viðbrögð Norð- manna: „Þessi staðreynd sýnir ljóslega að varnarkerfi Norð- manna er nauðsynlegt og er starfrækt í þágu friðar og ör- yggis. Þeir sem telja að friður- inn verði best tryggður með því að rífa þessi varnarmannvirki til grunna eru á villigötum staddir." Röksemdir Arne Olavs Brundtland hitta beint í mark í umræðum um nýjar ratsjár- stöðvar hér á landi. Með öllu er rangt að líta á þær sem ögrun við nokkra þjóð. Þær koma á hinn bóginn öllum til góða með því að skapa stöðugleika og ör- yggiskennd. Skorti þetta tvennt eykst spenna og þar með hætta á átökum. REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 26. janúar Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, hóf síðara kjörtímabil sitt form- lega um síðustu helgi. Á þeim fjórum árum sem hann hefur gegnt forsetaembættinu hef- ur orðið veruleg breyting innan og utan Bandaríkjanna fyrir tilstuðlan stjórnar hans. 1 kosningabaráttunni við Jimmy Carter 1980 lagði Reagan áherslu á það að Sovétmönnum þyrfti að sýna fulla hörku. Bandaríkjamenn ættu ekki að hika við að nota efnahagslegan þrótt sinn í þágu varnarmála. Þeir mættu ekki líða Sovétmönnum forskot í víg- búnaði. Reagan hefur hiklaust stefnt að þessu markmiði og reynslan hefur sýnt að í leiðinni hefur honum tekist að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðum við Sovétmenn. Þeir hafa áttað sig á því, að aðeins með því að semja geti þeir haft áhrif á þróun mála, en ekki með því að reyna að komast bakdyramegin að stjórnvöldum í lýðræðisríkjunum. Versti óvinur friðahreyfinganna í lýð- ræðisríkjunum hefur verið, hve auðvelt er að benda á tengsl á milli stefnu þeirra og markmiða Sovétmanna, þ.e.a.s. að varnir Vesturlanda séu hættulegri heimsfriðnum heldur en víg- búnaður kommúnistaríkjanna. í Bandaríkjunum hefur Ronald Reag- an tekist að snúa vörn 1 sókn í efna- hagsmálum. Á síðasta ári var þar meiri hagvöxtur en nokkru sinni undanfarna þrjá áratugi. Forsetinn hefur lagt höf- uðkapp á, að einkaaðilar fjárfestu sem mest þeir mættu í atvinnulífinu. I því skyni lækkaði hann skatta og tók jafn- framt þá áhættu að halli yrði á fjárlög- um ríkisins. Þessi halli hefur orðið mjög mikill. Við upphaf síðara kjörtímabils Reagans telja margir hann veikasta pólitíska blettinn á stjórn hans. Á næstu dögum leggur Reagan fjár- lagafrumvarp sitt fyrir Bandaríkjaþing. Hann hefur sagt, að markmið sitt sé, að útgjöld ríkisins í heild aukist ekki á ár- inu 1986 miðað við árið í ár. Jafnframt hefur forsetinn lýst því yfir, að hann muni ekki breyta um grundvallarstefnu í fjármálum ríkisins og að skattahækk- anir myndu ekki skila þeim árangri sem talsmenn þeirra vænta. Besta leiðin til þess að auka tekjur ríkisins sé að styrkja og efla efnahagslífið 1 heild en ekki hækka skattana eina og sér. Talið er, að við umræðurnar um fjár- lagafrumvarpið á næstu vikum komi í ljós, að ýmsir þingmenn úr flokki Reag- ans, Repúblikanaflokknum, sætti sig ekki við stefnu forsetans í fjármálum ríkisins. Þeir leggi fram sitt eigið fjár- lagafrumvarp. Þarna er komið að því, sem ýmsir spá, að spilli árangri stjórnar Reagans síðara kjörtímabilið: Áð innan flokks hans hefjist nú þegar baráttan um forsetaembættið, sem lýkur í kosn- ingum 1988. Ýmsir flokksbræður forset- ans vilji slá keilur á hans kostnað og ganga með grasið í skónum á eftir þeim sem nöldra eða lýsa óánægju með verk forsetans. Við þekkjum slíka iðju úr stjórnmálabaráttunni hér á landi og vit- um, hve leiðinleg áhrif hún setur á stjórnmálalífið og hve mjög hún getur spillt fyrir framgangi stefnumála. Afstada Kampelmans Hér með þessu Reykjavíkurbréfi fylg- ir einföld skýringarmynd, sem upphaf- lega birtist í bandaríska vikuritinu U.S. News and World Report. Hún sýnir um hvað er tekist í afvopnunarviðræðum Bandaríkjamanna og Sovétmanna, sem hefjast bráðlega í samræmi við niður- stöðuna á fundi þeirra George Shultz og Andrei Gromyko í Genf 7. og 8. janúar sl. Sovétmenn völdu þann kost þegar þeir sáu, að þeim var ekki lengur stætt á því að neita öllum viðræðum um af- vopnunarmál, að beina athygiinni mest að geimvopnunum svokölluðu eða varn- arkerfum í himingeimnum. Ronald Reagan vill, að Bandaríkjamenn verji 26 milljörðum dollara til rannsókna á þessu sviði á næstu árum. Hann hefur sagt, að slíkt varnarkerfi kunni að gera kjarnorkuvopn óþörf, þegar fram líði stundir. Forsetinn hefur skipað Max Kampelman forvígismann Bandaríkja- stjórnar í þessum viðræðum með varn- arkerfið í himingeimnum sem sérsvið. Max Kampelman kom hingað til lands í september 1983 og flutti ræðu á vegum Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. Þar lýsti hann niðurstöð- um Madrid-ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu en hann var formað- ur bandarísku sendinefndarinnar á henni. Nú þegar Kampelman hefur ver- ið skipaður í sitt nýja, ábyrgðarmikla starf er fróðlegt að rifja upp sjónarmið, sem hann lét í ljós um það, hvernig ganga ætti fram í samningum við Sov- étríkin. í viðtali við Morgunblaðið sem birtist 2. október 1983 sagði hann m.a.: „í Genf sitja fulltrúar Bandaríkja- stjórnar á fundum með Sovétmönnum og ræða við þá um afvopnunarmál og það er ekkert mikilvægara en að ræða um hættuna á kjarnorkustyrjöld og hvernig afstýra megi henni. En hvernig verður það best gert? Ég bendi á þrjú grundvallaratriði sem hafa verður í huga: I fyrsta lagi er nauðsynlegt að Vest- urlönd standi saman og séu einhuga. Enginn vafi er á því, að Sovétmenn vilja reka fleyg á milli aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins. Sovétmenn reyna að telja mönnum trú um, að Sovétríkin standi andspænis Bandaríkjamönnum en hins vegar megi finna meðalveg þar á milli og hann eigi að fara. Ég ætla að skýra það sem fyrir þeim vakir með dæmi: í friðsælt bæjarhverfi, þar sem íbúarnir hafa búið án löggæslu, flyst uppvöðslusamur óaldarlýður. Nágrann- arnir vilja bregðast hart við og stöðva yfirganginn. Þá koma aðrir, sem vilja, að reynt sé að ná sáttum og finna mála- miðlun, sem að lokum leiðir til þess að friðnum er varanlega spillt. Samið hef- ur verið um undanslátt, sem í raun byggist á því, að bæjarhverfið er ekki lengur friðsælt. í öðru lagi verður Sovétmönnum að vera ljóst, að þeir geti ekki vænst þess að Vesturlönd dragi svo úr viðbúnaði sínum, hvorki hernaðarlega né efna- hagslega, að þeir standist sovésku hern- aðarvélinni ekki snúning. Með öðrum orðum verða Vesturlönd að vera þannig í stakk búin, að þau fæli Sovétmenn frá því að gera árás. í þriðja lagi er ekki nóg að halda af- tur af Sovétmönnum á hernaðarsviðinu. Það þarf einnig að knýja þá til að skera niður herafla sinn og einkum kjarn- orkuheraflann. Bandaríkjastjórn hefur einmitt lagt fram tillögur um niður- skurð heraflans, og þær eru nú til um- ræðu í Genf.“ Þessi orð eiga jafnt við nú og þegar þau voru mælt. Allur heimurinn á eftir að fylgjast með því, hvernig Kampel- man og mönnum hans tekst með þessi markmið að leiðarljósi að ná fram þeim yfirlýstu markmiðum Bandaríkja- stjórnar, sem skýrð eru í stuttu máli á skýringarmyndunum sem hér fylgja. Alþjóðastjórn Á sl. vori gengust Samtök um vest- ræna samvinnu og Varðberg fyrir ráð- stefnu í tilefni af því, að þá voru 35 ár liðin frá stofnun Atlantshafsbandalags- ins. Á ráðstefnunni fluttu stjórnmála- menn og sérfróðir menn um varnar- og öryggismál erindi. Þau hafa nú verið gefin út í tímaritinu Viðhorf, sem félög- in sem ráðstefnuna héldu gefa út. Þar er að finna erindi er Guðmundur Magnús- son, blaðamaður á Morgunblaðinu, flutti um friðarhreyfingar fyrr og nú og sagði hann m.a.: „Hugmyndir friðarhreyfinganna um afvopnun eru mjög á reiki. Slagorðin „Bannið bombuna!" og „Útrýmið kjarn- orkuvopnum" sjást í öllum friðargöng- um, en bakvið þau er að jafnaði lítil hugsun og oft hrein vanþekking. Kjarn- orkuvopn eru sannarlega einhver ógeð- felldasta uppfinning mannkynsins, en með því að þekking á framleiðslu þeirra er til staðar og hún verður ekki afmáð, losnum við ekki við þau í eitt skipti fyrir öll. Jafnvel þótt kjarnorkuveldi nútím- ans afvopnuðust og eyddu öllum vopna- birgðum sínum með einhverjum hætti er ekki tryggt, að saga vopnanna sé öll eða dregið hafi úr hættunni, sem þau skapa. Hugsum okkur, hvernig væri að búa í heimi, þar sem brjálæðingur eins og Khaddafy í Líbýu hefði einn yfir kjarnorkuvopnum að ráða. Ef hindra á smíði kjarnorkuvopna að afvopnun lokinni, þurfum við alþjóða- stjórn, og þessu hafa margir friðar- sinnar gert sér grein fyrir og beinlínis lagt til, að þjóðríki verði aflögð og heimsríki stofnuð. Hugmyndin kann einhverjum að þykja heillandi, þótt ekki sé ég í þeim hópi, en gáum að því, að alþjóðastjórn, sem falið hefur verið að koma í veg fyrir ofbeldi, ófrið og vopna- smíði í vopnlausum heimi, getur á skammri stundu breyst í alræðisstjórn og er raunar mjög líkleg til þess.“ Um leið og tekið er undir þessa skoð- un Guðmundar Magnússonar er athygli á henni vakin vegna þess að nú liggur fyrir, að nokkrir íslenskir þingmenn undir forystu ólafs R. Grímssonar, varaþingmanns Alþýðubandalagsins, hafa gerst aðilar að þingmannasamtök- um um heimsskipulag, sem hafa það lokamarkmið með starfsemi sinni að mynda alþjóðastjórn í þágu friðar. Þingmennirnir hampa þessu lokamark- miði að visu ekki heldur leggja áherslu á friðarvilja sinn og þörfina fyrir aðstoð við vanþróuð ríki. Æskilegt hefði verið, að þingmennirnir hefðu sjálfir haft frumkvæði að því að kynna samtök þau, sem hér er um að ræða, og gera mönn- um glögga grein fyrir hugmynda- fræðinni, sem að baki þeim búa. Morg- unblaðið leitaðist við að gera þetta þriðjudaginn 15. janúar sl. Er þess að vænta að umræðurnar um hina nýju heimsstjórnarleið setji svip á umræður um utanríkis- og öryggismál á Alþingi íslendinga á næstunni, þegar félagar í þingmannasamtökum um heimsskipu- lag gera grein fyrir raunverulegu loka- marki sínu. Kaupsýsluíslenska Baldur Jónsson, formaður íslenskrar málnefndar, kvaddi sér hljóðs hér í blaðinu á þriðjudag og gerði grein fyrir afskiptum málnefndar af orðskrípinu „bóling“, sem Morgunblaðið hefur vakið athygli á að undanförnu. Þar lætur formaðurinn að því liggja, að það hafi alla tíð vakað fyrir þeim, sem eru að reisa hina nýju keiluhöll í Öskjuhlíð í Reykjavík, að nota þetta orðskrípi yfir starfsemi sína. Morgunblaðið hefur hvatt þessa menn til að sýna af sér þann manndóm að þurrka „bóling" út úr ís- lensku máli tafarlaust. Fyrirsögn á grein sinni notaði Baldur Jónsson orðið kaupsýsluíslenska án þess að skýra það nánar. Líklegt er, að með því vilji Baldur Jónsson vekja lesendur til umhugsunar um þá áráttu hjá mörg- um er kaupsýslu stunda, að nota erlend orð eða orðskrípi væntanlega starfsemi sinni til framdráttar. Þetta er einkenni- leg árátta, sem oftar en einu sinni hefur verið til umræðu á opinberum vettvangi bæði i fjölmiðlum og á hinu háa Alþingi. „Sovétmenn eru reiðubúnir að gera það sem að þeim snýr. Eg læt aðeins þá von í ljós, að sama megi segja um Bandaríkja- menn.“ Andrei A. Gromyko utanríkisróöherra Sovétríkjanna „Báðir aðilar eru sam- mála um nauðsyn þess að fækka kjarnorku- vopnum verulega og síðan afmá þau.“ George P. Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna „Ég vona að fundir ráðherranna i Genf séu aðeins fyrsta skref- ið í viðræðum milli Bandaríkjamanna og Sovétmanna.“ Ronald Reagan Bandaríkjaforseti (Teikning eftir Michael Ng New York Timea.) Ólafur Oddsson, íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík, gerði þetta sérkennilega málfar að umræðuefni í grein, sem birtist í Morgunblaðinu 9. september sl. Þar sagði meðal annars: „Ef menn ganga um helstu verslun- argötur hér í borg blasa hvarvetna við nöfn á íslenskum verslunum, veitinga- stöðum eða atvinnustarfsemi, sem eru beinlínis erlend, að hluta til eða jafnvel að öllu leyti. (Hér er ekki átt við smekklegar upplýsingar til erlendra ferðamanna, og ekki má rugla þessu saman við vörumerki.) Ég hef talað við allmarga menn er undrast þá fyrirlitn- ingu sem þjóðtungunni er hér sýnd. Segjast þeir sumir kjósa að eiga ekki viðskipti við þá, sem þannig komi fram. En líklega eru ekki allir þessarar skoðunar og víst er að á liðnum tímum hafa viðhorf manna til varðveislu tung- unnar og viðnáms gegn erlendum mál- áhrifum verið með ýmsum hætti. Fyrir rúmum tveimur öldum vildi skólamaður nokkur að íslendingar legðu niður móð- urmál sitt og tækju upp danska tungu. Um svipað leyti var lagt til að Reykja- vík, höfuðstaður landsins, yrði „heiðr- uð“ með nafninu Christiansvig. Þessar tillögur náðu sem betur fer ekki fram að ganga, en hin erlendu máláhrif voru þá og reyndar lengi síðar afar sterk ... “ Bandaríkin Sovétríkin Viöræður risaveldanna snúast að verulegu leyti um langdræg kjarnorkuvopn sem þau beina hvort gegn öðru úr mörg þúsund kílómetra fjarlægð. Langdræg burðartæki Kjarnorkusprengjur 1.396 1.037 u 592 A ÍL USA SOVÉT ■ USA SOVÉT KJARNORKU- ELDFLAUGAR Á LANDI KJARNORKU- ELDFLAUGARf KAFBÁTUM LANGDR/EGAR SPRENGJU- VÉLAR 5.800 KJARNA- HLEÐSLURí LANDFLAUGUM 5.540 340 KJARNA- HLEDSLUR í KAFBÁTA- FLAUGUM USA SOVÉT SPRENGJUR í FLUG- VÉLUM Atlantshafsbandalagið gegn Varsjárbandalaginu Risaveldin raBÖa einnig um Evrópueldflaugarnar. Þær eru baaöi til í löndum Varsjárbandalagsins og Atlantshafs- bandalagsins. Sovétmenn ráöa yfir öllum kjarnorkuvopnum austan járntjalds en Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar aö vestanveröu. Evrópuflaugar (Þ m.t. breskar og franskar) 255 602 NATO VARSJÁR- BANDALAGID Kjarnahleöslur í Evrópu- flaugum II 481 A ~- __
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.