Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 „Hlaupa ekki milli landshluta eftir fiskvinnu" „I>etta er fyrst og fremst vandamál hérna á SuA-vesturhorninu, sérstak- lega á Suðurnesjum og engar horfur á að úr rætist,“ sagði Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verkamannasambands íslands, er blm. Mbl. hafði sam- band við hann í tilefni frétta um mikið atvinnuleysi fiskverkafólks á síðustu vikum. „Þar sem búið er að selja at- vinnutækin, a.m.k. þrjá togara, burt úr byggðalögunum, eru horf- urnar ekki bjartar á Suðurnesj- um,“ sagði Þórir. Hann sagði ástandið skárra í öðrum landshlutum. „En þó að eitthvað sé um það að auglýst sé eftir fólki annars staöar á landinu hefur það enga þýðingu þar sem atvinnuleysið er. Aðaluppistaðan í þessu vinnuafli eru kvenfólk og húsmæður hlaupa ekki milli landshluta eftir vinnu í fiski. Það fer að verða hefð að þetta fólk sé atvinnulaust seinni partinn í desember og fyrri hlutann af janúar og kemur til af því, að lagaákvæðin um uppsagnarfrest fiskverkafólks eru afskaplega óhaldkvæm," sagði Þórir. „Það er hægt að setja þetta fólk í launa- laust frí, nánast fyrirvaralaust, ef skortur er á hráefni. Uppsagnar- fresturinn er því álíka jafn mikils virði og pappírinn, sem hann er skráður á.“ ÁKLÆÐI OG GÓLFMOTTUR í FLESTAR GERÐIR BIFREIÐA Áklæðin eru hlý og teygjanleg. Fjölbreytt litaúrval. Motturnar fást í rauðum, bláum, brúnum og gráum litum. Kynnið ykkur verð og gæði. Einar Hálfdánsson á Heiðrúnu Lv. og Guðbjartur Bjarnason fyrsti vél- stjóri. Guðbjartur er með reykköfunartækin sem hann notaði við slökkvi- starfið. Sjómenn þurfa að fara á brunaæfingu a.m.k. einu sinni á ári Segir Guðbjartur Bjarnason Heiðrúnu EINS OG komið hefur fram í fréttum kom eldur upp í skuttogaranum Heiðrúnu frá Bolungarvík þann 15. janúar sl. er skipið var að veiðum í Víkurál. Guðbjartur Bjarnason fyrsti vélstjóri fór með reykköfunartæki niður í vélarrúm og tókst að slökkva eldinn. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Guðbjart og Einar Hálfdánsson skipstjóra á Heið- rúnu og bað þá að lýsa því sem gerðist. Guðbjartur sagði að þegar eldsins varð vart í skorsteins- húsi hefði þegar verið hafist handa við að fjarlægja logsuðu- tæki, sem voru í námunda við eldinn. Því næst var reynt að ráða niðurlögum eldsins með handslökkvitækjum, en það dugði ekki til. „Þegar hér var komið höfðu skipverjar reynt að hjálpa til við slökkvistarfið, en orðið frá að hverfa vegna þess að mikill hiti var og reykur,“ sagði Guðbjartur. „Ég greip þá til reykköfunartækis og fór fyrst á milliþilfar með brunaslöngu og reyndi að slökkva eldinn þaðan. En ég réð ekki við eldinn vegna þess að mikill hiti og gufa komu á móti mér. Ég brá þá á það ráð að fara niður í vélarrúmið og sprauta upp með pústgreinun- um, undir eldinn. Þannig tókst að slökkva eldinn eftir u.þ.b. þrjú korter. Reykurinn var gíf- urlegur þarna niðri og var farið að loga í balakæliklefa sem er tréklæddur og var hinum megin við þilið. Fljótlega tókst að slökkva eldinn þar. Það mátti ekki miklu muna því loftið í reykköfunartækinu var búið. Það þarf ekki að spyrja að því hvað hefði gerst ef eldurinn hefði komist í veiðarfæra- geymslurnar." Fyrir tæpu ári fór skipshöfnin á Heiðrúnu á æfingu í reykköf- un, sem slökkviliðin í Bolungar- vík og á ísafirði héldu fyrir skipsáhafnir. Guðbjartur var spurður hvort það hafi ekki komið að góðum notum í slökkvi- starfinu. „Jú, það hefur skipt sköpum. Eins hef ég æft sjálfur meðferð reykköfunartækisins. En ég tel að tveir menn þyrftu að geta notað reykköfunartæki og helst þyrfti að hafa talsamband á milli. Þegar ég var kominn niður í vélarrúmið var svo mikill reyk- ur að það var erfitt að athafna sig. Þeir vissu ekkert um mig hinir skipverjarnir og þar sem ekki var annað tæki um borð gátu þeir ekki fylgst með mér. Einnig þarf að hafa auka súrefn- iskúta, því eins og kom fram áð- an var allt loft búið um það leyti sem slökkvistarfi lauk. Eftir þessa reynslu er ég sannfærður um að allir sjómenn þurfa að fara á brunaæfingu a.m.k. einu sinni á ári. Gott væri ef ákveð- inn væri viss staður fyrir hvern mann. Þá vissi hver og einn hvernig bregðast ætti við ef eld- ur kæmi upp. Best væri að tvö tæki væru um borð og þrír til fjórir menn væru þjálfaðir í notkun þeirra." Einar Hálfdánsson skipstjóri var ekki með þegar kviknaði í skipinu. Hann var sammála Guðbjarti að mikla áherslu þurfi að leggja á að sjómenn fái verk- lega þjálfun í notkun reykköfun- artækja og annars öryggisbún- aðar. „Það er mjög mikilvægt að menn kunni að fara með þessi tæki. Þá eru þeir öruggir og vita hvað þeir eiga að gera. Guð- bjartur notaði t.d. lítið súrefni og varð það til þess að honum tókst að slökkva eldinn. Það er mjög misjafnt hvað menn þurfa mikið súrefni og það er Ijóst að því óöruggari sem þeir eru, því meira þurfa þeir að nota af því.“ Hannes Hafstein fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags Islands sagði að umrædd bruna- æfing hafi verið haldin fyrir tæpu ári samkvæmt beiðni frá skipstjóra- og sjómannafélaginu á staðnum. „Við leggjum ákaf- lega mikla áherslu á svona verk- legar æfingar," sagði Hannes. „Eftir þetta slys um borð í Heið- rúnu sjáum við hvað þær eru þýðingarmiklar. Nú hefur er- indreki Slysavarnafélagsins í samstarfi við ýmis önnur félög hafið kynningarferð um allt land til þess að benda á hvað slíkar æfingar geta haft mikið að segja. Lögð er áhersla á að sjó- menn leiti til slökkviliðsmanna á hverjum stað og fái þá til að að- stoða sig við að halda námskeið og verklegar æfingar. Við höfum átt mjög gott samstarf við Land- samband slökkviliðsmanna um að hefja áróðursherferð um auknar eldvarnir um borð í skip- um.“ Opið í dag frá kl. 13.30-18.00. 2ja herb. Bústaöahverfi Glæsileg 70 tm íb. meö sérinng. á jaröhæö. Mikiö endurnýjuö. Verö 1500 þús. Grettisgata Nýstandsett en ósamþykkt 65 fm í risi. Þribýlis-timburhús. Verö ca. 1,1 millj. Vesturbær - Hafn. Tvær ágætar íb. í parhúsi á rólegum staö, ca. 2X65 tm. Verö 1200 og 1400 þús. Langholtsvegur Hrísmóar, Garöabæ, nokkrar glæsilegar 4ra-6 herb. íbúöir sem Hverfisgata 50 fm 2ja-3ja herb. íb. á 1. hæö i bakhúsi. Verö ca. 1100 þús. Asparfell 55 fm íbúð í góöu ástandi. Bílskúr. Verð 1500-1550 þús. Fossvogur 40 fm einstakl.íb. Verö 950 þús. Bergstaöastræti 48 fm einstakl.íb. á 1. hæö. íbúöin er nýstandsett. Verö ca. 1100 þús. Lokastígur 2ja herb. risíb. Verö 1200-1250 þús. Grettisgata Stór 2ja herb. ib. á 1. hæö. Verö 1,4 millj. Ásbraut 75 fm íbúö í góöu ástandi. Gott útsýni. Mögul. á 2 svefnherb. Verð 1,5 millj. Selvogsgata 65 fm sérhaaö i timburhúsi meö nýlegum gluggum og nýrri raflögn. Verö 1350-1400 þús. Mosfellssveit Lítið einbýlishús ca. 40 fm meö stórri lóö og byggingarrétti. Verö rúmlega millj. 3ja herb. Hraunbær 90 fm ib. á 2. hæö í góöu ástandi. Skipti á stærri ibúö i Hraunbæ æskil. Verð 1750 þús. Grettisgata 80 fm 3ja herb. íb. á 2. hæö. Verö 1550-1600 þús. Útb. 500-600 þús. Kópavogsbraut 4ra herb. íbúö á 1. hæö meö 36 fm bilskúr. Verö 2,1 millj. Álfhólsvegur 3ja herb. íbúð á 1. hæö. Verö 1700 þús. Hraunbær Tvær 3ja herb. íbúöir á jaröhæö og 2. hæö. Verð 1700-1800 þús. Grænakinn Hf. 3ja-4ra herb. góö risíb., sérinng. Verð 1600 þús. 4ra herb. Skaftahlíö 4ra herb. 90 fm á jaröhæð meö sérinng., sérhita. Verö 1800 þús. Blöndubakki 4ra herb. íbúð á 2. hæö, 112 fm, þvottaherb. á hæöinni. Verð ca. 2,1 millj. Langholtsvegur 4ra-5 herb. ibúö á 1. hæö, 120 fm aukaherb. i kjallara. Makaskipti æskileg á minni eign. Verö ca. 2,1 millj. Markarflöt 120 fm á jarðhæö, sérinng. og sór- hiti. Laus fljótlega. Verö ca. 2,5 millj. Æsufell 4ra herb. 100 fm íbúð á 3. hæö. Verð 1900 þús. Nýbýlavegur - tilb. undir tréverk Höfum fengiö í sölu tvær 4ra-5 herb. íbúöir sem afh. á næstunni. Hvor ibúö er ca. 115 fm meö stórum svölum og miklu útsýni þaöan, en þakgaröi til suöurs. Sérinng. í hvora íbúö. Verö ca. 2-2,2 millj. Herjólfsgata Hf. Ágæt efri hæö, 95 fm, ásamt góöu geymslurisi og 30 fm bílskúr. Verð ca. 2,3 millj. Makaskipti á ódýrari eign möguleg. Vesturbraut Hf. Skemmtilegt parhús á tveimur hæöum, mikiö endurnýjaö. Alls 120 fm. Verð 2,1m illj. Engihjalli 4ra herb. 110 fm íbúö á 2. hæö í góðu standi. Verð 1950 þús.-2 millj. Stærri eignir Breiðvangur Stórglæsileg neöri sérhæö, 150 fm + 85 fm í kj. Bílskúr. Makaskipti æskil. á rúmg. blokkaríb. Langholtsvegur Litiö einbýlishús, 75 fm að grunnfleti meö tveimur íb. sem seljast saman eöa sitt í hvoru lagi. Bílsk.réttur og garöskúr. Verð rúml. millj. Breiövangur Hf. 5 herb. íbúö á 4. hæö meö suö- vestursvölum. Verö ca. 2 millj. Ásbúðartröð Hf. 170 fm sérhæö með fjórum svefn- herb. og möguleika fyrir einstaklingsibúö á jaröhæö, 30 fm bilskúr. Verö rúmar 3 millj. Kársnesbraut Kóp. Einbýtishús á tveimur hæöum, alls um 150 fm ásamt rúmlega 50 fm bílskúr. Verö ca. 3,3 millj. Vesturbær Sænskt einbýlishús aö grunnfleti ca 80 fm meö íbúö i kjallara (samgang- ur milli hæöa), bílskúrsréttur, mjög rólegt hverfi. Verö ca. 3,3 millj. Furugrund 130 fm á 1. hæö. Ibúöin er i góöu ásigkomulagi. Mikil sameign, þ.á m. gufubaö. Verö 2,6 millj. Grafarvogur Parhús, 117X2. Hsbö og ris. Risið er meö skemmtilegum kvistum. Selst fullbúiö aöutan en tilb. undir tréverk og málningu aö innan. Verð 3,5-3,6 millj. Raðhús í Laugarneshverfi 180 fm huseign. Unnt aö hfa 2ja herb. íbúö á jaröhæö. Makaskipti æskileg á minni eign meö bílskúr. Uppl. á skrifstofunni. Auglýsingastofa í fullum rekstri meö bestu fáanlegu tækjum til sölu eöa leigusölu. 100 fm leiguhúsnæði getur fylgt samningum á besta staö í bænum. Uppl. aöeins gefnar á skrifstofunni. Tilbúið undir tréverk Hrísmóar Garöabæ, nokkrar glæsilegar 4ra-6 herb. íbúöir sem afh. i sumar eða eftir samkomulagi, bilskúr fylgir hverri ibúð. Verö ca. 2,1-2,8 millj. í byggingu Höfum 2ja herb. (búðir á jaröhæð viö Rauðás. Verö 1100-1250 þús. Útb. ca. 50%. FASTEIGNASALA Skólavöröustíg 18. 2. h. Pétur Gunnlaugsson lögfr. Halldór Kristján sölustjóri. m 028511 nm ^lóla^chdiLit/ts((C^\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.