Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 57 Það var óðaverðbólgan 1971— 1983, svo dæmi sé tekið, sem gerði útflutning íslenzkrar búvöru nán- ast feimnismál (með tilheyrandi vexti útflutningsbóta úr sameig- inlegum sjóði landsmanna). Með- an tilkostnaðar- og verðþróun var hliðstæð hér og í samkeppnislönd- um okkar horfðu mál öðru vísi við. Innlend verðbólga setti í raun út- flutningi búvöru stólinn fyrir dyrnar. Það er saga til næsta bæj- ar að Framsóknarflokkurinn átti, einn flokka, sæti í ríkisstjórn öll þessi verðbólguár. Enginn sanngjarn maður neitar því að ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar náði árangri, sem fá- ir trúðu fyrir, einkum í verðhjöðn- un. Verðbólga, sem sigldi hraðbyri upp annað hundraðið í ársbyrjun 1983, var komin niður í um 15% upp úr miðju ári 1984. Fyrirtæki, sem vóru að lognast út af, tóku nýjan fjörkipp. Atvinnuleysi var nánast ekkert hér á landi á sama tíma og það var og er víða helzta þjóðarbölið. Neikvæða hliðin var að kaupmáttur launa lækkaði, máske ívið meir en nam rýrnun þjóðartekna, en ýmsir kostnaðar- liðir heimila, sem áður höfðu hækkað stanzlaust dag frá degi stóðu nú nær í stað mánuðum jafnvel misserum saman. LEITIN AÐ SÖKUDÓLGI Á SÍÐASTA ársfjórðungi 1984 hallaðist þjóðarskútan á ný, er verðbólgan tók fjörkipp i kjölfar kjarasamninga og gengislækkun- ar. Ríkisstjórnin á ekki alla sök þar á. Hún hefði þó getað gripið fyrr og betur inn í gang mála. Mis- tæk „kjarabarátta", háð af meira kappi en forsjá, setti fyrst og fremst strik í reikninginn, þó fleira hafi komið til. Niðurstaðan var allra tap, engra ávinningur. Ogþó. „Ávinningurinn" var stjórnar- andstöðunnar, einkum Álþýðu- bandalagsins. Almenningur borg- ar brúsan dýrum dómi, enda geng- ur hann þvert á heildarhagsmuni, ef grannt er gáð. Þessi „ávinning- ur“ felst í því að skekkja þann árangur, sem stjórnin og þjóðin hafði náð bæði í verðhjöðnun og meiri stöðugleika í atvinnu- og efnahagslífi, sem og setja fleyg í stjórnarsamstarfið. „Það er vinsæl íþrótt að finna sökudólginn," segir forsætisráð- herra í áramótaávarpi. „Hans mun ég ekki leita," hnýtir hann við. Engu að síður er NT, málgagn forsætisráðherra og Framsóknar- flokks, barmafullt af árásum á samstarfsflokkinn, dag eftir dag, og jafnvel forsætisráðherrann gaukar að fjölmiðlum sitt lítið af hverju sömu ættar. Mál er að linni og trúnaður stjórnarliða verði fastknýttur til nokkurrar framtíð- ar. Ef ekki situr stjórnin sjálfri sér og umbjóðendum, það er al- menningi, til óþurftar. Forsætisráðherra segir að „rfk- isstjórnin muni ekki hlaupa frá borði, þótt skipið hallist." Þetta var í eina tíð orðað svo: „Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.“ Það lið verður verður vart sótt til NT, sem fer nú fram úr Þjóðviljanum í atlögu að ríkis- stjórn Steingríms Hermannsson- ar, þótt notuð sé Albaníu/Kfna- aðferð, þ.e. að skamma „sökudólg- inn“ í nafni annars aðila. HIN BREIÐA SAMSTAÐA FORSÆTISRÁÐHERRA segir berum orðum í nýársboðskap sín- um til þjóðarinnar að „í endurnýj- uðum stjórnarsáttmála muni stjórnarflokkarnir leggja ríka áherzlu á að hraða endurskoðun stjómkerfisins og koma fram þeim breytingum sem henta nýju framfaraskeiði.“ í annan stað segir hann að „stjórnarflokkarnir verði að sam- einast um markvissa stefnu, þar sem vandamálin eru viðurkennd og á þeim tekið. Án slíkra aðgerða megi vænta nýrrar kollsteypu á næsta ári (innskot: það er í ár) með enn alvarlegri afleiðingum fyrir íslenzku þjóðina." Hefur þessi sameining tekizt? Þvi svara fyrstu dagar eða vikur þingsins, sem kemur saman á morgun. f þriðja lagi segir forsætisráð- herra, að ríkisvaldinu beri „skylda til að treysta þann grundvöll, sem heilbrigðu atvinnulífi er nauðsyn- legur. Því mun áherzla lögð á að beina sem mestu fjármagni til at- vinnuveganna, bæta tengsl menntunar við atvinnulífið, auka rannsóknir og tilraunir, ekki sízt til nýsköpunar, og gera öll afskipti stjórnvalda og fjárhagsfyrir- greiðslna markvissari." Fjórða meginatriði í nýjárs- boðskap ráðherra hljóðar svo: „Samstarf kostar að sýna sann- girni og víkja öfgum á bug. Það er vissulega list út af fyrir sig að deila. En það er fegri og vanda- meiri list að semja... við höfum gott af að temja okkur þá list um skeið, dálítið meira en við höfum gert“. (Þetta síðasta mætti gjarn- an koma feitletrað í forsíðuramma hjá NT, tileinkað nýjum stjórn- málaskriffinnum þar). Orð eru eitt, efndir annað. Von- andi ganga framangreind orð for- sætisráðherra eftir í störfum Al- þingis næstu daga og vikur. Það er of mikið í húfi fyrir þjóðarheild- ina til þess að fljóta nú sofandi að feigðarósi í atvinnu- og efnahagsl- ífi okkar. Að öðrum kosti, ef ríkis- stjórnin nær ekki saman um nauð- synleg viðbrögð og aðgerðir, verð- ur þetta þing upphafið að enda- lokum hennar. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórn- arflokkunum, en ábyrgðin er engu að síður stjórnarandstöðunnar. Síðast en ekki sizt er hún Alþing- is, sem nú sezt undir smásjá al- menningsálitsins. Þingmenn vóru ekki kjörnir til þess eins að skammast í ræðustól. Þeir eiga að leysa verkefni sín — vandamálin sem steðja að samfélaginu og ærin eru. Vertíð þingmanna hefst á morg- un. Þá ýta þeir úr vör. Vonandi ná þeir heilir í höfn — færandi ein- drægni og árangur til umbjóðenda sinna. ráðlegglngasími sparitjáreigenda [f) BÚNAÐARBANKINN . \A/ TRAUSTUR BANKI SINFONIUHLJOMSVEIT ISLANDS Kammertónleikar í Bústaðakirkju fimmtudaginn 31. janúar 1985 kl. g 20.30. Efnisskrá: G.F. Hándel: Concerto Grosso. Hafliði Hallgrímsson: Poem. J.S. Bach: Fiðlukonsert í A-moll. F. Mendelssohn: Sinfónía nr. 9. Einleikari og stjórnandi: Jaime Laredo. Aðgöngumiöar við innganginn. Sinfóníuhljómsveit Ísiands. .............—[ninnniii ■ ..... Gestir Litlu hryllingsbúðarinnar f tilefni sýningar Litlu hryllingsbúðarinnar hefur Arnarhóll ákveðið að bjóða uppá stórkostlegan matseðil fyrir eða eftir sýningu. MATSEÐILL Grafinn regnbogasilungur með sinnepssósu Lambabuff með sítrónukryddi og einiberjasósu Karamelluterta með ferskum kiwiávexti Kr. 895.- Bjóðuni matargestum uppá hryllingskokkteil í hiéi á Arnarhóli. Borðapantanir í síma 18833. Metsölubhð á hverjum degi! Góð kaup Medisterpylsa nýlöguð kr. kg. 130,00 Paprikupylsa aðeins kr. kg. 130,90 Óðalspylsa kr. kg. 130,00 Kjötbúðingur kr. kg. 130,00 Kindakæfa kr. kg. 155,00 Kindabjúgu kr. kg. 153,00 Kindahakk kr. kg. 127,00 10 kg. nautahakk kr. kg. 175,00 Hangiálegg kr. kg. 498,00 Malakoff álegg kr. kg. 250,00 Spægipylsa í sneiðum kr. kg. 320,00 Spaagipylsa í bitum kr. kg. 290,00 Skinka álegg kr. kg. 590,00 London lamb álegg kr. kg. 550,00 Bacon sneiðar kr. kg. 135,00 Bacon stykki kr. kg. 125,00 Þessí verö eru langt undir hetldsöluverðí. Gerió gód kaup. fgr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.