Morgunblaðið - 07.02.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 07.02.1985, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 19 spurt og svaraÓ I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI SKATTAMÁL Hér fara á eftir spurningar, sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svaraö um skattamál, og svörin við þeim. Þjónusta þessi er í því fólgin aö lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 10100, milli klukkan 10 og 12 virka daga og borið upp spurningar sínar um skattamál. Mbl. leitar síðan svara hjá starfsmönnum embættis ríkisskattstjóra og birtast þau í þessum þætti að nokkrum dögum liðpum. Greiðslur til dagmæðra ekki frádráttarbærar Ingólfur Arnar Ármannsson, Baidursgötu 12, spyr: 1. Hversu háar eru barnabæt- ur með einu barni þegar þrennt er í heimili? 2. Eru greiðslur fyrir barna- gæzlu á einkaheimili (hjá dag- mömmu) á engan hátt frádrátt- arbærar frá skatti? 3. Eru tekjur dagmæðra skattfrjálsar? 4. Er hagstæðara fyrir sam- búðarfólk sem hvort tveggja vinnur úti, með eitt barn í heim- ili, að telja fram sitt í hvoru lagi eða saman? Svar: 1. Með hverju barni innan 16 ára á tekjuárinu (þ.e. á árinu 1984) eru greiddar barnabætur. Með fyrsta barni (einu barni) nema barnabæturnar 7.500 kr. ef barnið er 7 ára eða eldra, en 15.000 kr. ef barnið er yngra en 7 ára í lok tekjuárs. Fjárhæð barnabóta skiptist milli fram- færenda (hjóna, sambýlisfólks). 2. Nei. 3. Nei. 4. Það getur verið hagstæðara fyrir karl og konu, sem búa sam- an í óvígðri sambúð og uppfylla skilyrði laganna um samsköttun, að telja fram og vera skattlögð sem hjón ef annað þeirra er með það lágan tekjuskattsstofn að reiknaður tekjuskattur verður lægri en persónuafsláttur og um er að ræða óráðstafaðan per- sónuafslátt eftir að hluti hans hefur gengið til greiðslu á eign- arskatti og útsvari. Við sam- sköttun millifærist óráðstafaður persónuafsláttur til hins makans og dregst frá reiknuðum skatti hans. Enn fremur nýtur tekju- hærri sambýlisaðilinn hækkun- ar í 1. skattþrepi hafi tekjulægri aðilinn lægri tekjuskattsstofn en 200.000 kr., sbr. svar í Morgun- blaðinu 5. feb. sl. Einnig getur það verið hag- stæðara að telja fram saman þar sem eignarskattsstofni er skipt jafnt milli aðila og nýtist þá hvoru um sig lágmark eignar- skattsálagningar. Hins vegar fellur niður við samsköttun heimild til að nota lágmarksfrá- drátt sem er 35.000 kr. í stað 10% frádráttar. Um meðferð lána fyrrum bónda Óskar Stefánsson, Hamraborg 30, spyr: 1. Má flytja lán, sem verið hefur á landbúnaðarframtali, og telja það fram á skattskýrslu og er það frádráttarbært? Er hér um að ræða bónda, sem fékk lán frá stofnlánadeild, en er hættur búskap og tók lánið með sér og er enn að greiða af því. 2. Hvernig færast tekjur barna af innleggi á framtal sem tekjur hjóna, ef um slíkt er að ræða? 3. Hvar á að færa inn á fram- talið greiðslur, sem ennþá eru að berast frá kaupfélagi? 4. Er skylt að telja fram inn- stæður barna í bönkum? Svar 1. Þar sem fyrirspyrjandi hef- ur hætt atvinnurekstri (búskap) skal hann telja skuldir, er áður tilheyrðu atvinnurekstrinum, í lið S 1 á skattframtali og verður skuldin dregin frá eignum við ákvörðun eignarskattsstofns. Vexti og verðbætur ber hins veg- ar að færa í dálk 88 og eru þeir ekki frádráttarbærir við ákvörð- un tekjuskattsstofns. 2. Færa ber tekjur barna, yngri en 16 ára, af innleggi í lið T 16 á bls. 4 á framtali. 3. Færa ber slíkar eftirstöðv- ar tekna af atvinnurekstri, sem hætt er, í lið T 6 hjá því hjóna sem stóð fyrir atvinnurekstrin- um. 4. Já. Námsfrádráttur ungl- ings á vinnumarkaði Hallur Sigurbjörnsson, Idufelli 8, spyr: 1. Hvernig færist námsfrá- dráttur unglings sem lauk grunnskóla í maí og hvarf síðan út á vinnumarkaðinn og er með sparimerki? 2. Er skyldusparnaður við- komandi frádráttarbær líka? Svar: 1. Námsfrádráttur fyrir nám í 5 mánuði reiknast 5/6 af 31.880 eða 26.567 og færist í reit 51 á framtali unglingsins enda sé hann orðinn 16 ára á tekjuárinu. 2. Já. Þar sem viðkomandi nemandi var í skóla skemur en 6 mánuði á árinu 1984 er hann ekki undanþeginn sparnaðar- skyldu. Aðeins gjaldfallnar verðbætur teljast til vaxtagjalda Magnús Einarsson, Einigrund 36, Akranesi, spyr: 1. Er vísitöluhækkun á hús- byggjendalánum frádráttarbær: a) þó hún sé ógreidd um ára- mót en hafi verið bætt við höfuðstól skuldarinnar? b) ef lánið er greitt upp? c) ef eignin er seld og lánið yfirtekið af kaupanda? 2. Árið 1983 úrskurðaði skattstjóri að vísitala sam- kvæmt lið a) í fyrri spurn- ingu væri ekki frádrátt- arbær og sektaði sam- kvæmt því. Samkvæmt upplýsingum frá félags- málaráðherra á fundi á Akranesi í gær (mánudag), þá voru þeir sem áfrýjuðu til ríkisskattanefndar sýknaðir. Hvaða rétt á sá sem ekki áfrýjaði til ríkis- skattanefndar en greiddi sína skatta og sektir? Á hann rétt á endurgreiðslu á sekt og leiðréttingu á álagningu? Svar 1. a) Aðeins verðbætur á af- borganir og vexti, sem greiddar eru á árinu 1984 (þ.e. gjaldfalln- ar verðbætur), teljast til vaxta- gjalda ársins. Hins vegar skal telja skuldir í árslok ásamt áföllnum verðbótum (þ.e. vísi- töluhækkun annaðhvort sam- kvæmt lánskjaravísitölu eða byggingarvísitölu). b) Ef lánið er greitt upp telj- ast áfallnar ógreiddar verðbæt- ur til greiðsludags til vaxta- gjalda ársins. c) Ef lán er yfirtekið af kaup- anda eignarinnar er það talið jafngilda því að það sé greitt upp og áfallnar ógreiddar verðbætur til umsamins yfirtökudags láns- ins teljast til vaxtagjalda ársins. Nafnverð lánsins hjá kaupanda telst hins vegar eftirstöðvar lánsins að viðbættum umræddum verðbótum. 2. Telja verður að fyrirspyrj- andi sé að vitna til úrskurðar ríkisskattanefndar nr. 799 frá 30. desember 1983 sem fjallar um frádráttarbærni áfallinna ógreiddra verðbóta af láni hjá seljanda húseignar sem kaup- andi yfirtók og svarið er í 1. c). Ríkisskattstjóri tekur til af- greiðslu óskir (erindi) gjaldenda um leiðréttingu framtala 1984 eða fyrri ára vegna vanframtal- inna verðbóta vegna sölu og yfir- töku kaupanda, eftir því sem þær berast embættinu. Fargjaldaafsláttur hluthafa í Flug- leiðum telst arður Jón Guðmundsson, Laugavegi 86, spyr hvort telja beri afslátt á fargjöldum, sem hluthafar í Flugleiðum hf. fá, fram sem hlunnindi. Svar: Afhending afsláttarmiða til hluthafa telst greiðsla á arði þeim til handa að því marki sem hver einstakur hluthafi hefur nýtt slíka afsláttarmiða, hvort sem er fyrir sjálfan sig, fjöl- skyldu sína eða framselt þá með eða án greiðslu til notkunar. Af- sláttinn ber að telja fram í lið E 3 í dálkinn „Arður“. ...AÐSEUAÞÉR NÝJAN BÍL Starfsemi Daihatsuumboösins byggist á einu grundvallaratriði, að tryggja örugga, skjóta og hagkvæma þjónustu á öllum svidum frá því að við afhendum þér lykía að nýjum DAIHATSU og þar til þú seiur hann aftur. Þegar þú kemurtil Daihatsuumboðsins í leit að nýjum bíl, skoðar þú hann í rúmgóðum og glæsílegum sýningarsal, sem myndar veglega og verðskuldaða umgjörð um Daihatsugæðin. Þegar þú hefur ekið í burtu á nýjum Daihatsu, þarftu ekki að hafa áhyggjur af hvar sé best að leita viðgerða og varahluta ef þörf krefur. einum stað í glæsilegum tæknivæddum húsakynnum, allt frá smumingu upp I stórréttingar og málun. Velmenntaðir og reyndir iðnaðarmenn bera þína velferð og þar með fyrirtækisins fyrír brjósti, því besta auglýsing, sem völ er á, er ánægður viðskiptavinur. Þegar að því kemur að þú vilt skipta um bíl, býður Daihatsuumboðið upp á landsins stærstu og bestu sölumiðstöð fyrir notaða Daihatsubíla. Við getum skoðað saman skiptidæmið okkar, þannig að við tökum gamla bílinn upp í nýjan, eða við seljum hann fyrir þig. EFÞUATT DAIHATSU ÞARFTUALDREI AÐ LEITA ANNAÐ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.