Morgunblaðið - 07.02.1985, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.02.1985, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 Lagning bundins slitlags 1984: Frábær árangur mið- að við fjárfestingu og framkvæmdir fyrri ára fslenskir malarvegir eru oft þröngir og iagðir eftir landslaginu vegna skorts á vegafé. — eftir Jónas Bjarnason Nýlega barst til landsins nýj- asta ársskýrsla International Road Federation (IFR) með tölu- legum upplýsingum fyrir árið 1983. Þar er að finna fjölþættar upplýsingar um ástand vega í ná- lega 110 löndum. Heildarástand vega í hinum ýmsu löndum er metið eftir því, hve há prósentu- tala veganna er lögð bundnu slit- lagi. Eftir þessum gæðastaðli vegakerfis er löndum raðað. Árið 1983 var Miðafríkulýðveldið með 2,0%, Bólivia 3,75% og Kamerún 3,95% vega með bundnu slitlagi en í fjórða sæti er fsland með 6,50%. Efst eru til dæmis Danmörk, Hol- land, Vestur-Þýzkaland með næst- um 100% vega lögð bundnu slit- lagi. Þannig var Island árið 1983 með fjórða lélegasta vegakerfið í heimi samkvæmt skýrslu IRF. Þegar lokið var útreikningi lengdar bundins slitlags hér á landi fyrir árið 1984 kom i Ijós að það reyndist alls 164 km. Miðað við að vegakerfið sé um 11.600 km hafa vegir með bundnu slitlagi aukist um 1,4%. Því hefur ísland sennilega færst upp um eitt til tvö sæti í vegastiganum á árinu 1984, enda var það metár í lagningu bundins slitlags hér á landi. Það var einnig metár í hagkvæmni í varanlegri vegagerð á íslandi. Verkefni voru boðin út í ákvæðis- vinnu og lækkaði það fram- kvæmdakostnaö. Meðal annars af þeim sökum reyndist unnt að leggja bundið slitlag á ruma 30 km framyfir það sem áætlað hafði verið, — án þess að aukafjárveit- ing kæmi til. Fyrir meira en áratug benti FÍB á hugsanlega hagkvæmni þess að bjóða út öll stærri verk í vegagerð og lengja árlegan framkvæmda- tíma vegagerðar svo sem frekast væri auðið. Frábær árangur á síð- asta ári hefur sannað að ábend- ingar FÍB frá fyrri árum voru réttar. Jónas Bjarnason „Flestir eru ósparir á gagnrýni, og víst á já- kvæð gagnrýni rétt á sér. En þegar vel er að verki staðið ber að meta slíkt og láta hlutaðeig- endur njóta verðskuld- aðrar viðurkenningar.“ Flestir eru ósparir á gagnrýni, og víst á jákvæð gagnrýni rétt á sér. En þegar vel er að verki staðið ber að meta slíkt og láta hlutað- eigendur njóta verðskuldaðrar viðurkenningar. Um þær fram- kvæmdir er að framan getur eiga einkum hlut að máli Matthías Bjarnason samgönguráðherra og Snæbjörn Jónasson vegamála- stjóri. Annað starfsfólk vegamála á sannarlega sinn hlut í slíkri viö- urkenningu. Þess ber einnig að geta að 1981 verða þáttaskil í vegagerð hér á landi. Þá kom til samþykkt Al- þingis um gerð langtímaáætlunar um vegagerð til 12 ára, og var haf- ist handa á skipulegan hátt um gerð vega með varanlegu slitlagi. Þá var Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra og Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri. Á árunum 1981 til 1983 voru lagðir að jafnaði um 130 km af bundnu slitlagi árlega. Þetta var langt framyfir það sem áður hafði gerst á íslandi. Samt vantaði mik- ið á að náð væri því marki sem vænta mátti samkvæmt samþykkt Alþingis. Kom þar einkum til hin mikla verðbólga sem geisaði á mestöllu þessu tímabili. í öðru lagi mun Vegagerð ríkisins ekki hafa haft nægilegt svigrúm til þess að gera áætlanir og útboð, sem tryggðu besta nýtingu vega- fjár. Lagning 164 km af bundnu slit- lagi á síðasta ári er frábær árang- ur miðað við fjárveitingu og fram- kvæmdir fyrri ára. Þessu ber að fagna en FlB treystir því að á næstu árum verði framkvæmdir við varanlega vegagerð auknar enn meir. Þörf þjóðarinnar er 200 til 250 km árlega af bundnu slit- lagi á fjölfarna vegi næstu 6 til 8 árin. Þjóðin getur ekki beðið í önnur tuttugu ár eftir því að vegakerfi landsins myndi þá undirstöðu, sem þarf til þess að hægt sé að byKRja hér eðlilega atvinnuvegi og sómasamlega hagsæld í landinu. Alþingi ber að veita enn meira fé til þessara þjóðhagslega hag- kvæmustu framkvæmda undir forsjá þeirra manna sem best kunna að fara með fé ríkisins. Þetta er að búa í haginn fyrir framtíðina. Fátt er æskunni mikilvægara en gott samgöngukerfi, sem tryggir að hægt sé að nýta náttúru- auðlindir þessa lands með sem hagkvæmustum hætti. Slíkt er verðugt verkefni á því ári æskunn- ar sem nú er nýbyrjað. Jónas Bjarnason er framkræmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Bundið slitlag þekur nú um 920 km af vegakerfinu. Hveragerði: Höfðingleg gjöf til heilsugæslu- stöðvarinnar Hmaierti, M. jinútr. HEILSUGÆSLUSTÖÐ Hveragerðis barst höfðingleg gjöf fri kvenfélag- inu Bergþóru í Olfushreppi skömmu fyrir jólin. Er það fullkominn að- gerðalampi af vönduðustu gerö, að verðmæti tæp fjörutíu þúsund. Gjöfina afhentu konurnar í heilsugæslustöðinni núna á jóla- föstunni og fylgdi henni svohljóð- andi gjafabréf: „Kvenfélagið Bergþóra í Ölf- ushreppi gerir með þessu bréfi kunnugt, að það gefur Heilsu- gæslustöð Hveragerðis meðfylgj- andi gjöf, sem er Tria- flex-aðgerðalampi fyrir minni- háttar og venjulegar skurðaðgerð- ir no. 0561, að verðmæti kr. 37.960,00. Ölfusi 15. des. 1984. Svanhildur Jóhannesdóttir formaður, Guðríður Guð- jónsdóttir gjaldkeri, Þrúður Sigurðardóttir ritari." Formaðurinn, Svanhildur Jó- hannesdóttir, flutti ávarp við af- hendinguna og sagði meðal ann- ars, að innilegar heillaóskir fylgdu þessari gjöf til stöðvarinnar og starfsfólksins og væri það von gef- endanna að hún kæmi í góðar þarfir, en lampinn hefði verið val- inn í fullu samráði við Björn John- sen heilsugæslulækni. Svanhildur sagði einnig að þeim kvenfélagskonunum hefði verið nokkur vandi á höndum að ákveða hvaða heilsugæslustöð þær ættu að styrkja með þessari tækjagjöf, en stöðvarnar eru þrjár sem Ölf- yssingar sækja þjónustu til, eftir búsetu, sumir fara til Hveragerð- is, aðrir til Þorlákshafnar og þriðji hópurinn á Selfoss; bæru þær hlýhug til allra þessara stöðva og væri erfitt upp á milli þeirra að gera, en stöðin í Hvera- gerði hafi orðið fyrir valinu að þessu sinni. En mörgum fbúum Morgunblaöiö/Sigrún. Læknir, starfsfólk heilsugæzlustöðvarinnar og hreppsins ásamt gefendum. Frá vinstri: Björn Jónsson, Hafsteinn Kristinsson, Guðbjörg Johnsen, Ragnheiður Jónsdóttir, Margrét Svane, Guðríður Guðjónsdóttir, Svanhildur Jóhann- esdóttir, Karl Guðmundsson, sveitarstjóri, Guðrún Jóhannsdóttir, Lovísa Guðmundsdóttir og Þrúður Sigurðardóttir. M| V:' Ölfushrepps þætti erfið þessi skipting milli stöðva. Óddviti Hverageröis, Hafsteinn Kristinsson, flutti kvenfélaginu alúðarþakkir fyrir þessa stóru gjöf, fyrir hönd heilsugæslustöðv- arinnar og íbúa Hveragerðis. Kvað hann ómetanlegan þann vel- vilja, sem félög og klúbbar hefðu sýnt stöðinni á þeim árum, sem hún hefur starfað. Bað hann öllum þessum góðu gefendum allrar blessunar. Aðspurður kvaðst Björn John- sen læknir mjög þakklátur fyrir þessa ágætu gjöf, slíkan lampa hefði lengi vantað í stööina, en fjárskortur háði jafnan tækja- kaupum, en flest stærri tækin í stöðinni væru gjafir frá áhugafé- lögum. Sagði Björn að fjárveit- ingar til tækjakaupa væru meiri til stöðva, sem væru afskekktari á landsbyggðinni, en við sem værum nær Reykjavík værum látin bíða og væri það skiljanlegt. Að afhendingunni lokinni bauð hreppsnefndin til kaffidrykkju og þágu gestir þar ágætar veitingar. Svanhildur Jóhannesdóttir bað mig koma á framfæri þakklæti frá kvenfélaginu Bergþóru til Gísla Sigurbjörnssonar, forstjóra Grundar, fyrir peningagjöf, sem hann hafði nýlega sent félaginu en hann hefur oft sýnt þeim vinsemd og höfðingskap. Sigrún
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.