Morgunblaðið - 07.02.1985, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985
61
Stenmark mættur til leiks
— keppir í dag í stórsvigi á HM
• Stenmark é fullrí ferft I atóravigakeppni meðan hann var upp a
•itt besta. Hann segist sannfærdur um að geta staöið sig vel í svígi
í Bormío.
SÆNSKI skíðakappinn Ingemar
Stenmark kom til Bormío é
þriðjudag til aö taka þátt í sínu
fjóröa heimsmeistaramóti, og
mun vera með í stórsviginu sem
fer fram í dag. Hann sagöist
vera kominn til Bormío til aó
sýna getu sína í svigi og ætlar
sér að standa sig vel þar. Keppt
veröur í svigi é sunnudag.
Ég held ég hafi lítinn mögu-
ieika í stórsviginu þótt ég hafi œft
mikið núna síöustu daga sagöi
hinn 28 ára gamli svíi, er hann
kom til Bormío meö konu sína
Ann. Hann hefur unniö 79 keppn-
ir í heimsbikarnum, fleiri en
nokkur annar skiöamaöur sem
uppi hefur verið. Hann telur aö
Mac Girardelli, Austurríkismaö-
urinn sem keppir fyrir Lúxem-
borg, sé líklegasti sigurvegarinn í
stórsviginu.
-í svigi er óg sannfærður um
aö geta gert vel. Mér finnst ég
geta staöiö upp sem heimsmeist-
ari í svigi, ef ég næ mér vel á
strik, þá mun ég blanda mér í
baráttuna um heimsmeistaratitil-
inn,“ sagöi Stenmark ennfremur.
Marc Girardelli sem er 21 árs
og hefur unniö sjö keppnir í
heimsbikarnum í vetur er talinn
vera sigurstranglegastur í sviginu
af sérfræöingum.
Stenmark var einn af síðustu
keppendunum sem kom til
Bormío ásamt Girardelli sem hef-
ur fengiö leyfi til aö keppa á
þessu móti, hann kom til Bormío
í fyrradag eftir aö hafa veriö viö
æfingar í Austurríki síöustu tvær
vikurnar.
Stenmark sagöist ekki hafa
veriö ánægöur meö málalok Gir-
ardellis, í sambandi viö þaö aö
hann fengi aö vera meö í keppn-
inni.
„Já, ég er svolítiö taugaóstyrk-
ur fyrir svona mikilvæga keppni,
en ekki af því aö Girardelli er
meö og útskýröi aö þaö væri
miklu meiri pressa á keppendur
á heimsmeistaramóti en í heims-
bikarkeppni, í svona keppni gæti
Girardelli gert mistök," sagöi
Stenmark.
ítalski skíöaþjálfarinn Erm-
anno Nogler sagöi aö Stenmark,
sem ekki hefur unniö eina keppni
í heimsbikarnum þaö sem af er
þessu keppnistímabili, gæti vei
blandaö sér í baráttuna um
heimsmeistaratitilinn í svigi því
hann væri í góöri æfingu um
þessar mundir.
Stenmark sagöist ekki vera
undrandi á því þótt svissneski
skíöakappinn Pirmin Zurbriggen
stæöi uppi sem sigurvegari í
stórsviginu í dag og nældi sér
þar i þriöju gullverölaun sin á
þessu heimsmeistaramóti.
Eins og áöur segir er keppt i
stórsvigi í dag og verður eini ís-
lenski keppandinn, Daníel Hilm-
arsson frá Dalvík, á meöal kepp-
enda, hann mun siöan einnig
taka þátt í sviginu sem fer fram á
sunnudag.
Deildar-
keppnin
UM NÆSTU helgi, 9.—10. febr.,
fer fram í Laugardalshöllinni
deildakeppni BSÍ.
Hefst keppnin kl. 10.00 á laug-
ardaginn og þann dag veröa spil-
aðar 3 umferöir, þ.e. kl. 10.00, kl.
13.00 og kl. 16.00.
Á sunnudaginn veröa einnig 3
umferðir, kl. 10.00, kl. 13.00 og kl.
15.00.
Leikiö veröur í 1. og 2. deild.
í 1. deild eru 6 lið, þar af 4 frá
TBR, en í fyrra vann fjóröa liöiö frá
TBR sér þátttökurétt í 1. deild meö
sigri í 2. deild.
Liöin eru: TBRa, TBRb, TBRc,
TBRd. ÍAa og KRa.
Þaö liö sem sigrar í 1. deild
vinnur sér rétt til þátttöku í Evr-
ópukeppni félagsliöa.
Neösta liöiö í 1. deild fellur í 2.
deild.
í 2. deild veröa 10 liö og er þeim
skipt í 2 riöla:
A-riöill: TBRe
Víkingur
ÍAb
BH (Hf.)
TBV (Vestm.eyj.)
B-riöill: TBRf
TBRg
TBA (Akureyri)
UMFS (Borgarnesi)
KRb
Efstu liöin úr A- og B-riöli spila
síöan um sæti i 1. deild.
(Fréttatilkynning)
Hneisa fyrir þýskan handknattleik:
Þjóðverjar töpuðu
fyrir Hollendingum
X I n n m ^,ln n - r- — ■ ■ M- i ^-1
rrf jonwini inga uuniuruyni, rrenamanm
Morgunbtoftwm i VMtur-býckalandi.
ÞJÓDVERJAR uröu fyrir miklu
áfalli um helgina er handknatt-
leikslandslið þeirra tapaði fyrir
Hollandi é heimavelli, 16:18, é
sunnudag.
Þjóöirnar léku þrjá landsleiki um
helgina, Þjóöverjar unnu fyrst
22:16 á föstudagskvöld og síöan
27:22 á laugardag. Báöir þóttu
þessir leikir heldur slakir en þó
kastaöi tólfunum ekki fyrr en á
sunnudag er Þjóöverjarnir töpuöu.
Þykja þau úrslit mikil hneisa fyrir
þýskan handknattleik og landsliös-
þjálfarann, Simon Schobel.
Annar leikurinn var skástur af
hálfu Þjóöverjanna. Erhard Wund-
erlich var þá mjög góöur en Neitzel
• Simon Schobel landsliösþjélf-
ari Vestur-Þjóðverja.
Getrauna- spá MBL. J Sunday Mirror Sunday Psople Sunday Exprsss 1 ■6 í l SAMTALS
1 X 2
Coventry — Evsrton 2 2 2 2 2 2 0 0 6
Ipswich — Leicester 1 X X 1 X X 2 4 0
Liverpool — Arsenal 1 1 1 1 X 1 5 1 0
Newcastle — Man. Utd. 2 2 2 2 2 2 0 0 6
Nott'm Forsst — Q.P.R. 1 X 1 1 1 1 5 1 0
Stoke — Norwich 2 2 X X 2 X 0 3 3
Tottsnham — Shaff. Wed. X 1 X X X 1 2 4 0
Watford — Wsst Ham 1 X X 1 X 1 3 3 0
W.B.A. — Sunderland 1 1 1 X 1 1 5 1 0
Barnsley — Portsmouth 2 X 1 1 X X 2 3 1
Leeds — Grimsby 1 1 1 X X 1 4 2 0
Shrewsbury — Huddersfield X 1 1 1 X X 3 3 0
var markahæstur meö niu mörk.
Þaö þótti svo tíöindum sæta aö
stórskyttan Wunderlich skoraði
ekki eitt einasta mark í síöasta leik
þjóöanna.
Um næstu helgi leika Vestur-
Þjóðverjar þrjá landsleiki á heima-
velli gegn Pólverjum, sem nú eru
aö undirbúa sig fyrir B-keppnina i
Noregi siöar i þessum mánuöi.
Ljóst er aö Þjóöverjar veröa aö
taka sig vel saman í andlitinu ef
úrslit þeirra leikja eiga ekki aö
veröa þeim til skammar eftir
frammistööuna gegn Hollending-
um.
Handbotti:
Leikið í
1. deild
karla
í kvöld
ÞRÍR leikir fara fram í 1. deild
karla í handknattleik í kvöld. í
Laugardalshöll leika Valur og
Breiðablik og hefst leikurinn kl.
20.00 strax é eftir kl. 21.15 leika
KR og Þróttur.
í Digranesi í Kópavogi leika
Stjarnan og Víkingur og hefst
leikurinn kl. 20.00 Skv. mótaskré
éttu ailir þessir leikir að vera é
dagskré annaö kvöld en því var
breytt þar sem leikiö veröur i 2.
deild í Höllinni annað kvöld.
Handboltaþjálfun
í Noregi
Stavanger I.F. leikur í fyrstu deild karla í handbolta og
hefur um árabil verið í hópi bestu liða Noregs. Liðið
hefur tekið þátt í úrslitakeppnum, bikarúrslitum og Evr-
ópukeppnum.
Nú þegar keppnistímabilið er hálfnað er SIF í efsta sæti
í fyrstu deild. Nýlega vorum við slegnir út í undanúrslit-
um bikarkeppninnar — fyrir augunum á 3700 æstum
áhorfendum!
Núverandi þjálfari okkar er danskur og heldur til síns
heima við lok keppnistímabilsins. Þess vegna leitum við
nú að:
ÞJÁLFARA/LEIKMANNI OG ÞJÁLFARA
sem getur hafið störf vorið/sumarið 1985. Takmark
okkar er að halda okkur meðal bestu liða Noregs næstu
keppnistímabilin og við æskjum þess að þjálfari okkar sé
álíka metnaðarfullur.
Við bjóðum góð laun og ókeypis húsnæði.
Skrifið eða hringið til Tore Drange, Skjalsgt. 78, 4000
Stavanger. Sími: (04)53-17-77.
SIF ÓSKAR EINNIG EFTIR
LEIKMÖNNUM
sem eru metnaðarfullir og rétt innstilltir til að ná árangri
í íþróttum.
Stavanger er helsti olíubær Noregs og héraðið í kring er
víðlent og fallegt. Stavanger er orðin lítil stórborg þar
sem alþjóðlegt umhverfi setur mark sitt á hversdagslífið.