Morgunblaðið - 12.02.1985, Page 1

Morgunblaðið - 12.02.1985, Page 1
64SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 35. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kosningar í Suður-Kóreu í dag: Grunsamlegt hvarf stjórnarandstæðings Seoui, 11. febrúar. AP. LÝST var eftir Kim Jeung Soo, ein- um frambjódanda nýstofnaðs flokks stjórnarandstæðinga, Hins nýja lýð- ræðisflokks Kóreu (NKDP), sem hvarf með grunsamlegum hætti í næststærstu borg landsins, Pusan, í gær, ásamt aðstoðarmanni sínum. Oljóst var hvort hvarf hans á síðasta degi kosningabaráttunnar kynni að auka á möguleika nýja flokksins í þingkosningunum í Suður-Kóreu á morgun, þriðjudag. Talið er að flokkur Chun Doo Hwan forseta haldi örugglega velli. Kim Jeung Soo er 44 ára þing- maður, og einn 11 þingmanna, sem sögðu sig úr Lýðræðisflokki Kóreu (DKP) í desember og gengu til liðs við NKDP. Nýtur hann mikilla vinsælda í kjördæmi sínu í Pusan og talin öruggur um að hljóta endurkjör. Er þetta fyrsta alvarlega atvik- ið í kosningabaráttunni, sem farið hefur friðsamlega fram, ef undan Treholt bauðst til að gerast gagnnjósnari Osló, II. febrúlr. Frí Jan Krik Lauré, fréttaritara Mbl. AÐEINS nokkrum klukkustundum eftir að Arne Treholt hafði verið handtekinn, grunaður um njósnir fyrir KGB, sovésku leyniþjónustuna, bauðst hann til að gerast gagnnjósnari og svipta hulunni af starfsemi KGB í Noregi. Þessu boði neitaði hins vegar norska leyniþjónustan. Kom þetta fram í fréttum norska sjónvarpsins. Þessi frétt hefur ekki fengist Þrándheimi, að Treholt hefði staðfest og Lasse Quigstad, rík- issaksóknari, segist harma, að svona sögur skuli berast út og skipti þá ekki máli hvort þær eru sannar eða lognar. Þær séu til þess eins fallnar að skaða málið, sem tekið verður fyrir nú á næstu dögum. Því hefur áður verið haldið fram í fjölmiðlum í Noregi, að Treholt hafi viljað gerast gagn- njósnari. Nokkrum dögum eftir handtöku hans á Fornebu- flugvelli sagði „Adresseavisen" í reynt að kaupa sig lausan. „Nú skulum við loksins koma þessum mönnum í KGB á kné. Eg skal segja ykkur allt af létta um það, sem ég veit, og síðan skulum við saman brjóta þá á bak aftur," sagði blaðið, að hefði verið það fyrsta, sem Treholt sagði eftir handtökuna. Ncrsku leyniþjónustumenn- irnir svöruðu Treholt og sögðu, að hann hefði átt að koma til þeirra fyrir tíu árum, þá hefði málið kannski horft öðruvísi við. eru skildar líkamsárásir á tvo frambjóðendur af stuðnings- mönnum annarra frambjóðenda. Kim Jeung Soo er frambjóðandi flokksins, sem fylgismenn tveggja kunnustu stjórnarandstæðinga landsins stofnuðu, Kim Dae Jung og Kim Young Sam. Kim Dae Jung sneri heim til Seoul á föstu- dag úr tveggja ára útlegð í Banda- ríkjunum og var settur strax í stofufangelsi, sem 13 aðrir hættu- legustu andstæðingar Chun Doo Hwan forseta eru einnig í. Bandarískir fylgismenn Kims hafa harðlega mótmælt óblíðum móttökum við komuna til S-Kóreu og kvartað við bandarísk stjórn- völd vegna ummæla bandaríska sendiherrans í Seoul, sem sagði þá hafa „sóst eftir árekstrum" við kóreska öryggisverði við komuna til landsins. Yfirvöld í Washing- ton hafa mótmælt meðferðinni á Kim og fylgismönnum hans form- lega við ráðamenn í Seoul. Jafn- framt hafa bandarískir fylgis- menn Kims hvatt Reagan til að fresta heimsókn Chuns til Wash- ington, sem fyrirhuguð er í apríl. Sjá nánar „Efnahagslegar fram- farir og stöðugleiki helzti styrkur flokks Chuns“ á bls. 27. Rútan, sem bresku hermennirnir voru í, gjörónýt eftir árekstur við tankbifreið, sem leiddi til þess að rútan brann í vítiseldi og 19 farþegar AP/Símamynd 19 hermenn dóu í vítiseldi MUnchen, 11. febrúar. AP. RIITU, sem m.a. var með 38 meðlimi hljómsveitar brezka flughersins innanborðs, var ekið aftan á tankbifreið á hraðbraut 30 kílómetra norður af Miinchen með þeim afleiðingum að 19 farþeganna a.m.k. brunnu til bana. Rútan rann aftan á tankbif- reiðina í hálku sem myndaðist er eldsneyti lak úr tankbifreiðinni. Við áreksturinn láku úr tank- bifreiðinni um 6.000 lítrar af flugvélaeldsneyti, og á svip- stundu var rútan umlukin gífur- legum vítiseldi. Það kom í veg fyrir enn verra slys að tankbifreiðin nam staðar 500 metra frá slysstað, ella hefði hún að öllum líkindum sprungið í loft upp með 36.000 lítra í tönk- unum. Rútan gjöreyðilagðist í eldin- um og auk hinna látnu slösuðust 24, sumir alvarlega. Flestallir hinna látnu léku með hljómsveit brezka flughersins. Sex menn létu lífið og 56 særðust í 50 bíla árekstri á sömu hraðbraut í þoku og snjókomu á laugardag. Nýjar NATO-flaugar í Belgíu: Lagt að Martens að hei ja uppsetningu Brussel, 11. febrúar. AP. Samstarfsflokkur flokks Wilfried Martens forsætisráðherra í ríkis- AP/Simamynd Jaruzelski á bls. 24. Jaruzelski á Indlandi hershöfðingi kannar heiðursvörð á flugvellinum í Delhí við komuna til Indlands í gær. Sjá nánar frétt stjórn hvatti í dag til þess að enginn dráttur yrði á uppsetningu 48 nýrra meðaldrægra kjarnaflauga Atlants- hafsbandalagsins í Belgíu, en á laug- ardag hvöttu flokksmenn Martens til þess að uppsetningu flauganna yrði frestað. Guy Verhofstadt formaður flokks hollenzkumælandi hægri manna, sem kallast Frjálslyndi flokkurinn, segir í blaðaviðtali að frestun mundi skaða NATO. Kveðst hann ekki skilja afstöðu flokks Martens og að stjórnin verði að taka af skarið til að styrkja frekar samningsstöðu vestrænna ríkja gagnvart Sovétríkjunum. Ummæli Verhofstadt eru talin til þess fallin að kynda frekar und- ir deilur stjórnarflokkanna um flaugarnar. Stjórnarflokkarnir tveir, Frjálslyndi flokkurinn og Kristilegir demókratar, en innan þeirra eru sérstakir þingflokkar flæmingja og vallóna, eru ekki á eitt sáttir. Annar armur flokks Martens vill fresta uppsetningu flauganna. Á ráðstefnu flokksins um helgina hvöttu frönskumælandi flokksmenn, PSC, til þess að upp- setningu flauganna yrði ekki frest- að, en hollenzkumælandi flokks- menn, CVP, voru á öðru máli. Martens tók ekki afstöðu í ræðu, en gaf í skyn að flokkurinn allur yrði að standa að baki stjórnarákvörð- un um uppsetningu fyrstu flaug- anna. Martens sagði í janúar að hann mundi tilkynna í marz hvenær yrði af uppsetningu fyrstu flauganna. Stjómmálaskýrendur telja að var- færni flokks Martens í flaugamál- inu megi rekja til ótta flokks- manna um fylgishrun í kosningum í desember nk. til hins flæmska arms sósialistaflokksins (SP). Leið- togar SP eru andvígir uppsetningu flauganna og segjast munu upp- ræta þær flaugar, sem settar hafa verið upp, verði flokkurinn í stjórn eftir kosningar. Leitað að nýrri viðræðuleið London, II. febrúar. AP. Á TOLETA hundrað námumenn sneru baki við verkfalli námamanna í dag. Leitar breska kolafélagið og bresku launþcgasamtökin nú leiða til að koma samningaviðræðum deiluað- ila af stað á ný.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.