Morgunblaðið - 12.02.1985, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 12. FEBRpAR 1985
„Ekkert glens
eða brella“
— segir Sigurður Svavarsson kennari
um atvinnuauglýsingu kennara við MH
„ATVINNUTILBOÐ eru ekki mörg enn sem komið er,“ sagði Sigurður Svav-
arsson, kennari, þegar hann var inntur eftir áhrifum atvinnuauglýsingar 30
kennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
SigurðuT sagði, að menn sem
hefðu vitað að kennarar væru farn-
ir að hugsa sér til hreyfings hefðu
boðið sumum atvinnu og hann
hefði sjálfur fengið atvinnutilboð.
„Auglýsingin er alls ekkert glens
eða brella," sagði Sigurður. „Okkur
er fúlasta alvara. Ævistarf okkar
er í húfi, en þegar ljóst er að það er
ekki metið að verðleikum, þá hljóta
menn að leita fyrir sér annars stað-
ar. Knginn af þeim 30 kennurum
sem auglýstu eftir vinnu hafa ráðið
sig annars staðar. Við gefumst ekki
upp fyrr en í lengstu lög,“ sagði
Sigurður.
Um 60 kennarar við Menntaskól-
ann hafa sagt upp störfum og sagði
Sigurður að þessir kennarar sinntu
um 80% allrar kennslu við skólann.
„Nú virðist málið vera í biðstöðu
fram að úrskurði Kjaradóms, sem
verður líklega um 20. febrúar,
sagði Sigurður. „Ég leyfi mér að
vera bjartsýnn því ég trúi ekki öðru
en að Kjaradómur sjái að kröfur
okkar eru réttmætar. Ég óttast
hins vegar afleiðingarnar ef dóm-
urinn verður kennurum mjög
óhagstæður," sagði Sigurður Svav-
arsson að lokum.
Sigurður sagði, að varðandi þá
ákvörðun menntamálaráðuneytis-
ins að framlengja uppsagnarfrest
til 1. júní þá gæti hann aðeins svar-
að fyrir sig, en ekki félaga sína.
„Mitt álit er, að ef ekki verður útlit
fyrir verulegar úrbætur í kjara-
málum kennara á næstunni, þá
mun ég ekki hlíta þessari ákvörðun
ráðuneytisins." Hann bætti því við,
að margir sérfræðingar í vinnu-
rétti teldu þessa ákvörðun mennta-
málaráðuneytisins of seint komna
fram.
Verkfallinu lokið, landgangurinn hífður um borð og haldið úr höfn. MonmnDiaoio/rnopjoiur
Skattalækkunin
réð úrslitum
— segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur
Varir við að margir
eru í vandræðum
— segir Magnús L. Sveinsson, um greiðslubyrði lána
„VID höfum orðið mjög varir við að
þeir félagar okkar sem hafa tekið
lán á undanfornum árum eru í vand-
ræðum með að standa undir þeim og
það bil sem myndast hefur á milli
kaupmáttar og lánskjaravísitölu
komið mjög hart niður á mörgum,“
sagði Magnús L. Sveinsson, formað-
ur Verslunarmannafélags Reykja-
víkur, í samtali við Morgunblaðið
þegar leitað var álits hans á aukinni
greiðslubyrði lífeyrissjóðslána og
annarra verðtryggða lána.
„Þetta er mjög alvarlegt mál
fyrir okkar félaga og hefur komið
mjög til tals hjá okkur, meðal
annars í stjórn lífeyrissjóðsins.
Þar er verið að athuga þann
möguleika að lengja lánin til að
létta greiðslubyrði lána. Auðvitað
er ekki hægt að una við það til
frambúðar að slitið sé á milli
kaupmáttarins og lánskjaravísi-
tölunnar með þeim hætti sem gert
hefur verið því það getur ekki leitt
til annars, ef ekki er komið til að-
stoðar, en að fjöldi fólks, sérstak-
lega ungt fólk, ræður ekki við að
kaupa sér íbúð,“ sagði Magnús.
VERKFALLI undirmanna á kaup-
skipum var aflétt um helgina eftir
að fjármálaráðherra hafði sagzt
mundu beita sér fyrir 10% skatta-
frádrætti farmanna. Sáttasemjari
lagði þá fram sáttatillögu í málinu,
sem samninganefndir sjómanna og
kaupskipaútgerðar undirrituðu.
Skrifleg atkvæðagreiðsla stendur
nú yfir í Sjómannafélagi Reykjavík-
ur um samningana og lýkur henni
20. febrúar.
Sáttatillagan hljóðar upp á
sömu hækkanir og um samdist í
samningi ASÍ og VSÍ á síðasta
ári og að auki 11% sjóálag svo
kallað á föst laun. í því felst til-
færsla milli yfirvinnu og fastra
launa og er ekki fyllilega ljóst
hvaða launahækkun hún færir
undirmönnum.
Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður Sjómannafélags Reykja-
víkur, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að samninganefnd félags-
ins hefði ekki þótt annað fært en
að fresta verkfalli og bera samn-
inginn undir atkvæði, sérstaklega
eftir að vilyrði fjármálaráðherra
um skattalækkun hefði komið
fram. Hann tryði því varla að
menn höfnuðu þessu samkomu-
lagi. Hann liti þá svo á, að félagið
hefði verið á villigötum, þegar
það lagði fram kröfu um það, að
fjarvera og einangrun farmanna
yrði metin til fjár. Hann mæti
skattalækkunina mjög mikils og
hefði loforð fjármálaráðherra um
hana haft úrslitaáhrif á lausn
deilunnar.
Jón Magnússon, formaður
samninganefndar skipafélag-
anna, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að eftir atvikum væru
skipafélögin ánægð með þennan
samning. Samið hefði verið um
sömu hækkanir og við ASÍ í
haust auk 11% sjóálags á föst
laun. Þar væri um að ræða breyt-
ingu sem fæli í sér tilfærslu milli
yfirvinnu og fastra launa. Það
væri miklu eðlilegra kerfi en áður
var enda í líkingu við launakerfi
yfirmanna, sem tekið hefði verið
upp 1979. Við þetta fjölgaði
ennfremur frídögum undir-
manna.
Aðspurður sagði Jón, að tilboð
fjármálaráðherra um skattaf-
slátt til undirmanna hefði haft
mikið að segja. Skriður hefði ekki
komizt á samningamálin fyrr en
það hefði komið fram. Hins vegar
væri það bara mál stjórnvalda og
sjómanna, skipafélögin hefðu
engan þátt átt í því máli. Það
væri fyrst og fremst ánægjulegt,
að tekizt hefði að leysa þessa
deilu áður en verkfallið varð
lengra.
Afmælismót Skáksambandsins:
Vorum heppnir að vinna
ísland á Olympíumótinu
- segir Arthur Yusupov og kveðst eiga von á íslenzku skákmönnunum sterkum
Morícunblaöið/Bjarni
Frá lokaundirbúningnum fyrir afmælismót Skáksambandsins.
„ÉG HEF teflt lítið að undanförnu
og er albúinn í slaginn. Hlakka til
að setjast að taflborðinu, en síðast
tefldi ég á Olympíumótinu í
Grikklandi. Þá fyrir Frakklands
hönd,“ sagði Boris Spassky, stór-
meistari og einn sex erlendra
skákmanna, sem tefla á 60 ára af-
mælismóti Skáksambands íslands,
í samtali við blm. Mbl í gærkvöldi.
Afmælismótið er hið
sterkasta, sem háð hefur verið
hér á landi. Öflugir og kunnir
skákmenn koma hingað til leiks;
Boris Spassky, Arthur Yusupov,
Vlastimil Hort, Bent Larsen,
Van der Wiel og Curt Hansen,
heimsmeistari unglinga. fs-
lenzku keppendurnir verða Guð-
mundur Sigurjónsson, stór-
meistari, alþjóðlegu meistararn-
ir Margeir Pétursson, Helgi
ólafsson, Jón L. Arnason, Jó-
hann Hjartarson og loks Karl
Þorsteins, eini titillausi þátttak-
andi mótsins. Meðalstig mótsins
eru 2518 Elo-stig og er mótið í 11
styrkleikaflokki. Til að ná
stórmeistaraáfanga þurfa kepp-
endur 7 vinninga og 5 vinninga
til alþjóðlegs meistaratitils.
„Ég stefni á efsta sætið að
sjálfsögðu, en á von á harðri
mótspyrnu frá Yusupov og Hort,
en ég á ekki von á Larsen sterk-
um. íslenzku skákmennirnir
verða skeinuhættir og eru í stöð-
ugri framför," sagði Spassky.
Arthur Yusupov er stigahæsti
keppandi mótsins og því sigur-
stranglegur. „Ég hugsa ekkert
um skákstig, þau segja ekki alla
söguna. Einbeiti mér aðeins að
því að tefla vel,“ sagði Yusupov.
„Margir kunnir skákmenn tefla
á mótinu, en ég á von á íslenzku
þátttakendunum sterkum. Við
Sovétmenn vorum í raun heppn-
ir að sigra íslenzku sveitina á
Ólympíuskákmótinu í Grikk-
landi. Þið eigið sterka skákmenn
eins og Margeir Pétursson og Jó-
hann Hjartarson, en við þá báða
hef ég teflt," sagði Yusupov
ennfremur.
„Mig þyrstir í að tefla og
stefni að sjálfsögðu á efsta sæt-
ið,“ sagði Bent Larsen þegar
blaðamaður ræddi við hann, og
bætti við: „Ég hef ekki teflt mik-
ið upp á síðkastið og hlakka til
að mæta til leiks." Hann var að
rannsaka stöðu með Van der Wi-
el frá Hollandi þegar blaðamað-
ur ræddi við þá á Hótel Loftleið-
um. „Ég hef verið í lægð að und-
anförnu — hafnaði í 12. sæti á
alþjóðlega skákmótinu í Wijk
aan Zee fyrir skömmu. Hlaut að-
eins 5 vinninga í 13 umferðum
svo ég vonast til að standa mig
vel hér á landi," sagði Van der
Wiel.
Ögri seldi
í Cuxhaven
ÖGRI RE seldi afla sinn í Þýzka-
landi síðastliðinn mánudag og fékk
gott verð fyrir hann. Lítið framboð
af Tiski er nú í Þýzkalandi og verð
því heldur hærra en að undanförnu.
Ögri seldi alls 119,9 lestir, mest
karfa í Cuxhaven. Heildarverð var
4.645.600 krónur, meðalverð 38,75
krónur. Aðeins er fyrirhugað að
eitt íslenzkt fiskiskip selji afla
sinn í Þýzkalandi þessa viku auk
Ögra. Það er Karlsefni RE. Ekkert
skip mun selja afla sinn í Bret-
landi þessa viku.
Loðnuveiði:
Um 40.000
lestir á
land
MJÖG mikil loðnuveiði hefur verið
undanfarna daga. A föstudag varð
hcildaraflinn 8.400 lestir, 18.200 á
laugardag, 18.950 á sunnudag og síð-
degis í gær var hann orðinn 10.160
lestir.
Hafa mörg skipanna náð að
fylla sig daglega enda er nú hvergi
löndunarbið svo nokkru nemi. Afl-
ann fá skipin út af norðanverðu
Austurlandi. Nú eru um 200.000
lestir eftir af hcimarkvótanum.