Morgunblaðið - 12.02.1985, Síða 14

Morgunblaðið - 12.02.1985, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 Húsmæður — Aðstoö Áhugamaöur, sem unnið hefur við matréiöslu árum sam- an, svo til eingöngu franska, vill gjarnan aðstoða með fermingarveisluna, heimboðið, eða kannski notalegt kvöld þar sem húsmóðirin er meðal gesta allan tímann. Kaldir réttir, heitir réttir, smáréttir. Eldað á staðnum eða flutt heim. Þrifið á eftir. Séð um innkaup, ef óskað er. Verö: samkomulag. Lysthafendur sendi nafn og símanúmer til augld. Mbl. merkt: „HR — 24“ fyrir mánaðamót febrúar-mars. Geymiö auglýsinguna. I -n Seltjarivarnes Vesturbær Frúar- leikfimi Miðvikudaginn 13. febrúar hefst nýtt 5 vikna námskeið í léttum æfingum fyrir konur á öllum aldri. Innritun og upplýsingar í síma 15359 kl. 10—16. Ballettskóli Gudbjargar Björgvins Líþróttahúainu Seltjarnarneai ■ Litla aal Marmaraflísar Gátumeistara svarað Kjarval var ansi sleipur í gát- um: Tveir bílar leggja af stað sam- tímis, annar frá Valhöll til Reykjavíkur, hinn frá BSÍ til Þingvalla. Sá frá Valhöll ekur á 35 km hraða, en hinn frá BSÍ á 47 km hraða. Hvað heitir þá 1. vélstjór- inn á Dettifossi? Nú hefur það kómíska gerst, að Gunnlaugur Þórðarson er farinn að reyna sig í þessari gátutækni: Málverk er keypt frá Noregi, merkt nafni Þorvalds Skúlasonar aftan á rammann. Myndin er bor- in undir Þorvald. Hann man eftir að hafa málað hana og merkir hana. Hver er þá sökudólgurinn? (Rétta svarið, skyldi það vefjast fyrir einhverjum er: Björn Th.) Og þar sem allt er á framfara- braut, bætir Gunnlaugur við þetta myndagáta (í langhala sínum i Mbl. síðastliðinn miðvikudag). Segir hann þar, að ég þori ekki út í svoleiðis selskapsleik við sig, því þá myndi það sannast að umrædd mynd sé alls ekki af Þorvaldi (né eftir hann), heldur af Snorra Arinbjarnar (og eftir hann). Þó ég sé ekki mikill bógur í opinberum selskapsleikjum, vil ég samt ekki valda honum né lesendum blaðs- ins vonbrigðum með því að vera stikkfrí í þessu gríni. Og hér er því myndagátan á móti: Nr. 1: Fermingarmynd af Þorvaldi frá árinu 1920; nr. 2: Ljósmynd af Þorvaldi frá árinu 1928; nr. 3: Spegilvent mynd af málverkinu sem Þorvaldur segist hafa málað af sér 1931 (sem gæti þó verið mis- minni fyrir 1930 eða ’29, svo sem ég hef áður látið liggja að), og nr. 4: Mynd af málverkinu sjálfu. Og nú kemur gátan: Hver er maður- inn á málverkinu? Með kveðjum til Gunnlaugs Þórðarsonar og ósk um góða skemmtun. Björn Th Björnsson Frá hátíðarsamkomunni f tilefni fjörutíu ára afmælis Reykjalundar. Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra heilsar Oddi Ólafssyni fyrrverandi vfirlækni á Reykjalundi og núverandi stjórnarformanni. - sterkt náttúruefni Eigum ávallt fyrirliggjandi mikiö úrval af ítölskum marmaraflísum á gólf og veggi. Reykjalundur fjörutíu ára: Fjölmenni á hátíðarsamkomu í tilefni afmælisins B S.HELGASON HF HjjL'klnlllHf: SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677 FJÖRUTÍU ára afmæli Reykjalund- ar var föstudaginn 1. febrúar sl. í tilefni dagsins var efnt til hátíðar- samkomu og mættu þar um 230—240 manns. Matthías Bjarnason heilbrigð- isráðherra ávarpaði samkomuna í upphafi, en síðan tók Oddur Ólafsson fyrrverandi yfirlæknir á Reykjalundi og núverandi stjórn- arformaður til máls og rakti sögu Reykjalundar sl. fjörutíu ár. Haukur Þórðarson yfirlæknir lýsti starfsemi Reykjalundar nú og fjölmargir gestir tóku til máls. Allar deildir stofnunarinnar voru opnar og var gestum boðið að skoða þær að samkomunni lok- inni. Að síðustu þáðu gestirnir af- mæliskaffi. Að sögn Björns Ástmundssonar, forstjóra Reykjalundar, tókst samkoman mjög vel og mættu mun fleiri en búist var við. Hann sagði að við þessi tímamót hafi Reykjalundi borist fjölmargar glæsilegar gjafir, blóm og kveðjur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.