Morgunblaðið - 12.02.1985, Side 16

Morgunblaðið - 12.02.1985, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 \Wm) Sjúkranuddstofa Hilke Hubert Hverfisgötu 39 með lampa með bakstri Heilnudd 340 kr. 395 kr. 460 kr. Partanudd 165 kr. 220 kr. 285 kr. Bjúgnudd 510 kr. klst. Fótasvæöanudd 510 kr. klst ... og 10% afsláttarkort. Tímapantanir í síma 13680 kl. 10—18. T ölvunámskeið MARKMIÐ: Lotus 1-2-3 er hugbúnaður sem náð hefur gífurlegri útbreiðslu um allan hinn tölvuvædda heim undanfarin misseri. Lotus 1-2-3 er fáanlegt á flestar gerðir 16 bita smátölva. í þessum hugbúnaði sameinast öflugur töflureiknir (spreadsheet), gagnagrunnskerfi (database) og síðast en ekki síst grafisk framsetning upplýsinga. Þessi þrjú kerfi vinna náið saman (integrated), og með því hafa náðst áður óþekktir möguleikar í gagnavinnslu á minni tölvur. Efni námskeiðsins: - Kenna á þá möguleika sem 1-2-3 býður í tölvu- vinnslu - Notkun allra skipana og verkþátta kerfisins með hjálp tölvu — Notkun gagnagrunns og grafísk framsetning - Samtenging kerfanna 1-2-3 og samtenging við önnur tölvukerfi. Á námskeiðinu er notaður tölvubúnaður sem keyrir Lotus 1-2-3. ÞÁI I IAKENDUR: Stjórnendur fyrirtækja og stofn- ana, fjármálastjórar, deildarstjórar hagdeilda, rekstr- arráðgjafar og þeir sem ábyrgð bera á notkun tölvukerfa við áætlanagerð. TIMI OG STAÐUR: Síðumúli 23, 18,—21. febrúar. kl. 9.00-13.00. LEIÐBEINENDUR: Páll Gestsson, starfsmaður IBM á íslandi. Friðrik Sigurðsson, forstöðumaður Tölvufræðslu SFÍ. TILKYNNIÐ ÞATTTOKU í SÍMA 82930 STXÍ)RNUNARFÉIAG ISLANDS l^aX'o23 Sendibréf til sjálf- skipaðs „sensors“ — frá Jóni Baldvini Hannibalssyni Tilefni þessarar orðsendingar er leiðarakorn í Mbl. laugardag- inn 9. þessa mánaðar undir fyrirsögninni: „Svona tala ekki flokksformenn". í þessari nafnlausu ritstjórn- argrein gerist ritstjóri Morgun- blaðsins sjálfskipaður siða- meistari íslenzkrar stjórnmála- umræðu. Hann telur sig þess umkominn að úrskurða, hvað kjörnum (ekki sjálfskipuðum) formönnum stjórnmálaflokka leyfist að segja opinberlega, og hvað ekki. Mér sýnist ritstjórinn vera að bregða sér í föt af koll- ega sínum á ritstjórastóli „PRÖVDU". Hann vill vera hinn opinberi ritskoðari eða „sensor" að austantjaldshætti. Þess munu dæmi að stjórn- völd í lýðræðisríkjum (t.d. í Finnlandi) beiti ritskoðun gagn- vart blöðum þar i landi af ótta við hinn volduga nágranna í austri. Þess munu líka söguleg dæmi, að vinsælasti leiðtogi finnskra jafnaðarmanna var ekki kjörinn formaður í flokki sínum, til að styggja ekki Kremlverja. Þvílíkri pólitík er bezt lýst á þann veg, að heiðra beri skálkinn, svo hann skaði þig ekki. Vill ritstjóri Morgunblaðsins mæla slíku bót? Sem betur fer er ritstjóri Mbl. enn sem komið er a.m.k. bara sjálfskipaður „sensor", hvað sem síðar kann að verða. Allt- jent tilkynnist ritstjóranum hér með að formaður Alþýðuflokksins mun, hér eftir sem hingað til, segja það sem honum sýnist, þegar honum býður svo við að horfa, að hann mun hins vegar, hér eftir sem hingað til, telja það sjálfsagða skyldu sína, að rökstyðja skoðanir sínar og fullyrðingar, hvenær sem eftir er leitað, að formaður Alþýðuflokksins stendur við hvert orð sem hann hefur sagt á 60 fundum með þúsundum íslendinga um Iand allt á undanförnum mánuðum. Það, sem þar hef- ur verið sagt, er ekki sagt út í bláinn, heldur að vel yfir- lögðu ráði. í ritstjórnargrein Mbl. er vitnað til fréttar í DV. í frétt- inni staðfesti ég að rétt sé eftir mér haft af fundum úti á landi: Að nauðsyn beri til að breyta lögum um Seðlabanka; að setja skorður við útþenslu bankans; og að skipta um stjórnendur stofnunarinnar í kjölfar skipu- lagsbreytinga. Þar segir berum orðum, að fái ég nokkru um ráð- ið, muni dr. Jóhannes Nordal víkja úr stól seðlabankastjóra. Við þetta stend ég. í ritstjórnargrein Mbl. segir orðrétt: „Auðvitað er dr. Jóhannes Nordal ekki hafinn yfir gagn- rýni enn að (sic!) honum sé vegið með þessum hætti af forystu- manni í stjórnmálum, sem hefur bæði Alþingi og stjórn Seðla- bankans til aðhalds, er ósann- gjarnt, svo að ekki sé fastar að orði kveðið." Ég bið forláts: Ég skil ekki þetta orðaklambur. Vildi rit- stjórinn virkilega sagt hafa, að ég (forystumaður í stjórnmál- um) hafi „bæði Alþingi og stjórn Seðlabankans til aðhalds"? Eða Jón Baldvin Hannibalsson „í þessari nafnlausu rit- stjórnargrein gerist rit- stjóri Morgunblaösins sjálfskipaður siðameist- ari íslenzkrar stjórn- málaumræðu. Hann tel- ur sig þess umkominn að úrskurða, hvað kjörnum (ekki sjálfskip- uðum) formönnum stjórnmálaflokka ieyfist að segja opinberlega, og hvað ekki.“ meinti hann eitthvað annað? Mér er nær að halda að „svona eigi ritstjórar ekki að skrifa" — án þess þó að ég þykist þess um- kominn að banna þeim það. Annars þarf ritstjóri Morgun- blaðsins ekki að verða hissa á skoðunum mínum og ummælum um nauðsyn breytingar á stjórn Seðlabankans. Þ.e.a.s. ef rit- stjórinn les sitt eigið blað gaumgæfilega. Þann 30. des. 1984 svaraði ég fyrirspurnum ritstjóra Mbl., m.a. um peningapólitík og vaxtamál. Þar segir orðrétt með leyfi ritstjóra: „Ránvaxtapólitík Jóhannesar Nordals og núv. ríkisstjórnar er röng af tveimur ástæðum: (1) Hækkun innlánsvaxta hefur ekki leitt til aukinnar sparifjármynd- unar. Almenningur, sem býr við hungurlaun, á nefnilega ekkert eftir til að spara. Sparnaður er þess vegna aðallega falið fé skattsvikara, sem er ávaxtað framhjá atvinnulífinu. Breyt- ingar á innlánsvöxtum valda þess vegna aðeins tilfærslum milli sparnaðarforma. (2) Hækk- un útlánsvaxta nægir ekki til að minnka eftirspurn og draga úr verðbólgu. Þvert á móti fer auk- inn fjármagnskostnaður beint út í verðlagið (eykur verðbólgu) innanlands, en grefur undan samkeppnisaðstöðu útflutnings- greina og veldur þrýstingi á gengið. Feillinn er sá, að Seðlabank- inn hefur oftrú á vaxtatækinu. Því er aðeins hægt að beita með árangri sem lið í samræmdri efnahagsstefnu. En til þess að koma henni á, þarf nýja ríkis- stjórn í landinu." Og nú bið ég ritstjórann að taka vel eftir. Hér segir í beinu framhaldi: „Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórn- ar ætti að vera að skipta um menn í brúnni í Seðlabankan- um og þjóðnýta seðlabanka- bygginguna fyrir stjórnarráðið. eins og við höfum gert tillögu um.“ Má ég minna á, að Eykon, fyrrv. ritstjóri Mbl. og einn ör- fárra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, sem ekki hefur enn gleymt til hvers hann var kosinn á þing — hefur á þingi flutt til- lögu um að breyta Seðlabanka- höllinni í smáíbúðahverfi? Var ekki Hannibal einhvern tíma með tillögu um að breyta Moggahöllinni í smáíbúðahverfi — eða var hún bara hönnuð sem slík? Þeirri skoðun minni, að skipta beri um menn í brúnni í Seðla- bankanum var m.ö.o. fyrst kom- ið á framfæri í sjálfu Morgun- blaðinu. Ef mönnum leyfist ekki að bera nafn seðlabankastjórans við hégóma á torgum og gatna- mótum, er a.m.k. ljóst, að mönnum leyfist að skrifa það í sjálft Morgunblaðið. Og hver á þá að ritskoða hvern, þegar sjálfur ritstjórinn bregzt svona herfilega í siðameistarahlut- verkinu? Leyfist mér að vekja athygli ritstjórans á því, að í þessari sömu grein segir ennfremur: „Peningapólitik Jóhannesar Nordals (les: Seðlabankans) undanfarna áratugi hefur reynzt haldlaus. í fyrsta lagi þurfum við fleiri og öflugri stjórntæki til að stýra pen- ingamagni. í öðru lagi verður að vera samræmi milli almennrar efnahagsstefnu (hallalaus ríkis- búskapur, stöðvun erlendrar skuldasöfnunar, rétt gengi, jákvæður viðskiptajöfnuður) og peningamálastjórnar. Til þess að kippa þessu í liðinn þarf (1) jafnvægisstefnu í efnahagsmál- um, (2) nýja löggjöf um Seðla- bankann, (3) sameina tvo ríkis- banka í einn og selja þann þriðja, (4) afnema núverandi kerfi innlánsbindingar og sjálf- virkra afurðalána og fela fram- kvæmd þess viðskiptabönkum, (5) koma á opnum verðbréfamark- aði.“ Ég fæ ekki betur séð en ég hafi skilmerkilega gert grein fyrir þessum skoðunum mínum á prenti í sjálfu Morgunblaðinu, áður en ég fékk tækifæri til að koma þeim á framfæri við sjó- menn, verkamenn og verkakon- ur úti á landi, sem svari við fyrirspurnum þeirra. Samt langar mig til að rök- styðja þessa umdeildu skoðun mína enn betur: 1. Seðlabankinn á ekki að vera ríki í ríkinu. Honum á ekki að líðast að setja lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum stól- inn fyrir dyrnar. 2. Seðlabankinn hefur vaxið út yfir allan þjófabálk á liðnum áum. Þar eru varzlaðir ótal sjóðir, sem þar eiga ekki heima. Það er brot á grund- vallarreglum, að Seðlabanki ráðskist með afurðalán fyrir- tækja. Það er hlutverk við- skiptabanka. 3. Það er óhæfa, að aðalbanka- stjóri Seðlabankans skuli jafnframt vera stjórnarfor- maður stærsta ríkisfyrirtæk- is þjóðarinnar, Landsvirkjun- ar. Hann verður að láta af öðrum hvorum starfanum — eða báðum. 4. Það er valdahroki af versta tagi þegar seðlabankastjórn segir að alþingismönnum komi ekki við offjárfesting bankans í Seðlabankahöll („yfir það sem ekki er til“ — nefnilega peninga) — því að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.