Morgunblaðið - 12.02.1985, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.02.1985, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 17 verið sé að byggja fyrir „eigið fé bankans". Það er ekkert til sem heitir „eigið fé Seðlabankans". Seðlabankinn er ríkisstofnun með þingkjörinni stjórn. Hagnaður Seðlabankans er „eigið fé þjóðarinnar". Þess vegna á að taka hagnað Seðlabankans í ríkissjóð. 5. Ég er fylgjandi þeirri stjórn- sýslureglu, að enginn emb- ættismaður stjórni sömu rík- isstofnuninni lengur en takmarkaðan tíma (t.d. 8 ár með heimild til framleng- ingar um 4 ár). Ég vil m.ö.o. „rótera" toppembættis- mönnum reglulega. Ég vil líka flytja þá til inn og út úr kerfinu. Item vil ég fá reynda menn úr atvinnulífinu inn í kerfið. Ég er á móti hinni dauðu hönd embættismanna- valdsins — og hélt satt að segja að Morgunblaðið væri það líka. Þegar af þeirri ástæðu er sjálfsagt mál að flytja embættismanninn Jó- hannes Nordal tii í kerfinu — og hefði átt að vera búið að því fyrir löngú. 6. Sem betur fer er enginn hörg- ull á snjöllum hagfræðingum með vorri þjóð. Má ég nefna nokkur nöfn af handahófi: dr. Þorvald Gylfason, dr. Vil- hjálm Egilsson, Ásmund Stefánsson, Sigurð B. Stef- ánsson, dr. Þráin Eggertsson, Þröst Ólafsson, Hallgrím Snorrason, Bolla Þór Bolla- son — og leyfist mér að nefna dr. Magna Guðmundsson, sem Seðlabankavaldið þóttist ekki hafa efni á að hafa í sinni þjónustu. Hann var ekki nógu mikill jábróðir. Fyrir nú utan Jón Sigurðsson, sem ég tel snjallastan hagfræðinga sinnar kynslóðar í Évrópu, en mætti gjarnan fara að breyta til. (Hina sem ég ekki nefni bið ég velvirðingar, en minni þá á að minna á sig með um- sóknum, þegar starfið verður auglýst.) Hvernig væri að leyfa ein- hverjum þessara að spreyta sig? Öldungastjórn hefur gefizt held- ur illa i Kreml; um það eru Morgunblaðsritstjórar áreiðan- lega sammála mér. — Ekki satt? Um persónu Jóhannesar Nor- dals er þarflaust að ræða í þessu viðfangi. Um góðar gáfur hans hef ég aldrei efazt, enda væri honum þá illa úr ætt skotið. Ég er t.d. þeirrar skoðunar, að mað- urinn hafi gert suma hluti stór- vel, einkum framan af í stór- iðjumálum — þótt peninga- málastjórn Seðlabankans hafi verið mestan part í skötulíki. Og eitt hefur hann gert stórvel: Það var að fela honum Haraldi mín- um Hannessyni að byggja upp þetta forláta bókasafn í Stór- holtinu eða hvar það nú er. Þar bíður áreiðanlega verðugt fram- tíðarverkefni bókmenntasinnuð- um hagfræðingi að létta undir með honum Haraldi mínum. Reykjavík, 10. feb. 1985. Með beztu kveðjum, Jón Baldvin P.s. Manstu eftir greininni sem Vilmundur skrifaði í gamla daga undir heitinu: „Hver kaus Jóhannes Nordal?" — Lestu hana. Og meðan ég man: Svo legg ég til að starfsliði Seðla- bankans vcrði fækkað um ca. helming; og síðan fært um set upp í Framkvæmdastofnunar- höll, þegar sú stofnun hefur ver- ið lögð niður (þ.e.a.s. ef Sjálf- stæðisflokkurinn getur einhvern tíma mannað sig upp í að efna eitthvað af kosningaloforðum sínum). Sami Jón Haldvin Hannibalsson er for- maður Alþýðuflokks. X-1500 DC-100. Sambyggöur magnari (2x32 w) og kassettutæki meö Dolby B suöminnkun og metal stillingu. (35-15 kHz). Tx-100. Útvarp meö FM stereo, AM-LW móttöku. PL-200. Beltadrifinn, hálfsjálvirkur plötuspilari. CB-200. Hljómtækjaskápur i rósaviöarliki meö glerhurö og á hjólum. CS-100. 40 watta hátalarar, (tónsvið 50-20 kHz). ferð kr. 28.400

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.