Morgunblaðið - 12.02.1985, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.02.1985, Qupperneq 21
MOBGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 21 Sólþurrkaður og saltaður hákarl á skúrþaki: karlarnir nota afurðina í stað tyggigúmmís, segir Stanley. Stanley og Dúdda við bát af því tagi, sem nú er notaður við Rauðahafsveið- arnar. Stanley benti á tundurspilli á skipalæginu: „Hentu byssunum í land og láttu mig hafa einn svona!" Flotaforinginn var ekki alveg viss um hvernig ætti að taka þessu en hann lét Stanley fá lítinn tundur- skeytabát eins og John Kennedy var á í seinni heimsstyrjöldinni og nú er verið að skvera hann til. Vopnin eru komin í land. Eðlurnar hlaupa um loftin Hitinn er þrúgandi í Massawa. Fötin límast við mann úti og inni, loftkælingin virkar ekki en Casa- blanca-vifturnar í loftinu veita nokkra fró. Red Sea-hótelið er glæsileg bygging í einskonar ít- ölsk-arabískum stíl. Þar fyrir utan er sundlaug, mergð af gargandi krákum í skrautlegum garði og eðl- ur hlaupa um loftin og eta flugur. Stanley og Dúdda hafa ekki orðið vör við nokkra pöddu í sínu her- bergi síðan eðlan settist þar að. Þar skammt frá er svo fangelsið og síð- an höfuðstöðvar fiskveiðiverkefnis- ins í Massawa. Þar er æðstur af hálfu Lútherska heimssambandsins virðulegur eldri eþíópi með ítalska takta, Adefris Bellehu. Hann held- ur gestum sínum ágætar veislur í Asmara og Massawa, var hátt sett- ur og menntaður embættismaður á keisaratímanum en er nú eignalaus og staða hans ótrygg. Hann segist ekki vilja útiloka að félagi formað- ur Mengistu Haile Meriam komi í heimsókn til Massawa. Klassískur gítar í villu lögreglustjórans Þeir Stanley og Claus Heding, danskur arkitekt og bátasmiður, sem verið hefur við verkefnið í rúmt ár, eru fulltrúar norrænnar samvinnu í þróunarhjálp í Eritreu. Heding er yfirvegaður og gæða- legur náungi, skeggjaður eins og danskur próvinskennari. Hann og frú Ingelise, sem æfir hljóðfæraleik og kennir tuttugu stúlkum sauma- skap í þokkalegum skúr á verkefn- issvæðinu, máttu búa fjóra mánuði á hótel Red Sea áður en þau fengu húsnæði — villu fyrrverandi lög- reglustjóra keisarastjórnarinnar. Húsið stendur í flæðarmálinu og maður getur látið tærnar dingla í Rauðahafinu milli skrautfiskanna, sem skjótast um. Þau bjóða upp á Gevalia-kaffi og IKEA-húsgögn. Claus og Ingelise hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með árangur erfiðis síns og bera Lútherska heimssambandinu hið versta sög- una: hjá því fyrirtæki standist fátt af því sem sagt er, skrifræðið hlýt- ur að vera að drepa forstjórana í Genf. Þau sakna þess líka að geta ekki komist annað en til Asmara í fri, það sé ekki mikið gaman að vera þar innan um alla hermennina. Þeirra intressur liggja á öðrum sviðum, til dæmis tónlist. Og svo spilar Ingelise ofurfínt á klassískan gítar úti á palli í morgunkyrrðinni. Eðlilegt samhengi hlutanna Þeirra vinna er tilraun eins og svo margt annað í þróunarmálum. Hann er að gera tilraunir með að byggja báta úr sérstaklega styrktu sementi um járngrind. í sjálfri höfninni má sjá litríka báta með sama lagi. „Það má ekki kippa hlut- unum úr eðlilegu samhengi sínu,“ segir Hedlund. Hann reiknar með að geta sett bátinn á flot eftir þrjá Gcorg SUnley Aðalsteinsson og Arndís I miðjum hópi samstarfsmanna í Massawa. Hægra megin við SUnley er Alula, ritari hans og túlkur, flugmennUður frá Boston og París. Norrænn saumaskapur undir stjórn Ingelise Heding. Námskeið í neUbætingum. Á bak við má sjá báUna, sem notaðir verða við veiðar með íslensku veiðarfærun- Þjóðin vill ekki þýöast herrann Fyrrverandi veitingahús í Massawa. mánuði og annan bát siðar, sem verið er að steypa upp. Hann leggur áherslu á að hér sé ekki um að ræða framleiðslu heldur tilraun. „Okkur hefur skort fé,“ segir Heding, „en nú á að verja einhverju í viðbót við þær fimm milljónir danskar, sem hafa farið í þetta hingað til. Það er ekki öllum ljóst, að þessi fjárfesting skilar sér tiltölulega fljótt. Ég hef trú á ferró-sementinu en ég held að það hefði hentað betur að byggja bát úr stáli eða timbri. Það er að vísu miklu dýrara — auk þess sem það er hreinlega ekki hægt að fá timbur." Kúlugöt í veggjum Lýsingum þeirra ber saman við ástandið sem kemur í ljós þegar ek- ið er um bæinn. Massawa er í fjór- um hverfum, þrjár eyjar tengdar fastalandinu með hlöðnum görðum. Stórir hlutar hans eru sundur- skotnir, hús hrunin og aðeins grunnarnir eftir í tugatali. Kúlugöt í veggjum. Þarna urðu harðir bar- dagar skæruliðahreyfinganna og stjórnarhersins fyrir fjórum-fimm árum og margir féllu. En þótt fólks- mergð sé á götunum hefur fækkað mikið í bænum undanfarin ár, úr 35 þúsund manns í liðlega tíu þúsund. Mikill skortur er á menntuðu fólki og iðnlærðu. í sjóhernum munu vera þrír iðnlærðir díselvélvirkjar. Fyrir ekki allt of löngu síðan voru þeir fimmtán. Það heyrist talað um að margir reyni að komast úr landi. Erfitt sé að komast frá Eritreu í aðra lands- hluta (ekki að það sé fýsilegur kost- ur heldur) en stundum komist fólk yfir Rauðahafið til Saudi-Arabíu, 350 sjómílna leið. Þar er griðland enda Saudi-Arabar meðal fárra stuðningsmanna frelsisfylkinganna í Eritreu og Tigre utanlands. Gár- ungar láta flakka að líklega muni sjómennirnir læra vel á nýju bát- ana og sigla síðan rakleiðis yfir hafið — „brúin yfir ána og allir fluttu suður". Danski dýptarmælirinn og aukatonnid Karlarnir í stöðinni hjá Stanley eru eldfljótir að taka veiðarfærin af bílnum. Einn sópar vandlega saman korni, sem leynist undir veiðar- færahrúgunni, og setur i poka. Það verður úr því súpa. Kafteinninn segir það grundvall- aratriði fyrir sig „að minnast aldrei á fjármál, trúmál eða stjórnmál. Ég er gestur í þessu landi.“ Þau Dúdda ætla að reyna að vinna vel á næstu tveimur árum og hlakka til að gera byrjað. Nokkurn spöl frá LWF- stöðinni er gamalt íshús, sem mætti nota fyrir ís- eða frystigeymslu. Dúdda, sem er menntaður fisk- tæknir og margreyndur verkstjóri úr frystihúsunum 1 Eyjum, gerir sér vonir um að þar megi vinna fisk og frysta. Þau hafa kennt sjómönn- unum að flaka fisk svo nýtingin hefur rokið upp um 25% og uppi í hillu í stöðinni fannst dýptarmælir sem sjómönnunum var kennt á og daginn eftir komu þeir með tonai meira en í síðasta túr. Úti fyrir er nægur fiskur — barracuda, rækja, hákarl, karfabróðir og makríll. Fyrir um 30 árum var í gangi al- þjóðlegt þróunarverkefni hér, þá komu á land i Massawa 8 þúsund tonn á ári, en I fyrra veiddu sjó- mennirnir fimmtíu á fimm litlum bátum, alls 40 tonn. Einn öngull og 10—15 faðmar af girni eru ekki slæm lífsbjörg fyrir sjómannsfjöl- skyldu í Massawa. Vasahnífur er gersemi. Ekki hægt að gera meira gagn Nú eru starfsmenn fiskveiðiverk- efnisins orðnir 200 og eiga að verða 1.000 eftir tvö ár. Þeir þúsund gætu verið fyrirvinnur helmings bæj- arbúa. Tveir af bátunum fimm verða notaðir á tveggja báta troll, hinir fá handfærarúllur og dorgið verður liðin tíð. Fiskur á hverjum öngli! „Það sem mig vantar er 15—20 tonna frambyggður stálbát- ur með nauðsynlegum tækjum — umfram allt að hægt sé að vera með línuspil og kraftblökk. Það er ekk- ert vandamál að útvega svona skip heima — það væri ekki hægt að gera þessu byggðarlagi meira gagn en með því að gefa hingað skip. Það gæti jafnframt verið skólaskip og orðið til mikils gagns,“ segir Stanl- ey. „Ef við tökum hér inn tíu þús- und tonn á ári, sem ég held að sé hægt, þá segir það sig sjálft að at- vinnuástandið gjörbreytist — hér er 90% atvinnuleysi, er mér sagt.“ Skothvellir og liðsflutningar Um morguninn heyrast spreng- ingar utan við borgina. Einhverjir hvellir eru greinilega skothríð — „þeir gætu verið að æfa sig“ — en aðrir gætu verið frá grjótnámi utar á flóanum, þar sem liggja nokkur stór flutningaskip, sundurbrunnin eftir bardagana forðum. Á leiðinni baka til Asmara mætum við einum tólf stórum vörubílum, fullum af ungum hermönnum með sjálfvirku rifflana sína og vatnskönnurnar. Þeir eru áreiðanlega þúsund eða fleiri. Sumir eru glaðbeittir og víg- reifir að sjá, aðrir óstyrkir og lítt þjálfaðir sveitastrákar, sem eiga að fara að berjast við bræður sína i fjarlægum landshluta og fjandsam- legum. Þegar við höfum ekið í rúman hálftíma upp frá Massawa stöðvar bílstjórinn Land-Rover jeppann og fer í peysu. Rakur hitinn er að kom- ast niður fyrir 35 stig. V_, .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.