Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 A KAFII SNJO Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum, að veturinn hefur verið harður í Bandaríkjunum og er þessi mynd gott dæmi um það. Hún er ekki tekin í Norðurríkjunum eins og ætla mætti, heldur í Kaliforníu, þar sem venjulega er sól og blíða allan ársins hring. Mengele á faralds- fæti í S-Ameríku London, 11. febrúar. AP. DR. JOSEF Mengele er á stöðugum ferðalögum um nokkur ríki í Suður- Ameríku og lætur ferðaskrifstofu í Paraguay sem er undir stjórn gamals nazistaforingja sjá um ferðalögin, að því er Sunday Times sagði um helgina. Sunday Times sagði að Mengele dveldist þó einkum í Paraguay og væri í skógarhýsi sínu lengstum, en stundum þó í einkabústað á herstöð sem væri vandlega gætt einhvers staðar í landinu. Hann hefur einnig sézt í grennd við sumarhöll Alfreds Stroessner for- seta og þess á milli bregður hann Kalt hjá Norðmönnum Osló, 11. febrúar. AP. MESTA frost var í Osló um helg- ina í nítján ár, eða 24,9 stig. Áður hafði mælzt mest frost í Ósló í febrúar 1966 eða 25 stig, og var það mesti kuldi þar síðan 1893, er einn dag mældust 25,2 stig. sér svo til Argentínu og Brazilíu. Sunday Times sagði að Mengele virtist ekki gera neitt sérstakt til að dyljast né vera í felum og ýmsir hefðu borið að þeir hefðu séð hann annað veifið og síðast nú alveg nýlega. Hörð orð Jaruzelskis um Bandaríkiastjórn Nýju Delhí, II. febniir. AP. WW WW JARUZELSKI hershöfðingi hinn pólski kom í opinbera heimsókn til Ind- lands í dag og mun fljótlega eiga fund með Rajiv Gandhy og fleiri ráða- mönnum í Indlandi. Hann gaf „The Indian Times“ kost á viðtali þar sem hann dró ekkert undan. Hann fór hörðum orðum um samskipti Pólverja og Bandaríkjanna, sagði Bandaríkjastjórn hafa reynt að einangra Pólland efna- hags- og stjórnmálalega allar götur síðan 1981, en það hefði hins vegar mistekist hrapallega. „Bandaríkjastjórn hefur verið að slaka á klónni í ýmsum málum, en það er ekkert annað en sýndar- mennska og varðar einungis auka- mál, allt er við það sama í aðal- málum. Með sér hafa Bandaríkja- menn fengið ýmsar aðrar þjóðir Vesturlanda, en ýmsar þeirra hafa verið að sjá ljósið og vitleysuna í þessu öllu saman í seinni tíð,“ sagði hershöfðinginn og bætti við að auk þessa styddi Bandaríkja- stjórn við bakið á ýmsum öfgahóp- um sem ynnu að þvi að bola stjórn sinni frá völdum. Jaruzelski sagði jafnframt, að það væru Bandaríkjamenn sjálfir sem væru nú sem óðast að ein- angrast vegna harðlínustefnu sinnar þar sem óraunsæin réði ríkjum. Hann benti á heimsóknir aðstoðarutanrikisráðherra Bret- lands, forsætisráðherra Grikk- lands og utanríkisráðherra Aust- urrikis, Finnlands og Ítalíu máli sínu til fulltingis. Sagði hershöfð- inginn að samskipti Póllands og Bandaríkjanna hefur ekki verið jafn slæm síðan 1919, er stjórn- málaslit urðu. Sprengiárás við landamæri Líbanons vekur ugg í ísrael Tel Avnr, 11. febrúar. AP. CmJ . febrúar. AP. SHIMON Peres, forsætisráðherra ísraels sagði á fundi með hollenzk- um gyðingum, sem eru í heimsókn í Tel Aviv, að loftárásir ísraela á skæruliðastöðvar PLO í Líbanon á sunnudag og mánudag hefðu verið nauðsynleg fyrirbyggjandi ráðstöfun til að sýna fram á að ísraelar létu ekki árásir á hermenn sína afskipta- lausa. Árás ísraela var gerð eftir að tvær sprengjur sprungu skammt frá Metulla við landamæri Líban- ons og ísraels. Þrír létu lífið og nokkrir særðust. Atburðurinn við Metulla er litinn alvarlegum aug- um í ísrael, þar sem ísraelar hafa í nokkur ár haft mjög stranga gæzlu á þeim slóðum og Gæða- gerði er þar í grenndini, en það var eina leiðin fær og leyfð milli landanna áður en ísraelar réðust inn í Líbanon. ísraelska útvarpið sagði, að sprengjuárásin í Metulla væri einn alvarlegasti atburður- inn um langar tíðir og sýndi svo ekki væri um villzt, að skæruliðar væru að færa sig upp á skaftið á þessum slóðum. Talið er að ísrael- ar muni eftir þennan atburð herða mjög gæzlu þarna og ef til vill hægja enn á brottflutningi og til- færslu herja sinna í Suður-Líban- on. Um helgina sneru heim til ísra- els, sex menn, þrír gyðingar og þrír Arabar, sem höfðu farið til Túnis og rætt við Yassir Arafat. Ritskoðari ísraelska hersins lét óátalið að fréttaritari AP sendi frá sér frásögn um málið og telst það óvenjulegt. Mennirnir sögðu að Arafat vildi óumdeilanlega að samkomulag yrði gert við ísraela, svo fremi Palestínumönnum væri tryggður mannsæmandi réttur í landi sínu. Til mótmælaaðgerða kom við Ben Gurion-flugstöðina eftir að fréttist að mennirnir hefðu rætt við Arafat. Þá segir í fréttum frá ísrael um helgina, að israelska stjórnin sé nú að íhuga að arabiskir borgar- stjórar verði settir í embætti í fjórum bæjum á Vesturbakkan- um. Gæti sú skipan mála leitt til að ögn meiri kyrrð yrði á þeim slóðum. ísraelar ráku borgar- stjóra frá þessum bæjum úr störf- um fyrir nokkrum árum og sögðu að þeir væru grunaðir um stuðn- ing við PLO. Hafez Assad, forseti Sýrlands. Sýrland: Assad kjörinn með 99,97 % Itamaskus. II. febrúsr. AP. HAFEZ Assad, forseti Sýrlands var endurkjörinn forseti næsta sjö ára kjörtímabil og fékk 99,97 prósent at- kvæða. Forsetinn var einn í kjöri. Talsmaður stjórnarinnar í Damask- us sagði frá þessum „glæsilega árangri“ eins og hann orðaði það. Hann sagði að aðeins 376 manns hefðu greitt atkvæði gegn forsetan- Assad, sem er 54 ára, komst til valda í Sýrlandi árið 1970 og var kjörinn forseti árið eftir og siðan endurkosinn árið 1978. Hann var þá einn í kjöri eins og nú. Þá fékk hann 99,6 prósent atkvæða og sagði talsmaður stjórnarinnar, að atkvæðaaukningin nú sýndi hversu Assad væri elskaður og virtur af löndum sínum. „Stefna ekki að öðru en heimsyfirráðum — segir fyrram háttsettur Sovétmaður um leiðtogana í Kreml U Síberíuflug án viðkomu Moskvu, 11. febrúar. AP. SOVÉSK yfirvöld hafa veitt japanska flugfélaginu JAL heimild til að fljúga án viðkomu yfir Síberíu á leiðinni milli Japans og Evrópu, og tekur heimildin gildi í aprflmánuði 1986, að því er talsmenn JAL í Moskvu sögðu í dag, mánudag. New York, 11. febrúar. AP. ARKADY Shevchenko, sem var háttsettur, sovéskur sendimaður þegar hann baðst hælis í Bandaríkjunum árið 1978, segir í væntanlegri bók sinni, að tvö helstu markmið Sovétmanna með njósnunum séu að komast yfir háþróaðan tæknibúnað og greiða götu hryðjuverkamanna. Flugfélagið fær að fara fjórar ferðir í viku hverri og er þetta í fyrsta skipti sem Sovétmenn leyfa erlendu flugfélagi að fljúga yfir Síberíu án viðkomu í Sovétríkjun- um. Yfirmaður JAL í Moskvu, Tak- esaburo Yamamoto, kvað ferða- tímann mundu styttast um tvo til þrjá tíma með því að fljúga beint frá Japan til Evrópu. Með því að stansa í Moskvu tekur ferðin um 15 klukkustundir. Félagið mun einnig halda uppi áætlunarflugi á þessari leið með viðkomu í Moskvu, eins og verið hefur. í tímaritinu Time, dagsett 18. febrúar, eru birtir útdrættir úr bók Shevchenkos, „Snúið baki við Moskvu", og kemur þar fram, að rúmlega helmingur 700 Sovét- manna í New York sé njósnarar eða á snærum KGB, sovésku leyni- þjónustunnar. Shevchenko segir um einn þess- ara njósnara, sem vann fyrir sov- ésku senidnefndina hjá Samein- uðu þjóðunum og var rekinn frá Bandaríkjunum árið 1969, að hann hafi verið gagntekinn af þeirri hugmynd að eyðileggja raforku- kerfið í New York. Um bygg- ingarnar í New York sagði þessi maður einu sinni: „Þær virðast svo sterkar, svo miklar, en í raun eru þær aðeins spilaborg. Nokkrar sprengjur á réttum stöðum og far- vel Frans." „Sovétmann þjálfa hryðju- verkamenn í Sovétríkjunum og annars staðar og markmiðið með því er að valda óvissu og ókyrrð meðal þeirra þjóða þar sem stöð- ugleiki ríkir og að auka á ringul- reiðina í þriðja heiminum,“ segir Shevchenko. Shevchenko fer hörðum orðum um forystuliðið í Kreml og há- stéttina, sem hann tilheyrði áður sjálfur. Á sínum tíma var hann einkaráðgjafi Andrei Gromykos, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og hann segist hafa séð „hræsnina og spillinguna", sem einkenndu sovésku leiðtogana. „Þeir höfðu meira að segja bandamenn sína í flimtingum, sögðu um þá ósmekklega brandara og voru ekkert að fara í felur með, að þeir ætluðu sér ekki að leyfa neitt frelsi í bandalagslöndunum. Þeir stefna ekki að öðru en heims- yfirráðum, eru hinir sönnu heims- valdasinnar, þótt þeir noti það orð sem skammaryrði um aðra,“ segir Shevchenko í bók sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.