Morgunblaðið - 12.02.1985, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985
Minning:
Björg Magnúsdóttir
frá Túngarði
Fædd 8. júní 1888
Dáin 2. febrúar 1985
Mín hjartkæra Björg er látin.
Södd lífdaga eftir nær 97 ára
lífsgöngu. Aldrei oftar fæ ég að
halda i hlýja hönd hennar og finna
yl ástar og blíðu streyma um mig.
Eigingjörn syrgjum við sem eftir
stöndum þessa yndislegu konu,
sem þráði svo heitt að fá að sofna
svefninum langa, en var þó veit-
andi til hinstu stundar.
Veitandi er hún í fyrstu minn-
ingu minni um hana, þegar ég átta
ára hnáta kom til hennar köld og
skjálfandi snemma morguns eftir
að hafa tekið fyrstu sporin í at-
vinnulífinu — borið út blöð í Hlíð-
unum. Fyrr en varði sat ég yfir
rjúkandi súkkulaði og kökum og
fann ylinn streyma um mig.
Það varð að vana að enda blað-
burðinn í Drápuhlíðinni hjá
t
Eiginkona min, móöir og tengdamóöir okkar,
LAUFEY ÓLAFSDÓTTIR,
Meöalholti 14,
lést i Borgarspitalanum laugardaginn 9. febrúar sl.
Sveinbjörn Sigurösson,
born og tengdabörn.
t ÁGÚSTA RAFNAR, Suóurhólum 28, Reykjavfk,
andaöist i Landspitatanum laugardaginn 9. febrúar.
Þórunn Rafnar, Hildur Padgett, Stefán Jóhannsson Jóhann Hjélmtýsson, Hallgrfmur G. Jónsson, James Padgett, Katrfn Árnadóttir.
Maöurinn minn. t BALDURGUNNARSSON,
Engihjalla 1,
Kópavogi,
er látinn. Sigrföur Ellertsdóttír.
t
Faöir okkar og tengdafaöir,
ÍVAR ÞÓRARINSSON
hljóöfærasmiöur
Öldugranda 3,
lést i Landakotsspitala þann 10. febrúar.
Börn og tengdabörn.
t
Stjúpfaöir og bróðir okkar
ÓSKAR H. HALLDÓRSSON,
Brautarholti 20,
lést í Landspítalanum 8. febrúar sl.
Fyrir hönd stjúpbarna og systkina hins látna.
Jóna G. Ásgeirsdóttír.
t
Móöir min, tengdamóöir og amma,
HREFNA BERGSDÓTTIR,
lést i Borgarspítalanum þann 10. febrúar.
Helga Þorkelsdóttir, Páll Þorgeirsson,
Hrefna Pálsdóttir, Hildur Droplaug Pálsdóttir.
t
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
SVAVA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Hvassaleiti 17,
veröur jarðsungin frá Háteigskirkju miövikudaginn 13. febrúar kl.
15.00.
Eberhardt Marteinsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Björgu hvern dag, og þar, á kist-
unni hennar, í ró morgunsins,
kenndi hún mér að prjóna um leið
og fróðleikurinn streymdi af vör-
um hennar. Fróðleikur um afa og
ömmu, langafa og langömmur,
Fellsströndina, Staðarfell og Arn-
arbæli þar sem hún átti flest
æskusporin.
Hún sagði mér frá leikjunum,
fjörunni, klettunum, fólkinu. Hún
sagði mér frá því hvernig hún rað-
aði vísunum sinum á þúfurnar í
túninu og sperrurnar í baðstof-
unni.
Úr frásögn hennar skein ást og
gleði og ósjálfrátt fór ég að elska
þetta allt sem ég aldrei hafði aug-
um litið.
Hún mundi þann heim sem horf
inn var, hún átti þær minningar
t
Konan mín og móðir,
GUÐRÚN GEIRMUNDSDÓTTIR,
sem lést i Landspitalanum 6. febrúar sl., veröur jarösungin frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 15.00. e.h.
Guómundur Heiöar Guöjónsson,
Heiörún Ásta Guömundsdóttir.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Grensásvegi 58,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 14. febrúar kl.
13.30.
Hulda Magnúsdóttir, Haukur Guðjónsson,
Gylfi Magnússon, Hulda Magnúsdóttir,
Jón H. Magnússon, Frióa fsaksdóttir,
Hjördfs Magnúsdóttir,
Rúnar Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Maöurinn minn, fósturfaöir, tengdafaöir og afi,
OTTÓ ODDSSON,
Ásbraut 3,
Kópavogi,
verður jarösunginn frá Kópavogskirkju miövikudaginn 13. febrúar
kl. 13.30.
Aöalheiöur Einarsdóttir,
Gunnhildur Gunnarsdóttir,
Magnús Gunnarsson,
Aöalheiöur Magnúsdóttir,
Gunnar K. Magnússon.
t
Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
BERGÞÓRUJÓNSDÓTTUR,
Nökkvavogi 4,
fer fram frá Fossvogskirkju á morgun miövikudaginn 13. febrúar,
kl. 3 e.h.
Blóm og kransar vinsamlega afbeönir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á SÍBS.
Indiana Sigfúsdóttir,
Síguröur Sigfússon,
Gylfi Guömundsson,
og barnabörn.
t
Bróöir okkar,
EINAR E. ÓLAFSSON,
Hrefnugötu 1,
sem lést 6. febrúar veröur jarðsunginn frá Frikirkjunni i Reykjavik
fimmtudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afbeöin en
þeim sem vildu minnast hans er bent á Landgræöslusjóö.
Sigrún Ólafsdóttir,
Gunnar Ólafsson,
Anna M. Ólafsdóttír,
Ágústa Ólafsdóttir,
Vilborg Ólafsdóttir,
Ragnar Ólafsson,
Ólafur K. Ólafsson,
Jón A. Ólafsson.
t
Útför móöur okkar,
RÓSU ÞORLEIFSDÓTTUR
bókbandsmeistara,
fer fram frá Laugarneskirkju miövikudaginn 13. febrúar kl. 13.30.
Helga, Asta og María Karlsdætur.
sem hvergi var lengur að finna og
hún vissi verðmæti þeirra.
Eins og svampur sat ég við
fótskör hennar og drakk í mig
fróðleik og sögur.
En um leið skildi hún barnssál-
ina, þarfir hennar og takmörk. Og
heitt súkkulaði og prjónlesið vöfðu
ásamt fróðleiknum þann unaðs-
hjúp sem barnssálin aldrei gleym-
ir.
Björg Magnúsdóttir fæddist 8.
júní 1888 að Knarrarhöfn í
Hvammssveit í Dalasýslu. For-
eldrar hennar voru Magnús Frið-
riksson, búfræðingur, oddviti og
bóndi, lengst af á Staðarfelli, son-
ur Friðriks bónda á Skerðings-
stöðum Nikulássonar, og Bjargar
Grímsdóttur frá Hvammsdal í
Saurbæ.
Móðir Bjargar var Soffía
Gestsdóttir, dóttir Gests bónda á
Skerðingsstöðum og Þuríðar Vig-
fúsdóttur frá Fagradalstungu.
Þau Magnús og Soffía voru þre-
menningar, bæði barnabarnabörn
Orms Sigurðssonar í Fremri-
Langey, sem Ormsætt er frá kom-
in.
Það var engin tilviljun að Björg
Magnúsdóttir óf mér þann un-
aðshjúp sem ylja mun mér alla tíð.
í meira en heila öld hafa forlögin
fléttað saman líf okkar nánustu og
styrkt og treyst ættarböndin.
Fyrir 110 árum kom Vigdís
langamma min með lítinn reifa-
stranga til Þuríðar systur sinnar,
ömmu Bjargar. I stranganum lá
amma mín, Sigurbjörg Guð-
brandsdóttir, og gekk Þuríður
henni í móðurstað upp frá því.
Þær frænkurnar, amma mín og
Soffía dóttir Þuríðar og móðir
Bjargar, ólust því upp saman.
Tæpum tuttugu og fimm árum
síðar var lagður lítill drengur í
fang Soffíu, það var móðurbróðir
minn, Magnús Zophanías. Hjá
henni og manni hennar dvaldi
hann alla sína daga, þar til hann
drukknaði 22 ára gamall ásamt
Gesti einkasyni þeirra hjóna.
Og strangarnir sem færðir voru
í fang Soffíu urðu fleiri. Móðir
mín kom að Staðarfelli til þeirra
hjóna, Magnúsar og Soffíu, tæp-
lega eins árs, og var skírð í höfuð-
ið á heimasætunum tveim, Björgu
og Þuríði. Þuríður giftist síðar
Sigfinni Sigtryggssyni bónda á
Hofakri í Hvammssveit. Af mörg-
um hlýjum föngum á Staðarfelli
var eitt þó allra best — fang
Bjargar. Björg reyndist móður
minni sem besta móðir og hjá
henni og manni hennar Magnúsi
Jónassyni ólst hún upp til 12 ára
aldurs er hún flutti aftur heim til
foreldra sinna.
Kynslóð eftir kynslóð hefur því
geislað yl og umhyggju til mín og
minna frá þessu góða frændfólki
mínu.
Björg Magnúsdóttir var gáfuð
kona og vel menntuð. Sauma lærði
hún hjá Þorsteini Guðmundssyni
klæðskera á ísafirði og bóklegar
greinar hjá sr. Kjartani Helga-
syni, Hvammi í Dölum, og sr. As-
geiri Ásgeirssyni sama stað. Rúm-
lega tvítug nemur hún Ijósmóður-
fræði í Reykjavík og lýkur prófi
1910. Starfaði hún síðan sem
ljósmóðir í Fellsstrandarhreppi í
41 ár við mikla farsæld. Elskuð og
dáð af jafnt konum sem körlum.
Alls staðar bar hún með sér birtu
og yl, mat og klæði, styrk og kjark.
I alls kyns veðrum, jafnt í færð og
ófærð, reið hún óbrúaðar árnar —
ætíð í söðli — til þess að komast
til skjólstæðinga sinna í tæka tíð.
Björg var sérstaklega vel ritfær og
hafa birst eftir hana frábærar
frásagnir af ýmsu sem fyrir bar í
Ijósmóðurstarfinu. Björg elskaði
starf sitt og allir elskuðu hana.
Á vori æskunnar skein sólin
ætíð skært og hlýtt í frásögnum
Bjargar. En á langri ævi skiptast
á skin og skúrir og Björg fór ekki
varhluta af sorginni. Haustið 1920
farast bróðir hennar, Gestur, og
fósturbróðir, Magnús, ásamt
tveim öðrum við Hjalleyjar á
Hvammsfirði. Við það slys lagðist
ekki bara dimmur skuggi yfir
Staðarfell heldur sveitina alla.
Samhryggð og hlýhugur sveitung-
anna sýndi sig best í því að á
næstu árum var átta eða tíu
sveinbörnum í sveitinni gefið
nafnið Gestur.