Morgunblaðið - 12.02.1985, Page 48

Morgunblaðið - 12.02.1985, Page 48
48 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 Klassískt kvöld í Arnarhóli nk. miðvikudagskvöld Marakvartettínn leikur kammertónlist undir borðhaldi. NÝR, STÓRKOSTLEGUR SÉRRÉTTASEÐILL. NÝJUNG í KONÍAKSSTOFUNNI Eftir Ijúffcngan kvöldverð er notalcgt að setjast í koníaksstofuna og hlusta á klassíska músík. Hinn bráðcfnilegi bassasöngvari, Vidar Gunnarsson. syngur fyrir gesti okkar. Viðar stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík, hann hefur verið við framhaldsnám hjá dr. Folkc og Gunnvor Sallström í Stokkhólmi. Viðar hefur tckið þátl í nám- skeiðum hjá Erik Werba og einnig hjá Hclene Karusso og Kostas Paskalis. Hann hefur komið fram scm einsöngvari við ýmis tækifæri, bæði í Svíþjóð sem og hér á landi. Undirleikari hjá Viðari er Selma Gudmundsdóltir. Með ósk um að þið eigið ánœgjulega kvöldstund. ARNARHÓLL Á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrœtis. Bordapcintanir í síma 18833. " ' -------------------- Árni Gestsson forstjóri Globus og ístékk og Gestur Árnason við einn „glæsi- vagninn'*. Nýr Zetor frá ístékk ÍSLENSK-Tékkneska verslunarfélag- ið hf., ístékk, hefur hafíð innflutning og sölu á nýrri gerð Zetor dráttarvéla frá Tékkóslóvakíu. Fluttar eru inn 4 mismundandi gerðir og stærðir véla, 47 og 65 hestafía, með og án drifí á öllum hjólum. Á blaðamannafundi sem stjórnendur fstékks boðuðu til fyrir skömmu var sérstök athygli vak- in á gerð 5245 sem er 47 ha. með drifí á öllum hjólum og sagt að með til- komu þessarar dráttarvélar væri í fyrsta skipti mætt brýnni þörf fyrir hentuga heimilisdráttarvél á góðu verði. Margvíslegur aukabúnaður fylg- ir vélunum og segir í fréttatilkynn- ingu frá ístékk að engin dráttarvél hafi verið seld hér á landi með eins fullkomnum útbúnaði og þessar nýju dráttarvélar frá Zetor. Til að gefa einhverja hugmynd um þenn- an útbúnað má nefna stórt hljóð- einangrað hús með miðstöð, sterío útvarpi og segulbandi. Með fylgja leiðbeiningar um notkun og um- hirðu vélanna á snældu til að auð- velda eigendum umhirðu og auka endingartíma vélanna. Þá hefur vélinni verið breytt þannig að nú á hun að vera 20% sparneytnari. Er fullyrt að þessar nýju Zetor drátt- arvélar séu að fullu sambærilegar við það sem best er framleitt í Vestur Evrópu. „Frá árinu 1980 hefur verið lítil sala á dráttarvélum og öðrum tækjum til landbúnaðarins, bænd- ur hafa verið að spara við sig. Við teljum að það séu takmörk fyrir því hvað hægt er að draga lengi endurnýjun á vélum. f fyrra var stöðug aukning í sölunni og við reiknum með að það verði einnig í ár. Við höfum reynt að hjálpa mönnum til að endurnýja reglulega með því að bjóða vélarnar á sem hagstæðustu verði og með kjörum sem þeir geta ráðið við. Enda er það svo að í stöðugu fjársvelti Stofnlánadeildar landbúnaðarins hafa margir bændur getað keypt Zetor dráttarvélar án þess að njóta fyrirgreiðslu sjóðsins,“ sagði Gest- ur Árnason, framkvæmdastjóri hjá fstékk, í samtali við Mbl. þegar hann var spurður að því hvort auk- in vélakaup væru það sem landbú- naðurinn þyrfti á að halda á þeim erfiðleikatímum sem hann er nú í. fstékk hefur annast innflutning og sölu á Zetor dráttarvélum hér á landi síðan 1969. Fyrirtækið er rek- ið í náinni samvinnu við Globus hf. og í sömu húsakynnum að Lágmúla 5, enda eru eigendur og stjórnend- ur fyrirtækjanna að mestu leyti þeir sömu. Zetor hefur verið mest selda dráttarvélin hér á landi sl. 6 ár með 37—53% af árlegum drátt- arvélainnflutningi. Velti Zetorinn Massey Ferguson af stalli, en sú tegund hafði oft verið mest selda dráttarvélin árin þar á undan. Á þessum 15 árum hafa verið fluttar um 2.500 Zetor dráttarvélar til landsins. Vörumarkaðs veisludisk vegsamar góður kokkur. í byrjun viku borðið fisk úr borðunum hjá okkur. Fiskur er besta fæði, fiskur er algjört æði VÖRUMARKAEXJRINN ARMULA EIÐISTORGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.