Morgunblaðið - 12.02.1985, Síða 51

Morgunblaðið - 12.02.1985, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 51 Ljósmynd Flugleiðir/Lennart Carlen Tómas Á. Tómasson sendiherra opnaði íslandskynningu Flugleiða og Holi- day Inn í Lúxemborg. Ásamt honum eru á myndinni Helga Norland, Erla Karlsdóttir, Susette Carlen og Birgir Karlsson. SHARP Námskeið í meðferð og matreiðslu í örbylgjuofnum Fimmtudagana 14. febrúar, 21. febrúar og 28. febrúar kl. 20 í verzluninni aö Hverfis- götu 103. Stjórnandi námskeiöanna er Jenný Sigurðardóttir hússtjórn- arkennari. Þátttaka tilkynnist í síma 17244. íslandskynning í Luxemborg HINN 6. febrúar sl. hófst á Hotel Holiday Inn í Lúxemborg íslands- kynning sem Flugleiðir og Holiday Inn standa fyrir. Kynningin er undir heitinu „Taste of Iceland“ og í henni Uka þátt ýmis fyrirtæki og stofnanir frá fslandi. Tómas Tómasson ambassador fslands í Lúxemborg opnaði kynn- inguna en að því loknu voru sýnd- ar íslenskar tískuvörur en flug- freyjur og flugþjónar Flugleiða auk þess sem þau sáu um kynn- ingu á þeim vörum sem útstillt er á hótelinu. íslandskynningin stendur til 24. febrúar og þangað til leiks Haukur Morthens og hljómsveit hans fyrir dansi á hverju kvöldi á Holiday Inn. Við opnunina voru um 300 manns. „Búðirnar breyttust úr þögulli drauga- borg í lifandi þorp“ Úr bréfi frá Sigríði Guðmundsdótt- ur hjúkrunarfræðingi í Eþíópíu RAUÐA krossi ísiands barst nýlega bréf frá Sigríði Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðingi, en hún hefur undanfarna mánuði dvalið við hjálp- arstarf í Eþíópíu. Hluti úr bréfi Sig- ríðar fer hér á eftir: „ ... í hungursneyð sem þessari verða mörg börn munaðarlaus. Ég sá um þau í Bati. Þau eru á aldrin- um 2—14 ára. Þegar þau koma til okkar svöng og allslaus eru þau eymdin uppmáluð. Nokkur þeirra eru dáin og er mér nær að halda að þau hafi dáið ur vonleysi og óöryggi. Það er því mikilvægt að veita þessum börnum ást og um- hyggju. Mínar bestu stundir voru þegar ég eyddi síðasta hálftímanum í vinnunni á hverjum degi til þess að leika við þessi börn og þegar ég fór á kvöldin út í búðirnar tií þess að koma þeim í ró. Nú eru 30 mun- aðarlaus börn í Bati. Námskeið um skipulagn- ingu vinnu Á VEGUM Kvenréttindafélags ís- lands verður í dag endurtekið námskeið þar sem Sigríður Snæv- arr, sendiráðunautur, fjallaði um ýmsar aðferðir til að skipuleggja vinnu og stjórna tíma. Námskeiðið var fyrst haldið fyrir viku og var þá fullskipað. Námskeiðið hefst klukkan 1” að Haliveigarstúöuiii. Fyrir nokkru voru 45 börn flutt til Addis á nýtt heimili fyrir mun- aðarlaus börn. Það er rétt fyrir utan Addis í fallegu umhverfi. Við Maggi (Magnús Hallgrímsson, verkfræðingur, sem einnig starfar í Eþiópiu á vegum RKt) fórum i heimsókn til þeirra og urðu miklir fagnaðarfundir þegar ég hitti þau aftur. Sérstaklega þegar ég hitti Muhammed Sigga. Það er 3 ára snáði sem við fundum umkomu- lausan í Bati. Hann gat lítið talað og vissi ekki hvað hann hét. Þá ákvað ég að kalla hann Mu- hammed. En það var ekki nóg því fólk hér fær eftirnafn eftir skírn- arnafni föður eins og heima á ís- landi. Og þar sem ég reyndist vera nánasti „ættingi" barnsins fannst samstarfsfólki mínu tilvalið að hann bæri mitt nafn svo blessað barnið þarf að bera nafnið mitt til æviloka. Það var mjög ánægjulegt að sjá börnin heilbrigð og ánægð en það sorglega er að heimilið á við fjár- hagsörðugleika að stríöa og getur ekki tekið við fleiri börnum ..." í sama bréfi segir Sigríður ennfremur: „ k þessum 11 vikum sem ég var í Bati sá ég miklar breytingar í búðunum. Þær breyttust úr þög- ulli draugaborg í lifandi þorp. Nú eru um 23.000 manns þar. Um miðjan desember fórum við að sjá verulegan árangur. Ástæð- an er sú að við fengum nógan mat til úthlutunar og nóg af teppum og tjöldum ... Hæst fór dánartalan uppí 120 á dag, mest börn, en er nú kormn níCar i 20—„0 3 uog." HLJOMBÆR HLJOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 NÚERANN ENN Á NORÐAN og Húsgagnahöllin áBíldshöíða er stútíull ai norðanvörum. Góðum vörum á góðu verði, sem íjúka út jaínharðan. Á BOÐSTÓLUM: Sport- og gallabuxur, úlpur, mittisstakkar, skyrtur, sokkar, margs konar bamaíatnaður og innQuttir skór. ENNFREMUR: Prjónajakkar, peysur, vettlingar, treílar, húíur og legghlííar. LÍKA: Mokkaíatnaður margs konar á góðu verði, herra- og dömujakkar, kápur og írakkar og mokkalúífur, h úíur og skór á böm og íullorðna. ÞAR AÐ AUKI: Teppagœrur, trippahúðir og leður til heimasaums. EINNIG: _ Teppabútar, áklœði, gluggatjöld, buxnaeíni, kjólaeíni og gullíalleg ullarteppi á kostakjörum. OG AUÐVTTAÐ: Gam, meðal annars í stórhespum, loðband og lopi. Strœtisvagnateiðii: Frá Hlemmtoigi: Leið 10 Frá Lœkjaigötu: Leið 15 OP'5- lf^dag * — V/SA *mEsmimiA* SAMBANDSVERKSMIÐJANNA Á AKUREW

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.