Morgunblaðið - 29.03.1985, Page 46

Morgunblaðið - 29.03.1985, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 Haukar bikarmeistarar Hörkuleik lauk með naumum sigri Hauka IWW lyiNKH nauKa meo Mfc—*MI1 ( Wkalolc. „Hápunktur- inn á keppnis- tímabilinu“ — Þaö er búið að vera hrika- legt élag é okkur undanfarna daga. Og þaö kom fram á leik okkar í kvöld. Við vanmátum ekki KR síður en svo. Enda eru þeir með gott liö og léku mjðg vel í kvöld. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim fyrir skemmtilegan og góðan leik. Þetta er hápunkt- urinn á keppnistímabilinu, sagði hinn snjalli leikmaöur Hauka Pálmar Sigurösson eftir leikinn í gasr. — Loks tókst okkur aö vinna stóran titil. Þaö munaöi svo litlu aö viö yröum Islandsmeistarar og þaö heföi veriö rosalegt ef viö heföum misst af þessum titli líka. Mér var ekki fariö aö standa á sama í lok leiksins þegar allt var í járnum og ekkrt mátti útaf bregöa. En viö höföum þaö sem betur fer sagöi Pálmar og Ijómaöi af gleöi. — ÞR Metalo vann Crevenka með tíu marka mun LIÐ Metaloplastíka sigraði Crvenka, sem Víkingar slógu út úr Evrópukeppninni í vetur, í æfingaleik fyrir viðureignina við FH, á fimmtudagskvöldið í Zorka-höllinni í Sabac með 30 mörkum gegn 27. Crvenka var yfir í leikhléi, 15:12. Fyrir stuttu sigraði Metaloplastika þetta sama lið með tíu marka mun í deildinni. Þess má geta að eftir 16 leiki í júgóslavn- esku 1. deildinni hefur Metal- oplastika unnið 15 og tapað aðeins einum. Liðið er því langefst meö 30 stig. Næsta lið er með 22 stig eftir 17 leiki. Haukar urðu bikarmeistarar í körfuknattleik f Laugardalshöll ( gærkvöldi í æsispennandi leik við KR. Fóru Haukar með nauman sigur af hólmi, 73:71. Lögðu þeir sig í framkróka og börðust með oddi og egg eftir að hafa verið 6 stigum undir í hálfleik, en þá var staðan 47:41 fyrir KR. Er flautan gall ( leikslok braust út mikill fögnuður meðal mörg hundruö stuðningsmanna Haukanna, sem voru í meirihluta í Höllinni. Leikurinn í gærkvöldi var eins og úrslitaleikir gerast beztir, gíf- urtega spennandi frá fyrstu min- útu til hinnar síðustu. Var hann vel leikinn af beggja hálfu, hraði var venjulegast mikill, varnir góð- ar, glæsilega skoraðar körfur og haröfylgi mikið. Bæði liöin lögöu allt í sölurnar. KR-ingar höföu bikarmeistaratignina að verja og Haukarnir vildu bæta sér upp tapið í úrslitakeppninni um ís- landsmeistaratitilinn í síðustu viku. Haukarnir byrjuöu leikinn af krafti og komust í 6:2, og þótt KR-ingum tækistfljótt aö jafna var staöan örstuttu seinna 12:6 fyrir Hauka og síöar 20:13. En þá hljóp í baklás i drjúgan tíma hjá Hauk- um, og gengu KR-ingar heldur bet- ur á lagiö. A 9 mínútum sneru þeir dæminu viö, breyttu stööunni úr 20:13 fyrir Hauka í 37:26 sór i hag. A þessum tíma sýndu KR-ingar meö Birgi Mikaelsson í fararbroddi frábæran leik og báru Haukana nær ofurliöi. Komust KR-ingar hvaö eftir annaö inn í sendingar Hauka og skoruöu grimmt úr hraöaupphlaupum. Geröu bak- veröir KR Haukum og erfitt fyrir lengst af í fyrri hálfleik. En Haukar létu ekki deigan siga og þegar 5 minútur voru til hálf- leiks tók Pálmar Sigurösson af skariö, lék í gegnum vörn KR og skoraöi. Höföu Haukar þá ekki skoraö körfu i hálfa sjöttu minútu. Rétt á eftir skoraöi Ólafur Rafns 3ja stiga körfu og biliö minnkaöi smátt og smátt niöur í 4 stig, en KR-ingar áttu siöasta orðiö í hálf- leiknum og höföu þá 6 stig til góöa. í fyrri hálfleik var Birgir Mika- elsson langbeztur KR-inga og hitti hann lengst af úr hverju skoti, sama úr hvaöa átt hann skaut á körfuna. Skoraöi hann 17 stig í f.h. Voru KR-ingar betri aöilinn á vell- inum í fyrri hálfleik. Tókst þeim vel varnarleikurinn, náöu þeir oft aö .stela" knettinum af Haukunum eöa komast inn í sendingar þeirra vegna mikils hreyfanleika í vörn- inni. Uröu Haukarnir aö taka á honum stóra sínum ef þeim átti aö takast aö ganga skaftamuninn. Voru þeir stundum berskjaldaöir í varnarleiknum í fyrri hálfleik, þar íslandsmeistaramótiö í fimleikum í Laugardalshöll íslandsmeistaramót 1985 í (im- leifcum verður haldiö í Laugar- dalshöll 30. og 31. mars. Kappni hefst béða dagana kl. 14.00. Fyrri daginn veröur keppt í frjálsum æfingum — fjölþraut en seinni daginn eru svo úrslit í ein- stökum greinum. Meðal keppenda veröa unglingameistarar ’85 Hanna Lóa Friöjónsdóttk og Arnór Diego Hjálmarsson, íslandsmeist- arar 1984, Kristín Gísladóttir, ungl- ingameistari 1984, Guöjón Gísla- son. Atli Thorarensen kemur frá Sviþjóö til aö taka þátt f mótinu. Búist er viö spennandi og skemmtilegri keppni og vill FSf hvetja alla fimleikaunnendur til aö koma á mótiö. hvstur afcw merm II déða (Mknum gsgn KR (gærkvðldL KR — Haukar 71—73 sem KRingar sáu viö leik þeirra og komust oft fríir innfyrir. Haukarnir komu tvíefldir til seinni hálfleiks og hófu leikinn meö því aö minnka muninn í tvö stig, 47:45. Var barningurinn mikill næstu minútur, KR-ingar reyndu aö hanga á forskoti sínu, en Hauk- ar aö jafna. Tókst Haukum aö jafna, 53:53, eftir 6Vt mínútu og ná forystu tæpri mínútu síöar. KR-ingar létu ekki þar viö sitja og tóku forystu á ný, 57:55. En á næstu tveimur mínútum komust Haukar i 60:57, m.a. eftir glæsileg tilþrif ívars Webster, sem tróö þá knettinum ööru sinni. KR-ingar voru samt ekki á þvi aö láta hér viö sitja, komust enn yffir, 61:60, og þótt Haukar ættu enn góöan kafla, og kæmust í 67:63, þá bitu KR-ingar í skjaldarrendur og hrifs- uöu enn forystuna, 69:67, þegar aöeins 2,37 mínútur voru eftir. Spennan í Höllinni var magnþrung- in og stemmningin gífurleg. Ekki dró úr eftirvæntingunni er Webster jafnaöi fyrir Hauka, 69:69, þegar 2,15 voru eftlr. Hafnfirskir áhorf- endur, en þar áttu Haukar sannar- lega hauk i horni, létu síöan vel í sér heyra þegar Webster jók for- ystu Hauka í 71:69 hálfri mínútu seinna og ætlaöi allt um koll aö keyra þegar Pálmar kom Haukum í 73:69 þegar 'h mínúta var eftir. Segja má aö KR-ingar hafi nú átt þrítugan hamarinn aö klífa, en samt gáfu þeir aldrei upp von, sem er góöur siöur í íþróttum. Tókst þeim meö mikilli baráttu aö ná knettinum frá Haukum er 10 sekúndur voru eftir. Fannst þeim ekki öll nótt úti enn og geröu sem þeir gátu til aö ná jafntefli og knýja fram framlengingu. Komst Jón Sigurösson inn í innkast Hauka þegar 6 sekúndur voru eftir, en missti knöttinn útaf. Fengu Haukar aö nýju innkast og tókst aö halda knettinum til leiksloka. KR-ingar voru harðir í horn aö taka og töpuöu bikarnum meö sæmd í gærkvöldi. Haukarnír unnu fyrsta meiriháttar titil sinn. Liöiö kom upp í úrvalsdeildina í fyrra og þar var svo sannarlega ekki tjald- aö til einnar nætur. Hefur liöinu gengiö vel undir stjórn Einars Bollasonar. Hjá KR voru Birgir Mikaelsson og Jón Sigurös beztir, en Þor- steinn Gunnarsson átti einnig stór- leik. Hjá Haukum voru Webster og Pálmar beztir og var þaö fyrst og fremst fyrir stórleik þeirra í seinni hálfleik aö Haukar tryggöu sér sig- ur. Webster var mjög góöur í frá- köstum, bæöi í vörn og sókn. Aörir leikmenn Hauka voru frekar jafnir aö getu og áttu góöan dag. Ólafur Rafnsson lék aö þessu sinni sinn 100. meistaraflokksleik meö Hauk- um. Stig KR: Birgir Mikaelsson 21, Guöni Guönason 15, Þorsteinn Gunnarsson 13, Jón Sigurðsson 11, Matthías Einarsson 6, Birgir Jóhannsson 5. Stig Hauka: ivar Webster 26, Pálmar Sigurösson 17, Hálfdán Markússon 8, Kristinn Kristinsson 8, Henning Henningsson 5, Ólafur Rafnsson 5, ivar Asgrímsson 4. - égé. „Leikmenn mínir hafa fengið sína eldskírn“ — sagði þjálfari KR-inga Jón Sigurðsson — Það voru viss vonbrigði að tapa þessum leik gegn Haukum. En að mínu mati kom tvennt til. í fyrsta lagi hafa þeir leikið étta erfiða leiki að undanförnu og eru því ( mjög góðri leikæfingu. Viö KR-ingar höfum hinsvegar aðeins leikiö einn leik og skortir því til- finnanlega leikæfingu. Þetta héöi okkur greinilega. Hin éstæðan er að okkur skortir hæð. Við néðum ekki að stööva hinn hévaxna ívar Webster í lokin og hann skorar jú étta af síðustu þrettén stigum Hauka í leiknum, sagði Jón þjélf- ari KR. Jón sagöist vera bjartsýnn á næsta keppnistímabil. „Liö mitt er efnilegt og ungt og á framtíöina fyrir sér. Þaö veröur tilhlökkunar- efni fyhrir okkur aö hefja næsta tímabil. Leikmenn mínir hafa feng- iö sýna eldskírn i vetur og hún á eftir aö heröa þá í baráttunni sem framundan er, sagöi Jón Sigurös- son. Ég óska Haukum innilega til hamingju meö titilinn, ég get vel unnt þeim þess aö geyma hann í eitt ár, sagöi Jón og brosti. — ÞR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.