Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRlL 1985 B 3 Fri leiksýningu í einum skóla borgarinnar. Karnivalhátíð í Laugardalshöllinni — síðasta vetrardag og sumardaginn fyrsta FYRIRHUGAÐ er að halda Karni- valhátíð í Laugardalshöll síðasta vetrardag og sumardaginn fyrsta. Eins og venja er á slíkum hátíðum verður leitast við að halda uppi lífi og fjöri og eru börn og unglingar í grunnskólum Reykjavíkur að sfa þessa dagana margskonar skemmtiatriði. Karnivalið er lokahátíð félags- og tómstundastarfs í grunnskól- um Reykjavíkur og haldið í til- efni af ári æskunnar. Á hátíð- inni verða hin hefðbundnu tóm- stundastörf skólanna í hávegum höfð. Má þar nefna m.a. borð- tennis, ljósmyndakeppni, tölvu- og forritakeppni, myndbanda- stúdíó, leir, leður, tágar, leikrit, dans- og tískusýningar og önnur skemmtiatriði, sem hafa verið æfð fyrir árshátíðir i skólunum. Á miðvikudagskvöldinu verð- ur hljómsveitum gefinn kostur á að spila á aðalsviði Laugardals- hallarinnar. 1 kjallarasal verður diskótek i gangi allan tímann. Auk þess eru nemendur að und- irbúa karnivalstemmninguna með því að æfa sig í að ganga á stultum eða að útbúa sér gervi trúða, púka, álfa, trölla, töfra- manna og annað þess háttar. Þess er vænst að sem flestir nemendur verði þátttakendur í hátíðahöldunum og komi karni- valskreyttir. Sé þess ekki kostur verður hægt að kaupa sér efni í grímu eða hatt og útbúa á staðn- um eða fara i förðunardeildina og fá förðun við hæfi. Á sumardaginn fyrsta er þess vænst að foreldrar líti inn i Höllina ásamt börnum sínum og taki þátt i lokahátíð félags- og tómstundastarfs grunnskóla Reykjavíkur. Skemmtikraftar á árahátíð í Hagaskóla. esið reglulega af ölmm fjöldanum! ÞARFT PÚ AÐSTOÐ TÆKMITEIKMARA? Viö getum teiknaö fyrir þig. Einu sinni í viku, einu sinni í mánuöi, oftar eöa sjaldnar. Einfaldlega þegar hentar þér og þínum verkefnum. Og viö getum líka séö um vélritunina. Þægilegt, ekki satt? TÆKI1ITEIKMARIMM Langholtsvegi 17, s. 687674.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.