Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 B 5 77/ eru líklega langur ■ RÁÐSTEF raunverulegar sannanir um skepnu, sem var risakolkrabbi og var allt aö 200 feta SJÁ: Ráðstefnur Þeir ætla líka að fjalla um furðurnar Vísindamönnum, sem trúa því, að til séu furðuverur á borð við „Stórfót" í Klettafjöllum, forn- sögulegar risaeðlur í Kongó og 200 feta langir kolkrabbar i Atlants- hafi, hefur nú verið boðið að taka þátt i ráðstefnu mikils metinna mannfræðinga og dýrafræðinga, sem haldin verður við háskólann í Sussex í Englandi í júlí næstkom- andi. Er þar um að ræða alheims- þing um kerfisbundna þróunarlíf- fræði, sem haldið er fimmta hvert ár, og verður einum degi varið til umræðna um „óþekkt eða hugs- anlega útdauð dýr“. Við þessar umræður munu vafa- laust vekja mesta athygli og deil- ur þær „sannanir", sem verða lagðar fram fyrir því, að „villi- maðurinn" eða „Stórfótur", sem fullyrt er að sé á kreiki í Kletta- fjöllunum í Bandaríkjunum, sé í raun risastór apategund, sem talið hefur verið að hafi dáið út fyrir 600.000 árum. Ef þessi tegund er enn ekki öll getur það einnig skýrt þær fréttir, sem stöðugt fara af „Snjómanninum" í Asíu, sem er kallaður Yeti í Himalayafjöllum en Alma í Sovétríkjunum. Dr. Grover Krantz, mannfræð- ingur við Washingtonháskóla, sagði fréttamanni blaðsins Observer, að hann ætlaði að leggja fram plastmót af fótsporum og handförum „villimannsins", sem bentu til þess, að hann væri átta feta hár og gæti vegið á fjórða hundrað kílóa. Önnur ótrúleg saga, sem verður til umræðu á ráðstefnunni i Brighton, er af risaeðlum sem enn séu á lífi í Kongó í Afríku, en i rúma öld hafa ferðamenn, sem þangað hafa lagt leið sína, sagt frá dýri, sem líkist þeim og haldi sig i nánd við Tellevatn, sem er á mjög afskekktum stað í austurhluta landsins. Það var fyrir tveimur árum, sem menntaður dýrafræðingur þóttist fyrst sjá dýrið, sem kallast Monkele-Mbembe á máli inn- fæddra. Var þar um að ræða kong- ólska vísindamanninn Marcellin Agnagna, sem kveðst hafa virt dýrið fyrir sér í 20 mínútur þar sem það var í vatninu nokkur hundruð metra frá landi. Lýsir hann því sem gríðarstórri, brúnni skepnu með langan háls og litið höfuð, og giskar á að það sé um það bil 24 feta langt og allt að fimm tonnum á þyngd. Sögur um undarleg sæskrímsl verða líka sagðar á ráðstefnunni en til eru heimildir og raunveru- legar sannanir um skepnu, sem líklega var risakolkrabbi og var allt að 200 feta langur. Árið 1896 rak á fjörur í Flórída sex tonna flykki, sem menn á þeim tíma skildu ekkert hvað var en þótti lík- legast að væri einhverjar leifar af hval. Sýnishorn af þessu svokallaða Flórídaskrímsli var geymt i rot- varnarvökva í Smithsonian- stofnuninni í Washington í marga áratugi án þess að því væri nokk- uð sinnt, en nú hefur bandariski lifefnafræðingurinn Roy Mackal rannsakað það og ætlar að sýna það og sanna á ráðstefnunni, að hér hafi verið um kolkrabba að ræða. Skrímslafræðingar eða dýra- fræðingar, sem trúa á tilvist furðulegra fornaldarskepna, hafa lengi verið halfgerðar hornrekur í stéttinni en nú eru ýmsir sérfræð- ingar aðrir farnir að játa, að óþekktar dýrategundir kunni enn að leynast í ýmsum afkimum jarð- arinnar. David Jones, forstöðu- maður dýragarðsins í London, bendir á, að enn séu stór svæði á jörðinni í raun óbyggð og að mestu ókönnuð. — MARTIN BAILEY ■hart á móti hörð Goets gengur aftur - í Úkraínu r Ifréttum að undanförnu hefur mikið verið sagt frá New York- búanum Bernhard Goetz, sem var orðinn svo leiður á óöldini í neð- anjarðarlestunum í borginni að hann skaut á og særði fjóra ungl- inga, sem voru eitthvað að troða honum um tær. Goetz, sem i fyrstu var gerður að hálfgerðri þjóðhetju, hefur nú að þessu leyt- inu eignast kollega í Sovét- ríkjunum, verkfræðing að nafni Vladimir Trubkin, sem líka var orðinn leiður á yfirgangi og ofbeldi. Trubkin gekk þó feti lengra en Goetz, því að hann drap einn ofsækjenda sinna með öxi, særði annan og gerði þann þriðja óvígan af hræðslu. Bréfaflóðið, sem borist hefur til vikublaðsins Literaturnaja Gazeta í Mosvku, bendir til, að sovéskur almenningur sé jafn eindregið á bandi Trubkins og aðdáendur Goetz. Á þessum tveimur málum er þó mikill munur. Goetz hefur verið stefnt fyrir rétt en Trubkin og þeir landa hans, sem hafa lent í því sama, njóta hins vegar stuðn- ings í ályktun hæstaréttar Sov- étríkjanna, þar sem kveðið er á um rétt borgaranna til sjálfsvarn- ar. Sagan um Trubkin gerðist þó ekki í neðanjarðarlest í Moskvu (þar sem glæpir eru fátíðir og lög- reglumenn á hverju strái) heldur við baðströnd við ána Dnjepur í Úkraínu, þegar hann og kona hans voru þar í sumarfríi. Einu sinni þegar þau sátu að snæðingi rudd- ust að þeim þrír ungir menn, allir mjög drukknir, sem svívirtu þau hjónin í orðum og einn þeirra ógnaði þeim að auki með hnif. GOETZ: hefði vísast komist upp með það austur í Sovét. Mennirnir neyddu þau til að aka þeim um í bíl en þegar Trubkin varð að nema staðar, þar sem flætt hafði yfir veginn, tókst hon- um að ná öxi úr farangursgeymsl- unni. Með henni drap hann einn mannanna og særði annan. Sakamálarannsókn á máli Trubkins fór ekki langt; hún var stöðvuð áður en málið komst fyrir rétt. Literaturnaja Gazeta gerði málinu hins vegar mikil og góð skil. í augum ritstjóranna skipti þetta mál sköpum. í blaðinu hafði áður verið sagt frá fólki, sem lent hafði í svipuðu, og augljóst var af lesendabréfunum, að almenningur hafði áhyggjur af því hvort honum leyfðist lögum samkvæmt að verja sig fyrir árás glæpamanna. I einu bréfanna var sagt frá 72 ára gömlum manni, sem var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa komið höggi á ungan og drukkinn mann, sem ógnaði hon- um með byssu, með þeim afleið- ingum að unga manninum blæddi út. Það „kostaði mikið erfiði", sagði bréfritarinn, „að fá málið fellt niður". í öðrum bréfum kom vel i ljós sú almenna reiði, sem ríkir meðal fólks vegna ofbeldis og yfirgangs af þessu tagi. „Eg vona að ofbeldisseggirnir, drykkjusvínin og allir þeir, sem fremja glæpi í trausti þess að þeim verði ekki refsað, fái nú eitthvað til umhugsunar. Þeirra bíður nú ekki einungis refsing samkvæmt lögum heldur mega þeir eiga von á, að um þá verði jafnað á staðnum," sagði í einu þessara dæmigerðu bréfa. Aðeins örfáir lesendur höfðu eitthvað að athuga við framferði Trubkins. Konu nokkurri fannst til dæmis að Trubkin hefði átt að bjóða þeim bita af nestinu þeirra hjóna. Líkega hefði ungu mönnun- um aðeins leiðst og þarfnast fé- lagskapar og allir orðið perluvinir ef öðruvísi hefði verið farið að. Þessi skoðun er þó undantekning og ekki í takt við almenningsálitið og ályktun hæstaréttar frá því í ágúst síðastliðnum. „Rétturinn til sjálfsvarnar," segir í ályktunni, „er einn af hornsteinum borgaralegra rétt- inda og skyldna ... Borgararnir hafa rétt á að verja hendur sínar hvort sem þeir gera það með því að flýja af vettvangi eða grípa til annarra ráða.“ Tvennt virðist mega læra af Trubkin-málinu. í fyrsta lagi að glæpir og ofbeldi sé nú svo algengt í Sovétríkjunum, að almenningur hafi af því verulegar áhyggjur, og í öðru lagi, að sovéskir dómstólar og almenningsálitið kæri sig ekki um þær takmarkanir á sjálfsvarn- arrétti borgaranna, sem Goetz og aðrir Vesturlandabúar í hans sporum mega sætta sig við. Eða eins og einn lesenda Liter- aturaja Gazeta orðaði það: „Eins og þeir hafa seð, svo munu þeir og uppskera.“_ MARK FRANKLAND ■kveðjuor Vitnadi í Shake- speare og var þar með allur Fleiri opinberum aftökum á vopnuðum ræningjum hefur verið heitið í Nígeríu í kjölfar þeirrar yfirlýsingar herforingja- stjórnarinnar að hertar verði að- gerðir gegn bófum og illvirkjum. Einn af þekktustu kaupsýslu- mönnum landsins og þjóðflokks- höfðingi í þokkabót var nýlega skotinn til bana í Lagos, þar sem einkabílstjóri hans ók honum í Mercedes Benzinum hans. öku- maður, sem reyndi að veita byssumanninum eftirför, var einnig felldur. Fleiri en 30 dæmdir ræningjar hafa verið leiddir fyrir aftöku- sveitir í höfuðborginni einni sam- an á nýliðnu ári. Tugir til viðbót- ar hafa verið drepnir í skotbar- dögum við lögregluna. Aftökur á almannafæri mega nú heita dag- legt brauð í Nígeríu. Hinar harðneskjulegu aðgerðir ríkisstjórnarinnar njóta vin- sælda, enda skráir lögreglan um 50 þúsund glæpi á mánuði hverj- um. Dauðadómur er viðtekin refsing fyrir vopnað rán og þar af leiðandi skjóta ræningjarnir til bana sérhvert fórnarlamb þeirra sem dirfist að horfa framan í þá og gæti því þekkt þá aftur síðar. Þegar rán eru framin í íbúð- arhúsum að hæturlagi er það nú orðið föst regla að íbúarnir grípi fyrir augun, en hendi fyrst bíl- lyklunum út um útidyrnar. Einn bíræfinn bófaflokkur hengdi nýlega upp tilkynningu í einu af úthverfum Lagos þar sem íbúarnir voru varaðir við og sagt að vera viðbúnir ráni. Tilkynn- ingin hljóðaði þannig: „Við vilj- um tilkynna ykkur að við ætlum að ræna í hverfinu. Verið viðbúin! Ef þið afhendið okkur eigur ykk- ar án mótspyrnu mun ykkur ekki gert mein.“ Ónefndur náungi, sem var grunaður um rán, var fyrir skemmstu leiddur fyrir hóp blaðamanna og skýrði þá svo frá, að hann hefði fyrrum verið for- ingi bófaflokks í Peckham-hverfi í London! í Lagos hafði hann tek- ið þátt í árás á egypska sendiráð- ið, þar sem jafnvirði 350 þúsund króna var stolið og tveimur kon- um nauðgað að auki. Sá orðrómur er á kreiki, að sumir bófanna, sem nú láta til sín taka í Nígeríu, séu menn í góðum stöðum sem hafi komist í kröggur vegna efnahagsörðugleikanna sem nú hrjá landið. Fullyrt er jafnvel að fleiri en einn hafi leiðst út á glæpabrautina til þess að geta haldið börnum sínum áfram í breskum einkaskólum. Einn bófanna, sem var leiddur fyrir aftökusveit nýlega, vitnaði í Shakespeare á meðan hann var bundinn við aftökustaurinn. - RICHARD HALL IGROÐABRAI Dali falsaði sjálfan sig Hinn heimsfrægi spænski listmálari, Salvador Dali, hefur viðurkennt að hafa áritað auð blöð sem síðar voru notuð undir steinprentaðar útgáfur af verkum hans. Þá hafa listfræð- ingar beggja vegna Atlantsála nýlega lýst því yfir að mikill fjöldi falsaðra verka sem eignuð eru Dali séu á markaðnum. Peter Moore, sem verið hefur einkaritari listamannsins, hefur skýrt svo frá að öldungurinn hafi undirritað um 350.000 auð blöð sem myndir hafi síðan verið þrykktar á og seldar sem ósvikin framleiðsla. Salvador Dali lifir hálfgerðu einsetulífi á heimili sínu á Costa Brava. Þar náði fréttamaður tali af honum fyrir skömmu og viður- kenndi hann þá að einhver fótur væri fyrir uppljóstrunum Moore en taldi með ólíkindum að hann hefði áritað eins mörg blöð og rit- arinn héldi fram. Hann sagði: „Þetta er. ótrúlegur fjöldi. Ég hef alls ekki haft tíma eða þrek til að árita svona mörg blöð.“ Hann full- yrti hinsvegar að menn hefðu reynt að hagnast á frægð hans. „Ég hef alltaf treyst fólki, en fólk bregst stöðugt trausti mínu,“ sagði hann. Steinprentaðar myndir Dalis geta selzt á allt að 160.000 krónur stykkið ef upplagið er takmarkað og áritun snillingsins er óvefengj- anleg. Svo virðist sem listaverka- falsarar hafi komizt hér í feitt, og telja sérfræðingar að falsaðar myndir eignaðar Dali hafi jafnvel fært óprúttnum fölsurum í Banda- ríkjunum hvorki meira né minna en sem svarar 25 milljörðum króna. Dali hefur jafnan verið talinn hinn merki sérvitringur og hefur haft lítið samneyti við fólk utan hóps aðdáenda og áhangenda alls- konar. Það er og alkunna að marg- ir þeirra hafi efnazt dável vegna samskipta sinna við listamanninn. Erfitt er að gera sér grein fyrir því um hversu mikinn fjölda fals- aðra verka er að ræða og ekki sízt vegna þess að Dali hefur notað um 600 útgáfur af nafninu sínu á listaferli sínum. Fyrir tveimur árum skýrði ung- ur málari að nafni Manuel Pujol svo frá að hann hefði málað nokk- ur hundruð vatnslitamynda og olíumálverka í nafni Dalis að und- irlagi Gölu eiginkonu hans og um- boðsmanns þeirra hjóna í Frakk- landi. Gala lézt árið 1982. Manuel Pujol telur sig þó ekki hafa stund- að listaverkafalsanir í strangasta skilningi þess orðs vegna þess að hann hafi ekki stælt ákveðnar fyrirmyndir. Hins vegar telur hann, að myndir eftir sig en merktar Dali megi finna í ýmsum virtum málverkasöfnum. Og hann fullyrðir meira að segja að a.m.k. tvö verka sinna hafi verið seld á listaverkauppboði hjá Sothebys í London, og að kaupendurnir hafi að sjálfsögðu talið sig vera að kaupa ósvikin verk eftir sjálfan meistarann. — JANE WALKER

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.