Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 6
6 B
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985
Verkalýðsfélögin í Hafnarfirði:
Rekstrarstöðvun
BÚH felur enga
úrlausn í sér
— segir m.a. í ályktunum sem sendar hafa verið
ríkisstjórninni og bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði
EFTIRFARANDI álrkUnir hafa verið
sendar ríkisstjórn Islands og bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar undirritaðar af
fulltrúum Fulltrúaráðs verkalýðsfé-
laganna í Hafnarfirði, Verkamannafé-
lagsins Hlífar, Verkakvennafélagsins
Framtíðarinnar, Sjómannafélags
Hafnarfjarðar, Félags Vörubifreiða-
eigenda, Félags verslunarmanna og
Félags byggingariðnaðarmanna.
Ályktun til ríkis-
stjórnar íslands
Með tilliti til þess hrikalega at-
vinnuástands, sem skapast hefur
vegna ákvörðunar bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar um að loka Bæjarút-
gerðinni, einu stærsta atvinnufyr-
irtæki bæjarins, krefjast Fulltrúa-
ráð verkalýðsfélaganna og stjórnir
allra verkalýðsfélaganna í Hafnar-
firði þess, að ríkisstjórn Islands
taki mál þetta tafarlaust til sér-
stakrar meðferðar.
Verkalýðshreyfingin í Hafnar-
firði telur, að hér hafi slíkt ábyrgð-
arleysi ráðið málum, að ekki verði
undan vikist að bæta úr.
Við trúum því ekki, að fjár-
hagsstaða fyrirtækisins sé slík um-
fram önnur útgerðarfyrirtæki í
landinu að rekstrarstöðvun hafi
verið réttlætanleg. Verkalýðshreyf-
ingin trúir því að farsælla hefði
verið að grípa til sérstakra aðgerða
varðandi skuldamálin miklu fyrr,
svo að til rekstrarstöðvunar hefði
ekki þurft að koma, enda felur
rekstrarstöðvun enga úrlausn í sér.
Verkalýðshreyfingin í Hafnar-
firði treystir því að hæstvirt ríkis-
stjórn grípi nú þegar til þeirra að-
gerða er leiða muni til tafarlausrar
starfsemi í fyrirtækinu á ný.
Hjálagt fylgir ályktun um at-
vinnumál Hafnfirðinga, sem neð-
angreindir aðilar hafa sent bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar, en í ályktun-
inni koma frekari skýringar fram.
Ályktun til bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar
Hrikalegt atvinnuleysi tröllríður
nú hafnfirsku atvinnulífi. Nú þessa
dagana eru um 200 manns á at-
vinnuleysisbótum og að auki hefur
fjöldi launþega þurft að leita í ný
störf, sem að verulegu leyti eru
utan Hafnarfjarðar.
Tala atvinnuleysisdaga á síðasta
ári og það sem af er þessu sýnir að
atvinnuleysi í Hafnarfirði er um
50% meira en landsmeðaltal.
Afleiðingar þessa ástands koma
æ betur í Ijós og er nú svo komið að
fjölmörg heimili eru algerlega kom-
in á vonarvöl og geta ekki staðið
undir þeim greiðslum sem nauð-
synlegar eru til framfæris.
Atvinnuleysisbætur duga
skammt, en þær nema nú um 2.800
krónum á viku auk rúmlega 100
króna á viku með barni.
Ástæður þessa ástands má fyrst
og fremst rekja til furðulegs
ábyrgðarleysis ráðamanna bæjar-
ins og einnig aðgerðaleysis stjórn-
valda, eins og eftirfarandi dæmi
sýna:
Hæst ber ótímabæra og óskyn-
samlega rekstrarstöðvun Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar, þar sem öllu
starfsfóiki var sagt upp störfum frá
og með 1. febrúar sl. alls nálægt 200
manns, en áður hafði starfsfólkið
verið launalaust að mestu leyti sið-
an í október.
Vinnubrögð og málflutningur
ráðamanna bæjarins i þessu máli
hafa verið með slíkum eindæmum
að varla á sér hliðstæðu.
Bæjarútgerðin hefur átt við erf-
iðleika að stríða eins og útgerð al-
mennt vegna óhagstæðrar rekstr-
arstöðu og erfiðrar skuldabyrði.
Meirihluti bæjarstjórnar sam-
þykkti vegna þessa að hætta rekstr-
inum en fela hann nýju fyrirtæki,
Útgerðarfélagi Hafnfirðinga hf.
Reyndar skilja fáir á hvern hátt
þessi ráðstöfun gæti bætt rekstr-
arstöðu fyrirtækisins. Enn furðu-
legri er þó sú ráðstöfun að leggja
niður alla starfsemi um ótiltekinn
tíma á meðan unnið væri að yfir-
færslunni. Með þessari ráðstöfun
eru niðurfelldir allir tekjumögu-
leikar fyrirtækisins á sama tima
sem fjármagnskostnaður hleðst upp
og tekjur bæjarsjóðs í formi út-
svara, aðstöðugjalda og tekna af
þjónustufyrirtækjum við Bæjarút-
gerðina falla niður.
Það þætti lélegur búmaður til
sveita, er sýndi geldu kýrnar ef
hann ætlaði að selja mjólkurkýr
sínar, en allt er hægt í Hafnarfirði.
Þannig gelda bæjaryfirvöld mjólk-
urkúna algerlega, áður en hún er
Visa ferðatékka í Bandaríkjadollurum,
sterlingspundum, frönskum frönkum
og spönskum pesetum.
Ferðatékka í vestur-þýskum mörkum
frá Bank of America og ferðatékka í
Bandaríkjadollurum frá American Express.
VISA greiðslukort til afnota innanlands og utan.
Verið velkomin í bankann. Starfsfólk gerir sitt ýtrasta til að
veita skjóta og örugga þjónustu í öllum viðskiptum.
BÚNAÐARBANKIÍSLANDS
TRAUSTUR BANKI
Ætlar þú til útlanda I sumar?
Einn íslenskra banka býður Búnaðarbankinn Visa ferðatékka í
portúgölskum escudos frá Banco Pinto & Sotto Mayor í Portúgal
og ferðatékka í ítölskum lírum frá Banco di Roma.
Við bjóðum einnig:
Fyrir andlegan og líkamlegan styrk
æfið boju-ryu Karate do
Nokkur atriði varðandi þjálfun í karate
• Afbragðs líkamsþjálfun, betri þjálfun t karate
• Afbragös líkamsþjálfun, betra form, þrek, snerpa, liöleiki
• Örugg sjálfsvörn, aukið sjálfstraust
• Þjálfar einbeitingu
Byrjendanámskeiö aö hefjast, innrltun 15.—20. apríl.
Komið og farið í reynslutima.
Æfingatímar
Fullorönir: mánud., miövikud. og laugard. og þrlöjud., fimmtud.,
og laugard.
Börn 9—12 ára: laugardaga og þriöjudaga.
Fullorönir: Verð kr. 2.500, námskeiö 3 mánuöi.
Börn: Kr. 1.500, námskeiö í 3 mánuði.
Þjálfun er í höndum frægustu karate-iökenda íslands.
Hringiö og fáiö nánari upplýsingar i síma 25025 milli kl. 19.00 og
21.00 alla virka daga og milli kl. 13.00 og 16.00 laugardaga.
Karatefélag Reykjavíkur
Goju-Kai Karate — Do
Ármúla 36, 108 Reykjavík,
sími: 91-25025.