Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 „Mikil eftirspurn eftir ferskum laxi“ — segir Gunnar Helgi Hálfdánarson hjá Laxeldisstöö- inni Vogum, Vatnsleysuströnd, en þeir fljúga meö lax- inn á Bandaríkjamarkaö vígi, því ef endurheimtur reynast í lagi á fram- leiðslukostnaður að vera með því lægsta sem ger- ist í þessari grein." Hver er munurinn á verði á ferskum og fryst- um laxi? „Það fæst allt að þriðjungi meira fyrir ferska laxinn. Jafnframt er talið, að þegar fram í sækir muni uppruni laxins skipta máli, þannig geti haf- beitarlax (villtur lax) orðið eftirsóttari og gefið hærra verð.“ Þurfið þið ekki að taka sérstakt tillit til þessa markaðar? „Jú, það er til dæmis mikilvægt að fiskurinn sé jafn að stærð og líti vel út. Bandaríkjamenn eru einnig mjög kröfuharðir á að fiskurinn sé vel hreinsaður að innan og hreinlætis gætt í hví- vetna.“ Hvernig er sölukerfi ykkar háttað? „Það er ef til vill fullsnemmt að tala um sölu- kerfi í okkar tilviki þar eð fyrirtækið er ennþá á byrjunarstigi. Við höfum þó notast við umboðs- menn, sem við fengum í gegnum hinn erlenda samstarfsaðila. Þeir hafa jafnframt útvegað okkur þá rekstrarþekkingu, sem til þarf, til að ná árangri í fiskeldi og hefur reynst mjög vel.“ Hvert er framhaldið? „í næsta mánuði munum við taka í notkun 100 þúsund seiða stöð. Munum við sleppa 25 þúsund seiðum í ár og 100 þúsund seiðum á ári næstu tvö árin og 5—10 milljónum seiða á tímabilinu 1988—90, Það verður á þessum árum sem hægt verður að tala um verulegan útflutning á laxi frá okkur.“ Fjárfestingarfélagið á 51% hlutdeild í Laxeldisstöðinni í Vogum við Vatns- leysuströnd, bandarískir aðilar eiga af- ganginn. Síðan 1983 hefur fyrirtækið flutt út lax og selt á Bandaríkjamarkað. Laxinn, sem er hafbeitarlax, er sendur út ferskur með flugi, þ.e.a.s., honum er slátrað að kvöldi og 24 tímum síðar er hann kominn á fiskmarkaði í New York og Boston. Við spurðum Gunnar Helga Hálfdánarson, framkvæmdastjóra Fjárfestingarfélagsins, hvort erfitt hefði reynst að komast inn á þennan mark- að? „Nei, en það er ekki að marka því við höfum eingöngu verið með fáar og litlar reynslusend- ingar, en okkur líst vel á framhaldið. Þá höfum við notið góðs af brautryðjandastarfi Norðmanna á þessu sviði." Er mikil eftirspurn eftir ferskum laxi á Banda- ríkjamarkaði? „Já, hún er mikil og teljum við okkur fyllilega samkeppnishæfa við norska laxinn hvað snertir verð, gæði og útlit." Er samkeppnin mikil? „Markaðurinn vex það hratt, að það gætir ekki enn mikillar samkeppni. En þegar fer að mynd- ast jafnvægi á milli eftirspurnar og framboðs fer hugsanlega að reyna meira á verðið. Þá er mik- ilvægt að vera búinn að aðgreina sig á markað- num og hafa náð að skapa gæðavöru. Jafnframt að vinna að því að ná niður framleiðslukostnað- inum, til að geta mætt hugsanlegri verðsam- keppni. En þar teljum við okkur standa vel að „Gætum fiutt út mun meira, ef... “ — Rætt viö Hrein Hauksson hjá Landvélum hf. sem flytja út tengi í skip og vinnuvélar til Noröurlandanna og fyrirtækja í 2 fylkjum í Bandaríkjunum er þessi tegund tengja ekki fram- leidd annars staðar á Norðurlönd- unum og gerir það þá sterka á markaðnum. Það sem hefur þó einkum styrkt stöðu þeirra er að varan hefur farið í gegnum gæða- próf hjá hinum erlendu fyrirtækj- um, sem kaupa af þeim og fram- leiða vinnuvélar og tæki, og komiö afar vel út úr þeirri prófun. Einn- ig eru þeir vel samkeppnisfærir í verði við lönd eins og Þýskaland, ftalíu og Bretland, sem framleiða samskonar tengi. Ýmsir draugar hér heima, sem gera mönnum lífið leitt „En það eru ýmsir draugar hér heima, sem gera mönnum lífið leitt,“ sagði Hreinn ennfremur. „Til dæmis eru þau föstu gjöld, sem greiða þarf af fyrirtækjum, Hreinn Hauksson: „ Ýmsir draugar bér heima sem gera mönnum lífið leitt“ Fyrir tveim árum hófu Landvélar hf. útflutning á tengjum fyrir háþrýsti- slöngur og rör, sem fara í skip og vinnuvélar í iðnaði. Upþ- haflega hófst framleiðslan með innanlandsmarkað í huga en fyrirtækið fullnægir um 60—90% af innanlandsmarkaðinum á þessu sviði. Málin þróuðust þannig, að ýmis erlend fyrirtæki í Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð og fyrirtæki í tveim fylkjum í Bandaríkjunum óskuðu eftir að gera tilboð í ákveðnar tegundir tengja, þar með hófst útflutningurinn. Tengin ekki framleidd ann- ars staðar á Norðurlöndum Að sögn Hreins Haukssonar, framkvæmdastjóra Landvéla, þá „Byrjunin lofar goðu“ — segir Þórarinn Elmar hjá Sjóklæöageröinni um útflutn- ing á sjófatnaöi til Bandaríkjanna „Við höfum gert ýmsar tilraunir til að selja sjófatnað á Banda- ríkjamarkað, það er fyrst nú á síð- astliðnu ári, sem þær eru farnar að bera árangur," sagði Þórarinn Elmar, framkvæmdastjóri Sjó- klæðagerðarinnar, er við ræddum útflutningsmál fyrirtækisins. Sjóklæðagerðin flytur út sjó- fatnað undir merkinu 66 gráður norður, einkum á vesturstöndina í kringum Seattle og norður til Al- aska. Sendum fyrst út reynslu- flíkur til sjómanna sem við þekktum „Við byrjuðum á því að senda út reynsluflíkur til sjómanna, sem við þekktum persónulega. Við vor- um sannfærð um að við værum með mjög góða vöru í höndunum, enda byggjum við á langri reynslu og sjómenn hér kröfuharðir. Fatn- aöurinn reyndist vel og það barst eiginlega af tilviljun til eyrna for- svarsmanna vel þekkts og gam- algróins fyrirtækis í Bandaríkjun- um, sem sérhæfir sig í vinnufatn- aði, þá einkum fyrir iðnaðarmenn. Vildi það bæta sjófatnaði við sölu- línu sína. Fyrirtækið hefur dreifi- stöðvar á 12—13 stöðum í Banda- ríkjunum en við höfum viljað tak- marka okkur við 2 staði enn sem komið er þar sem aðstæður eru líkastar og hér heima. Við erum með ágætar gerðir af efnum er henta vel fyrir norðlægar slóðir. Þurfum aö aðlaga framleiðsluna hinum erlendu aðstæðum Við höfum þurft að aðlaga framleiðslu okkar hinum erlendu aðstæðum hvað varðar snið en bandarískir sjómenn gera sömu kröfur og hinir íslensku hvað snertir styrkleika efna, þol við ákveðnar aðstæður o.s.frv. Ennþá erum við að gera breytingar á flík- unum, en engar kvartanir höfum við fengið. Það er mjög erfitt að komast inn á þennan markað. Fyrir eru sterk og rótgróin fyrirtæki, til dæmis norsk og sænsk fyrirtæki, sem eru með mikla og vandaða framleiðslu. Auk þess er fjöldinn allur af fyrirtækjum, sem fram- leiða ódýra og oft óvandaöa vöru framleidda í Hong Kong, Thai- landi, Kóreu og víðar í austurlönd- um þar sem vinnuafl er ódýrt. Örar skiptingar á starfs- fólki skapa vandamál Norski og sænski sjófatnaður- inn er framleiddur í Portúgal og á írlandi, þar sem vinnuafl er ódýrt og mikil eftirspurn eftir vinnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.